Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
Tekið svari Þör-
ungayinnslunnar
— eftir Játvarð
Jökul Júlíusson
Þörungavinnslan á Reykhólum
hefur verið látin í friði í nokkur
misseri undanfarið. En Adam var
ekki lengi í Paradís. 30. ágúst síð-
astliðinn var hafið á hana aldeilis
flott skítkast. Það átti aldeilis
ekki að fara leynt, enda var því
valinn vettvangur í leiðara DV,
sem þýðir það, að dáindinu er
bæði dreift á prenti og skellt í
hlustir alþjóðar í Ríkisútvarpinu
daginn eftir, 31. ágúst. Margir
hafa einhvern tíma á ævinni rek-
ist á einn og einn illa upp alinn
pðrupilt og iðjuleysingja, sem
hent hefur grjóti, skít og snjó í
fólk og farartæki. En undantekn-
ingarlítið hafa þannig gemsar
vaxið upp úr brekum sínum,
mannast og orðið skammlaust fólk
á endanum.
Þessu virðist því miður ekki
ætla að verða að heilsa um Jónas
ritstjóra Kristjánsson á DV. Ár út
og ár inn er hann við sitt „hey-
garðshorn", sísífrandi og sí-
gjammandi í alla í sveitum og
smáplássum. Gildir nærri einu
hvort fólk á skepnur eða er svo
óskammfeilið að vinna við togara í
litlu sjávarplássi. Allt segir hann
það „gengið í gildru byggðastefn-
unnar".
Og nú fékk Þörungavinnslan
sinn skammt af þessu andlega
„fíniríi".
„Þörungaverksmiðja var reist
... til að vernda byggð í Austur-
Barð. Rekinn var verkfræðingur-
inn sem reiknaði út að hún gæti
ekki borið sig..starfrækt með
harmkvælum og vafasömum
bjargráðum. ... búseta heima-
manna vernduð ... með því að
láta þá hafa vinnu í hinni lánlausu
verksmiðju. ... Þeir hokra enn í
sveitinni og skipta við kaupfélagið
... þótt hagur þeirra væri nú mun
betri ef þeir hefðu ... flutt á möl-
ina.“
Þar næst ælir hann upp land-
búnaðartuggunni sinni og jórtrar í
erg og gríð, smakkast eins og best
gerist á þriggja stjörnu veit-
ingastöðum úti í stórborgum
heimsins. Smekkmaður og þjóð-
legur fyrr og síðar.
BrautryÖjendaverk
Þörungavinnslan er fyrirtæki
sem landsmenn geta að ýmsu leyti
verið nokkuð stoltir af. Nær allt
sem til hennar þurfti var óreynt
hér og þurfti því að þreifa sig
áfram til að byrja með. Það er svo
sem nógu álitleg á pappírnum sú
regla, að allt skuli vera sannpróf-
að og reiknað út fyrirfram. Hvað
sem hver segir hlaut eitt og annað
að koma betur í ljós, liðkast, skýr-
ast og fullkomnast, enda varð sú
raunin. Þetta á bæði við tækin og
aðferðirnar við að afla þangs.us
og þarans og í annan stað tækin
og aðferðina við að þurrka með
heitu vatni. Enn er að nefna þriðja
mikilsverða atriðið, markaðina.
Forsenda þess að byrjað var, var
samningur við Skota um að þeir
keyptu í tíu ár. Nú selur Þörunga-
vinnslan eftirsótta gæðavöru víðs
vegar um heim, heilnæmt og
hreint hráefni sem kaupendurnir
hafa sannreynt að er í allra
fremstu röð sinnar gerðar.
Þessi breiðfirska vinnustöð,
Þörungavinnslan í Karlsey á
Reykhólum, hefur borið hróður
lands og þjóðar land úr landi. Og
Jónas ritstjóri kallar hana „lán-
lausa verksmiðju". Lánlegt sálar-
líf hjá þeim manni.
