Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 Sjálfstæði sveitar- félaga og héraða í hættu — eftir Sigurð Helgason TiIIögur að nýjum sveitar- stjórnarlögum kynntar Svokölluð Endurskoðunarnefnd hefur afhent félagsmálaráðherra tillögur að nýjum sveitarstjórn- arlögum og ráðuneytið hefur sent sveitarstjórnum og sýslunefndum frumvarpið og ætlar þeim röskan mánuð til að gera athugasemdir. Tillögurnar eru 130 greinar og hefur nefndin haft rösk 3 ár til undirbúnings frumvarpinu, en til stendur að flytja það sem stjórn- arfrumvarp í upphafi Alþingis. Það ber að lýsa undrun og van- þóknun á þeim vinnubrögðum ráðuneytisins að ætla nefndum aðilum röskan mánuð um háanna- tímann til þess að svara jafn viða- miklu lagafrumvarpi og hér er á ferðinni þar sem m.a. er lagt til að sýslunefndir verði lagðar niður og öll hreppsfélög innan við 100 íbúa og um aldamótin 400 íbúa og skal þetta gert án þess að fyrir liggi samþykki viðkomandi aðila. Ekkert er um hvernig skuli far- ið með eignir þessara aðila, sem ekki fæst staðist, sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar. I þessu frumvarpi eru auk þess fjölmörg ákvæði, sem draga úr sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétti sveitarfélaga og héraða, og færir völdin til ráðuneytisins, en samt telur nefndin sig hafa að leiðarljósi áform um að auka sjálfstjórn þeirra og bæta veru- lega réttarstöðu þeirra, svo og beri með frumvarpinu að stefna að valddreifingu. Endurskoðunarnefndin er skip- uð 6 mönnum og er enginn fulltrúi í henni fyrir smærri sveitarfélög, þ.e. 500 íbúa og færri, og er það gert, þrátt fyrir tillögur um að þurrka út smærri hreppsfélög með valdbeitingu. Enginn nefndar- manna hefur átt sæti í sýslu- nefndum, enda augljós fákunnátta hjá þeim um tilgang og starfsemi sýslunefnda. Samt leggja þeir til, að þær verði lagðar niður og illa undirbúnar tillögur um héraðs- þing komi í staðinn og er sýslu- nefndum ætlaður einn mánuður til þess að fjalla um lagafrum- varpið og er það gert skömmu eft- ir að árlegir sýslufundir hafa ver- ið haldnir um allt landið. Ber að fordæma slík vinnubrögð og þegar einnig er haft í huga að þetta skuli gert, þrátt fyrir að vilji heima- manna sé ekki fyrir hendi, þá er þessi málsmeðferð óskiljanleg með öllu. Frumvarpinu þarf að gjörbreyta og skulu hér nokkur at- riði talin. Minni sveitarfélög af- numin með valdboöi Samkvæmt 5. gr. frumvarpsins skal binda lágmarksíbúatölu við 100 íbúa og 400 fyrir aldamót nk. Skal þetta gert með því að sam- eina sveitarfélögin og heimilt er að skipta einu sveitarfélagi milli tveggja eða fleiri nágrannasveit- arfélaga. íbúar fá hér engu um ráðið, og verður það að teljast for- kastanleg vinnubrögð. Hreppar urðu til strax við upp- haf landnáms landsins og gegndu geysimerkilegu hlutverki m.a. í framfærslu og tryggingarmálum langt á undan sinni samtíð og skal sú saga ekki nánar rakin að sinni. Hreppar eru sjálfstæðir lögaðilar með sérstaka stjórnarskrárvernd og í gegnum aldirnar hafa þeir áunnið sinn rétt og eiga flestir í dag verulegar eignir. Til þess að þessi réttur sé látinn af hendi, þarf brýna almennisþörf og fullar bætur, en um slíkt er ekki hér að ræða. öll sveitarfélög hafa tekið upp víðtæka samvinnu hin síðari ár, sem hefur borið ríkulegan ávöxt. Það er röng forsenda, sem „Endurskoðunarnefndin" gefur sér, að ný verkefni geti þau ekki leyst, því að gegnum samstarf oddvita og með störfum sýslu- nefnda eru sveitarfélög aðnjótandi þeirra möguleika sem löggjöfin veitir. Það er aftur ljóst, að þjón- ustan við dreifðar byggðir verður oft lakari, en það myndi stækkun sveitarfélaga ekki leysa. Fjár- hags- og eignastaða minni sveitar- félaga