Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1984 Sinnaskipti í Norður-Kóreu Peking, 30. október. AP. KIM II Sung, forseti Noröur-Kóreu, er áhugasamur um að bæta samskiptin við Suður-Kóreu og Bandaríkin og býður meira en velkomna erlenda fjárfestingu Segir frá þessum sinnaskiptum í dag. Kim II Sung, sem nú er 72 ára að aldri, tók í gær á móti kínverskum sendimönnum í Pyongyang, höfuðborg Norð- ur-Kóreu, en þá var þess minnst, að 34 ár eru liðin frá þátttöku Kínverja í Kóreu- stríðinu. Málgagn kommún- istaflokksins í Norður-Kóreu birti ræðu forsetans á forsíðu og kvað þar við nýjan tón og hófsamari. Lét hann falleg orð falla um Suður-Kóreumenn Hussein til Sovétríkjanna og samstarf „við allar þjóðir“. í kínverskum fréttastofufregnum fyrir að þeir skyldu hafa tekið við neyðarhjálp frá Norðan- mönnum og um þá ákvörðun beggja ríkisstjórnanna að ræð- ast við um efnahagsmál. Kim hvatti einnig til erlendrar fjár- festingar í landinu og sagði Norður-Kóreumenn vilja hafa samstarf við allar þjóðir. Sinnaskipti ráðamanna í Norður-Kóreu má rekja til ferðar forsætisráðherra lands- ins um Kína í sumar er leið. Þá skoðaði hann verksmiðjur, sem þar hafa verið reistar fyrir er- lent fé, og kynnti sér aðrar framkvæmdir, sem unnið er að í samvinnu við útlendinga. m AP/símamynd. Brosmildar fegurðardfsir Þessar brosmildu stúlkur urðu í efstu þremur sætunum í fegurðarsamkeppni ung- kvenna í Yokohama í gærkvöldi. I miðið er sigurvegarinn, ungfrú Ilma Julieta Urruta frá Guatemala, til hægri er Mariam Leid- erman frá Venezúela, sem varð í öðru sæti, og til vinstri er sænska stúlkan Gunilla Maria Kohlström, sem varð þriðja. Kuwait, 30. oklóber. AP. HAFT var eftir Hussein Jórdaníu- konungi í dag, að hann færi innan skamms til Sovétríkjanna til að festa kaup á ótilteknum tegundum vopna og til að ræóa deilur Araba og ísraela. Bandaríkjamenn hafa neitaö aö selja Hussein hinar svokölluðu Stinger-loftvarnaflaugar, sem hann hefur falast eftir, en hann tók fram, að för hans táknaði ekki stefnubreytingu í utanríkismálum að því er varðaði Sovétríkin. Hussein sagði: „Jórdanía mun halda áfram að eiga skipti við evr- ópska vini sína, einkum Breta og Frakka, þegar um það er að ræða að efla varnir landsins, enda þótt við reynum einnig að verða okkur úti um vopn í Sovétríkjunum." Hitamál f Norðursjó: Argentínumenn söfnuðu saman hlustunarduflum Lundúnum, 30. október. AP. HITAMÁL ER upp komið í Bretlandi vegna sölu Vestur- Þjóðverja á kafbátum til Argentínumanna. Upp úr hefur soð- ið, eftir að argentískir skipherrar voru sagðir hafa tekið um borð bresk kafbátaleitartæki sem breskar Nimrod-þotur vörpuðu í Norðursjó til að fylgjast með er skipherrarnir reynslusigldu bátunum. í fyrstu var sagt, að vestur þýskir tæknimenn hefðu aðstoðað Argentínumennina við að ná tækjunum um borð, en Þjóðverj- ar hafa neitað með öllu að hafa skipt sér af því. Þetta kom allt fram í vikuiegu varnarmálatíma- hafi þvegið hendur sínar af at- burðinum, hafi þeir ekki treyst sér til að segja frá því hvernig Argentínumennirnir náðu hlustunarduflunum um borð hjálparlaust og hvort þeir hafi náð þeim í raun og veru. Þotur af gerðinni DC-8 eru í hópi flugvélategunda sem ekki munu standast hávaðareglur Norðmanna nema skipt verði um hreyfil í þeim eða settur á þær sérstakur hljóðdeyfibúnaður. Norðmenn takmarka flugvélahávaða 1987 NORÐMENN hafa ákveðið að takmarka leyfílegan hávaða frá flugvélum frá og með 1. janúar 1987, en samskonar reglur ganga samtímis í gildi í löndum Evrópu- bandaiagsins. Reglur af þessu tagi ganga í gildi í Bandaríkjunum um næstu áramót. Samkvæmt þessu verður mesti leyfilegi hávaði í flugtaki að vera 97 desibel 450 metra frá miðlínu