Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
Frá aðalfundi FEIF í Hollandi;
Næsta Evrópumót haldið
í nágrenni Gautaborgar
— töluveröar breytingar á stjórn samtakanna
AÐALFUNDUR FEIF (Evrópusamband eigenda íslenskra hesta) var haldinn
17. september síöastliöinn. Fyrir fundinn var Ijóst aö Ewald Isenbiigel frá
Sviss, sem verið hefur forseti samtakanna frá stofnun þeirra 1969, myndi
ekki gefa kost á sér til endurkjörs, auk þess sem aðrir stjórnarmenn sem að
baki höfðu langa setu í stjórn gáfu ekki kost á sér, og má þar nefna Gunnar
Jónsson frá Danmörku sem var ritari og Pétur Behrens frá íslandi sem
gegndi stöðu blaðafulltrúa samtakanna.
■■■■■■■■■■■■■■■■
Morgunblaðid/Albert Kemp.
Á Fáskrúðsfirði skella sér nú nær allir sem vettlingi geta valdið í síldina, enda hefur silfur hafsins alltaf
jafnmikið aðdráttarafi. Það er heldur ekki annað að sjá en stúlkurnar hjá Pólarsíld lifi sig inn í söltunina.
Saltað í
9.500 tunnur á
Fáskrúðsfirði
FáskrúAsflrAi 29. oklóber.
TVÆR söltunarstöðvar eru
reknar á Fáskrúðsfirði á þessari
vertíð og heildarsöltun hjá þeim
er nú 9.500 tunnur. Hjá Pólarsíld
hf. hefur verið saltað í 7.500
tunnur, sem að uppistöðu til er
afli af Guðmundi Kristni, sem
aflað hefur um 700 lesta af síld
frá því 5. október, en hann var
með aflakvóta tveggja báta, sinn
eigin og Sæbjargar SU 403. Auk
þess er fyrirtækið með þriðja
bátinn sem er vélskipið Þorri
SU, er landaði fyrstu síldinni hjá
fyrirtækinu í dag, um 80 lestum.
Hjá Sólborgu hf var saltað alla
helgina af Sólborgu SU 202 og
Voninni KE 2.
Albert Kemp
wm
Þó Dóra Gunnarsdóttir sé líklega þekktari fyrir íþróttaiðkan og störf að
þeim málum fer ekki á milli mála, að hún er liðtæk við söltunina. Hér
merkir hún tunnur fyrir mág sinn hjá Pólarsfld. MorgunbiaAið/Aibert Kemp.
Varðhundar afturhaldsins
— eftir Þorstein
Haraldsson
Þegar þetta er skrifað hefur
verkfall opinberra starfsmanna
staðið yfir í rúmar þrjár vikur og
allan þann tíma hefur staðið yfir
lokun ríkissjónvarpsins og sama
er upp á teningnum hvað varðar
ríkisútvarpið ef undan er skilin
svokölluð öryggisvakt starfs-
manna þess, sem virðist aðeins
orðin tóm, og tveir fréttatímar á
dag, sem varla geta talist burðug-
ir, en þessu var hér komið á vegna
einkaútvarpsstöðvanna sem hér
voru settar á laggirnar.
Starfsmannafélag ríkisfjölmiðl-
anna ákvað að loka fyrir þessa
fjölmiðla í einni svipan þrátt fyrir
blaðaverkfall. Þjóðin var skilin
eftir algjörlega sambandslaus við
atburði líðandi stundar jafnt á
innlendum sem erlendum vett-
vangi. Með einni atkvæðagreiðslu
var þjóðinni kastað út í það
óvissuástand sem er stórhættulegt
hverju fullvalda ríki á tímum sem
þessum þegar flestir þættir þjóð-
félagsins eru lamaðir. Starfsmenn
ríkisfjölmiðlanna létu öryggis-
hagsmuni lands og þjóðar sig engu
varða er þessi ákvörðun var tekin
og hlýtur slíkt að varða við lög.
Öryggi þjóðarinnar er stefnt í
voða vegna kjaradeilu starfs-
manna þessara stofnana. Það
hlýtur hver þjóðfélagsþegn að sjá
að við slíkt ástand er ekki hægt að
búa burtséð frá allri kjaramála-
umræðu. Því verður ekki trúað að
íslenskir launþegar séu tilbúnir til
að leggja fullveldi og sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar að veði í kjara-
deilu sem þessari, en vissulega
Þorsteinn Haraldsson
hljóta aðgerðir starfsmanna ríkis-
fjölmiðlanna að vekja spurningar
um það.