er yfirleitt góð um land allt, enda laun oddvita miðað við tekj- ur hreppsins. Það skal aftur viður- kennt að stækkun sveitarfélaga er æskileg af mörgum ástæðum, en er aðeins möguleg með frjálsu samkomulagi og aukin samvinna er einmitt góður vegvísir. í 2. mgr. 5. greinar segir að skipta megi hinum fámennu sveit- arfélögum milli nágrannasveitar- félaga. Hér er fáheyrt ákvæði, sem ekki fæst staðist auk þess sem valdboðin skipting gengur gegn sjálfsákvörðunarrétti sveitarfé- laga. Það er broslegt að lesa í 114. gr., að stefnt skuli að því að draga úr ríkisrekstri og færa völdin til sveitarfélaganna, en síðan i öllum greinum kaflans frá 115. til 124. gr. er sagt m.a., að ráðuneytið til- nefni, samráð skal haft við ráðu- neytið, ráðuneytinu er heimilt, ráðuneytið ákveður, ráðuneytinu er heimilt að skipta sveitarfélagi, ráðuneytið skal hlutast um, ráðu- neytið staðfestir, ráðuneytið getur og svona mætti lengi telja eftir greinum frumvarpsins. Er líklegt að tilgangi og markmiðum nefnd- armanna um aukin völd sveitarfé- laga sé best borgið með slíkum valdboðum? Allar þessar greinar eru og byggðar á valdboði og fást ekki staðist, enda flokkast að mínu mati undir marklaust hug- arfóstur „Endurskoðunarnefndar" og er útilokað að Alþingi fslend- inga samþykki nokkuð i þessa veru. Tillögur að héraðs- þingum fráleitar f grundvallaratriðum tel ég til- lögur „Endurskoðunarnefndar" um héraðsþing fráleitar og tilvilj- anakenndar og þannig úr garði gerðar að ekki er hægt að taka þær alvarlega. Reynt er að tína hluta af verkefnum sýslunefnda og oddvitafunda og hluta af verk- efnum landshlutasamtaka og hræra í einn graut, en útkoman er engin. I skýringum kemur fram, að best væri að fela Vegagerð ríkisins að sjá um sýslusjóð. Hér skal svifta sveitarfélögin mikilvægri réttarbót og sjálfsákvörðunarrétt- ur afhentur einhliða ríkisvaldinu. Sjálfsstjórn þinganna er verulega takmörkuð, sbr. 98. gr. og skulu sveitarstjórnir kjósa til héraðs- þings og allir kjörgengir, en hluti nefndarmanna vill beina kosn- ingu. Ber að fagna því sjónarmiði að allir séu kjörgengir og að ég tali ekki um ef þeir yrðu kosnir. Það hefur nefnilega verið árátta hjá mörgum sveitarstjórnarmönnum að hamast út í sýslunefndarmenn, af því sumir eru ekki í sveitar- stjórn og af því að íbúarnir kjósa þann manninn, sem þeir telja hæfastan, en þá útilokast aðrir. Fjöldi smærri sveitarfélaga missir rétt á þátttöku í slíkum héraðs- þingum og skulu nokkur þeirra kjósa sameiginlegan fulltrúa. Er þetta og gagnstætt jafnræðisregl- unni, sem nefndin segist starfa eftir. Reynt er í 101. gr. að gylla það, að þetta héraðsþing kosti ekkert, en allir vita betur. Það hefur verið einn aðalkostur t.d. hjá sýslu- nefndum að allur kostnaður er i lágmarki og að því leyti mjög hag- kvæmt fyrir sveitarfélögin. Þá er það boðað að kostnaður við þessi héraðsþing greiðist úr sveitarsjóð- um. Að mínu mati væri það langt skref til hins verra fyrir öll sveit- arfélög landsins, ef þessari ný- skipan yrði komið á og alls ekki í samræmi við þann árangur sem þó hefur náðst undanfarin ár. Sýslunefndir, landshlutasamtökin og þjónustusvæði vinna markvisst að eHingu sinna byggðarlaga og ef horfið yrði frá þessu fyrirkomu- lagi, þá þyrfti að mínu mati að setja á laggirnar fylkisstjórn með stórauknu valdsviði og fengi það hluta af þeim verkefnum sem ríkisvaldið hefur í dag m.a. alla stjórn skólamála, heilbrigðismála, orkumála, vegamála, menning- armála, náttúruverndarmála og margvíslegra félagsmála. Jafn- framt til þess að standa straum af þessum nýju verkefnum, þá fengi svæðið hluta af tekjum ríkissjóðs. Hér yrði sett á stofn valdastofnun og nokkurs konar millivettvangur