Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 16 Átökín á The Times Bækur Björn Bjarnason Á þeirri upplýsingaöld sem við lifum hafa bækur um fjölmiðla, blöð og blaðamenn notið mikilla vinsælda hjá almennum lesend- um. Margar slíkar bækur hafa verið ritaðar í útlöndum bæði af mönnum utan blaða og innan. Nýlega er til dæmis komin út í Bandaríkjunum saga útbreiddasta stórblaðsins þar The Wall Street Journal, sem lýsir því vel hvernig vel rekið blað hefur orðið að mátt- arstólpa í fjölmiðlaveldi er nýtir nútímatækni til hins ýtrasta. Á sínum tíma vakti bók David Hal- berstram, The Powers tbat be, um Time fyrirtækið, CBS sjónvarps- stöðina, og blöðin The Washington Post og The Los Angeles Times mikla athygli. Um The New York Times ritaði Gay Talese bókina The Kingdom and the Power og þannig mætti lengi áfram telja. Hér verður lítillega sagt frá bók- inni Good Times, Bad Times eftir Harold Evans, sem var ritstjóri Tbe Sunday Times í fjórtán ár og síðan The Times í London frá 1981 til 1982. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1983, hún hefur nú verið prentuð sem papp- írskilja og hefur fengist þannig hér á landi. Er unnt að mæla með henni við alla sem hafa áhuga á því að kynnast innviðum blaða. Þar er annars vegar gefin lifandi lýsing á störfum blaðamanna og ritstjóra og hins vegar þeim átök- um sem geta orðið milli eigenda og ritstjóra. Meginstefna hjá Harold Evans er að lýsa muninum á því að starfa í þjónustu útgefanda sem veitir ritstjóra fjárhagslegt og stefnumótandi frelsi til að gefa út blað á eigin ábyrgð í þess orðs fyllstu merkingu og útgefanda sem ekki vill draga skýr mörk á milli eigin afskipta og ákvarðana ritstjóra. f báðum tilvikum lýsir Evans mönnum sem eru með mörg járn í eldinum og standa að blaða- útgáfu í fleiri en einu landi. Hann var ritstjóri á The Sunday Times meðan blaðið var í eigu Thomson lávarðar og fjölskyldu hans en hún seldi blaðið og The Times til ástralska blaðakóngsins Rupert Murdoch 1981 eftir að verkföll prentara höfðu leikið bæði blöðin grátt og blaðamenn höfðu stöðvað Tbe Times með löngu verkfalli 1980. Á meðan Thomsom átti blöðin höfðu ritstjóramir fullt frelsi til að birta það í þeim sem þeir töldu sannast og réttast. Thomson fjöl- skyldan hafði þann hátt á að milli hennar og ritstjóra blaðanna sem stjórnuðu þeim dag frá degi var aðalritstjóri, Denis Hamilton, sem veitti blöðunum skjól ef þannig mátti að orði komast og var næst- ur útgefandanum. „Aðeins einu sinni á 14 árum,“ segir Evans j>eg- ar hann lýsur árunum á sunnu- dagsblaðinu „reyndi Denis Ham- ilton, sem aðalritstjóri, að beina mér inn á pólitískar brautir að skapi eigandans. 1 kosningabar- áttunni 1974 orðaði hann það gætilega að Roy Thomson yrði leiður ef The Sunday Times tæki afstöðu með Verkamannaflokkn- um. Ég sagði Thomson sjálfur í einu símtala okkar á laugar- dagskvöldi að við ætluðum að styðja Verkamannaflokkinn. Hann lét sér hvergi bregða, mælti nokkur vel valin orð um persónu- einkenni Heaths og Wilsons, og sagði svo að lokum: „Jæja, Harold þú ræður þessu ... Hvernig geng- ur prentunin annars í kvöld?" Samkvæmt lýsingu Evans var