Frjálsræði í
útvarpsmálum
Vegna lokunar ríkisfjölmiðl-
anna tóku nokkrir framtakssamir
menn, sem ekki vildu una því ör-
yggisleysi sem hér ríkti, sig til og
settu á laggirnar litlar stöðvar
sem útvörpuðu fréttum og öðru
efni til þess að brjóta á bak aftur
það svartnætti óvissunnar sem
hér ríkti á hverju heimili í land-
inu. Þessir einstaklingar eiga
heiður skilið fyrir það að þora og
framkvæma.
Það er tekið fram í lögum um
ríkisfjölmiðlana að þeir hafi
einkarétt á að útvarpa og sjón-
varpa efni til landsmanna. Það er
og skylda starfsmanna þessara
stofnana að sjá um að slíkt sé
gert. Því hafa þeir brugðist og því
hlýtur einkaréttur ríkisins að
falla niður meðan slíkt ástand
varir.
f skoðanakönnunum sem DV
birti 24. og 25. október kemur
fram að yfirgnæfandi meirihluti
er fyrir því að þessum útvarps-
stöðum einkaaðila verði veitt leyfi
til áframhaldandi starfsemi, að
frjálsræði verði leitt í lög með af-
námi einkaréttar ríkisins. Athygl-
isvert er hvernig þessi afstaða
skiptist milli þéttbýlis og strjál-
býlis en í ljós kemur, þvert á það
sem andstæðingar frjáls útvarps
hafa haldið fram, að mikill meiri-
hluti fólks í strjálbýli styður
frjálst útvarp ekki síður en íbúar
þéttbýlis. Þetta eru skýr fyrir-
mæli frá þjóðinni til fulltrúa
hennar á Alþingi. Skýrari geta
þau ekki verið.
En eru þingmenn í einhverjum
tengslum við vilja fólksins í land-
inu eða eru það bara látalæti rétt
fyrir hverjar Alþingiskosningar?
Varðhundar
afturhaldsins
Því miður eru þeir alltof margir
sem á Alþingi sitja sem ávallt
telja það skyldu sína að hafa vit
fyrir fjöldanum þrátt fyrir yfir-
lýstan vilja þegnanna. Og svo
furðulegt sem það er þá eru þetta
oftast sömu mennirnir ár eftir ár.
Sömu þingmennirnir sem líta
framhjá yfirlýstum vilja þjóðar-
Volker Ledermann, Þýskalandi,
sem verið hefur ræktunarfulltrúi
innan stjórnarinnar, var kjörinn
forseti og í hans fyrri stöðu var
kosinn Hans B. Boudri, Hollandi,
sem hefur haft mikið með ræktun-
armál að gera í Hollandi. Lengi
vel var talið að íslendingar myndu
missa mann úr stjórn, þar sem
Pétur Behrens gaf ekki kost á sér
til endurkjörs og ekki lá fyrir til-
laga um mann héðan í stjórn. Á
síðustu stundu var Sigurður Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri LH,
tilnefndur og hlaut hann kosningu
sem ritari og kemur því inn í stað-
inn fyrir Gunnar Jónsson. Þess
má þó geta að Gunnar Bjarnason
er heiðursforseti samtakanna og
situr i stjórn sem fullgildur
stjórnarmaður. f stöðu blaðafull-
trua var kosinn Karl Heinz Koll,
Þýskalandi, en hann gat sér gott
orð á síðasta ári sem fram-
kvæmdastjóri Evrópumótsins í
Roderath. Johannes Hoyos, Aust-
urríki, hafði gegnt stöðu íþrótta-
fulltrúa í stjórninni og var í hans
stað kosinn Marcel Schabos, Hol-
landi, og hafa Hollendingar þar
með komið tveim mönnum inn í
stjórn samtakanna.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
afgreiddar yrðu miklar breytingar
á keppnisreglum en af því varð
ekki þar sem fundurinn taldi þær
breytingar ekki tímabærar að svo
komnu máli.
„Þjóðin var skilin eftir
algjörlega sambands-
laus við atburdi líðandi
stundar, jafnt á innlend-
um sem erlendum vett-
vangi.“
innar, að þeirra sögn vegna þess
að það sé fáfróðri þjóðinni fyrir
bestu. Slíkir menn hafa ekkert inn
á löggjafarsamkunduna að gera.
Þetta eru þingmenn sem sitja
fyrst og fremst sem varðhundar
sinna eigin þröngu hagsmuna og í
þágu þröngra fámennra þrýsti-
hópa en ekki sem fulltrúar þjóðar-
innar.