milli ríkis og sveitarfélaga. Til slíkra þinga þarf að kjósa til þess að þar gæti fulls lýðræðis. Jafn- framt þessu og samhliða þarf að koma á fót stofnun, sem færi með hluta af valdsviði stjórnarráðsins í dag og yrði forsvarsmaður slíkr- ar stofnunar með svipaða rétt- arstöðu og ráðuneytisstjórar. I raun hefur kostnaðarauki verið Ríkisstjórnin ber ábyrgð á kjaradeilunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatiikynning frá öll- um stjórnarandstöðuflokkunum: Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna áttu fund með Stein- grími Hermannssyni forsætisráð- herra í morgun. Fundinn sátu Guðmundur Einarsson fyrir Bandalag jafnaðarmanna, Kjart- an Jóhannsson fyrir Alþýðuflokk- inn, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir fyrir Samtök um kvenna- lista og Svavar Gestsson fyrir Al- þýðubandalagið. Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna ítrekuðu þá afstöðu sem fram hefur komið margoft á Al- þingi, að ríkisstjórnin bæri ábyrgð Lög um greiðslu- kort á kjaradeilu opinberra starfs- manna og því hve verkfall þeirra hefur dregist á langinn. Einstakir talsmenn stjórnarflokkanna hefðu efnt til úlfúða í stað þess að stuðla að sáttum. Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna lýstu andstöðu sinni við að gerð yrði tilraun til þess að stöðva kjaradeilur með lagasetn- ingu. Ennfremur var lögð áhersla á kjarajöfnun og nauðsyn þess að leiðrétta hlut kvenna sérstaklega. Þau bentu á nauðsyn kjaratrygg- ingar til þess að koma í veg fyrir að launafólk verði svipt árangri kj arabaráttunnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa áður á Alþingi lýst andstöðu sinni við kærumál og hótanir rík- isstjórnarinnar gegn opinberum starfsmönnum og samtökum þeirra. Á fundinum með forsæt- isráðherra var þessi afstaða ítrek- uð og varað við að ríkisstjórnin dragi kjaradeiluna enn á langinn með málarekstri. Morgunblaöið/ÓI.K.M. Unnið er af krafti við byggingu hins nýja seðlabankahúss og þessa dagana er verið að klæða hluta hússins utan með sérstökum steinplötum. Kostnaður vegna byggingar seðlabanka húss nemur 154 milljónum króna VERIÐ er að vinna að samn- ingu frumvarps á vegum við- skiptaráðuneytisins um greiðslukort og starfsemi greiðslukortafyrirtækja. Á fundi í sameinuðu þingi síðast- liðinn þriðjudag sagðist viðskiptaráðherra, er hann svaraði fyrirspurn þess efnis frá Guðrúnu Helgadóttur, Al- þýðubandalagi, vonast til að hægt verði að leggja frumvarp- ið fram á yfirstandandi löggjaf- arþingi. KOSTNAÐUR vegna nýbyggingar Seðlabankans nam 1. september 154 milljónum króna og á núgildandi verðlagi var kostnaður á rúmmetra 3.870 krónur. Þessar upplýsingar komu fram í svari viðskiptaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, við fyrir- spurn frá Eiði Guðnasyni, Alþýðu- flokki. Á síðasta ári nam heildarlauna- kostnaður Seðlabankans 44.987 þúsund krónum, en starfsmenn eru 128, auk þriggja bankastjóra. Risnukostnaður bankans fram til 1. september á þessu ári er 1.681 þúsund krónur. Bifreiðir í eigu Seðlabankans eru fimm, þar af tveir Range Rov- er, árgerð 1981 og 1984, Volvo 240 árgerð 1983 og Audi 1984. Nokkrar umræður urðu eftir svör ráðherra og sagði Eiður Guðnason að hann drægi í efa að aðhalds sé gætt í rekstri bankans. Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, taldi það siðlaust að byggja Seðla- bankahús, þegar ástand í islensku efnahagslífi er eins og raun ber vitni. Guðrún Helgadóttir, Al- þýðubandalagi, gagnrýndi og Seðlabanka, benti meðal annars á bókasafn hans, og sagði það ekki rétt að bankanum leyfðist að eyða eigin arði i jafn hégómlega hluti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.