allt annað uppi á teningnum hjá Murdoch. Að hans mati þjóna blaðamenn því hlutverki að auka völd þess sem á blaðið og stjórn- Harold Evans. málamenn eru studdir þegar reiknað er með því að þeir komist til valda og fái aðstöðu til að veita fyrirgreiðslu. í fyrstu köflum bókarinnar lýsir Evans því hvernig hann gat notað frelsi sitt sem ritstjóri á The Sunday Times til að sinna málum sem ekki var unnt að upplýsa nema með því að sýna dirfsku, hafa fjárhagslegt bolmagn og mannafla sem um margra mánaða skeið gat helgað sig einu verkefni. Eftir að fjárhagurinn þrengdist og ljóst var að Thomson gat ekki lengur haldið blöðunum úti gerðu ritstjórar Times-blaðanna til- raunir til að fá kaupendur að þeim sem þeir töldu að myndu veita þeim sama frelsi og áður. Þetta mistókst og Rubert Murdoch kom til sögunnar, það með hurfu blöðin úr dagsbirtu inn í niðamyrkur að sögn Evans. Lesandanum er Ijóst frá upp- hafi að Harold Evans hefur ímug- ust á Murdoch og umsvifum hans. Þegar á reynir fær hann staðfest- ingu á verstu grunsemdum sínum. Murdoch skiptir sér af öllu, stóru og smáu, og leitast við að ýta mönnum til hliðar að eigin geð- þótta og með klækjum. Sjálfstæði blaðanna sem átti að vera tryggt með sérstakri yfirstjórn hlut- lausra manna er fótum troðið og engar eðlilegar samskiptareglur virtar. Að lokum hrökklast Evans frá The Times og neyðist til að segja af sér. í bókarlok tekur Ev- ans það sem dæmi um hvernig farið geti fyrir góðum blöðum þeg- ar mörkin milli fjárhagslegs ávinnings og ritstjórnarlegs sjálfstæðis eru ekki virt, að bæði The Sunday Times og The Times féllu í þá gryfju að telja dagbækur Hitlers ófalsaðar. Þar voru fjár- málamenn Murdochs að verki en þegar ritstjórar The Times lýsti áhyggjum sinum að leikslokum yf- ir því að frásagnir blaðsins af dagbókunum kynnu að draga úr trausti lesenda á dómgreind þeirra á Murdoch að hafa sagt: „Hvað með það, við erum hluti skemmtiiðnaðarins." Þetta er í stuttu máli meginstef þessarar bókar. En Harold Evans víkur mjög oft frá því og lýsir með skemmtilegum hætti störfum rit- stjóra á þessum merku blöðum. Lesandinn kynnist þeim persónum sem hafa það að meginstarfi skrifa fréttir og segja álit sitt á mönnum og málefnum. Er ekki að efa að einmitt slíkar lýsingar gera bækur um blöð og blaðamenn for- vitnilegastar í augum lesenda. Oft undrar þann sem við þessi störf vinnur, hve lesendur leggja mikið upp úr því að fá að vita, hver skrifaði þessa eða hina nafnlausu ritstjórnargreinina. Eftirminnilega er frásögn Ev- ans af því þegar hann fór út á eina af Ermasundseyjunum til að hitta Rupert Murdoch. sir William John Haley, sem var 10. ritstjóri The Times til 1966. Hann fylgdi reglu nafnleyndar úti í ystu æsar og rökstuddi hana meðal annars með þessum orðum við Evans: „Það sem birtist undir nafni kallar á sýndarmennsku. Eitt sinn spurði ráðherra mig, hver hefði skrifað ákveðinn leið- ara. Þegar ég neitaði að segja hon- um það lét hann þessi orð falla í kvörtunartón: „Þetta er það versta við Times. Ég þarf ekki að lesa neitt eftir þennan eða hinn (í öðr- um blöðum) af því að ég veit að enginn tekur neitt mark á því sem hann segir. En það sem þið segið verð ég að lesa gaumgæfilega, af því að það veit enginn hver skrif- aði það.