Því miður er það orðið alltof al-
gengt í okkar litla þjóðfélagi að
meirihlutavilji landsmanna er
hundsaður fyrir tilstilli fámennra
þrýstihópa sem vaða hér uppi. Það
er tími til kominn að þessir þing-
menn taki sér tak og reki af sér
slyðruorðið í þessum efnum.
Sér grefur gröf
Það má segja að starfsmenn
ríkisfjölmiðlanna eigi þakkir skil-
ið fyrir það að hafa leitt jafn
mörgum fyrir sjónir og raun er að
núverandi skipan mála er slitin úr
tengslum við nútíðina. Hún heyrir
fortíðinni til, nú sé tími til kominn
að færa þessi mál úr viðjum mið-
aldahugsanagangsins á vit breytts
tíðaranda og hugsunarháttar.
Þeir sem stóðu að einkaút-
varpsstöðvunum út um allt land
sýndu það og sönnuðu að með vilj-
Samþykktvarinnganga Kanada
í samtökin og breytast þau þá í
aiþjóðasamband í stað Evrópu-
sambands. Ekki var nafni samtak-
anna breytt að svo komnu máli og
ekki er ákveðið hvað verður gert í
þeim efnum.
Einnig lá fyrir umsókn Breta
um inngöngu í samtökin en henni
var hafnað á þeirri forsendu, að
ekki hefur verið stofnaður félags-
skapur í kringum íslenska hestinn
þar, en það mun vera tímaspurs-
mál hvenær það verður gert og
þykir ekki ósennilegt að þeir fái
inngöngu á næsta ári.
Rætt var um næsta Evrópumót
sem haldið verður í Svíþjóð á
næsta ári og kom meðal annars
fram í þeirri umræðu að keppend-
ur á þessu móti þurfa ekki að bera
reiðhjálma í keppninni, en sam-
kvæmt sænskum lögum er öllum
þeim sem hestum ríða skylt að
bera hjálma. Kom fram í máli
sænska fulltrúans að veitt verði
undanþága frá þessu á mótinu.
Eins og sjálfsagt margir vita tíðk-
ast ekki að nota öryggishjálma á
íslenskum hestum nema þá í
kappreiðum. Búið er að ákveða
hvar Evrópumótið verður haldið,
en það verður í Alingsás sem er
skammt frá Gautaborg. Hefur
mótinu verið flýtt, en búist er við
að það verði haldið um miðjan ág-
úst á næsta ári, en venjulega eru
þessi mót haldin síðustu helgina í
ágúst eða fyrstu helgi í september.
anum og áhuganum er hægt að
útvarpa dagskrárefni daglangt
sem stendur ríkisfjölmiðlunum
feti framar þrátt fyrir fámennt
starfslið og lítið fjármagn. Mun-
urinn liggur einfaldlega í því að
einkastöðvarnar tóku mið af vilja
fólksins en ríkisútvarpið er fangi
steinrunnis kerfis sem stjórn-
málaflokkarnir hafa byggt upp
vegna eigin hagsmuna fyrst og
síðast.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem stendur
einhuga í afstöðu sinni með skjót-
um breytingum á útvarpslögunum
í frjálsræðisátt og hafa þingmenn
hans margoft lagt fram tillögur í
þessa átt síðustu árin, nú síðast
varaformaður flokksins, Friðrik
Sophusson.
Þá ber sérstaklega að fagna
skýrri og eindrenginni skoðun
menntamálaráðherra, Ragnhildar
Helgadóttur, sem er eini ráðherra
menntamála fyrr og síðar sem
stendur óhögguð í afstöðu sinni til
þessara nauðsynlegu breytinga á
úreltum útvarpslögum og fer í far-
arbroddi fyrir yfirgnæfandi meiri-
hlutavilja íslensku þjóðarinnar.
Við, sem ávallt tölum um frjáls-
ræði og lýðræði þegnum þessa
lands og annarra til handa, skul-
um ekki valda því að íslandi sé
stillt upp við hlið Albaníu og ann-
arra kommúnistaríkja þegar rætt
er um stöðu útvarpsmála hér á
landi.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þetta eru þau lönd sem viðhalda
ríkiseinokun í þessum efnum sem
og reyndar öllum öðrum.
Viljum við vera í þeirra hópi?
Alþingismenn! Ykkar er ákvörð-
unin en viljinn er þjóðarinnar.
Vanmetið hann ekki!
I’orstcinn llataldsson er fyrrver-
andi ritstjóri Idnnemasamhands
íslands.