Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 29
1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984
41
Sjúddirallirei að norðan
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Peningamarkaðurinn
GENGIS-
SKRÁNING
NR. 213
5. nóvember 1984
Kr. Kr. Toll-
Kin. KL 09.15 Kaup Snla gengi
1 Dollirí 33300 33,600 33320
ISLpund 41,892 42,017 41,090
1 Kul dollnri 25350 25,626 25,631
Döoskkr. 3,1199 3,1292 3,0285
lNoiskkr. 33762 33878 3,7916
lSænskkr. 3,9317 3,9434 33653
1 FL mark 53941 5,4102 53764
1 Fr. franki 3,6894 3,7004 33740
1 Belj. franki 03593 03610 03411
1S?. frenki 13,7380 13,7790 133867
1 Holl. gyllini 10,0337 10,0636 9,7270
1 V+mnrk 113406 113744 113341
líUira 0,01814 0,01820 0,01761
1 Austun. sch. 1,6075 1,6123 13607
1 Port. escudo 03081 03087 03073
1 Sp. peseti 03018 03024 0,1959
IJap.jen 0,13786 0,13827 0,13535
1 írskt pund SDR. (Sérst 34333 34,937 33,984
dntUrr.) 33,7266 333273
Belg.fr. 03558 03574
um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn
býður á hverjum tíma.
Spariveltureikningar:
Samvinnubankinn............... 20,00%
Innlendir gjaldeyritreikningar:
a. innstæður í Bandaríkjadollurum.... 9,50%
b. innstæður í sterlingspundum.. 930%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum. 4,00% í
d. innstæður í dönskum krónum.... ... 9,50% j
1) Bónut greiöitt til vióbótar vöxtum i 6 <
mánaóa reikninga tem ekki er tekið út al
þegar innttæða er laut og reiknatt bónutinn
tvisvar á ári, í júlí og janúar.
2) Stjörnureikningar eru verðtryggóir og
geta þeir tem annað hvort eru etdri en M ára
eða yngri en 16 ára stofnað tlika reikninga.
Regnboginn: Kúrekar norðursins ★
íslensk, árgerð 1984. Stjórnandi:
Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlut-
verk: Hallbjörn Hjartarson, Johnny
King, Skagaströnd.
... já kántríhátíð ááá
sem þú ert kominn ááá
Skagaströndinni ááá
Þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi
[ááááá.
— Hallbjörn Hjartarson frá Skaga-
strönd; sungið í kvikmyndinni Kú-
rekar norðursins (skrifað eftir
minni).
... ég er kántrírokkari
ég er kántrírokkari
ég er kántrírokkari
ég er kántrírokkari
ég er kántrírokkari frá Húsavííííík.
— Johnny King, öðru nafni Jón Vík-
ingsson frá Húsavík. Sungið í sömu
kvikmynd (einnig skrifað eftir
minni).
... rarambarallírei rarambarallírei
rarambarallírei rarambarallírei
rarambarallírei rarambarallírei jibbííí.
— Gestir fyrstu kántríhátíðarinnar á
íslandi í tjaldi á mótssvæðinu, síðla
nætur. Úr sömu kvikmynd. (Skrifað
eftir minni og birt án ábyrgðar)
Um þau þrjú meginþemu sem
fram koma í ofangreindum ljóð-
línum hefir semsagt verið gerð
kvikmynd. Hún var frumsýnd af
Friðrik Þór Friðrikssyni og félög-
um í Regnboganum á laugardag-
inn. Það var óskilgreinanleg sam-
koma. Einhver hluti gesta var
heittrúarsöfnuður islenskra
kántríista, sumir trúlega Skag-
strendingar í bæjarleyfi. Þessi
hluti frumsýningargesta var með
allt á hreinu, klappaði og hló, og
fagnaði kúrekum norðursins sem
sönnum þjóðhetjum. Annar hluti
gestanna var reykvíska kúltúrin-
tellígensían, með Félag íslenskra
kvikmyndagerðarmanna í broddi
fylkingar. Þetta fólk var ekki með
allt á hreinu. Sumir hneggjuðu
nervöst annað slagið, svona snöggt
hehe, en flestir horfðu stjarfir
fram fyrir sig og reyndu að
klambra saman einhverri skoðun
til að hafa á takteinum í Þjóð-
leikhúskjallaranum um kvöldið.