““ Frá 1966 til 1981 var sir William Rees-Mogg, ristjóri The Times. Ev- Miðhúsum: ans lýsir kvíða sínum yfir því þeg- ar hann sest í ritstjórastólinn, hvort honum takist að halda þannig á málum, að áfram geti The Times látið að sér kveða í leið- urum með jafn þrumandi og óvænt og Rees-Mogg þegar honum blöskraði og lét gamminn geysa með eftirminnilegum hætti eins og þegar komist var þannig að orði í leiðara, að George Brown hefði orðið betri forsætisráðherra fullur en Harold Wilson edrú! Velgengni blaða byggist á mörg- um þáttum og hvert með sínum hætti höðfa þau til lesenda. 1 út- löndum eru glögg skil á milli blaða sem höfða til mikils fjölda lesenda og hinna sem líta fyrst og fremst á sig sem lesefni fyrir „áhrifahóp- inn“ í þjóðfélaginu. The Times er skrifað fyrir þá sem taka ákvarð- anir um þjóðmál og eru áhrifa- menn hver á sínu sviði í listum, menntamálum, stjórnmálum, viðskitum og stórnsýslu. Evans segir að án fjögurra þátta fái The Times ekki þjónað lesendum sín- um: þingfrétta, frétta um líffræði- leg efni, minningagreina og leið- ara. Fyrir íslenska lesendur er nauðsynlegt að hafa í huga að minningargreinar í The Times eru unnar á ritstjórn blaðsins og er mjög til þess vandað að velja þá sem njóta „heiðursins". Þá ræðir Evans að sjálfsögðu töluvert um hinn fræga bréfadálk í blaðinu sem birtist við hlið leiðarans og fréttir af konungsfjölskyldunni, samkvæmislífi heldra fólks og sendiherra auk dálka um barns- fæðingar, hjúskap, andlát og hvað annað í lífi fólks sem máli skiptir af því tagi. Töluverð áhersla hefur og verið lögð á fréttir úr viðskipta- lífinu hin síðari ár. í öllum tilvikum skiptir mestu reglan sem við Islendingar tengj- um við nafn Ara fróða að hafa það sem sannara reynist. Evans segir að í Bretlandi sé blaðamönnum oft gert erfitt um vik í því efni með ytri hömlum vegna lagaákvæða eða tillits til stjórnvalda. Islensk- um blaðamanni kemur á óvart hversu oft Evans þurfti að laga skrif blaðamanna sinna að því sem lögfræðingar töldu við hæfi með tilliti til meiðyrðalöggjafar og þeirra ströngu reglna sem gilda um bresk ríkisleyndarmál. Evans segir að þessar reglur séu yfirleitt þannig að með góðum vilja geti blaðamenn í flestum tilvikum komist í kringum þær, á hinu geti þeir hins vegar ekki sigrast ef eig- endur blaðanna setji þeim of þröngar skorður, ritstjóri verði að hafa frelsi og fjármagn til að ráða hæfa blaðamenn til að nýta þetta frelsi. Hið sama á auðvitað við hér á landi. Ranghugmyndirnar sem meira að segja þeir sem unnið hafa á íslenskum blöðum gera sér um margt af því er þar gerist eru með ólíkindum. Til dæmis furða ég mig oft á því hvernig rætt er um Morgunblaðið, þar sem ákvarðanir eru teknar sameigin- lega af ritstjórum á þeim forsend- um sem þeir sjáifir ákveða. Hér á landi á hið sama við og annars staðar, að ógjörningur er að leggja blöð að jöfnu. Sá sem tæki sér til dæmis fyrir hendur að kanna með óhlutdrægum hætti hvernig rit- stjórnarlegu frelsi á blöðunum hér á landi er háttað og legðu á það sömu mælistiku og Evans