flugbrautar. Reglur um flugvéla- hávaða í Noregi leyfa nú allt að 102 desibela hávaða í 650 metra fjarlægð frá flugbrautarmiðju. Akvörðun Norðmanna og EB mun einkum koma niður á flug- félögum frá ríkjum þriðja heimsins og austantjaldslöndun- um. Mörg flugfélög á Vestur- löndum eiga einnig flugvélar, sem uppfylla ekki nýju hávaða- kröfurnar. Af vestrænum flugvélategund- um eru það einkum flugvélar af gerðinni Boeing 707, Douglas DC-8, sumar elztu gerðirnar af DC-9, og eldri gerðir af Boeing-727, -737 og -747-þotum, sem standast ekki hávaðaregl- urnar. Til þess að komast hjá því að leggja þeim verða flugfélög annaðhvort að setja á þær nýja og hljóðlátari hreyfla eða sér- stakan hljóðdeyfibúnað. Síðari valkosturinn virðist vænlegri í mörgum tilvikum, en þó mun enn ekki hafa verið framleiddur nægilega góður hljóðdeyfibúnað- ur fyrir sumar flugvélategund- anna. Að ákvörðun Norðmanna eru þeir tilbúnir til að veita flugfé- lögum frest til ársloka 1988 að aðlaga sig að hinum nýju háv- aðatakmörkunum, en þá aðeins gegn loforðum að flugvélum hafi verið breytt fyrir lok umþóttun- artímans. Sterling Airways er eina skandinavíska flugfélagið, sem hávaðareglur Bandaríkjamanna bitna á um næstu áramót, en fé- lagið notar DC-8-flugvélar í leiguflugi sínu milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Sterling hef- ur ásamt um eitt hundrað flug- félögum öðrum sótt um undan- þágu frá reglunum en verið synj- að. SAS og Braathens munu þurfa að breyta mörgum DC-flugvélum sínum og Boeing 737 til þess að þær fái að fljúga 1987. Hafa bæði flugfélögin þeg- ar pantað hljóðdeyfibúnað fyrir viðkomandi flugvélar. riti sem kemur út í Bretlandi. Þar segir einnig, að þó Þjóðverjar ■ ■■ ERLENT, Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins, sem ekki lét nafns getið, sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en öruggt væri að það yrði kannað ofan í kjölinn, enda verið heitt í kolunum milli Argentínu og Bretlands síðan í Falklands- eyjastríðinu 1982. Vestur-Þjóð- verjar selja Argentínumönnum einnig herskip og hafa Bretar jafnan litið það hornauga, sér- staklega eftir fyrrgreindan ófrið. Járntjaldið: Unglingur í kúlna- hríð slapp í frelsið Berlín, 30. oklóber. AP. 17 ÁRA austur-þýskur flóttamaður vippaði sér yfir gaddavírsklædda veggi Berlínarmúrsins í kúlnahríð í dag og komst lítt meiddur til Neu- koelln-hverfisins fyrir vestan múr- inn. Lögregluyfirvöld í Vestur-Berl- ín vildu ekki skýra frá nafni pilts- ins, en hann hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Afrek hans þykir með ólíkindum. Eigi er vitað með hvaða hætti hann komst fram hjá tálmum áður en hann kleif síðasta vegginn, en vitni urðu að því er hann tók síðasta sprett- inn og austur-þýskir landamæra- verðir reyndu mjög að fella hann með vélbyssuskothríð. Ein kúla straukst við fót piltsins, en að öðru leyti sakaði hann ekki. Japanir gómuðu sovéskan togara Tókýó, 30. oklóber. AP. JAPANSKT strandgæsluskip góm- aði í dag sovéskan togara norður af Hokkaiodo og var hann færður til hafnar. Þar var skipstjórinn kærður fyrir að hafa ekki fært í dagbók skipsins að hann hefði skipað sard- ínuafla skipsins daginn áður um borð í verksmiðjuskip. Þetta var fimmti sovéski togar- inn sem japanska gæslan nælir í innan japanskrar lögsögu það sem af er þessu ári og sá 15. síðan 1977 er Japan færði út í 200 mílur efna- hagslögsögu sína. í alþjóðlegum samningum er kveðið á um ákveðnar skyldur skipstjóra varð- andi færslur í dagbækur skipa. Mikið er um brot af því tagi sem hér um ræðir. Sovétmenn hafa margsinnis stöðvað japanska tog- ara og fiskibáta og kært skipstjór- ana fyrir sams konar brot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.