Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
25
ftJtripj Útgefandi JiMafrifr . hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Sögulegt
samkomulag
Eftir langan og strangan
samningafund náðist loks í
gærkvöldi samkomulag milli full-
trúa ríkisins og BSRB um nýjan
kjarasamning sem að óbreyttu á
að gilda til 31. desember 1985.
Þungu fargi er ekki aðeins af
samningamönnum létt heldur
allrið þjóðinni, því að hin hörðu
verkfallsátök hafa skapað marg-
vísleg vandræði sem óþarfi er að
tíunda hér svo rækilega sem það
hefur verið gert á síðum Morgun-
blaðsins undanfarna daga. Um
leið og hinar háu kröfur komu
fram um mitt sumar og ljóst var
að opinberir starfsmenn ætluðu
að láta sverfa til stáls gátu menn
sagt sér, að ekki yrði bundinn
endi á kjaradeiluna nema með
samningum sem ekki yrðu í neinu
samræmi við raunveruleg verð-
mæti byggð á þjóðarframleiðslu.
Sú varð einnig raunin. Launa-
hækkun um og yfir 20% leiðir til
nýrrar kollsteypu.
Staðan í launamálum hefur
verið ákaflega flókin undanfarnar
vikur. Enn er ekki ljóst hver verð-
ur niðurstaðan í viðræðum Vinnu-
veitendasambandsins og Alþýðu-
sambandsins þar sem það hefur
lengst af verið meginmarkmiðið
að semja um hófsamar launa-
hækkanir og skattalækkanir að
auki. Þar hafa menn verið að
reikna og reikna með hliðsjón af
þeirri staðreynd að fjölgun sífellt
verðminni króna í launaumslag-
inu tryggir ekki meiri kaupmátt
launa, en kaupmátturinn hlýtur
að vera það sem að er stefnt vilji
menn í raun bæta kjörin.
Forystumenn BSRB og 60
manna samninganefnd samtak-
anna hafa aldrei ljáð máls á því
að semja um skattalækkanir og
hófsamar launahækkanir. Þessir
aðilar hafa allt fram til síðustu
stundar keppt að þvi að fá launin
hækkuð um 30%, hvorki meira né
minna. Þótt það hafi ekki tekist
er þess að vænta að samkomulag-
ið sem undirritað var í gær nái
fram að ganga í allsherjarat-
kvæðagreiðslu BSRB sem nú
verður efnt til lögum samkvæmt.
Hitt hljóta almennir félagsmenn í
BSRB að meta og gera upp hver
við sig, hvort sá herkostnaður
sem sérhver þeirra hefur mátt
bera vegna verkfallsins skili sér
nokkurn tíma aftur.
Eftir að höfuðdrættir hins nýja
samkomulags BSRB lágu fyrir
tóku menn að ræða þá kröfu sam-
takanna sem sett hefur mestan
svip á málflutning forystumanna
þess síðustu daga verkfallsins, að
kaupmáttur sé tryggður með ein-
hverju móti. Aðeins rúmt ár er
liðið síðan vísitölubinding launa
var afnumin með lögum sem gilda
til 1. júní 1985. Öllum ætti að vera
ljóst að afnám hennar var stærsta
skrefið í baráttunni við verðbólg-
una og skilaði ótrúlega góðum
árangri á skömmum tíma. I hinu
nýja samkomulagi segir á hinn
bóginn að verði veruleg rýrnun á
kaupmætti á samningstímanum
geti hvor aðili um sig óskað við-
ræðna eftir 1. júní 1985 um kaup-
liði samningsins. Náist ekki sam-
komulag fyrir 1. júli um breyt-
ingar á kaupliðum er heimilt að
segja þeim liðum samningsins
upp fyrir 1. september. Með þessu
orðalagi viðurkenna aðilar rétt-
mæti kaupmáttartryggingar, þótt
ekki sé hún sjálfvirk heldur
samningsatriði. Ekkert er nýtt
undir sólinni og auðvitað hefur
það áður gerst að með atbeina
stjórnvalda sé gefið fyrirheit um
verðtryggingu launa eftir nokkurt
hlé. Menn verða vonandi ekki
búnir að gleyma reynslunni af
óðaverðbólgu um mitt næsta ár.
Og hitt er sjaldgæft að menn fall-
ist á jafn mikla launahækkun og
nú og lofi kauptryggingu að auki.