þegar hann dregur mörkin á milli dags- birtu og niðamyrkurs, kæmist að allt annarri niðurstöðu en þeir sem vilja að frelsi á ritstjórnum blaða sé metið eftir því hvaða skoðunum er lýst leiðurum þeirra. I Bretlandi er það viðtekin skoðun að næstum öll helstu blöð landsins styðji íhaldsflokkinn. Þau blöð sem harðast styðja stefnu Margaret Thatcher eru Sunday Telegrap og Daily Telegraph sem lúta aðalritstjórn eiganda síns Harwell lávarðar en Harold Evans tekur það sérstaklega fram í bók sinni að við ritstjórnina taki eigandinn mið af skyldum blaða- mannsins. Daily Telegraph er út- breiddasta „góða“ blaðið í Bret- landi. Rupert Murdoch hefur peninga til að kaupa þau blöð sem hann langar og ráða þá menn til starfa fyrir sig sem hann vill. En sam- kvæmt lýsingu Harold Evans er markmiðið með umsvifum Mur- dochs ekki að gera góð blöð betri í almennum skilningi heldur að þau færi Murdoch meiri peninga. Auð- vitað finnst ýmsum ekkert at- hugavert við þetta frekar en aðrir líta svo á að blöð séu aðeins til í þvi skyni að koma ákveðnum skoð- unum á framfæri og afla þeim fylgis. Þau blöð njóta þó hvarvetna mestrar virðingar þar sem þetta hvort tveggja er látið víkja fyrir hinu að hafa það sem sannara reynist. Blaðamenn leggja verk sín á hverjum degi undir dóm les- enda og geta í raun aðeins krafist þess að þeir séu dæmdir á mæli- stiku sannleikans. Myndarleg bókagjöf frá Gísla Sigurbjörnssyni MjAfaófium 29. október. SUNNUDAGINN 28. október var guðsþjónusta í Reykhólakirkju á þakkardegi þjóðkirkjunnar. Fyrir altari þjónaði sóknarpresturinn, Valdimar Hreiðarsson, en starfs- maður ellihjálparinnar á elliheimil- inu Grund í Rcykjavík, Pétur Þor- steinsson, cand. theol., prédikaði. Eftir messu var fjáröflunarkaffi í Reykhólaskóla til styrktar dval- arheimili aldraðra, sem verið er að byggja á Reykhólum. Það hús er nú fokhelt og er um 6.000 rúmmetrar að stærð. Gísli Sigur- björnsson, forstjóri elliheimilsins Grundar, gaf við þetta tækifæri myndarlega bókagjöf, sem selja á og skal ágóði af sölu bókanna renna til dvalarheimilisbygg- ingarinnar á Reykhólum. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem íbúar Austur-Barðastrandarsýslu njóta velvildar Gísla. Hann hefur gefið til Reykhólakirju gjafir og mörg undanfarin sumur hafa aldraðir íbúar sýslunnar ásamt öðrum Breiðfirðingum notið dvalar í Ási og Ásbyrgi í Hveragerði um tíma í boði hans. Þessi boð Gísla Sigur- björnssonar hafa heppnazt vel og eftir því, sem fréttaritari bezt veit, eru allir þátttakendur ánægðir og þakklátir. Þeir, sem vinna hér að kirkju- og öldrun- armálum, biðja fyrir fyrir kveðjur og þakklæti til Gísla Sigur- björnssonar og þakka Pétri Þor- steinssyni fyrir komuna. Sveinn Þetta línurit birtist í The Economist á dögunum og sýnir þróun í daglegri sölu á The Times frá því í ársbyrjun 1982 þegar Evans var hraktur frá blaðinu og fram til þessa dags. Takið eftir aukningunni frá því um mitt árið 1984 en þá hófst einskonar bingó meðal kaupenda The Times. Síðan hefur blaðið selst í um 80 þúsund fleiri eintökum á dag og útbreiðslan heldur áfram að vaxa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.