Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
35
Minning:
Olafur Eiríksson
byggingameistari
arhug. Hannes var hæglátur mað-
ur og kurteis og starfi sínu gegndi
hann af snyrtimennsku og reglu-
semi.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm stóð
hann meðan stætt var og eiginlega
miklu lengur. En þegar kraftarnir
eru þrotnir er hvíldin kærkomin.
Ég bið Hannesi fararheilla.
Blessuð sé minning hans.
Pöllu frænku og Báru dóttur
þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Hjátmar A. Jóelsson
Nú er Hannes frændi minn allur
og margar minningar streyma
fram í huga minn, þegar ég hugsa
til hans og lít til baka.
En sú fyrsta er þegar þau giftu
sig Palla og hann. Ég fékk að fara
í brúðkaupið og er mér enn minn-
isstætt hvað mér fannst allt fal-
legt og fínt í litlu sotfunni í
Stakkadal. Palla og Hannes voru
sérstaklega samhent og hamingju-
söm hjón alla tíð og mikil birta og
hlýja yfir lífi þeirra til hans
dauðadags. Mér er líka mjög
minnisstætt þegar ég fór ung að
árum í vinnu til Hannesar. Fyrsta
morguninn sem ég mætti sagði
hann brosandi setningu, sem ég
aldrei gleymi: „Það er bara eins og
hún Gunna Jóns sé komin í eld-
húsið," (en það var móðir mín).
Mér hefur oft verið hugsað til
þessara orða Hannesar. Hann var
mér eins og besti faðir og mjög
tryggur vinur og ég gleymi heldur
aldrei þeirri hjálp og vinsemd sem
hann sýndi mér þegar ég bjó um
tíma á heimili þeirra vegna veik-
inda. Hann taldi ekki eftir sér að
fara niður á Landspítala daglega
mín vegna.
Hannes var dagfarsprúður mað-
ur, alltaf léttur og kátur og sló á
létta strengi hvernig sem á stóð.
Jafnvel stuttu áður en hann dó var
hann að grínast þótt hann væri
fárveikur og reyndi að leyna því
hve sjúkur hann væri. Hannes og
Palla áttu eina kjördóttur og var
sérstaklega kært á milli þeirra
feðgina.
Elsku Palla, Bára og fjölskylda.
Guð gefi ykkur styrk til að komast
yfir þennan erfiða hjalla. Ég sendi
ykkur mína dýpstu samúð.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V.Briem)
Kaja Finnbogadóttir
Fæddur 20. júní 1888
Dáinn 16. nóvember 1982
Merkismaðurinn Ólafur Eiríks-
son byggingameistari lést á
sjúkrahúsi Sauðárkróks 16. nóv-
ember 1982 og hafði þá freka fjóra
um nírætt.
Ólafur fæddist í Hvalnesi í Lóni
í Austur-Skaftafellssýslu. Sonur
hjónanna Eiríks Halldórssonar
frá Volaseli í sömu sveit og síðari
konu hans Guðrúnar Bjargar Ein-
arsdóttur. Alsystkinin voru fimm,
tvær systur: Oddný Sigríður og
Þórdís. Og bræðurnir: Einar at-
hafnamaður á Hvalnesi, en hann
reit m.a. Einvaldsklærnar á
Hornafirði; ólafur og Sigurður
yngstur. Þau eru öll látin nema
Þórdís, 97 ára. — Fyrri kona Ei-
ríks Halldórssonar var Oddý
Steinsdóttir. Af börnum þeirra
komust tveir synir til fullorðins-
ára, Þorleifur og Halldór, en hann
dó í blóma lífsins. — Tvíbýli var
þá á Hvalnesi og mótbýlismaður-
inn Bjarni Bjarnason. Fyrri kona
hans var Gróa, systir Eiríks Hall-
dórssonar. En síðari kona Bjarna
var Guðrún Þorleifsdóttir.
