Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 23 Chile: Mikil og vaxandi ólga í Santiago SantÚMio, Chilo. 30. október. AP. Andspyrnumenn standa á flaki sovéskrar þyrlu sem þeir hafa skotið niður. Afganistan: Andspyrnumenn grönduðu þremur sovéskum þyrlum Nýju-Delhí. 30. október. AP. FREGNIR HERMA, að afganskir andspyrnumenn hafi skot- ið niður þrjár sovéskar herþyrlur í síðustu viku. Þá fórst sovésk herflutningaþota, en um borð voru 270 sovéskir her- menn. Eigi er vitað hvort andspyrnumenn grönduðu þotunni, en sterkur grunur leikur þar á. Og ekki er vitað um afdrif hermannanna sem um borð voru. Einnig er talinn vera mögu- leiki á því að þotan hafi lent í árekstri við aðra flugvél sem var að fiytja unga Afgani til Sovétríkjanna. AÐ MINNSTA kosti 18 sprengjur sprungu í Santiago, höfuðborg Chile og fjórum borgum öðrum, er tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn stjórnvöldum hófust. Þá voru mikil og fjölmenn mótmæli á Morðingjar líflátnir Hunlsvilte, Texmu. 30. október. AP. TVEIR morðingjar voru teknir af lífi í dag, annar í Huntsville, hinn í Louisi- ana. í Huntsvilie var líflátinn Thomas Andy Barefoot, 39 ára gamall, og í Lou- isiana Ernest Knighton, 38 ára gamall. Þar með hafa 28 dæmdir morð- ingjar verið líflátnir í Bandaríkjun- um síðan dauðarefsing var þar inn- leidd í nokkrum ríkjum á ný árið 1976. I vikunni á að taka af lifi í rafmagnsstólnum í Norður-Karólínu Wilmu Barfield, fyrstu konuna í 22 ár. Zola Budd kyrr í S-Afríku? Jóhannenarborg. AP. HLAUPAKONAN Zola Budd, sem vakti mikla athygli og umtal á Ólympíuleikunum í Los Angeles vegna atviksins í 3000 metra hlaupi kvenna, ætlar ekki að snúa aftur til Bretlands. Hún fékk í skyndi breskan ríkisborgararétt til að geta tekið þátt í Olympíu- leikunum. Frétt þessa efnis var birt í Suður-Afríku nýlega og sagt að hún vildi vera um kyrrt hjá heilsuveilli móður sinni. Móðir Zolu sagði svo fréttamönnum, að ekkert hefði verið ákveðið í þessu máli og dóttir sín yrði að gera sjálf upp hug sinn í því. Zola Budd fékk breskan ríkis- borgararétt með aðeins tíu daga fyrirvara vegna atbeina skyldmenna sem eru breskir. Það mæltist hins vegar mjög misjafnlega fyrir hjá breska íþróttafólkinu og var þá talað um að þetta gæfi fordæmi og fleiri suður-afrískir íþrótta- menn gætu með þessu móti „smyglað" sér inn í íþróttamót, sem Suður-Afríku er bannað að taka þátt í. götum úti og til átaka kom milli óbreyttra borgara og hermanna sem kallaðir voru út til að leysa upp fundar- höld. Augosto Pinochet, forseti her- stjórnarinnar í landi, brást hinn versti við aðgerðum fólksins, rak 140 pólitíska fanga í útlegð og kallaði þá ótýnda glæpamenn, skellti aukinni ritskoðun á dag- blöð og kallaði út þúsundir lög- reglu- og hermanna til að berja á fólkinu. Talsvert var um að fólk hlyti skrámur af völdum her- manna og lögreglumanna, en engan sakaði alvarlega. Reiknað var með því að ekki yrði lát á sprengingum, enda hef- ur ólga farið vaxandi. Sprengj- urnar sem um ræddi skemmdu raflínur, opinberar skrifstofur, banka og járnbrautir. Indónesía: Sprenging í skotfæra- geymslum Jakarta, Indónesíu, 30. október. AP. MÖRG tonn af sprengjum, handsprengjum og skotfærum sprungu í nótt upp í skotfæra- geymslum indónesíska hersins fyrir sunnan höfuðborgina Jak- arta. A.m.k. 25 manns létu lífið og um 100 slösuðust. Hermenn girtu af svæðið umhverfis skotfærageymsl- urnar en svo öflugar voru sprengingarnar, að gluggarúð- ur skulfu í allt að 30 km fjar- lægð. Fyrstu fregnir hermdu, að eldur hefði orðið laus í herstöðinni og hann síðan komist í skotfærin. Upptök hans eru ekki ljós, en grunur leikur á, að um skemmdarverk hafi verið að ræða. í allt að 10 km fjarlægð frá skotfærageymslunum rigndi niður sprengikúlum, sem flest- ar voru ósprungnar, og fólk sem bjó nær þeim, flýði í dauðans ofboði þegar húsin Iöskuðust eða hrundu vegna loftþrýstingsins. Haft er eftir embættismönnum, að þetta sé í annað sinn á árinu, sem eld- ur brýst út í herstöðinni. Andspyrnumennirnir hafa haft sig mikið í frammi upp á síðkastið, þannig hafa þeir auk þessa sem á undan er getið gert fjölda fyrirsátra og eldflauga- árása á stöðvar afganska stjórn- Seoul, 25. október. AP. LEE