Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 31 50 mílljónum varid til hönnunar og ráðgjafar „TVEIR meginkostir koma til álita um framtíð Sjóefnavinnslunnar. Fyrri og einfaldari kosturinn er að leggja á hilluna öll áform um uppbyggingu efnavinnslu SEV um fyrirsjáanlega framtíð. Leggja í staðinn áherslu á sölu þeirrar orku sem fyrir er á svæðinu og uppbyggingu ýmiskonar iðnaðar er nýtt gæti orkuna..." Þessa tillögu er að finna í nýlegri úttekt Iðntækni- stofnunar á rekstri og framtíð Sjóefnavinnslunnar. í tillögum Iðntæknistofnunar um framtíð Sjóefnavinnslunnar segir ennfremur að til álita gæti komið, að ríkissjóður yfirtaki áhvílandi skuldir fyrirtækisins um tíma og yfirfæri þær síðan, ef arðsemi orkusölu SEV verði slík, að endurgreiðsla lána kæmi til greina. Um síðari kostinn, sem sagður er án efa mun erfiðari, er sagt, að ljóst sé, að eftir miklu geti verið að sækjast fyrir þjóðar- búið í heild, ef notkun úrvalssalts geti aukið verðmæti útfluttra, saltaðra sjávarafurða, þó ekki væri nema um nokkur prósent. Þessi kostur krefjist verulegs áhættufjármagns eigenda fyrir- tækisins og vanda verði mjög til þeirra er veljist til forystu um framgang þessa verkefnis og síð- ast en ekki síst verði að byggja upp markað og tækniþekkingu hjá fyrirtækinu sjálfu. Kanna verði hvernig skilja megi að framleiðslu á jarðsjó, jarðgufu og raforku annars vegar og efnaframleiðslu hins vegar, þannig að hver eining verði sjálfstæð áhættu- og hagn- aðareining. Ekki verði hafist handa fyrr en áætlanir liggi fyrir og fjármunir verði tryggðir. Bein erlend lán ættu ekki að koma til greina við uppbyggingu og til- raunarekstur 8.000 lesta áfangans því ekki verði unnt að reikna með hagnaði. Forsenda frekari rekstr- ar ætti að vera aukning hlutafjár, helst samfara minnkun á hlut ríkisins í fyrirtækinu. Þá segir í tillögum Iðntækni- stofnunar, að stjórn fyrirtækisins þurfi að vera skipuð í samræmi við markmið eigenda með rekstr- inum. Tryggja þurfi, að nauðsyn- leg markaðs- og tækniþekking vistist í fyrirtækinu sjálfu. Öllum undirbúningi, ef nokkur sé, vegna 40.000 lesta áfangans verði hætt og ekki tekinn upp að nýju nema markaðsforsendur fyrir sölu á fisksalti og öðrum framleiðsluvör- um fyrirtækisins breytist stórlega eða fundist hafi ný tækni til vinnslu umræddra afurða úr sjó, er leiði til minni framleiðsiu- kostnaðar. Að því er best verði séð, muni SEV ekki í fyrirsjáan- legri framtíð geta staðið undir áhvílandi skuldum. Um markaðsmál segir, að áætl- aðar sölutekjur SEV af fisksalti séu 60% af heildartekjum og markaðshlutdeild 60 til 70%, þeg- ar 40.000 lesta áfanginn verði kominn í fullan rekstur. Fisksalt hafi að undanförnu lækkað tals- vert í verði vegna aukinnar sam- keppni innflytjenda og lækkaðs flutningskostnaðar. Ráögjafar SEV hafi hins vegar ekki gert ráð fyrir því að samkeppnisaðilar verksmiðjunnar bregðist á nokk- urn hátt við 60 til 70% mark- aðshlutdeild Reykjanessaltsins, hvorki með lækkun saltverðs né heldur með því að leita eftir því, hvort erlendis megi fá salt er upp- fylli hærri kröfur markaðsins um gæði, geri markaðurinn slíkar kröfur. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir því, að verðjöfnunarkerfi það er nú gildir að nokkru leyti á fisksalti breytist. Telja verði, að þetta viðhorf lýsi þekkingarleysi um eiginleika markaða almennt. Sjóefnavinnslan hafi látið vinna markaðskannanir fyrir sölu á fínsalti og matarsalti. Allt fram til þessa hafi ráðgjafar SEV ávallt reiknað með nær 100% markaðshlutdeild. Hér sé yfirleitt um að ræða hreint salt, sem notað sé til matvælaframleiðslu. Ekki verði séð, að Reykjanessalt hafi sérstaka samkeppniskosti á þess- um markaði aðra en nálægð. Áætlað sé að selja 3.850 lestir af kalí til Áburðarverksmiðju rikisins. Slíkt sé mögulegt að gefnum gæðum og samkeppnis- hæfu verði. Verð á kalí hafi lækk- að úr 162 Bandaríkjadölum á lest- ina miðað við 7 ára áætlun SEV í um 100 dali. Áburðarverksmiðjan bjóði út kaup á kalí. Sjóefnavinnslan hyggist selja 400 lestir af kalsíum klóríði til Vegagerðar ríkisins. Líklegt sé að svo geti orðið, ef verð sé sam- keppnishæft. Vegagerðin bjóði jafnframt út kaup á kalsíum klór- íði. f áætlun Sjóefnavinnslunnar sé gert ráð fyrir því, að selja klór, natríumhypoklóríð, saltsýru og vítissóda á innlendum markaði. Reiknað sé með 100% markaðs- hlutdeild í áætlun SEV. Verð á flestum þessara afurða hafi lækk- að síðan 7 ára áætlun fyrirtækis- ins hafi verið gerð. Áætlað sé að flytja út 8.600 lestir af kalsíum klóríði. Sölutekj- ur af þeim útflutningi séu áætlað- ar um 20% af sölutekjum í áætlun Iðntæknistofnunar. Frá því 1980 hafi átt sér stað verulegar svipt- ingar á erlendum gjaldeyrismörk- uðum eins og alkunna sé. Áætlað- ar sölutekjur Sjóefnavinnslunnar af útflutningi á kalsíum klóríði lækki því um 60% I Bandaríkja- dölum frá 7 ára áætlun SEV. Telja verði að næsta ólíklegt sé, að Sjóefnavinnslan nái nokkru sinni áætlaðri markaðshlutdeild á öllum væntanlegum mörkuðum. Niðurstaða Iðntæknistofnunar af þessum þáttum auk fleiri er sú, að efnaframleiðsla Sjóefnavinnsl- unnar sé ekki álitleg fjárfesting. Orkuframleiðsla og sala gæti hins vegar verið álitleg, finnist mark- aðir fyrir orkuna. Um ráðgjafa og stjórn Sjóefna- vinnslunnar segir eftirfarandi: „Ekki er unnt að ræða um upp- byggingu Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi án þess að nefna þátt hinna fjölmörgu ráðgjafa sem koma þar við sögu. Kostnaður við aðkeypta ráðgjöf, hönnun, eftirlit og rannsóknir nemur yfir 20% af heildarkostnaði 8.000 lesta áfang- ans. Fyrirtækið hefur aðeins um þriggja mánaða skeið haft tækni- mann í starfi og aldrei kunnáttu- menn á sviði markaðsfærslu. Þrátt fyrir alla þessa ráðgjafa virðist sú staðreynd, að 40.000 lesta verksmiðja sé hæpin fjár- hagslega, aldrei hafa verið til um- ræðu. Hvernig það gat gerst skal látið ósvarað. Þá er og erfitt að svara þeirri spurningu hvers vegna eigendur fyrirtækis, er hyggur á fjölbreyti- lega efnaframleiðslu, kjósa stjórn án þess að nokkur kunnáttumaður um efnaframleiðslu og sölu eða á sviði tilraunarekstrar eigi þar sæti.“ Til samanburðar um fjárfram- lög til tilraunaframleiðslu Sjó- efnavinnslunnar og opinberra rannsóknastofnana hér á landi má nefna, að nú nema framlög til Sjóefnavinnslunnar 264 milljón- um króna, en á fjárlögum ársins 1984 var framlag til Iðntækni- stofnunar 18,5 milljónir króna, til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins 15 milljónir og til Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins 12 milljónir króna. Úrbætur í umferðar- málum FIMM þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmda- áætlun til úrbóta í umferðarmál- um. Fyrsti flutningsmaður er Guð- mundur Bjarnason. í tillögunni er lagt til að ríkisstjórnin geri áætlun til þriggja ára um úrbætur í um- ferðarmálum. í fyrsta lagi ætla flutnings- menn að með almennri kynn- ingu og fræðslu í umferðarmál- um, megi bæta umferðarmenn- ingu, og í annan stað verði öryggisbúnaður farartækja bættur