í glöðum systkinahópi ólst ólaf-
ur upp í foreldrahúsum og starfaði
vð bú þeirra fram á manndómsár.
Hann var þriggja álna hár og svo
vel vaxinn, að á orði var haft. Blíð-
lyndur, hversdagsgæfur og glað-
sinna. Um þrítugt hleypti hann
heimdraganum og vann að smíð-
um hjá Kristni Jónssyni vagna-
smið í Reykjavík.
1918 var einkennilegt ár.
Frosthörkur gífurlegar í byrjun
ársins, þar sem frostið skriplaði á
milli 20 og 36 stiga og hafís teppti
siglingaleiðir kringum landið. Um
miðjan október hóf Katla að gjósa
eftir tæplega 60 ára þögn. Bæir
eyddust og fénaður fórst. Og þá er
þeim ósköpum linnti í byrjun nóv-
ember, lauk einnig öðrum, fyrri
heimsstyrjöldinni, og nýjar hrell-
ingar hófust. Skæð drepsótt herj-
aði á landslýð, spánska veikin. Á
skömmum tíma létust um þnú
hundruð manns í Reykjavík og Is-
lendingar fögnuðu fullveldi í
skugga dauðans. I þessum hörm-
ungum var miklum vandkvæðum
bundið að fá líkkistur bæði vegna
skorts á timbri og líkkistusmiðir
önnuðu ekki eftirspurn. Þá var
það meðal annars tekið til bragðs,
að smíða líkkistur í Slippnum. Á
þessum tíma starfaði ólafur Ei-
ríksson við slíka smíði á verkstæði
Kristins vagnasmiðs, uns hann
tók þessa illkynjuðu veiki og lá
lengi milli heims og helju, en naut
einstakrar aðhlynningar á heimili
hinna mætu hjóna Ingibjargar
Jónsdóttur og Jóns ljósmyndara
(Jónssonar) Dahlmanns.
Ólafur átti lengra líf fyrir hönd-
um og hresstist svo, að hann gat
hafið störf á ný. Vann hann um
hríð við legsteinagerð syðra og
bera tveir steinar í Stafafells-
kirkjugarði í Lóni vitni um lista-
handbragð hans. Steinarnir voru
að öllu leyti handunnir heima, en
á Hvalnesi er gnægð forngrýtis,
svo sem gabbró og granófýr.
Ólafur fluttist svo til Hafnar í
Hornafirði, í grennd við æskuslóð-
ir. — í félagi við Þórdísi systur
sína og mann hennar, Benedikt
(Moritzson) Steinsen trésmið frá
Krossbæ í Nesjum, byggði hann
íbúðarhúsið Bjarg og reisti einnig
smiðahús. Þar smíðaði hann sér
meðal annars trillu, er hann brúk-
aði sem bringingarbát við upp-
skipun og fleiri verkefni. Á vertíð-
um var margt aðkomubáta og
hafði hann því talsverða vinnu við
útgerðina. — ólafur stundaði sjó-
mennsku í eitt ár og gerði út bát í
félagi við aðra, en veiktist af
brjósthimnubólgu og varð að
hætta. Félagarnir sögðu þá skilið
við útgerðina, sem var á nafni
ólafs. Sat hann þá uppi með
skuldasúpuna og var árum saman
að greiða.
í nágrenni Hornafjarðar byggði
Ólafur nokkur íbúðarhús, svo sem:
á Þorgrímsstöðum í Breiðdal,
Flugustöðum í Álftafirði og undir
lok þriðja áratugarins Sólhól á
Djúpavogi fyrir Jón Sigurðsson
verslunarmann, er síðar varð
kaupfélagsstjóri þar. Hvarvetna
gat Ólafur sér hið besta orð fyrir
traustan og góðan frágang og
Ingibjörg Elísabet
Markúsdóttir - Minning
Nú fækkar óðum þeim trúu og
dyggu þegnum þessarar þjóðar,
sem unnu verkin af alúð og
trúmennsku, og lögðu í þau alla
orku sína. Fóru fyrstir á fætur að
morgni og háttuðu síðastir að
kvöldi, spurðu ekki um laun, en
glöddust yfir að heyra verk sín
metin að verðleikum.