Óvægilega hefur verið barist í
verkfallinu og í mörgum tilvikum
hafa þeir aðilar sem telja sig hafa
orðið fyrir búsifjum vegna ólög-
mætra aðgerða BSRB gripið til
þess sem þeim stendur jafnan til
boða í réttarríki að skjóta ágrein-
ingi til dómstólanna. Sú hefð hef-
ur skapast, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr, að aðilar að
kjaradeilu hafa náð sáttum um
það við gerð samnings um ágrein-
ingsefnið að binda einnig enda á
aðrar deilur sem af þrætunni hafa
sprottið, deilur sem eðlilegt væri
að kæmu til úrskurðar dómstóla.
Síðustu klukkustundirnar áður en
samkomulag ríkis og BSRB var
undirritað notuðu aðilar til að
þrátta um það, hvort fallið skyldi
frá málssókn opinberra aðila á
hendur BSRB eða einstökum fé-
lagsmönnum samtakanna. Sú
málamiðlun náðist að lokum að
einstaklingar verða ekki lögsóttir
en á hinn bóginn verður málum
gegn BSRB væntanlega haldið
áfram. Þetta er ásættanleg lausn
svo framarlega sem við hana
verður staðið og alls ekki reynt að
leggja stein í götu þeirra einkaað-
ila sem leitað hafa skjóls hjá
dómstólunum. Úr því að jafnmórg
ágreiningsefni rísa og raun ber
vitni er nauðsynlegt að fá þau til
lykta leidd með réttum og lög-
legum hætti.
Ríkisstjórnin stendur frammi
fyrir miklum yanda við lyktir
þessarar deilu. Áður en hún hófst
hafði stjórnin sett fram skýr
efnahagsmarkmið á árinu 1985
þar sem byggt var á þeim megin-
forsendum að gengi verði ekki
breytt meira en að hámarki 5% á
árinu 1985 og verðbólga í lok árs-
ins verði ekki yfir 10%. Þessi
markmið hlýtur hún að þurfa að
endurskoða. Nú verður þess beðið
með eftirvæntingu hvernig
stjórnmálamennirnir bregðast við
eftir að fjöldasamtök launþega
hafa náð fram kauphækkunum
sem rúmast ekki innan þessara
marka.
Um staðsetningu húsa,
til dæmis tónlistarhúsa
eftir Svein
Einarsson
Yfirbragð borga er margvíslegt,
svo sem alkunna er. Margt ber til,
og veldur smekkur, ríkidæmi og
stórhugur því hvernig þetta yfir-
bragð verður, þó að stíll sé marg-
víslegur og ólíkir tímar talist við
innan sömu borgarmarka. Stærð
og reisn markast af því hvernig
húsum er raðað saman, til dæmis
merkishúsum, þannig að til þeirra
og frá þeim sé góð útsjón. Þeir
sem hafa staðið á Concorde-torgi
og horft eftir Ódáinsvöllum til
Sigurbogans vita, hvað ég á við.
En við getum líka tekið nærdæmi:
Kaupmannahöfn með torgin sín
tvö, Ráðhússins og Kóngsins nýja
með Konunglega leikhúsið. Elleg-
ar Karl Jóhann í Ósló, með Þing-
húsið, Þjóðleikhúsið og Konungs-
höllina sem póla.
Þegar ráðist er í að reisa
merkisbyggingar, eignir þjóðar-
innar og stundum stolt, ráðhús,
leikhús, söfn, stjórnarhallir
o.s.frv. virðist mér ýmis sjónarmið
vera á lofti:
a) Byggingin þarf nægilegt rými,
þannig að ekki sé að henni þrengt
og byggingarlist hússins fái að
njóta sín. Jafnframt þarf auðvitað
á okkar mótorvæddu dögum að sjá
til þess, að aðkeyrsla að húsinu sé
svo hindrunarlaus sem unnt er og
umferðaræð ekki langt undan; sö-
muleiðis þarf næg bílastæði.
b) Á tímum, þegar menn eru að
vakna upp til verndunarsjónar-
miða og rumska við sér um menn-
ingarsögulegt og byggingarsögu-
legt gildi gamalla húsa, ber að
sjálfsögðu að hafa í huga, að
merkishús af þessu tagi falli vel
inn í umhverfi sitt og stingi ekki
verulega í stúf við næstu grann-
hús sín.
