Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 28
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Samningur BSRB og ríkisins: Allsherjaratkvæðagreiðsla haf- in utan höfuðborgarsvæðisins Atkvæðagrcirtsla um nýgerðan að- alkjarasamning BSRB og fjármála- ráðherra er hafin eða að hefjast utan böfuðborgarsvæðisins. Um belgina voru kjörgögn til ríkisstarfsmanna úti í landi póstlögð og aettu þau að berast þeim í dag eða á morgun, ef þeir hafa ekki þegar fengið þau. Fólk er beðið að notfæra sér at- Þorlákur HF-12 seldi í Grimsby TOGARINN Þorlákur Jónsson HF-12 seldi í Grimsby í gær 90,2 tonn, mest þorsk en nokkuð af grá- lúðu. Heildarverðið var 2.653,600 krónur eða 29,42 krónur að meðal- tali fyrir kílóið. Tvö skip selja í Englandi i dag og eitt f Þýskalandi, skv. upplýsingum Landssambands íslenskra útvegsmanna. kvæðaseðil sinn strax og því berst hann í hendur og póstleggja hann aftur tafarlaust. Atkvæðaseðill sem settur er i póst siðar en föstudaginn 9. nóv- ember næstkomandi verður úr- skurðaður ógildur. Hafi ríkisstarfsmaður sem er félagi í BSRB eigi fengið send kjörgögn á morgun, miðvikudag- inn 7. nóvember, getur hann feng- ið þau á næstu póststöð og neytt atkvæðisréttar síns í samræmi við þær leiðbeiningar sem þar er að fá. Á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi, Bessastaða- hreppi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit, sjá aðildarfélög BSRB um fram- kvæmd bréflegrar kosningar á morgun, miðvikudaginn 7. nóv- ember, og fimmtudaginn 8. nóv- ember í samráði við yfirkjörstjórn BSRB. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hófst í gær á skrifstofu BSRB og verður haldið þar áfram í dag og á morgun og á fimmtudaginn. Full- trúar yfirkjörstjórnar, Sigurveig Sigurðardóttir og Svanhildur Halldórsdóttir, sjá um utankjör- staðaratkvæðagreiðsluna. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu BRSB, Grettisgötu 89, hjá fyrrnefndum fulltrúum yfir- kjörstjórnar en þeir veita jafn- framt allar upplýsingar um fram- kvæmd kosningarinnar. Á kjör- skrá eru 11.724 félagar í BSRB. Þá skal að lokum athygli vakin á því, að þeir 530 félagar BSRB sem ekki fengu send kjörgögn þeg- ar atkvæði voru greidd um sátta- tillögu sáttanefndar í september síðastliðnum, fá heldur ekki send kjörgögn nú, enda þótt þeir hafi verið úrskurðaðir á kjörskrá. Það stafar af því að ekki gafst tími til eftir verkfall að leiðrétta það. Þeir verða þvi að kjósa aftur í „úr- skurðaratkvæði", enda þótt þegar sé búið að úrskurða atkvæði þeirra gild. (FréttatíL frá jnrkJSrsljórn BSRB) .. . á bak við velklædda konu er hin fullkomna, alhliða og einfalda saumavél sem laðar fram sköpunargleði þess sem saumar. Þótt hin nýja Singer saumavél sé tæknilega fullkomin, þá er hún einföld í meðförum — og svo sparar hún þér stórfé. SINCER spori Jramar. n m t nrp mn u u ái &SAMBANDSINS ÁKMÚLA 3 SÍMI 6879(0 llnnió við vinnslu litmynda hjá Hans Petersen hf. 15 ára afmæli Lit- framköllunarstofu Hans Petersen hf. Framköllunarstofa Hans Petersen á 15 ára afmæli á þessu ári. f tilefni þess hefur fyrirtækið gefið fram- leiðslu sinni nafn. Heita litmyndir fyrirtækisins H-Lúx litmyndir og er nafnið stimplað á bak myndanna. Nafn þetta er fyrst og fremst gæða- stimpill og að baki stendur Kodak og tryggir gæði framleiðslunnar, segir í frétt frá fyrirtækinu. f meira en sextíu ár hefur Hans Petersen hf. rekið framköllunar- stofu. í fyrstu voru eingöngu unnar svart-hvítar myndir en árið 1969 hófst vinnsla á litmyndum sem hef- ur aukist jafnt og þétt, en fram- leiðsla svart-hvítra mynda hefur dregist saman og eru þær nú ekki lengur unnar hjá fyrirtækinu. f fréttinni segir ennfremur: „Tækni við litframköllun er mjög þróuð og er litframköllunarstofa Hans Petersen