Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984
-------------------------------------------------ISJLL
jjt-g skrifa. þig m&ur Serw „mögu-
legan. iíf.
meira hvort af;
ö&ru.
TM Reg US Pat Ott.-all rlghta raserved
® 1979 Los Angetos Times Syndicate
Alveg ærti. Hann þarf ekki að snúa
sér við, fíllinn, með rana bæði að
aftan og framan!
HÖGNI HREKKVISI
IORASTU EINO SiNNI ENnP"
Gröfum innan Arnarhól
Velvakandi góður!
í Morgunblaðinu 24. október er
grein eftir önund Ásgeirsson, en
þar skrifaði hann um Arnarhól,
bílageymslur og fleira. En þetta er
einmitt mál sem ég hefi hugsað
um í mörg ár og hefi ég nefnt
þetta við nokkra menn, en það er
eins og berja hausnum við stein
þegar talað er um breytingu á
Arnarhóli, en þar þarf bara engu
að breyta að utan frekar en
verkast vill. Eins og önundur vil
ég grafa að innan Arnarhól og
hafa þar bílageymslur. Mikið
skelfing myndi þetta létta mikið
undir með þeim er erindi eiga í
miðbæinn að þurfa ekki að hring-
sóla margar ferðir um bæinn í leit
að bílastæði.
Ég myndi vilja gera bílastæði
þetta undir Arnarhóli þannig að
hægt væri að nota það til úti-
skemmtana 17. júní og annarra,
því oftast er rigning þegar hátíða-
höld eru, þarna þarf auðvitað að
vera góð loftræsting og hiti sem
alltaf ætti að vera nóg af og við
höfum alls ekki efni á því að bora
ekki eftir heitu vatni, því alltaf
eykst eftirspurnin eftir því og mér
virtist sem margir tækju við sér,
bæði „prívat“-menn og bæjaryf-
irvöld eftir að ég skrifaði grein í
blöðin um að hita upp Banka-
stræti, Austurvöll, flugvelli og
heimkeyrslur, enda hafa margir
auglýst rör í þetta. Það er æði
margt sem þarf lagfæringa við og
mörgu þarf að breyta. Þó margt
hafi verið gert til batnaðar hefir
ekki allt verið til bóta, til dæmis
er upphækkunin í miðju Austur-
stræti til mikilla lýta og ætti að
rífa hana fyrst og koma upp fleiri
bekkjum og einhverju skjóli. Úti-
markaðurinn setur oft skemmti-
legan svip á Austurstræti og
Lækjartorg, en mér finnst vera
orðið of mikið af því sama í sölu-
tjöldunum og óþarft að hafa tvo
söluvagna með sömu vörum.
Ég myndi líka vilja fá gamla
söiuturninn á sinn gamla stað á
hornið á Arnarhóli, því mér finnst
hann vera í of þröngu umhverfi
þarna.
En því miður ræð ég engu, en
allir hafa sinn tillögurétt ennþá,
sem betur fer, og dýrðlegt er að
mega hugsa og láta í ljós hugsanir
sínar án þess að vera færður í ein-
hverja „Síberíu".
Skrifað 25. okt. 1984.
Paul V. Michelsen.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
aó skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur tii —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til lostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
Að mati bréfritara eru neytendasamtök nauðsynleg, en betur mi ef duga skal.
Neytendasamtök nauðsynleg
Neytendasamtök eru nauðsyn-
leg og hafa víða unnið ómetanlegt
starf neytendum í hag. Upp á síð-
kastið virðist þó sem tilhneigingin
hér á landi hafi verið sú að beita
þeim af hlutdrægni og beinlínis í
pólitískum tilgangi. Þeim er þá
jafnvel beitt til niðurrifs fremur
en uppbyggingar.
Varðandi landbúnaðarmál
mætti ýmislegt betur fara og væri
æskilegt ef framleiðendur og neyt-
endur gætu unnið saman að þeim
málum. Það þarf að hafa í huga
hvað er hagkvæmast fyrir heild-
ina. T.d. hvers virði innlend verð-
mætasköpun er. Ekki bara kyngja
því hráu að innflutt matvæli hljóti
að vera bæði ódýrari og betri. Því
má heldur ekki gleyma að afla
þarf gjaldeyris til greiðslu þess
innflutnings sem annars. Neyt-
endasamtökin verða að gera
ábyrgar tillögur til bóta, annars
eru þau gagnslaus.
Núna þegar við erum farin að
lifa við stöðugra verðlag er það
bráð nauðsyn að endurmennta
neytendur, sérstaklega til aukins
verðskyns. Því ættu neytenda-
samtökin að beita sér fyrir.
Undirrituð telur að árangurs-
ríkur þáttur í þvi gæti verið sá að
fá verslanir til að auglýsa reglu-
lega í blöðum og taka fram verð á
allt að 50 vörutegundum. Neytend-
ur geta þá skipulagt betur inn-
kaup sín og lært hvað eðlilegt má
teljast að þessi eða hin vöruteg-
undin kosti. Láta þannig neytend-
urna sjálfa annast verðlagseftir-
litið. (Kannski gæti það jafnvel
sparað ríkinu svolitil útgjöld!)
Það er ekkert annað en kák að
bítast á í útvarpsauglýsingum,
e.t.v. margar stórverslanir um
sömu vörutegundina, td. að
hamra á ódýrum sykri. Svo koma
viðskiptavinirnir til að kaupa
ódýra sykurinn en gera í leiðinni
öll önnur innkaup sín, án þess að
hafa hugmynd um hvað nokkuð
annað ætti að kosta!
GÞL
Unglingar eru besta fólk
Kæri Velvakandi.
Það hefur verið siður manna að
fjasa um ókurteisi unglinga og til-
litsleysi. Ég vil því gjarnan segja
frá dálitlu atviki, sem sannar svo
um munar, að ekki eru allir ungl-
ingar óalandi og óferjandi.
Ég var á heimleið að kvöldlagi
fyrir skömmu. Þar sem ég er bíl-
laus ferðast ég alltaf með stræt-
isvagni. Nú, þetta var á meðan
strætisvagnastjórar og aðrir borg-
arstarfsmenn höfðu ekki enn fellt
samninginn fræga og samgöngur
vagnanna því eðlilegar. Ég þurfti
að skipta um vagn á Hlemmi, en
ég hef lengi, eins og svo margt
annað fullorðið fólk, óttast að
koma inn í biðskýlið þar á kvöldin.
Það er vegna þessa Ijóta orðróms
um drukkna unglinga, sem sagt er
að séu þar með ólæti. Þetta kvöld
var kalt í veðri og ég hætti mér því
inn. Þar voru tugir unglinga og að
sjálfsögðu var þar mikill skarkali,
eins og ætíð þegar ungviðið leikur
sér. En ekki varð ég fyrir neinu
ónæði af unglinganna völdu þvert
á móti. Þegar vagninn minn kom,
þá skundaði ég til dyra, en tókst
ekki betur til en svo að ég rann til
í bleytu og féll á gólfið. Þegar ég
var að brölta á fætur komu fjórir
unglingspiltar mér til aðstoðar.
Það lét nærri að ég óttaðist þá, því
allir voru þeir svartklæddir og
tveir þeirra krúnurakaðir. En
þessir blessuðu piltar hjálpuðu
mér að rísa á fætur og spurðu mig
hvort ég hefði nokkuð meitt mig.
Mér datt þá í hug hvort unglingar
séu ekki oft dæmdir eftir háreysti
sem þeir valda og fötunum sem
þeir ganga í, en ekki eftir innri
manni. Guð blessi piltana á
Hlemmi.
Sú gamla á Hlemmi.