c) Þetta má þó ekki koma í veg
fyrir, að menn beini sjónum sínum
að miðborgarkjarna hverju sinni,
þannig að önnur merkishús af
svipuðu tagi, kvikmyndahús, gisti-
hús og veitingastaðir, séu í kall-
færi eða að minnsta kosti gang-
færi og gefi borgarbragnum líf og
lit; menn þurfi sem sagt ekki að
setjast undir stýri til að færa sig
spönn frá rassi, heldur grípi til
þessara jafnfljótu, sem upphaf-
lega voru til þess ætlaðir.
d) Borgarsamfélög vaxa og nýir
tímar koma með nýjar kröfur eða
opna nýja möguleika. Þess vegna
er mjög mikils virði, að þess sé
gætt í upphafi, að rými sé til við
byggingar fyrir aukna starfsemi
eða nýjar greinar starfseminnar
beinlínis.
Mér þykir trúlegt, að flestir séu
nokkurn veginn sammála um þessi
sjónarmið, líka hér í okkar kæru
höfuðborg. Hitt er svo annað mál,
að augljóslega er ekki ævinlega
unnt að samræma öll þessi sjón-
armið og uppfylla öll þessi skilyrði
(nema kannski verið sé að búa til
nýja borg frá grunni eins og Braz-
il). Þá verða menn að velja og
hafna og veita forgang. Hitt held
ég sé vont, ef menn hlaupa til og
velja hægan kost, sem fyrst virðist
á lausu, en kanna ekki gaumgæfi-
lega, hvort ekki eru til staðir og
lóðir, sem uppfylla öll þau skil-
yrði, sem hér að ofan voru nefnd.
Ef stórborgarmönnum tekst að
leysa slík dæmi, ætti okkur síður
að vera vorkunn í okkar litla borg-
arsamfélagi, að finna merkihúsum
okkar stað með sæmd.
Tilefni þessara skrifa er sá
gleðilegi atburður, að fjöldi ein-
staklinga hefur tekið saman hön-
dum um að hafa forgöngu í því að
koma upp tónlistarhúsi í Reykja-
vík. Árum saman hefur það ekki
verið vansalaust, að tónlistargyðj-
an hefur ekki átt neitt heimili í
borginni, og sú gróska, sem und-
anfarin ár hefur verið á tónlistar-
sviðinu, aukið hljómleikahald
fjölda efnilegra ungra hljóðfæra-
leikara og söngvara, efling og
breidd í tónsmíðum, jafnt eldri
sem yngri tónsmiða, tilkoma heill-
ar nýrrar sinfóníusveitar, stofnun
íslensku óperunnar (sem enn hef-
ur engan söngvarahóp á atvinnu-
grundvelli) og margvísleg önnur
starfsemi, t.d. afbragðskóra, öll
þessi gróska hefur auðvitað gert
þessa vöntun á sómasamlegu hús-
næði hrópandi. Sem betur fer á
tónlistin marga unnendur í þessu
landi, allt frá klassik til jass og
popps og marga góða semjendur
og flytjendur. Það er hugur í
okkur, þessu fólki, og aldrei að
vita nema þetta tónlistarhús rísi
fyrr en nokkurn órar fyrir.
En húsi þarf að finna stað og nú
standa umræður um það. Meðal
þeirra lóða, sem borið hefur á
góma, eru eftirfarandi:
1) Á Laugarnestanga. Byggingin
sem slík myndi njóta sín vel og
nóg loft léki um hana, þó að næstu
Sveinn Einarsson
„Tilefni þessara skrifa
er sá gleðilegi atburður,
að fjöldi einstaklinga
hefur tekið saman
höndum um að hafa for-
göngu í því að koma upp
tónlistarhúsi í Reykja-
vík. Árum saman hefur
það ekki verið vansa-
laust, að tónlistargyðjan
hefur ekki átt neitt
heimili í borginni ... “
grannhús séu kannski ekki þau
sem talin voru upp í grein c) hér
að ofan. En þarna er undurfagurt
útsýni yfir Esjuna og Sundin;
menn skyldu ekki gera of lítið úr
hinum sálfræðilega þætti þess í
tónleika- og óperuhléum. Þess
vegna fundu Bretar Festival Hall
og Þjóðleikhús sitt á bökkum
Thamesár. Eða hvað segja menn
um útsýnisglugga Metrópólitanóp-
erunnar, þar sem allt Lincoln
Center blasir við, iðandi af list og
menningu. Laugarnestanginn he-
fur þó vann vankant, að þaðan er
tæplega gengt niður í gamla mið-
bæ, sem allir vita innst inni að
heldur áfram að vera hjarta bæj-
arins, hvað sem líður öllum skipu-
lagstilraunum og útreikningum á
því, hvar landfræðileg miðja
Reykjavíkur sé.