Kúrekar norðursins afvopnuðu
þetta lið. Sjálfur missti ég móðinn
í nokkra klukkutíma, en er að ná
mér.
Tilgangurinn með kvikmyndinni
Kúrekar norðursins var samt ekki
sá að afvopna kúltúrmafíuna.
Friðrik Þór Friðriksson sagði í
ávarpsorðum, að kæmi myndin því
til skila hversu gaman hefði verið
að gera hana þá væri tilganginum
náð. En auðvitað getur það aldrei
orðið raunverulegur tilgangur
kvikmyndar að sýna hversu gam-
an var að gera hana. Slík kvik-
myndagerð á hvergi annars staðar
heima en i súper átta uppi á stofu-
vegg heima hjá Friðriki Þór.
Kúrekar norðursins er ómerki-
leg mynd um ómerkilegt efni. Kú-
rekar norðursins er merkileg
mynd um merkilegt efni. Allt eftir
þvi hvar og hvemig menn sitja í
salnum. Hið innflutta villta vestur
til Skagastrandar er auðvitað
skrýtið skammhlaup í íslensku
þjóðlífi. Menn geta gert sér það til
dundurs og skemmtunar að tefla
Aðalfundur
Stúdentafélagsins
Aðalfundur Stúdentafélags
Reykjavíkur verður haldinn á Hótel
Borg þriðjudaginn 6. nóvember 1984
og hefst hann kl. 17.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf. Auk þess verða um-
ræður og undirbúningur undir
fullveldisfagnað félagsins, sem
haldinn verður á Hótel Sögu, laug-
ardaginn 1. desember nk.
Hallbjörn Hjartarson
hinum íslensku kúrekum fram
sem orgínal alþýðulistamönnum.
En þeir eru náttúrulega aðeins
vita talentlausir partýraularar. í
sjálfu sér er það einhvers konar
afrek, ef ekki kraftaverk, að Hall-
björn og félagar skuli ekki aðeins
vera „local heroes" heldur nálgast
þjóðhetjur og að ísland skuli i
sefjunartísku eins sumars breyt-
ast í Kántrí. Um þetta má vel gera
heimildamynd.
Sú heimildamynd hefur enn
ekki verið gerð. Kúrekar norðurs-
ins er tæknilega og faglega hráka-
smíð, sem ber þvi vitni að í skynd-
ingu hafi verið ákveðið að fara af
stað og filma eitthvert fólk fyrir
norðan gera sig að fíflum. Myndin
hefur í sér þann tvískinnung, að
annars vegar séu söguhetjurnar
elskuleg náttúrubörn sem gaman
er að sækja heim og hins vegar
hlálegir einfeldningar sem rakið
er að gera gys að. Og því miður
vegur siðarnefnda sjónarmiðið
þyngra þegar upp er staðið, því
frágangur myndarinnar sýnir
virðingarleysi fyrir viðfangsefn-
inu ekki síður en áhorfendum.
í ýmsum atriðum og einstökum
skotum réttlætir Kúrekar norð-
ursins að slík heimildamynd sé
gerð. Þarna eru óborganlegir hlut-
ir; (vegna myndrænna galla verð-
ur maður reyndar að ímynda sér
að það sé Hallbjörn sem talar).
Hallbjörn að skemmta á hátíðinni
sinni og segja frá því hvernig
hann kemst að því hvort lag sé
eftir hann sjálfan eða einhvern
allt annan, segja frá því að hann
sé sannfærður um að 50% af því
sem hann semur sé samið í gegn-
um sig og hann hafi mikinn áhuga
á að vita hver standi fyrir því;
Johnny King að segja frá því
hvernig hann keyrði inn í belju-
hópinn og varð fyrsti íslenski
nautabaninn; einstök skot frá inn-
reið drukkinna mótsgesta inní
sjoppu, einstök skot frá messu og
dansleik. Þarna eru semsagt hrein
gullkorn. En framsetning og
vinnsla er með þeim ósköpum og
lengd myndarinnar slík að ekki er
fólki bjóðandi. Sé þetta einhver
underground-húmor þá hef ég
hann a.m.k. ekki og nenni ekki að
snobba fyrir honum.
