Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 40

Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 40
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 MJSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlUI 11633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SiMI 11340 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Félag bókagerðar- manna boðar verk- fall 10. september ALMENNUR félagsfundur í Félagi bókageröarmanna samþykkti f gær tillögu stjórnar og trúnaðarmanna- ráós félagsins að boða til verkfalls frá og með 10. september nk. hafi samningar ekki tekist í kjaradeilu bókagerðarmanna og Félags ís- lenska prentiðnaðarins fyrir þann tíma. Einn fundur hefur verið haldinn í kjaradeilu bókagerðarmanna og (Ljósm. Mbl. Árni Sæberg.) Hann horfir svolítið ráðvilltur á heiminn í fyrsta sinn, þessi and- arungi á andabúinu að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit, enda voru ekki nema nokkrar mínútur liðnar frá því að hann skreið úr egginu þegar myndin var tekin. Á Skeggjastöðum er nú hafin andarækt og koma 600 til 700 ungar þar úr eggjum í viku hverri. Sjá frásögn á bls. 22: viðsemjenda þeirra og var þar ákveðið að sáttasemjari boðaði til nýs fundar, sem enn hefur ekki verið gert. Félag bókagerðar- manna samþykkti í allsherjarat- kvæðagreiðslu verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðarmanna- ráði, sem í fyrradag samþykkti að boða til verkfalls 10. sept. og í gær staðfesti almennur félagsfundur þá ákvörðun. Magnús Vigfússon, formaður Félags íslenska prentiðnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fundur yrði boðaður i stjórn félagsins til að ræða þessi nýju viðhorf og kvaðst hann vona að samið yrði áður en til verkfalls kæmi. Ekki tókst að ná sambandi við Magnús E. Sigurðsson, for- mann Félags bókagerðarmanna í gærkvöldi. Nautaflatir í Ölfusi Bændur brenna hröktu heyin Hveragerdi, 29. ágúst Sú óvenjulega sjón blasti við vegfarendum nú á dögunum að bóndi í Ölfusi var að brenna hluta af sumarslægjunni. Var það stórbóndinn Skúli Pét- ursson á Nautaflötum. Aðspurður kvaðst Skúli brenna þetta hey þar sem það væri á túninu, það hefði nú legið í einn mánuð og væri orðið ónýtt fóður og svaraði ekki kostnaði að hirða það. Miklir óþurrkar hafa nú valdið bændum á Suðurlandi miklum erfiðleikum annað árið í röð og þó einstöku menn hafi náð nokkrum heyjum milli skúra mun ástandið víða vera slæmt. Þó mun vera nokkur munur milli sveita, jafnvel þó skammur vegur sé á milli. í dag er höfuðdagurinn og sól á Suðurlandi og er það von manna að nú rætist úr eins og í fyrra. Sigrún Milljarður f spariskírteinum ríkissjóðs innleysanlegur: Ríkissjóður býður ný bréf með 8 % nafnvöxtum í 3 ár Bréfin aðeins boðin þeim sem vilja innleysa „ÞAÐ VERÐUR reynt að gefa út önnur bréf, sem engir aðrir en þeir sem eiga þessi bréf, geta notfært sér, og þessi bréf verða með góðum kjörum,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, er blm. Mbl. spurði hann hvort fjármálaráðuneytið hefði eitthvað áætlað með hvaða hætti verður brugðist við því að nú í september verður samtals um einn milljarður króna í spariskírteinum ríkissjóðs innleysanlegur, en þar sem ávöxtunarmöguleikarnir eru ekki þeir sömu hjá ríkissjóði og bjóðast nú á almennum markaði, eftir að freísi í vaxtamálum var aukið, hafa margir talið að spariskírteinaeigendur muni í ríkum mæli innleysa spariskír- teini sín nú í september og fjárfesta annars staðar en hjá ríkissjóði. í Seðlabankanum fengust þær upplýsingar í gær, að þann 10. september verða ýmsir flokkar spariskírteina innleysanlegir og þá verða önnur bréf á boðstólum, með mun betri kjörum en þeir flokkar sem innleysanlegir verða. Innleysanlegu bréfin, eru á ákaf- lega misjöfnum kjörum, allt eftir því hvenær þau eru gefin út. Talið er að þau bréf, sem helst verði innleyst, séu úr flokkunum frá 1977,1978 og 1979, jafnvel einhver úr eldri flokkum. Bréf úr 2. fl. 1977 og 1978 bera aðeins 3,7% vexti á ári. Kjörin á nýju bréfunum verða þannig, að boðnir eru 8% nafn- vextir og verðtrygging. Bréfin verða bundin í 3 ár og þau verða einungis boðin þeim sem vilja skipta eldri bréfum, með gjald- daga í september, fyrir ný. Þau verða ekki boðin á almennum markaði. Þetta boð ríkissjóðs nær einungis til bréfa sem eru á gjald- daga, þannig að yngsti innleysan- legi flokkurinn verður II flokkur frá 1979, þar sem öll yngri bréf eru enn innan binditíma. Þá má geta þess að þeim, sem vilja nýta sér að kaupa þessi bréf, verður boðið að kaupa þau á geng- inu 98.5, en það jafngildir l.