2) Svokölluð Sigtúnslóð, sunnan
Ásmundarsafns. Meirihluti full-
trúaráðs hinna nýju samtaka virt-
ist spenntur fyrir þessari lóð, en
meirihluti aðalfundarmanna í vor
mótfallinn og lét ekki sannfærast.
Lóðin er þokkalegur kostur, en
staðarvalið ber þó merki undan-
látssemi. Meðal kosta er návígi við
nýtt tónlistarskólahús og sitthvað
annað í grennd, listasafn, gistihús,
íþróttasvæði o.s.frv. Þarna er og
gert ráð fyrir garði, þannig að
snoturt yrði að vera kringum hús-
ið, þó að tækifærið um merkisb-
yggingu (monumental) yrði ekki
nýtt. Meðal annarra ókosta: Of
lángt frá kvosinni, og lítið af bíl-
astæðum, ef eitthvað er um að
vera í Laugardalshöll. Og það, sem
mér þykir gera útslagið: Þarna er
ekki rými til viðbyggingar. Til
hvers þarf viðbyggingu? Jú, og
þetta er höfuðatriði: Til óperufl-
utnings. Húsið þarf að reikna
þannig, að það verði reist í áföng-
um og frá upphafi sé óperulistin
höfð í huga. Annars kostar það
hálfrar aldar bið, að hér rísi ópe-
ruhús, og margra áratuga viðleitni
Þjóðleikhússins og framtak ís-
lensku óperunnar í Gamla bíói fær
þá of seint umbun síns erfiðis;
þarna á ballettinn einnig að vera
til húsa í framtíðinni.
3) Við Rauðará. Útsýni fagurt yf-
ir Esju og Sund, steinsnar á
Hlemm og gengt niður í gamla
miðbæ. Lóðin (þarna er bílasala
núna) tæplega nógu stór, en mætti
kannski stækka með uppfyllingu.
4) Við höfnina, á svokölluðu Haf-
skipssvæði. Það er á flestra vit-
orði, að athafnir stóru farskip-
anna hafa verið að færast inn með
Sundum og einhvern tíma í ekki of
fjarri framtíð verður gamla höfn-
in orðin rómantísk smábátahöfn;
yfir útsýni þyrfti því ekki að
kvarta. Stutt er síðan í veitinga-
hús og annað það, sem tengst get-
ur tónleikaferð. Lóðin er kannski
helsti lítil, en bílastæði ættu að
vera nóg í undirdjúpum Seðla-
bankans. En byggingamálið þolir
ekki langa bið og kannski liggur
þessi lóð ekki á lausu í bili.
5) í Öskjuhlið og viti til vesturs.
Þarna er nóg rými fyrir tónlistar-
og óperuhús í fögru umhverfi, út-
sýni yfir gamla bæinn f Reykjavík,
bílastæði, greiður aðgangur og í
lífrænum tengslum við gömlu
kvosina, þó að göngutúrinn sé
kannski í lengsta lagi. En svei mér
ef þarna er ekki kominn staður,
sem uppfyllir nær öll þau skilyrði,
sem slegið var fram í upphafi. Og
ég verð að segja það alveg hrein-
skilnislega, að mér finnst fara bet-
ur á að tónlistahöll prýði þennan
öndvegisstað í bæjarlandinu en
bowlinghöll.
En hvað með flugvöllinn, spyr
einhver. Rétt er það, að tónlist-
arhúsið þarf vel að einangra, en
það hefði verið gert, hvar sem það
hefði verið reist. Hitt er svo annað
mál, sem þarf að fara að ræða í
alvöru: Flugvellinum er ekki
miklu lengur vært inni í miðborg
höfuðstaðarins, útsetjandi fjölda
borgarbúa fyrir hljóð- og loft-
mengun á sínum eigin heimilum,
svo ekki sé rædd slysahætta. Flug-
völlurinn á að fara á Álftanes. Og
þá leysist sá hnútur, sem skipu-
lagsmál Reykjavíkur eru búin að
vera í áratugum saman. Gamli
flugvöllurinn verður að breiðgöt-
um og torgum og þarna verður hið
fegursta rými fyrir allar okkar
merkisbyggingar. Og gamla kvos-
in fær eðlilega og lífræna útvíkk-
un. Og þá er tónlistarhúsið okkar
nýja nákvæmlega á réttum stað.
