Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAG UR 31. OKTÓBER 1984
19
Gefumst ekki upp fyr-
ir upplausnaröflum
Sóley H. Skúladóttir og Anna B. Reynisdóttir, sem nú hafa opnað Hárhöll
S.H.S. og Snyrtistofu Önnu Bergmann á Laugavegi 82.
Hárhöll og snyrtistofa
rVÆR ungar konur, þ*r Sóley H.
Skúladóttir og Anna Bergmann
Reynisdóttir, opnuðu nýlega hár-
greiðslu- og snyrtistofu á Laugavegi
82 (Barónsstígsmegin), 2. hæð.
Sóley hefur áður starfað á hár-
greiðslustofunni Salon V.E.H. og
síðastliðin tvö ár starfaði hún hjá
Stuhr í Kaupmannahöfn. Hún hef-
ur að auki sótt ýmis námskeið,
m.a. í París og London.
Anna starfaði áður á snyrtistof-
unni Maju og hefur m.a. séð um
snyrtingu sýningarstúlkna. Hún
verður með snyrtivörur frá Orlane
og Jean d’Aveze á þessari nýju
stofu sinni.
í fréttatilkynningu frá Sóleyju
og Önnu segir, að þær bjóði upp á
allt það nýjasta í hárgreiðslu og
snyrtingu hverju sinni, jafnt fyrir
dömur og herra.
Katla — Múla-
— eftirHeimiL.
Fjeldsted
Þegar stjórn launþegasamtaka
hefst ekki að milli samninga, hlýt-
ur að koma að því, að hún vakni til
verka.
Stjórn BSRB vaknaði nýlega af
værum blundi og líklega hafa
draumfarirnar ekki verið góðar,
því á hana rann berserksgangur,
sem alþjóð þekkir.
Laun okkar opinberra starfs-
manna eru bágborin og vinnuveit-
endum okkar síst til sóma. En
hver ber sökina? Líti forystumenn
okkar í eigin barm fyrst og fremst.
Verkfall hófst með miklum svig-
urmælum og persónulegum sví-
virðingum. Það hófst áður en til
þess var boðað. í raun er enginn
hissa á stjórnleysingjunum, sem
hjá útvarpinu starfa. Þeir hafa
haft stjórn þeirrar stofnunar á
hendi eins og fjölmörg dæmi
sanna. Þeir hafa notað útvarpið í
þágu sinna hagsmuna og stjórn-
málaflokks leynt og ljóst um ára-
bil.
Almenningur varð aftur á móti
undrandi á viðbrögðum kennara.
Nú eru kennarar illa launaðir eins
og aðrir starfsmenn hins opin-
bera. En þeir eru síst verr launað-
ir en við hin. Þess vegna eiga
margir bágt með að skilja, að
menntakerfið skuli svo gegnsýrt
stjórnleysingjum. Þetta veldur
foreldrum áhyggjum, svo ekki sé
meira sagt. Allir þekkja atvikið
sem átti sér stað í Fossvogsskóla
og skal það ekki tíundað hér.
Nú er ég á engan hátt að setja
alla kennara undir sama hatt. En
þeir hófsömu liða fyrir aðgerðir og
framkomu hinna öfgasinnaðri.
Þá vekur furðu margra harkan í
verkfallsvörslunni og að hverju
hún beinist. Lög um kjaradeilu-
nefnd eru virt að vettugi og lög-
brot í mörgum myndum eru
stunduð. Dyggilega studd af öfga-
kenndum skrifum í BSRB-tíðind-
um.
Það væri annars fróðlegt fyrir
okkur óbreytta félagsmenn að fá
Fjölbraut
í Garðabæ
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
hefur tekið til starfa og eru um
300 nemendur í skólanum. Skólinn
er í húsnæði, sem gagnfræðaskól-
inn hafði áður, við Lyngás. Boðið
er upp á námsbrautir á heilsu-
gæzlusviði, viðskiptasviði, bók-
námssviði og uppeldissviði. Kenn-
arar eru liðlega 30. Þorsteinn
Þorsteinsson er skólameistari.
Ölvaðir oft
í árekstri
ÓVENJUMIKIÐ hefur borið á því,
að ölvaðir ökumenn hafi lent í
árekstri að undanförnu. Það sem af
er október hafa 17 ölvaðir ökumenn
lent í árekstri og auk þess hafa sjö
réttindalausir ökumenn lent í
árekstri, það er menn, sem hafa
verið sviptir ökuréttindum.
Leiðrétting
Prentvilla varð í þriðju hend-
ingu vísu, sem birtist í grein Guð-
jóns F. Teitssonar í blaðinu í gær.
Ljóðlínan á að vera þannig:
„Stundar sóma, aldrei ann“.
„Það sem einkennt hef-
ur alla okkar baráttu, er
ofstæki og öfgar. Heilu
vikurnar hafa liðið án
nokkurs árangurs,
nema ef vera kynni í
verkfallsvörslu. Stjórn
BSRB kom ekki undir-
búin til samningavið-
ræðna. Stjórn svo fjöl-
mennra samtaka ber
mikla ábyrgð.“
yfirlit yfir kostnað við útgáfu þess
blaðs þegar upp verður staðið. Al-
veg blöskrar mér ofstækið, sem
þar hefur sóðast á síðu eftir síðu.
Að nokkrum tíma liðnum held ég
að höfundur forsiðugreinar 17. tbl.
frá 19. okt. sl. líti hana ekki kinn-
roðalaust. Hann á mína samúð
alla. Mig langar að birta hér orð-
rétt síðustu málsgreinina. Ekki
vegna þess að hún sé á neinn hátt
svæsnari en hinar. Heldur sem
sýnishorn:
„Á næstu dögum fáum við að
heyra reikningsdæmin. Kannski
viðtal við Jóhannes Nordal.