Friðrik Þór Friðriksson sýndi
með Rokki í Reykjavík og Eld-
smiðnum að hann er hæfileika-
maður í gerð heimildamynda og
hugsar viðfangsefni sín með meiri
ferskleika og áræði en gengur ger-
ist í íslenskri kvikmyndagerð. Því
miður hafa verk hans að mestu
verið hunsuð af opinbera styrkja-
kerfinu. Kannski þess vegna gríp-
ur hann til fátæklegra fram-
kvæmda eins og Kúreka norð-
ursins. En í leiðinni grefur hann
undan eigin orðstír. Kúrekar
norðursins er því miður agalegt
fúsk. Og sem betur fer komast
höfundar myndarinnar bara upp á
við eftir þetta.
INNLÁNSVEXTIR:
Sparitjóðtbækur__________________ 17,00%
Sparitjóótreikningar
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 20,00%
Búnaðarbankinn............... 20,00%
Iðnaðarbankinn............... 20,00%
Landsbankinn................. 20,00%
Samvinnubankinn.............. 20,00%
Sparisjóöir.................. 20,00%
Útvegsbankinn............... 20,00%
Verzlunarbankinn............. 20,00%
meö 6 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn..................2430%
Búnaðarbankinn................. 2430%
Iðnaöarbankinn............... 23,00%
Samvinnubankinn............... 2430%
Sparisjóðir................... 2430%
Sparisj. Hafnarfjarðar...... 2530%
Útvegsbankinn................ 23,00%
Verzlunarbankinn............... 2430%
með 6 mánaða uppsögn + bónus 1,50%
Iðnaðarbankinn^............... 2430%
með 12 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn................. 2530%
Landsbankinn.................. 2430%
Útvegsbankinn................. 2430%
með 18 mánaða uppsögn
Búnaðarbankinn................ 2730%
Innlánttkirteini:
Alþýðubankinn................. 2430%
Búnaðarbankinn................ 2430%
Landsbankinn.................. 2430%
Samvinnubankinn............... 2430%
Sparisjóðir................... 2430%
Útvegsbankinn................. 2430%
Verzlunarbankinn.............. 2430%
Verótryggðir reikningar
miðaó við lántkjaravítitölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................. 3,00%
Búnaðarbankinn................ 3,00%
Iðnaðarbankinn................ 2,00%
Landsþankinn.................. 4,00%
Samvinnubankinn............... 2,00%
Sparisjóðlr................... 4,00%
Útvegsbankinn................. 3,00%
Verzlunarbankinn.............. 2,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn.................. 530%
Búnaðarbankinn................. 630%
Iðnaöarbankinn................ 5,00%
Landsbankinn................... 630%
Sparisjóöir.................... 630%
Samvinnubankinn.............. 7,00%
Útvegsbankinn................. 6,00%
Verzlunarbankinn.............. 5,00%
meö 6 mánaöa uppsögn + 1,50% bónus
Iðnaðarbankinn1*.............. 630%
Ávítene- og hleupereikninger.