Við höfum verið nokkuð sein-
heppin, þegar dritað hefur verið
niður nokkrum af háborgum
menningar í þessu landi. Þjóð-
leikhúsið er auðvitað í gamla
miðbænum, en það er nokkuð
þröngt um olnbogarými þess.
Þessi fallega bygging nýtur sín
ekki sem skyldi, vegna þess þarna
vantar aðsjón. Þetta var mönnum
ljóst, þegar húsið reis, og því voru
uppi hugmyndir um að útbúa torg
fyrir framan leikhúsið, frá Hverf-
isgötu upp að Laugavegi, og átti
það að bera nafn frumkvöðuls
hússins og heita Indriðatorg. Ekki
bólar á því torgi, en á þessu svæði
hafa síðan risið steinsteyptir
bankar.
Nokkrum áratugum síðar var
hafist handa við að reisa Borgar-
leikhús yfir Leikfélag Reykjavík-
ur, eina elstu menningarstofnun
borgarinnar, sem hafði vaxið með
henni frá því fyrir aldamót, þegar
íbúar voru hér um 4000, og ævin-
lega staðið við Tjörnina, tákn
hinnar gömlu og nýju Reykjavík-
ur. Ekki fannst þó pláss fyrir
þetta gamla óskabarn nær upp-
runa sínum í Kvosinni en inni í
Kringlumýri.
Látum þessa sögu ekki endur-
taka sig í þriðja sinn. Þeim rökum,
að menningin verði að taka það
sem að henni er rétt, af því það sé
á lausu og ella megi allt fara í bið,
vil ég ekki sinna lengur. Þau rök
virðast ekki gilda, þegar ýmsar
aðrar byggingar eiga í hlut, þ.á m.
ónefndir bankar, sem þjóta upp
hindrunarlítið á fegurstu stöðum.
En skyldi ekki hljóma fagurlega
af Öskjuhlíðinni? Beinum sjónum
okkar þangað.
Sreinn Einarsson er leikstjóri og
fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri og
leikhússtjóri LR.
Langholtskirkja vígð
SUNNUDAGINN 16. september var Langholtskirkja vígð og hófst
athöfnin með því að sóknarnefndin ásamt prestum, biskupum og
vígsluvottum gengu í skrúðgöngu frá safnaðarheimilinu í kirkjuna
með kirkjugripi. Eftir ritningarlestur og sálmasöng vígöi biskup ís-
lands, herra Pétur Sigurgeirsson, kirkjuna. Prestur var séra Sigurður
Haukur Guðjónsson og séra Ólafur Skúlason vígslubiskup leiddi
altarisgöngu ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og séra Pjetri
Maack. Kammersveit sá um hljóðfæraleik og þau Olöf Kolbrún
llarðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Halldór
Vilhelmsson sungu einsöng með Kór Langholtskirkju.
Eftir athöfnina var kirkjugest-
um boðið í kaffi og mættu þar um
450 manns af þeim 600 sem voru
viðstaddir vígsluna.
Langholtssöfnuður var stofn-
aður 29. júní 1952. Árið 1957 hóf-
ust framkvæmdir við safnaðar-
heimilið og hefur söfnuðurinn
starfað þar síðan í desember
1960. Vinna við sjálfa kirkju-
bygginguna hófst árið 1971 og er
hún byggð að mestu á fjárfram-
lögum frá safnaðarbörnum og
velunnurum kirkjunnar. Húsið er
800 fermetrar að grunnfleti og
getur rúmað mest 548 manns í
sæti. Kirkjan er hönnuð af Herði
Bjarnasyni, en innanhússhönnuð-
ir voru Steinþór Sigurðsson og
Kjartan Jónsson. Byggingar-
meistari var Kristinn Sigurjóns-
son. Formaður byggingarnefndar
kirkjunnar frá upphafi hefur ver-
ið Vilhjálmur Bjarnason. Stólar,
skírnarfontur, prédikunarstóll og
altari eru allt íslensk smíð.