Blákaldur veruleikinn
Sérhver ókunnugur sem les 70
króna þræla grein DV fær skýra
mynd fyrir hugarsjónir. „Búseta
heimamanna vernduð gegn svo-
kallaðri „röskun" ... til að fólk
geti unnið fyrir 70 kr. á tímann og
safnað skuldum í kaupfélaginu, —
í stað þess að ganga á vit frelsisins
í stöðum á borð við Reykjavík."
Ókunnugir sem trúa sjá fyrir sér
sveitafólk sem akkað hefur verið
saman í „gildru byggða-
stefnunnar". Veruleikinn á Reyk-
hólum er sá, að þangað flutti fólk
víða að, hvað helst að sunnan. Að-
flutta fólkið hefur ýmist verið
lengur eða skemur, komið undir
sig fótunum, sumt farið aftur,
annað byggt yfir sig og sest um
kyrrt. Vitanlega hefur fólk í
nærsveitunum líka notað sér að-
stöðuna og atvinnuna. Síðan Þör-
ungavinnslan komst á laggirnar
hafa verið byggð yfir 20 íbúðarhús
á Reykhólum. Ekki eitt einasta
auglýst undir hamar sýslumanns í
Lögbirtingi.
Hveravatnið sem hitar þau
ódýrara en í sjálfri Reykjavík. Bú-
ið að byggja skóla og heilsugæslu-
stöð og verið að byggja elliheimili.
Og það liggja víðar þræðir frá um-
svifum Þörungavinnslunnar en
Játvarður Jökull Júlíusson
„Síöan Þörungavinnsl-
an komst á laggirnar
hafa verið byggö yfir 20
íbúöarhús á Reykhól-
um. Ekki eitt einasta
auglýst undir hamar
sýslumanns í Lögbirt-
ingi.“
um byggðina á Reykhólum. Það
hafa líklega verið „70 króna þræl-
ar“ sem stofnuðu nýtt skipafélag
og sóttu sér eigulegt flutningaskip
til Noregs. Þó líður líklega engum
betur í „gildru byggðastefnunnar"
en þangskurðarmönnunum.
Skarðsstrendingar, Hvammsfi-
rðingar, Eyhreppingar, Múlsveit-
ungar, Gufsarar og Reykhóla-
sveitungar, sem kunna að slá
þangið, róta upp peningum sumir í
sumarfríum, aðrir, sveitamenn-
irnir, í ígripum, fái þeir pramma
þegar veðráttan er hliöholl. Menn
leggja sig fram hver sem betur
getur. Ekki gæti ég láð þeim þótt
þeir gæfu DV langt nef. Þangið
sprettur að nýju á 3—4 árum.
Reynist sumum þéttvaxnara og
þyngra þegar slegið er í annað
sinn. Æ fleiri þangbændur, eig-
endur eða ábúendur þangjarða,
taka ekki framar í mál að láta
aðra slá hjá sér, heldur slá þangið
sjálfir og selja, fá bæði þangtöku-
gjaldið og ákvæðisverðið fyrir
þangið.
Jarðir þeirra liggja áreiðanlega
ekki á lausu og bændur á þeim eða
umráðamenn þeirra una vel sínum
hlut í „gildru byggðastefnunnar".
Lokaorð
Á vissan hátt er gott að tæki-
færi gafst til að vekja nokkra at-
hygli á merkilegri nýjung í ís-
lensku atvinnulífi. Enn er þetta
ekki nema álitleg byrjun sem lofar
góðu.
Þótt hér hafi verið tekið svari
Þörungavinnslunnar gagnvart
einhæfri og illkvittinni gagnrýni,
allt að því rógi, þá er ekki þar með
sagt að ekki þurfi að gera betur á
þeim bæ.
Fyrr eða síðar ber að færa út
kvíarnar, sæta færi að fjölga
vinnslurásum, komast á spor ein-
hverrar úrvinnslu eða nýrrar
framleiðslu hvort heldur er á þör-
ungasviðinu eða öðru sviði breið-
firsks lífríkis. Slíkt „liggur í eðli
dugmikils menningarsamfélags"
og getur víðar gerst en á Reykja-
víkursvæðinu ef rétt er á haldið.