WON-Kyung utanríkisráðherra Suður-Kóreu sagði þá ákvörðun Norður-Kóreumanna að koma til viðræðna um viðskipti og efnahags- samvinnu uppörvandi. Lee sagði Suður-Kóreumenn hvað eftir annað hafa lagt fram ýmsar raunhæfar tillögur fyrir Norður-Kóreumenn til að koma samskiptum ríkjanna í betra horf, arhersins og sovéskar herflutn- ingalestir á þjóðvegunum. Vest- rænir ónafngreindir stjórnarer- indrekar segja öruggt að Sov- étmenn og stjórnarherinn hafi mátt þola mikið mannfall síðustu svo sem um sameiningu fjöl- skyldna sem stíað var í sundur í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síð- ari og Kóreustríðsins, um póst- samgöngur og gagnkvæmar heim- sóknir. í síðasta mánuði tóku Suður- Kóreumenn boði Rauða krossins í Norður-Kóreu, sem sendi hjálp- argögn vegna flóða í S-Kóreu í sumar. Að sögn Lee munu Suður- vikuna og í undirbúningi séu viðamiklar hefndaraðgerðir. Auk þessa hafa andspyrnu- menn freistað þess að gera hátt- settum stjórnmálamönnum og embættismönnum skráveifur þótt öflugur vörður sé um slíka menn. Þannig hæfði eldflaug skrifstofur forsætisráðherra í Kabúl fyrir skömmu og létu nokkrir skrifstofumenn lífið, en ráðherra var ekki til staðar. Einnig hæfðu andspyrnumenn skrifstofubyggingu KGB í höfuð- borginni, en skemmdir urðu ekki eins miklar og árásarmenn hefðu kosið. Kóreumenn áfram leita eftir íþróttasamskiptum ríkjanna í þeirri von að þau tefli fram sam- eiginlegu keppnisliði á Asíuleik- unum 1986 og ólympíuleikunum 1988. Þessar íþróttahátíðir verða haldnar í Seoul. Tékkóslóvakía: Ljóðaskáld sótt til saka Vínarborg, 30. október. AP. Tékknesk skáldkona, Ivana Kortla, og eiginmaður hennar, hafa vcrið handtekinn þar eð stjómvöld telja Ijóð skáldsins vera „meiðyrði í garð lýðveldis- ins“, eins og komist er að oröi. Verk hennar hafa verið gerð upptæk. Þá hefur ungur Tékki að nafni Petr Kozanek verið ákærður fyrir að hafa haft undir höndum fáein af Ijóðum skáld- konunnar. Frú Kortla var á sjúkrahúsi er lögreglumenn ruddust inn á heim- ili þeirra hjóna. Var hún að eiga fimmta barn þeirra. Eiginmaður- inn var gómaður og færður til yf- irheyrslu, en lögregluvörður er um skáldið á fæðingardeildinni. Ekki hefur verið gert opinbert hvenær réttað verður yfir þremenningun- um, en samkvæmt tékkneskum lögum, má dæma þau í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að rægja ríkið og lýðveldið. Bretland: Erfið kveðjustund Feðgar, sem stríðið skildi að, fengu að njóta samvista í mánuð London, 30. október. AP. FEÐGAR, sem ekki höfðu sést í 42 ár, kvöddust í dag á Heathrow- flugvelli og bjóst hvorugur við því, að fundum þeirra myndi bera saman á ný. Að því búnu fór sonurinn, Stefan Terlezki, 57 ára gamall þingmaður íhaldsflokksins, til síns heima í Cardiff en faðir hans, Oleksa Terlezki, sem er 81 árs, fór aftur til Sovétríkjanna. Það var árið 1942, sem þeir feðgar voru aðskildir, en þá var Stefan aðeins 15 ára gamall, fluttur frá Úkraínu í þýskar vinnubúðir þar sem hann var öll stríðsárin. Eftir stríðið komst hann til Bretlands en sovésk stjórnvöld fluttu föður hans nauðungarflutningi til Síberíu þar sem hann var látinn vinna í kolanámu. Fyrir nokkru var honum leyft að fara til sonar síns í Bretlandi gegn loforði um að snúa aftur til Sovétríkjanna eftir 30 daga og var það ekki síst fyrir milligöngu Howes, utanrík- isráðherra, sem leyfið fékkst. „Þetta er erfið stund fyrir okkur báða,“ sagði Stefan þegar hann kvaddi föður sinn, „en faðir minn er heiðursmaður, sem stendur við orð sín.“ Stefan sagði, að faðir sinn hefði notið endurfundanna og ferðarinnar, „en hann segir, að við lifum í ólíkum heimum. Hann skilur ekki þá ofgnótt allra hluta, sem hér er, og hon- um finnst fólk svo miklu ánægð- ara hér og hamingjusamara en hann á að venjast í Sovétríkjun- um“. Stefan Terlezki ætlar að skrifa Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og biðja hann um að leyfa föður sínum að hverfa frá Síberíu til Antoniwka, litla þorpsins síns í Úkraínu, „til að hann geti búið þar síðustu ævi- árin og lagst til hvíldar við hlið móður minnar". Viðskipti Norður- og Suður-Kóreu: S-Kóreumenn ánægðir með undirtektir norður frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.