Á tónleikum sem kór Lang-
holtskirkju hélt þegar kirkjan
var komin undir þak, skömmu
fyrir jólárið 1978, uppgötvaðist
afburðagóður hljómburður kirkj-
unnar. Eftir það var ákveðið að
gera allt til þess að halda honum.
Einnig var ákveðið að í kirkjunni
skyldi verða upptökuherbergi og
þar hefur verið komið fyrir upp-
Langholtskirkja.
tökutækjum af fullkomnustu
gerð. Þessi aðstaða verður notuð
til að taka upp kirkjulega og
klassíska tónlist.
Þess má að lokum geta að nýja
kirkjan er frábrugðin öðrum ís-
lenskum kirkjum að því leyti að
kórinn snýr á móti söfnuðinum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Grikkland:
Mitsotakis, nýr formaður
Nýdemókrata gæti reynzt
Papandreu harður keppinautur
ALLMJÍKÍ er nú liðið á kjörtímabil Andreasar Papandreu, forsætisráð-
herra Grikkiands, og PASOK stjórnar hans; hun hefur nú setið í þrjú ár
um þessar mundir. Þrátt fyrir að kosningaloforð Papandreu hafi farið
fyrir lítið, hefur ekki verið merkjanlegt að veldi PASOKS væri ógnað að
neinu marki. Papandreu hét stórmiklum ráðstöfunum í efnahags- og
atvinnumálum, endurbætur yrðu gerðar á mennta- og heilbrigðiskerfi
landsins, að ekki sé nú talað um yfirlýsingar hans varðandi efnahags-
bandalag Evrópu og Atlantshafsbandalagið.
Utan Grikklands lögðu menn
fyrst og fremst við eyru og
margir fylltust kvíða, þegar
Papandreu veifaði þeirri hótun
óspart að Grikkir myndu draga
sig út úr Atlantshafsbandalag-
inu, loka snarlega bandarískum
herstöðvum í landinu og endur-
skoða alla samvinnu við Efna-
hagsbandalag Evrópu. Þessi tvö
atriði hefur Papandreu síðan
lagt töluverða áherslu á þegar
hann hefur sótt ráðstefnur eða
fundi utan Grikklands, svona til
að halda mönnum við efnið, á
hinn bóginn virðist hann ekki
hugsa sér til neinna meiriháttar
breytinga og hann hefur gefið
yfirlýsingar út og suður, sem
stangast hver á við aðra. Niður-
staðan verður þó ætíð hin sama,
hann ætlar ekki að gera neinar
umtalsverðar breytingar á utan-
ríkisstefnu Grikklands, en hefur
sjálfsagt á prjónunum að ítreka
þessi heit, þegar fer að líða að
kosningum. Kommúnistaflokk-
urinn í Grikklandi hefur haldið
uppi töluverðri gagnrýni á Pap-
andreu sakir þessa. En sú gagn-
rýni virðist ekki valda Pap-
andreu hinu minnsta hugar-
angri. Hann veit sem er að hon-
um hefur liðist margt sem hefði
orðið öðrum að fótakefli, mælska
hans og tök á kjósendum eru
með ólíkindum. Svo að hann hef-
ur ekki haft neina ástæðu til að
kvíða að ráði kosningum þó svo
að innanlands gæti mikillar
gremju með hversu kosningalof-
orðin hafa farið fyrir lítið. Inn-
anlands eru menn þó ekki með
allan hugann við samstarf við
Atlantshafsbandalagið og al-
menningur virðist ekki hafa sett
sig af neinni alvöru inn í hvað
aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu þýðir. En atvinnuleysi,
verðbólga, afleit þjónusta á sviði
menntunar og heilsugæslu.
Þetta brennur á hinum almenna
borgara.
Og þrátt fyrir allt hefur Pap-
andreu samt ekki þurft að óttast
um veldi sitt. Einkum og sér í
lagi vegna þess hve stjórnar-
andstaðan hefur verið veik og
sundurleit. Nýdemókrataflokk-
urinn, sem beið mikið afhroð í
siðustu kosningum og hefur ekki
borið sitt barr frá því Karam-
anlis var kjörinn forseti og sagði
af sér formennsku í flokknum,
hefur verið atkvæðalítill og for-
ystu hans hefur ekki tekist að
afla sér trausts.