Það er til dæmis ekkert óhagg-
anlegt lögmál að fyrirtæki á borð
við Þörungavinnsluna verði ríkis-
eign um aldur og ævi.
Hinu er alveg óhætt að slá
föstu, það hefur Þörungavinnslan
sannað, að þegar tækifæri bjóðast,
á hiklaust að „byggja verksmiðjur
ofan á hinn hefðbundna landbún-
að“, umfram allt með almennri
þátttöku í sveitunum, hvort held-
ur það er Jarðefnaiðnaður á Suð-
urlandi, Dalaleir í Búðardal, eða
einhver enn annar vettvangur
fyrir duglegt fólk til að bjarga sér
á.
Játrarður Jökull Júlíusson er
bóndi í Miðjanesi og rithöíundur.
Umferðin í yetrarbyrjun
— eftir Valgarð
Briem
Á sl. vori ritaði ég nokkur orð í
Morgunblaðið til þess að vara við
því, að sá góði árangur, sem á sl.
ári, hinu Norræna umferðarör-
yggisári, náðist í fækkun slysa,
kynni að verða til þess að vekja
hjá mönnum falskt öryggi i um-
ferðinni og draga úr aðgæslu og
varúð. Benti ég á að þegar hlið-
stæður árangur hefur náðst í um-
ferðarslysavörnum hér á landi síð-
ustu áratugi, hefur varla brugðist
að slysum hefur verulega fjölgað
árið eftir, jafnvel nokkuð fram yf-
ir það sem var fyrr.
Því er nú verr að þessi ótti hefur
ekki verið ástæðulaus. Umferð-
arslys nú í vetrarbyrjun eru veru-
lega fleiri frá áramótum en á
sama tíma í fyrra. Er þá sama
hvort hliðsjón er höfð af slysatöl-
um Umferðarráðs eða þeim sem
spítalar og sjúkrastofnanir færa.
Þeir sem vinna að bættri og
slysaminni umferð hér á landi
hafa tapað. Umferðin er hættu-
legri en fyrr. Þeirri staðreynd
verður ekki hrundið.
Þetta er þeim mun sorglegra
þegar haft er í huga að ýmsar um-
bætur, sem gerðar voru á gatna-
kerfi Reykjavíkur og vegakerfi
landsins á sl. ári til þess að draga
úr slysum, eru enn í fullu gildi.
Hefi ég þá sérstaklega í huga upp-
hækkanir á ýmsum götum höfuð-
borgarinnar og annarra bæja og
aðrar hliðstæðar aðgerðir, sem
sannanlega draga verulega úr
hraða, þar sem hann áður var
óhóflegur.
Þetta nægir bara ekki. Meira
þarf til að koma og í hönd fer
myrkrið, hálkan og ófærðin.
Hvernig erum við undir það bú-
in að mæta þeirri stórauknu slysa-
hættu, sem þessu fylgir?
Ef allt fer sem horfir, má vænta
þess að 1984 verði með mestu
slysaárum í umferð frá upphafi.
Það segir sig sjálft að þeir, sem
vinna að því að auka umferðarör-
yggi og varna umferðarslysum,
líta ekki þessar staðreyndir og
horfur sérstökum ánægjuaugum.
Umferðarráð hefur sótt um aukn-
ar fjárveitingar til meira fræðslu-
starfs og aukins áróðurs.
Þessum umsóknum er svarað á
þá leið að eins og ári hjá þjóðinni
sé naumast að vænta aukins fjár.
Umferðarráð verður því að gera
sem mest úr því sem það hefur og
treysta á skilning og samvinnu
vegfarenda, akandi og gangandi.
Þó er einn þáttur slysavarna
þar sem engum árangri verður
náð nema með peningum. Ná-
grar.nar okkar á Norðurlöndum
hafa fyrir löngu komið sér upp æf-
ingasvæðum í hálkuakstri. Hér er
hvergi unnt að þjálfa ökumenn í
viðbrögðum við hálku. Umferðar-
ráð hefur sótt um land í hrauninu
fyrir sunnan Hafnarfjörð fyrir
slíkt svæði. Bæjaryfirvöld í Hafn-
arfirði hafa sýnt málinu skilning
og velvilja og leyft gerð slíks
svæðis. Fjármagn vantar.