Eina úr þessum hópi kveðjum
við hér í dag. Ingibjörg Elísabet
Markúsdóttir hét hún fullu nafni,
ávallt kölluð Inga af vinum og
vandamönnum.
Fædd var hún í Keldudal í
Dýrafirði 2. september 1889, dóttir
hjónanna Guðmundu Ólafsdóttur
og Markúsar Arnbjörnssonar sjó-
manns. í Keldudal átti hún lengst
af heima, ung að aldri kom hún til
Elínborgar og Guðjóns á Arnar-
núpi sem léttingur og síðan vinnu-
kona. Nítján ára fer hún í vist til
Patreksfjarðar til Sigurðar læknis
og Ester konu hans og sagðist
hafa lært margt af þeirri góðu
konu.
Næst lá leiðin til Bíldudals, þar
var hún í þrjú ár. Eftir það kom
hún svo aftur til Keldudals til föð-
ur síns að halda honum heimili.
11. október 1925 giftist hún Stef-
áni Guðjónssyni og settu þau bú
saman á Móum í Keldudal. Þau
eignuðust tvö börn; Markús, sem
nú er verslunarstjóri í bygginga-
vöruverslun SÍS á Suðurlands-
braut, og dóttur, sem skírð var við
kistu föður síns Ingibjörg Stef-
anía, en hann andaðist 28. október
1929. Fjórtán dögum síðar var hún
svo jarðsett við hlið föður síns.
Þennan mikla missi bar Ingi-
björg í hljóði og af þeim kjarki og
æðruleysi sem einlæg Guðstrú
gefur. Eftir þetta flyst hún svo að
Arnarnúpi með son sinn, til Guð-
bjargar Guðjónsdóttur og Krist-
jáns Guðmundssonar, og hjá þeim
var hún þar til þau brugðu búi
1956 og fluttust til Reykjavíkur,
og áfram lá leið þeirra saman um
mörg ár uns hún fór til sonar síns
og tendadóttur um tíma, en flutt-
ist svo á Elliheimilið Grund, þá
farin að heilsu og lést þar þann 25.
ágúst síðastliðinn.
Allan þann tíma sem Inga var
með þeim Guðbjörgu og Kristjáni
vann hún á heimilinu af slíkri
trúmennsku að fágætt er. Og það
hefur Guðbjörg sagt mér, að þá
hafi hún harðast lagt að sér er
erfiðleikar steðjuðu að og mest
reið á, og engin orð nægðu til að
lýsa þakklæti sínu fyrir það.
Ingibjörg var nærkona góð og
var ósjaldan sótt er barns var von
í heiminn. Mun hún hafa tekið á
móti nokkuð á annan tug barna.
Ekkert mátti hún aumt sjá og
hjálpar þurfi, að hún reyndi ekki
eftir mætti að hlynna að því.
Ingibjörg var bókhneigð, gáfuð
kona og las allt sem hún komst
yfir, en stundir til lestrar voru
alltof fáar. Hún var stálminnug og
sjálfmenntaður ættfræðingur,
hún kunni að rekja margar ættir.
Til hennar sóttu fræðimenn upp-
lýsingar, og munu oftar en ekki
hafa orðið nokkurs vísari. Hún var
einstaklega vandvirk, svo sem
handavinna hennar bar ljósast
merki um. Útsaumur, hekl og
prjón, allt var það af slíkum næm-
leik unnið að kennara myndi vel
sæma.
Hún er nú kvödd af vinum öllum
með þakklæti og vissu um að nú sé
hún í hópi áðurgenginna ástvina.
„Far þú í friði,
friöur guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt“.
(V. Briem)
Hjörleifur Guðmundsson
hversu verkið vannst hratt ásamt
haganlegri skipulagningu.
