Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 48
T1L DAGLEGRA NOTA OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl, SlUI 11633 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Verkfalli BSRB frestað— Samkomulag samþykkt 36:13 VERKFALLI Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var frestað klukkan 22.15 í gærkvöldi þegar Al- bert Guömundsson, fjármálaráö- herra, og Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, höfðu ritað undir nýj- an aðalkjarasamning sem gildir til 31. desember 1985. Þar með lauk sáttafundi sem staðið hafði undir stjórn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara, með stuttum hlé- um frá klukkan 13 á mánudag eða í 33 klukkustundir. Verkfallið hófst formlega hinn 4. október en strax hinn 1. október gekk verulegur hluti félagsmanna BSRB frá störfum. Starfsemi á vegum ríkisins færist nú í eðlilegt horf og byrjaði Ríkisút- varpið að senda út tónlist klukkan 22.25 í gærkvöldi. Samningurinn veröur nú borinn upp í alls- herjaratkvæðagreiðslu í BSRB. Enn er ósamið á milli Reykjavíkurborgar og starfsmannafélags hennar. Hefur Gruimskólar Rvíkur: Engin kennsla ídag KENNSLA verður ekki i grunn- skólum í Reykjavík í dag, þrátt fyrir að endir sé bundinn á kjara- deilu BSRB og rikisvaldsins. Dyraverðir við grunnskólana eru enn í verkfalli, en þeir eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Barnaheimili í Reykjavík verða lokuð í dag og akstur strætisvagna hefst ekki fyrr en samkomulag hefur tekist milli Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar og borgaryfirvalda. verið boðað til fundar aðila nú fyrir hádegi. Ríkisstjórnin hittist á fundi sið- degis í gær og staðfesti þá drögin að samkomulagi við BSRB sem legið höfðu í höfuðdráttum fyrir siðan í fyrrakvöld. Jafnframt ályktaði rikisstjórnin að ekki væru uppi áform um að beita ein- staklinga innan BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika, sem upp hafa komið i tengslum við framkvæmd verkfallsins. Hafði niðurfelling lögsóknar vegna at- vika í verkfallinu verið til umræðu milli aðila verulegan hluta dags í gær. Þá hittust þingflokkar stjórnarflokkanna á fundum síð- degis í gær og veittu ráðherrum umboð til samningsgerðar. Skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt skipuðu aðilar 3 menn hvor í vinnunefnd til að fullsmíða samn- inginn. Þá þegar var ljóst að innan 60 manna samninganefndar BSRB voru menn ekki á einu máli um efni hans og var víða fundað í húsakynnum sáttasemjara, Karphúsinu. Þegar birti af degi lögðu margir félagsmenn BSRB leið sína í Karphúsið og lýstu skoðunum sínum. Fór svo að sáttasemjari einangraði samningamenn. Þegar samningur- inn var að lokum borinn undir at- kvæði í 60 manna nefndinni þegar Morgunblaðið/RAX. Fjármálaráöherra ávarpaði fulltrúa í 60 manna samninganefnd BSRB, eftir að samningar höfðu verið undirritaðir. Þakkaði hann þeim fyrir heiðarlega, en harða baráttu og sagði m.a.: „Ég hef undrast það mjög á undanförnum vikum hversu samtök ykkar eru vel skipulögð. En verið þið bara róleg, við höfum lært af reynslunni, og verðum betur undirbúnir næst. Ég vil hins vegar hvetja ykkur til að halda áfram baráttu ykkar fyrir bættum kjörum, hver svo sem á eftir að verða andstæðingur ykkar í stól fjármálaráherra. Ég geri mér grein fyrir, að í svona stöðu verða fjármálaráðherrar að taka óvinsælar ákvarðanir. En ég veit að þið viljið ekki neina druslu fyrir fjármálaráðherra, frekar en þið viljið hafa druslur í ykkar forystusveit, og svo sannarlega eru engar druslur í þeirri sveit. Það bef ég fengið að reyna á undanfórnum vikum,“ sagði fjármálaráöherra og féllu þessi síðustu orð hans i góðan jarðveg meðal viðstaddra. Við borðið eru frá vinstri: Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari. Iðntæknistofnun íslands um Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi: klukkan var langt gengin 10 í gærkvöldi voru 36 fylgjandi hon- um en 13 á móti, 2 sátu hjá. Eftir það var gengið til undirritunar. Samningurinn verður nú kynntur i einstökum félögum og er þess vænst að atkvæði verði greidd um hann eftir 10 til 15 daga. Samningurinn er birtur í heild á blaðsíðu 5 í Morgunblaðinu í dag. Launahækkun samkvæmt honum er um og yfir 20%. Gildistími sérkjarasamninga sem ráðist verður í að gera eftir staðfestingu aðalkjarasamnings verður frá 1. nóvember 1984. Til að leysa úr ágreiningi um verðtryggingu launa, sem ríkisstjórnin hafnaði, sættust aðilar á að hvor þeirra um sig geti óskað eftir viðræðum um kaupliði samningsins eftir 1. júní 1985. Náist ekki samkomulag milli aðila fyrir 1. júlí 1985 um breyt- ingar kaupliða skal heimilt að segja upp þeim liðum samningsins frá og með 1. september 1985. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, taldi samninginn kosta ríkið um 400 milljónir króna. Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar hittast árla dags í dag og síðan viðræðunefndir aðila. Þá er ósamið á Seltjarnarnesi og Sel- fossi. Sjá viðtöl við forystumenn og frásögn af fundum hjá sátta- semjara á bls. 4 og frétt um yfirlýsingu rfkisstjórnarinnar á bls. 3. Forystumenn kennara á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi: Vildu fella samninginn Rekstur fyrirtækisins getur aldrei borgað sig TALSVERÐ átök eru nú um framtíð Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi. Á síðasta aðalfundi fyrirtækisins var skipt um þrjá menn af fimm í stjórn þess og mun það hafa gerzt í kjölfar úttektar Iðntæknistofnunar á fyrirtækinu. Er þar meðal annars iagt til, að áform um uppbyggingu fyrirtækisins verði endanlega lögð á hilluna, gerðar athugasemdir við val stjórnarmanna og tekið fram, að vinnsla hennar muni aldrei geta skilað hagnaði. Nú hefur verið varið um 264 milljónum króna til uppbyggingar Sjóefnavinnslunnar. 209 milljóna hefur verið aflað með erlendum lán- tökum með ríkisábyrgð, en hlutafé, að mestu í eigu ríkisins, er um 55 milljónir króna. Af þessari upphæð hefur þegar verið varið rúmum 50 milljónum í hönnum og ráðgjöf. f niðurstöðum úttektar Iðn- tæknistofnunar kemur fram, að árleg 8.000 lesta tilraunafram- leiðsla á salti geti ekki staðið und- ir breytilegum kostnaði við fram- leiðsluna og 40.000 lesta árleg framleiðsla muni ekki geta skilað hagnaði. í skýrslu stofnunarinnar segir meðal annars, að stjórn og ráðgjöfum SEV hafi lengi verið ljóst, að 8.000 lesta áfanginn mundi, þegar hann kæmi í fullan rekstur, ekki gera betur en að standa undir breytilegum kostn- aði. Þá kemur það fram í skýrsl- unni, að áætlanir um markaðsverð afurða og markaðshlutdeild séu ofmetnar af ýmsum orsökum. Þá er dregið í efa réttmæti erlendra lántaka til fjármögnunar vinnslu, sem ljóst hafi verið frá upphafi, að ekki borgaði sig. Segir þar, að ekki verði séð af gögnum félagsins, að þurft hafi að leggja fram endur- skoðaða arðsemisreikninga vegna óska um erlendar lántökur og tor- skilið sé hvers vegna aðaleigandi fyrirtækisins (ríkissjóður) hafi ákveðið að fjármagna fram- kvæmdir að jafn miklu leyti og raun beri vitni með erlendu lánsfé. Erlend lán nema þegar um 209 milljónum króna og frá og með næsta ári til ársins 1993 eru af- borganir og vextir af þeim áætlað- ar á bilinu 27 til 46 milljónir króna. Hámarks söluandvirði 8.000 lesta af salti er 16 milljónir króna. Áætlaðar tekjur af verk- smiðjunni árið 1990 miðað við 40.000 lesta saltframleiðslu auk annarrar efnaframleiðslu eru 107 milljónir króna og er þá afkoman neikvæð um 78 milljónir. Nú hafa verið framleiddar um 1.000 lestir af salti í verksmiðjunni, þar af hafa um 500 lestir verið seldar á um 1.900 krónur hver. Útlagður kostnaður við framleiðsluna er því nú um 264.000 krónur á hverja lest. Sjá nánar um Sjóefna- vinnsluna á bls. 31. STJÓRNIR og trúnaðarmanna- ráð kennarafélaga á höfuðborg- arsvæðinu og Reykjanesi komu saman á fund í gærkvöldi og sam- þykktu áskorun til fulltrúa sinna í 60 manna samninganefnd BSRB um að felia samninginn, sem samþykktur var í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnir og trúnaðarmannaráð kennarafé- laga í Reykjavík og Reykjanesi, auk nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Áskorunin barst inn á fund 60 manna nefndar- innar áður en til atkvæða- greiðslu kom, en í nefndinni sitja níu fulltúar kennara. JRori)nnIiTní>iíi Frá og með 1. nóvember n.k. kostar áskrift Morgunblaðsins kr. 300.- á mánuði. Lausasölu- verð er óbreytt kr. 25.00 eintak- ið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 180.- pr. dálksentimeter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.