Kannski við Þjóðhagsstofnun. Við
höfum heyrt þetta allt áður. Við
munum hlusta, en heyrum ekki
neitt. Við hlustum betur og heyr-
um dauft — mjög dauft tóma-
hljóð. Það er hryggilegt, að svo
skuli komið fyrir mönnunum með
stálhnefana (innsk. ráðherrarnir,
Magnús Gunnarsson og Davíð
Oddsson). — Þetta lið á alla okkar
samúð.“
Þetta er aðeins eitt dæmi af ótal
mörgum, sem birt eru nafnlaus.
Ábyrgðarmanns er hvergi getið.
(Lögleysa?) Skrifin eru því birt í
nafni okkar allra. Það sem ein-
kennt hefur alla okkar baráttu, er
ofstæki og öfgar. Heilu vikurnar
hafa liðið án nokkurs árangurs,
nema ef vera kynni í verkfalls-
vörslu. Stjórn BSRB kom ekki
undirbúin til samningaviðræðna.
Stjórn svo fjölmennra samtaka
ber mikla ábyrgð.
Hún ber ábyrgð á skipbroti
margra heimila. Stjórnin hefur
fallið á prófinu, því hún kom óles-
in til prófs. Hún undirbjó úrelta
verkfallsvörslu og ólöglegar að-
gerðir í stað þess að undirbúa sig
fyrir samningaviðræður um lífegg
okkar. Hinn pólitíski ásetningur
er augljós. Fyrrverandi ritstjóri
Þjóðviljans hefur óvart staðfest
það með eftirminnilegum hætti í
viðtali við sænskt dagblað, þrátt
fyrir ámátlegt yfirklór síðar.
Ríkisstjórnin kom líka óund-
irbúin til leiks. Hún hefur líka
fallið á prófinu. Henni átti að vera
ljóst, að ekki yrði eingöngu um
kjaraviðræður að ræða. Ríkis-
stjórnarflokkarnir eiga að vita af
fyrri reynslu, að þótt þeir séu lýð-
ræðislega kjörnir til að fara með
stjórn landsmála, er þeim ekki
vært þegar hagsmunasamtök, sem
stjórnað er af byltingarsinnuðum
öfgamönnum, beita fyrir sig sam-
tökunum til að velta þeim úr sessi.
Mikil er þolinmæði okkar sem
viljum fara samningaleiðir, en
ekki leiðir ofbeldis. Það er okkar
að láta frá okkur heyra hvar í
flokki sem við stöndum, svo for-
ystan einangrist ekki í fílabeins-
turni jábræðra.
Ég skora á stjórnarflokkana að
sýna það siðferðilega þrek og
ábyrgð að gefast ekki upp fyrir
upplausnaröflunum. Látið múg-
sefjunina ganga yfir og hafið þjóð-
arheill að leiðarljósi.
Heimir L Fjeldsted er deildarstjóri
hjá Ríkismati fiskaíurða.
kvísl —
— eftirJón
Jónsson
í Morgunblaðinu 24. okt. birtist
klausa með yfirskrift: „Opnar
Múlakvísl leið fyrir Kötluhíaup?
Óþarft sýnist mér að setja
spurningarmerki við þetta þar eð
Múlakvísl hefur nú um árabil
óhindruð fengið að naga austan úr
Höfðabrekkujökli, en hver sá sem
til þekkir hlýtur að sjá og skilja að
það er þessi mikla malar- og
sanddyngja, sem Katla sjálf skóp,
sem er lang þýðingarmesta vörnin
gegn því að Kötluhlaup nái að
falla vestur með Víkurhömrum og
Vík
ekki þarf nánar að skilgreina hvað
það mundi þýða fyrir þá byggð,
sem komin er á sandinn austan við
Reynisfjall.
Það vekur því undrun að sjá yf-
irlýsingu þess efnis að engin
hætta sé á ferðum. Það er hróplegt
vanmat á þeim staðreyndum sem
þarna liggja fyrir. Er ekki kominn
timi til þess að hætta að láta sér
nægja fundahöld og endurteknar
yfirlýsingar sem þessar og fara að
taka hendi til að hindra að helsti,
og raunar eini, varnargarðurinn
sé látinn drabbast niður.
Garðabæ, 26. okt. 1984.
Jón Jónsson er jarðíræðingur.
KawMófoi*
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS)
Konur a öllum aldri!
öðlist sjálfstraust í lífi og starfi
Almenn námskeiö
Karon skólinn kennir ykkur:
• rétta líkamsstöðu
• rétt göngulag
• fallegan fótaburö.
Karon-skólinn leiöbeinir ykkur um:
• andlits- og handsnyrtingu
• hárgreiöslu
• fataval
• mataræði
• hina ýmsu borðsiöi og alla al-
menna framkomu o.fl.
Öll kennsla í höndum færustu sór-
fræöinga.
Allir tímar óþvingaöir og frjálslegir.
Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst i
Karon-skólanum.
Model námskeið
Karon-skólinn kennir ykkur:
• rétta líkamsstöðu
• rétt göngulag
• fallegan fótaburö
• sviösframkomu
• unnið meö Ijósmyndara
• látbragö
og annaö sem tilheyrir sýninga-
störfum.
Innritun og upplýsingar í síma 38126
frá kl. 18.00—21.00.
Kennsla hefst þriöjudaginn 6. nóvember.
Hanna Frímannsdóttir.
Áskriftarsii ninn er NM)A3