Árið 1932 byggði hann svo íbúð-
arhúsið á Hamraendum á Snæ-
fellsnesi, en nokkru áður hófust
kynni þeirra Ólafs og Þóris Bald-
vinssonar arkitekts, síðar for-
stöðumanns Teiknistofu landbún-
aðarins. Afskipti Þóris voru eink-
um fólgin í eftirliti og úttekt
íbúða- og peningshúsa í sveitum.
Einnig varðandi vinnuteikningar
meira og minna og undantekn-
ingalaust er laut að lánsumsókn-
um.
Þórir minnist Ólafs, sem mikils
dugnaðar- og hagleiksmanns, er
vann verk sitt fljótt og vel. En
umfram allt voru byggingar hans
ódýrar, sem var mikils um vert því
bændur voru í þann tíð einhver
fátækasta stétt landsins, enda al-
menn bágindi og lán skorin við
nögl. í þeim efnum bar Ólafur hag
bændanna meira fyrir brjósti en
sinn eigin og vann ávallt langan
vinnudag, 12—14 tíma á sólar-
hring og bar ekki meira úr býtum
en 5—7 krónur á dag. Þess utan
var álagning meistaraprósentu
óþekkt. Svo að slíkt gæti blessast
þurfti vitaskuld feikna útsjónar-
semi og Þórir Baldvinsson minnist
meðal annars nýjungar Ólafs
varðandi múrhúðun utanhúss. En
fyrrmeir voru steinsteypt hús al-
gengari en á þeirri kvistafurutíð
sem nú ysjar.
Hugkvæmni Ólafs varðandi
múrverkið var fólgin í því, að
draga múrblönduna á með grófum
hanska, sem gerði það að verkum,
að blandan þrýstist inn í allar hol-
ur og lokaði steypunni mun betur
en með ákasti múrskeiðar. Auk-
heldur kom þetta í stað fokdýrrar
múrhúðunar, sem raunar lá að
baki hugmyndinni. En margt
fleira í þessum dúr hvað snerti
stór og smá handverk kom Ólafi
til hugar, enda maðurinn hagur
vel á tré og járn og allt með hand-
bragði listamanns.
Það talast svo til milli bróður
míns Hróbjartar múrarameistara
og Þóris Baldvinssonar, að hinn
síðarnefndi ráði Ólaf að Egg í
Hegranesi í Skagafirði. Þar byggði
hann íbúðarhúsið árið 1933 og þá
kynntist ég ólafi mínum. Er hann
lauk verkinu um miðjan nóvember
fórum við til Hornafjarðar og gift-
um okkur á nýársdag 1934. Flutt-
um svo norður um vorið, þar sem
Ólafur reisti húsið á Vatnsleysu
og heimkynni hans urðu í Skaga-
firði eftir það.
Síðan fórum við að eiga börn og
þurftum samastað. Þá keypti
Ólafur minn hálfa jörðina Vatns-
kot í Hegranesi á móti Leó bróður
mínum af Sigurði hreppstjóra
Ólafssyni á Hellulandi. Jörðin var
í eyði og húsalaus. Ólafur fékk ián
til bygginga og annað til ræktun-
ar. En ekki var heyslítingurinn,
sem við fengum af túnskæklinum
fyrsta árið nema tuttugu hestar.
Ekkert áttum við nema hendurnar
og heilbrigða sál í hraustum lík-
ama. Þetta varð svo heimili okkar
og skírðum kotið Hegrabjarg, en
Leó sinn part Svanavatn.
Árið 1937 byggði Ólafur íbúð-
arhúsið á Páfastöðum í Staðar-
hreppi hér í Skagafirði og sam-
sumars fékk hann iðnbréf og
meistarabréf fjórum árum síðar.
— Á Hegrabjargi eignuðumst við
og ólum upp fimm myndarlegar
dætur. Þær eru: 1. Lilja Guðrún, f.
1934, ógift, búsett í Hveragerði.