hf. búin bestu tækj- um sem völ er á og mikil áhersla er lögð á gæði framleiðslunnar. Hefur fyrirtækið tekið þá stefnu að leggja meiri áherslu á gæði framleiðslunn- ar en hraða. I dag geta viðskipta- vinir fyrirtækisins fengið myndir sínar samdægurs ef komið er með filmurnar fyrir kl. 11. Við lit- myndaframleiðsluna vinna að jafn- aði um 35 manns og eru nokkrir starfsmenn búnir að vera hátt í 30 ár við myndaframleiðslu hjá fyrir- tækinu. Á þessu 15 ára afmælisári lit- framköllunarstofu Hans Petersen hf. var opnuð framköllunarstofa á Akureyri, Myndval hf., í samvinnu við Friðrik Vestmann, sem er annar aðaleigandi hins nýja fyrirtækis. Myndval er búið fullkomnum tækj- um til litmyndaframleiðslu og nýt- ur velþjálfað starfsfólk nýja fyrir- tækisins reynslu og þekkingar starfsmanna Hans Petersen. Á næstunni munu fyrirtækin jafn- framt tengjast með tölvu og mun nýja framköllunarstofan þá vera undir stöðugu gæðaeftirliti móður- fyrirtækisins. Mun þetta gert til að trygffla gæði framleiðslunnar og um leið nýtur hið nýja fyrirtæki fullkominnar tækni og sérþekk- ingar starfsfólks Hans Petersen hf.“ Heimsmeistaraeinvígið í skák: Enn tapa áhorfendur Skák Margeir Pétursson Greinilegt er að bæði Karpov og Kasparov er meinilla við að tefia í tvísýnu í heimsmeistaraeinvígi sínu í Moskvu. í gær sá þrettánda jafntefi- ið í röð dagsins Ijós þegar 22. skákin var tefld. Köppunum ferst það báð- um vel úr hendi að losna við að tapa, þeir einu sem tapa eru áhorfendur sem fá ekkert fyrir rúblurnar sínar annað en að sjá þá félaga leika þekktar byrjanir, nokkra leiki til viðbótar, og semja síðan um jafn- tefli. Kasparov, sem hafði hvítt í skákinni í gær, beitti katalónskri byrjun gegn drottningarbragðs- vörn heimsmeistarans. Karpov er þaulvanur þvi að verjast gegn þeirri byrjun, en engu að síður þvingaði áskorandinn hann til að veikja kóngsstöðu sína í 15. leik. Hvíta staðan leit þá út fyrir að vera heldur þægilegri, en Kasp- arov fann enga leið til sóknar og eftir hálfrar klukkustundar um- hugsun um 20. leikinn bauð hann jafntefli sem Karpov þáði sam- stundis. Að undanförnu hefur þeim skákum sem Kasparov hefur haft hvítt í lokið mjög fljótlega með jafntefli, en baráttan hefur verið mun meiri þegar heimsmeistarinn hefur haft hvítt: 22. skákin: HvítL- Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Katalónsk byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 í einvíginu hefur drottningar- bragðsvörn svarts oftar verið svarað á hefðbundnari hátt með 3. Rf3 - d5, 4. Rc3 - Be7, 5. Bg5 3. — d5, 4. Bg2 — Be7, 5. Rf3 — 0-0, 6. 0-0 — dxc4, 7. Dc2 — a6, 8. a4I? f áttundu skákinni lék Kasparov 8. Dxc4, en komst ekkert áleiðis eftir 8. - b5, 9. Dc2 - Bb7, 10. Bd2 - Be4,11. Dcl - Bb7! 8. — Bd7, 9. Bxc4 — Bc6 Karpov hefur margoft teflt þessa stöðu og þekkir hana allra manna bezt. 10. Bg5 — a5, 11. Rc3 — Ra6, 12. Hacl — Dd6, 13. Re5! — Bxg2, 14. Kxg2 — c6, 15. Bcf6! — gxf6 Bezt var að taka á sig veiking- una strax, því 15. — Bxf6, 16. Re4 — De7, 17. Rxf6 — Dxf6? gekk auövitað ekki vegna 18. Rd7. Þó svartur hafi tekiö á sig þetta tvi- peð þarf hann síður en svo að ör- vænta, t.d. vegna þess að biskup hans á e7 stendur vel til varnar. 16. Rf3 — Hfd8, 17. Hfdl — Db4, 18. Da2 — Hd7, 19. e3 — Had8, 20. Hc2 Jafntefli. Það er að vísu vart hægt að segja að hvítur hafi neina stöðuyfirburði, en með fjórum vinningum undir er þetta varla verri staða en hver önnur til að tefla áfram fyrir áskorandann. Það er mikið lið á borðinu, svartur hefur veikta kóngsstöðu og því full ástæða til að reyna. Eru meistararnir kannski að reyna að sanna fyrir sauðsvörtum almúganum að skák í sinni full- komnustu mynd'hljóti að verða jafntefli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.