Alþýöubankinn
— ávísanareikningar........ 15,00%
— hlaupareikningar.......... 9,00%
Búnaðarbankinn................12,00%
lönaöarbankinn...............12,00%
Landsbankinn................ 12,00%
Sparisjóöir...................12,00%
Samvlnnubankinn
— ávisanareikningar....... 12,00%
— hlaupareikningar............9,00%
Útvegsbankinn................ 12,00%
Verzlunarbankinn..............12,00%
Stjömureikninger
Alþýðubankinn2*............... 8,00%
Sefnlán — heimilitlán — plútlánar.:
3—5 mánuðir
Verzlunarbankinn............. 20,00%
Sparisjóölr.................. 20,00%
Útvegsbankinn................ 20,00%
6 mánuðir eöa lengur
Verziunarbankinn............. 23,00%
Sparisjóöir.................. 23,00%
Útvegsbankinn..................23,0%
Ketkó-reikningur
Verzlunarbankinn
tryggir aö innstæður á kaskó-reikning-
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennir víxler, forvextir
Alþýðubankinn............... 23,00%
Búnaöarbankinn.............. 23,00%
Iðnaöarbankinn...... ....... 24,00%
Landsbankinn................ 23,00%
Sparisjóðir................. 24,00%
Samvinnubankinn............. 23,00%
Útvegsbankinn............... 22,00%
Verzlunarbankinn..... ...... 24,00%
Viðtkiptavíxlar, forvextir
Alþýðubankinn............... 24.00%
Búnaðarbankinn............. 24,00%
Landsbankinn................ 24,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Yfirdráttarlán af hlaupareikningum:
Alþýðubankinn............... 25,00%
Búnaðarbankinn.............. 24,00%
Iðnaðarbankinn.............. 26,00%
Landsbankinn....... ........ 24,00%
Samvinnubankinn............. 25,00%
Sparisjóöir............... 25,00%
Útvegsbankinn............... 26,00%
Verzlunarbankinn............ 25,00%
Endurteljanleg lán
fyrir framleiðslu á innl. markað. 18,00%
lán í SDR vegna útfiutningsframl. 10Jt5%
Skuldabréf, almenn:
Alþýðubankinn............... 26,00%
Búnaöarbankinn.............. 26,00%
Iðnaðarbankinn.............. 26,00%
. Landsbankinn................ 25,00%
Sparisjóðir................ 26,00%
Samvinnubankinn............. 26,00%
Útvegsbankinn............... 25,00%
Verzlunarbankinn............ 26,00%
Viðtkiptaakuldabráf:
Búnaðarbankinn.............. 28,00%
Sparisjóðir................. 28,00%
Útvegsbankinn............... 28,00%
Verzlunarbankinn............ 28,00%
Verðtryggð lán
í allt aö 2% ár
Alþýðubankinn.................7,00%
Búnaðarbankinn................7,00%
Iðnaöarbankinn................7,00%
Landsbankinn..................7,00%
Samvinnubankinn...............7,00%
Sparisjóðir...................7,00%
Útvegsbankinn................ 7,00%
Verzlunarbankinn..... ........7,00%
lengur en 2% ár
Alþýöubankinn.................8,00%
Búnaöarbankinn................8,00%
Iðnaöarbankinn................8,00%
Landsbankinn..................8,00%
Samvinnubankínn...............8,00%
Sparisjóöir...................8,00%
Útvegsbankinn.................8,00%
Verzlunarbankinn..............8,00%
Ventkilavextir--------------------- 2,75%
Ríkisvíxlar:
Ríkisvixlar eru boðnir út mánaðartega.
Meðalávöxtun októberutboðs....... 27,68%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrittjóður etarfemanna rfkieine:
Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur
og er lániö vísitölubundiö meö láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyriaajóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaölld er
lánsupphæöin oröin 300.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
lánskjaravisitölu, en lánsupphæöin ber
nú 7% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32
ár aö vali lántakanda.
Lánakjaravísitalan fyrir okt. 1984 er
938 stlg en var fyrir sept. 929 stig.
Hækkun milli mánaöanna er 0,97%.
Miöaö er viö vísitöluna 100 í júní 1979.
Byggingavísitala fyrir okt. til des.
1984 er 168 stig og er þá miðaö viö 100
i janúar 1983.
Handhafaakuldabréf i fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.
r+Dale .
Carneeie
námskeiðið
Kynningarfundur veröur í kvöld, þriöjudaginn 6.
nóvember, aö Síöumúia 35, uppi.
ALLIR VELKOMNIR.
NÁMSKEIÐIÐ GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR:
• Aö öðlast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína.
• Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart lífinu.
• Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini.
• Aö þjálfa mlnniö á nöfn, andlit og staöreyndir.
• Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöumennsku.
• Aö eiga auöveldara meö að hitta nýtt fólk og mæta nýjum
verkefnum.
• Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi.
• Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg mark-
miö.
82411
Einkaleyfi á Islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráö Adolphsson