Dóttir hennar er Sæunn Jónsdótt-
ir, f. 1963, bóndi á Svanavatni. 2.
Þórdís Sigríður, f. 1936, búsetj í
Reykjavík. Sambýlismaður Hjalti
Jóhannsson, myndlistarm. og rith.
Sonur þeirra er Jóhann, f. 1966,
menntaskólanemi. 3.-5. Margrét,
Sigrún og Sigurlaug, f. 1941.
Já, ólafur minn fékk annað og
meira um að þenkja en meistara-
bréfið árið 1941, því 3ja júní það
ár eignuðumst við þríburadætur.
— Nú búa tvær þeirra, Margrét og
Sigrún, ógiftar hér á Hegrabjargi
og voru okkar skjól á ævikvöldinu.
— Sigurlaug er gift Jóni Bene-
diktssyni, bónda. Þau búa á Kleif
á Skaga í Skefilsstaðahreppi og
eiga sex myndarbörn.
Ólafur Eiríksson var þjóðhaga-
smiður og öll viðfangsefni léku í
höndum hans. Slíkur völundur bjó
vitanlega vel í haginn. Hann smíð-
aði sér til að mynda fótstiginn
rennibekk, hjólsög með rafmótor
og smærri handverkfæri. Einnig
spunavélar, vefstóla og rokka. Við
fínsmíðina skipti ekki máli hvort
efniviðurinn var rauðtré eða
hvalbein, allt var fansað af snilli.
Auk óteljandi eldhúsinnréttinga,
smiðaði ólafur meðal annars
stofu- og fataskápa, rúm, skrif-
borð, kommóður, saumakassa
listilega o.s.frv. — Eftir seinna
heimsstríð hófst innflutningur á
blæjujeppum og byggði ólafur yf-
ir marga slíka. Hann reisti um það
bil þrjátíu ibúðar- og peningshús i
Skagafirði. Fékk snert af lömun-
arveiki er á ævina leið og varð þá
að hætta húsasmíði að mestu, en
vann lengi að smærri verkefnum.
Meðal síðustu verka Ólafs í húsa-
smíði var hið myndarlega skóla-
hús að Reykjum í Tungusveit í
Lýtingsstaðahreppi, (Steinsstaða-
skóli).
Ólafur Eiríksson var alblindur
síðustu sextán árin. Það var lang-
ur tími fyrir svo fjölhæfan og
vinnugefinn mann. Hann var
elskulegur eiginmaður og mikill
heimilisfaðir. — Á langri ævi
skiptast á skin og skúrir í tilver
unni og í ófullkomleika sínum
glímir manneskjan ávallt við hina
torráðnu lífsgátu og fellir í ljóð-
rænar spurningar, líkt og hinar
meistaralegu línur skáldsins:
Á meðan brimið þvær hin skreipu sker
og skýjaflotar sigla yfir lönd,
þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
(J. Helgason)
Margs er að minnast og sakna
og „minningarnar mun ég geyma,
meðan lífs ég anda dreg“.
Blessuð sé minning ólafs Ei-
ríkssonar. — í Guðs friði.
Sæunn Jónasdóttir,
Hegrabjargi.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug viö
andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
VILHJÁLMS SIGTRYGGSSONAR,
Túngötu 14, Húsavfk.
Kristrún Jóhannsdóttir,
María Vilhjálmadóttir,
Helga Vilhjólmsdóttir,
Sigtryggur Vilhjálmsson,
Friörik Vilhjálmsson,
Selma Vilhjálmsdóttir,
Dagur Vilhjálmsson,
Oddný Vilhjálmsdóttir,
Arnar Sígurmundsson,
Klemens Sigurgeirsson,
Rikey Guömundsdóttir,
Sólrún Björnsdóttir,
Þorgils Haröarson,
Garöar Tryggvason.
Kolbrún Sigurjónsdóttir,
Valgeröur Briem,
barnabörn og systkini hins látna.