og ljósanotkun aukin. í þriðja lagi leggja flutningsmenn til að fræðsla tilvonandi öku- manna bifreiða og vélhjóla sé aukin. Þá er einnig lagt til að rannsóknir á sviði umferðarör- yggis verði auknar til muna. Útflutning- ur á íslensku hugviti LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um sölu á íslenskri sérþekkingu erlendis. Fyrsti flutn- ingsmaður er Guðmundur Bjarna- son, og flytur hann tillöguna ásamt sex öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins. f tillögunni er lagt til að ríkis- stjórninni sé „falið að láta at- huga með hvaða hætti unnt er að koma íslenskri ráðgjöf, sér- þekkingu og reynslu í atvinnu- lífinu á markað erlendis og hvernig megi samræma vinnu- brögð og aðstoða þá aðila sem hafa nú þegar kannað mögu- leika á útflutningi íslenskrar tækniþekkingar". Flutningsmenn benda á í greinargerð, að íslendingar hafi til þessa lítið leitt hugann að því að hugvitið geti verið markaðs- vara eitt og sér. Utanríkis- nefnd TÓMAS Árnason, Framsóknar- flokki, hefur verið kosinn for- maður utanríkisnefndar Alþing- is. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, er varafor- maður nefndarinnar og Kjart- ann Jóhannsson, Alþýðuflokki, er ritari hennar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar \ Dyrasímaþjónusta Gestur Arnarson. rafvírkjam., siml 19637. Parket og gólfborða- slípun Gerum verötilboö aö kostnaö- arlausu. Upplýsingar í síma 23842 og 20523. VERÐBRÉ FAMARKAOUR HÚ8I VER8LUNARINNAR 6. HÆÐ KAUPOG SALA VEÐSKULDABRÍFA S68 77 70 SÍMATÍMI KL.10-12 OG 15-17. Til leigu 75 fm húsnæöi, óinnréttaö meö snyrtingu, í Brelöholti III. Mögu- leiki á sér inngangi. Vlnsamlega leggiO inn nafn og símanúmer á ' augld Mbl. merkt: „Hólar — 2838" fyrir 10. nóv. nk. Sinclair Spectrum 48K lítiö notuö heimilistölva í ábyrgð. Uppl. í síma 18154. Teppasalan er á Hliöarvegi 153, Kópavogi. Sími 41791. Laus teppi í úrvali. I.O.O.F. 7=1651031814=9.11 I.O.O.F. 9 = 1661031814 = 9. III. □ HELGAFELL 598410317 VI—2. =RL'UA MUSmUSKIDOARjt RMHekl? 31 — 10—VS—A—MF. St. Einingin nr. 14. Fundur i kvöld kl. 20.30 i Templ- arahöllinni v/Eiríksgötu. Skemmtikvöld í umsjá Sigrúnar St. Þorvaöar og Victors. Opinn fundur — Gestir velkomnir. Æ.T. Basar veröur i safnaöarheimili Lang- holtskirkju laugardaginn 3. nóv- ember kl. 14.00. Agóóinn rennur til Langholtskirkju i Reykjavik. Kvenfétag Langholtssóknar. Aöalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur veröur haldinn miövikudaginn 7. nóv- ember kl. 20.30 aó Laugavegi 25. Stjórnin. ItlERUI AIMILÍIIIIIII ICtLANDIC ALPINI CLUS MyndakvöM iaalp miðvikudag- inn 31. októbér kl. 20.30. 1. myndakvöld vetrarins veröur aö Hótel Hofi. Hrelnn Magnús- son sýnir myndir frá upptökun- um á nýjustu James Bond- myndinni á Vatnajökli sl. sumar og Kristinn Rúnarsson sýnir myndir úr klifri og fjallgöngum í Ölpunum sl. sumar. Alllr vel- komnir. Aögangseyrir 100 kr. Veitingar i hléi. Islenski alpaklúbburinn. KSÍ Tækninefnd KSi hefur ákveölð aö halda eftirtalin þjálfaranám- skeiö fyrir knattspyrnuþjálfara • A stigs námskeiö 16. 17. 18. nóv. 1984. • B stigs námskeió 15. 16. 17. feb. 1985. • C stigs námskeió 19. 20. 21. april 1985. Námsketöin veröa haldin i húsa- kynnum Kennaraháskóla Islands v/Stakkahliö Væntanlegir þátt- takendur tilkynni þátttöku og greiöi staöfestingargjald á skrifstofu KSl 10 dögum fyrlr námskeiöin. Þátttökufjöldi á iverju námskeiöi veröur tak- markaöur viö 18 þátttakendur. Tækninefnd KSl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.