% skiptauppbót. Ávöxtun fyrstu þrjú árin verður því að meðaltali 8.55%. Ríkissjóður hefur þann háttinn á, hvað varðar þessi bréf, að ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að segja upp skírteinunum, hvenær sem er miðað við gjald- daga, eftir að binditíma lýkur. Fyrirvarinn er 30 dagar, þannig að ríkissjóður getur sagt upp skír- teinunum mánuði fyrir fyrsta gjalddaga að þremur árum liðn- fslendingar hanna tölvuforrit fyrir enska fótboltann ÞRÍR íslending ar hafa hannað tölvuforrit fyrir getraunir ensku knatt- spyrnunnar og er forritið ásamt gagnabanka væntanlegt á markað nú á næstu dögum. Höfundar forritsins eru Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræðum við Háskóla íslands, og Hjálmtýr Hafsteinsson og Guð- mundur Karlsson, sem báðir stunda framhaldsnám í tölvufræðum í Bandaríkjunum. Nýtt fyrirtæki, Tölvuþekking sf., er utgefandi forritsins og gagnakankans en dreifingu ann- ast Almenna bókafélagið. Oddur Benediktsscm, prófessor, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða sérstaka hönnun á hugbúnaðarpakka fyrir almenn- an markað og hefði Almenna bókafélagið komið að máli við sig um möguleika á því að þróa svona pakka varðandi getraunir í enska fótboltanum. Þeir félagar settust þá niður og þróuðu þessa hug- mynd, sem Tölvuþekking sf. gefur út, en Oddur er stofnandi og eig- andi þess fyrirtækis, sem vinnur á sviði þróunar hugbúnaðar. Oddur sagði ennfremur að þessi pakki samanstæði af forriti og gagnabanka um enska fótboltann, þ.e. samanburður á nokkrum keppnistímabilum I ensku 1. deildinni og einstökum úrslitum og jafnframt fylgir með rit, sem lýsir þessu kerfi. Oddur sagðist reikna með að pakkinn kæmi á markað innan tveggja vikna, og fer hann bæði á innlendan og er- lendan markað, og gera menn sér ekki síst vonir um góðar viðtökur erlendis. Aðspurður um það hvort vinningslíkur manna í getraunun- um ykjust með notkun forritsins sagði Oddur að almennt væri mjög erfitt að spá um úrslit þar sem niðurstöður væru svo óreglu- legar að engar reglur virtust gilda þar um. „En þetta á að vera eitthvað í áttina." Grænlendingar bjóða 3.000 lesta þorskkvóta: Þessi þorskur of dýr til að veiðar borgi sig — segir Ágúst Einarsson, hagfræðingur LÍÚ LANDSSAMBANDI íslenzkra út- gerðarmanna hefur nú borizt boð frá Grænlandi þess efnis, að þar sé áhugi fyrir því að bjóða íslendingum 3.000 lesta þorskkvóta við vesturströnd Grænlands. Mun það skilyrði fylgja boðinu, að fram til 1. október næst- komandi verði aflanum landað á Grænlandi, en eftir þann tíma verði ísiendingum hvort tveggja heimilt að vinna aflann um borð eða landa hon- um heima. Vegna þessa sneri Morgunblaðið sér til Ágústs Einarssonar, hag- fræðings LÍÚ, og innti hann nánar eftir boði þessu. Ágúst sagði, að þessar veiðiheimildir hefðu verið boðnar íslenzkum útgerðum og LÍÚ beðið að koma því áleiðis. Sagði hann verð fyrir fyrsta flokks þorsk í Grænlandi vera um 15 krónur ís- lenzkar og væri það nokkru lægra en brúttóverð hér heima. Þá væri útgerðum, sem kynnu að stunda veiðar þarna, gert að greiða tæpar fjórar krónur íslenzkar fyrir hvert kíló af þorski, sem þarna veiddist og væri ekki landað á Grænlandi. Því væri það mat hans, að sá þorsk- ur, sem þarna væri boðið upp á, væri of dýru verði keyptur til að veiðarnar borguðu sig. Þetta er i annað sinn í sumar, sem boð sem þetta kemur frá Grænlandi. Fyrra tilboðið var mjög keimlíkt þessu og höfðu íslenzkir útgerðarmenn ekki áhuga á því að taka því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.