Nú þegar á þessu hausti hafa
orðið alvarleg slys vegna óvæntrar
og skyndilegrar hálku. Óhætt er
að fullyrða að ef hægt hefði verið
að koma í veg fyrir þau, hefði
sparast meira en sem nemur
kostnaði við gerð æfingasvæðis-
ins. Engum sem til þekkir bland-
ast hugur um að slík svæði eru
þjóðhagslega hagkvæm og góð
fjárfesting. Hálkan gerir yfirleitt
ekki boð á undan sér og þjálfun f
ósjálfráðum viðbrögðum getur
komið í veg fyrir stórkostleg slys.
Umferðarráð mun vinna að þessu
máli á næstu mánuöum og væntir
góðrar samvinnu við einstaklinga
og félög sem láta sig varða bætt
umferðaröryggi.
Ekki kor.tar allt peninga sem til
Valgarð Briem
„Nágrannar okkar á
Nordurlöndum hafa fyr-
ir löngu komið sér upp
æfingasvæðum í hálku-
akstri. Hér er hvergi
unnt að þjálfa ökumenn
í viðbrögðum við hálku.
Umferðarráð hefur sótt
um land í hrauninu fyrir
sunnan Hafnarfjörð fyr-
ir slíkt svæði. Bæjaryf-
irvöld í Hafnarfirði hafa
sýnt málinu skilning og
velvilja og leyft gerð
slíks svæðis. Fjármagn
vantar.“
Morgunblaöiö/Guöfinnur
SÍLDARSTEMMNING hefur ríkt í Grindavík undanfarnar vikur. Það hefur
verið unnið dag og nótt við söltun og frystingu og hafa heimamenn og
fjölmargir aðkomumenn haft meira en nóg að gera.
bóta horfir, svo er fyrir að þakka.
Upplýsingar berast hingað til
lands um það að sú ákvörðun að
leggja refsingar við því að nota
ekki öryggisbelti í bílum hafi í
mörgum löndum leitt til fækkunar
slysa.
Læknablöð i Englandi upplýsa
að þar í landi hafi dauðaslysum og
slysum með alvarlegum meiðslum
af þessum sökum fækkað um
fjórðung, enda noti 95% öku-
manna þar í landi nú beltin.
Okkur íslendingum gengur illa
að læra. Þó fjölgar fréttum af því
að bílbelti hafi hér á landi bjargað
lífi ökumanna eða forðað stórslysi,
þegar óhapp hefur borið að hönd-
um.
Vitneskjan um það dugar þó
skammt í baráttunni við tómlætið.
Við ættum ekki miklu lengur að
draga að fara að fordæmi þeirra,
sem stigið hafa skrefið til fulls.
Nefnd sú sem á vegum Umferð-
arnefndar Reykjavíkur kannar
umferðaröryggi á götum í ná-
grenni barna- og unglingaskóla
borgarinnar hefur m.a. lagt til að
allvíða verði settar upphækanir á
götur.
Nokkrar þeirra hafa þegar verið
samþykktar í Umferðarnefnd og
settar upp á þessu hausti.
Sumir ökumenn hafa kvartað
undan þessum aðgerðum, telja
þær óþarfar og draga um of úr
eðlilegum ökuhraða. í því sam-
bandi skulum við minnast þess að
hindranir þessar eru fyrst og
fremst upp settar til verndar
yngstu vegfarendunum.
Heilar borgir sem sprengdar
hafa verið í rúst má byggja á ný á
skömmum tíma, en líf og limi lítils
barns, sem dáið hefur eða lamast í
umferðarslysi, er aldrei hægt að
bæta hvað sem í boði er.
Við getum gjarnan lagt á okkur
nokkur óþægindi til vemdar þeim
verðmætum.
Reykjavík, 22.10. 1984.
Valgarð Briem er hæstaréttarlög-
maður og formaður Vmferðarráðs.