Fyrr en nú, að svo virðist sem
Nýdemókrataflokkurinn sé að
rísa úr öskustónni eftir að hafa
nýverið kosið Konstantín Mits-
otakis formann sinn. Mitsotakis
hefur verið nálægt formanns-
sætinu um hríð, en vegna deilna
Papandrcu
þar og sundrungar ekki tekist að
krækja sér í sætið fyrr en nú.
Mitsotakis hefur verið þing-
maður fyrir Krít í þrjá áratugi.
Hann er sextíu og sex ára gamall
og hann og Papandreu eiga að
minnsta kosti eitt sameiginlegt:
annað hvort dá menn hann
takmarkalaust eða hafa á hon-
um megnustu andúð. Fyrir for-
ingja stjórnmálaflokks má teija
slíkt til kosta.
Papandreu hefur ekki dulið
það hversu mjög honum varð
bilt við, þegar Mitsotakis var
kjörinn formaður Nýdemókrata-
flokksins. Hann gaf þá sam-
stundis út yfirlýsingu, þar sem
hann sagði að kjör Mitsotakis
lýsti því hversu illa flokkurinn
væri kominn að velja sér einmitt
þennan forvígismann. Siðan hef-
ur hann að vísu reynt að draga
úr þeim stóryrðum sem hann lét
falla, en stjórnmálaskýrendum
ber saman um að sjaldan hafi
forsætisráðherra í embætti gefið
andstæðingi sínum jafn mikinn
höggstað á sér og Papandreu
með yfirlýsingu sinni. Mitsotak-
is hefur þegar tekið til óspilltra
málanna að byggja upp Nýdemó-
krataflokkinn. Hann hefur ferð-
ast um Grikkland og eyjarnar og
efnt til funda og verið skeleggur
í málflutningi sínum. Staða hans
virðist sem stendur býsna sterk
og menn spá því að Nýdemó-
krataflokknum verði það lyfti-
stöng að hafa valið Mitsotakis til
forystu. Svo virðist sem innan
Nýdemókrataflokksins sé meiri
eining um Mitsotakis og meiri
ánægja en með nokkurn annan
síðan Karamanlis lét af embætti
til að verða forseti.
Mitsotakis hefur augsýnilega
lag á því að koma forsætisráð-
herranum úr jafnvægi og milli
þessara manna hefur reyndar
lengi verið ósamkomulag. Það
má rekja til sjöunda áratugarins
þegar báðir voru áberandi
stjórnmálamenn og keppinautar
í Miðsambandi föður Papandreu,
Georges Papandreu. Þeir deildu
þá ákaft og áttu báðir nokkurn
þátt í því, hvor á sínn máta, að
Miðsambandið klofnaði og leyst-
ist síðan upp sem síðan ruddi
brautina fyrir valdarán herfor-
ingjastjórnarinnar árið 1967.
Ekki er að efa að Mitsotakis
muni nota tímann vel fram að
kosningum. Hann kveðst koma
fram sem hinn ábyrgi stjórn-
málamaður sem vill ekki að
Grikkir uni því að sætta sig við
„innantómt froðusnakk lýð-
skrumara" á borð við Pap-
andreu. Og Andreas Papandreu
mun eiga erfitt uppdráttar ef
hann velur þá leið að tína gömlu
kosningaloforðin nánast óbreytt
úr pússi sínu. Hinn almenni
borgari í Grikklandi hefur orðið
fyrir miklum vonbrigðum með
þessi þrjú ár sem áttu að marka
upphaf nýs velgengnisskeiðs
fyrir Grikkland. Fram að þessu
hafa þeir horft til Papandreu
sem hins eina leiötoga sem væri
frambærilegur, hvað sem stjórn-
unarhæfileikum og heitum liði.
Nú hefur alvöru keppinautur
komið fram á sjónarsviðið. Hann
stendur Papandreu ekki að baki
sem mælskumaður og timinn
kann að koma Mitsotakis einnig
til góða, þar sem Papandreu hef-
ur nú aðeins ár til að gera ein-
hverjar þær ráðstafanir sem
geta bætt hag alþýðu manna í
Grikklandi.
(Heimildir AP, Time o.fl.)
Johanna Kristjónsdóttir er blm. í
erlendri íréttadeild Mbl.