Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1984 21 Alþýðuleikhúsið: Eru tár Petru beizkari af því hún fellir hug til konu? Leiklist Jóhann Hjálmarsson Alþýduleikhúsið sýnir á Kjarvals- stöðum Beizk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder. Þýðing: Böðvar Guðmundsson. Leikhljóð: Lárus Halldór Grímsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Einhvers staðar las ég það, haft eftir aðstandendum þessarar sýn- ingar, að leikverkið væri á nokk- urn hátt innlegg í jafnréttisbar- áttu kvenna. Stundum liggur við borð að manni finnist nú einum of mikið lagt upp úr því að þetta eða hitt hafi skírskotun til baráttu kvenna að losna úr viðjum for- dóma og öfga, að ekki sé nú talað um kynferðislega kúgun. Mér kemur sýningin fyrir sjónir sem átakasaga, harmsaga kvenna sem á einhvern hátt hafa orðið og verða að ganga í gegnum lífsþján- ingar. Og þá mætti spyrja, hvort þessi þjáning sé ekki öllu heldur partur af lífinu, af því að vera manneskja, hvort sem í hlut á karl eða kona. Eg sé ekki að það veiti konum neitt meira frelsi, að elska konu en karlmann; reyndin verður líka sú að Petra von Kant frelsast ekki þótt hún leggi ást á Karin Thimm. Hún líður þær hinar sömu vítiskvalir og hún hefði gert sem einstaklingur ef hún hefði fest ást á karlmanni. Frá mínum bæjar- dyrum séð megum við sem sagt gæta okkur að túlka ekki hvaðeina sem „innlegg" i aðskiljanlegar baráttur; harmsaga Petru von Kant stendur fyrir sínu sem list- rænt verk og þarf ekki neinar sérstaklega meðvitaðar útlistanir. Sýningunni er þröngur stakkur skorinn á sýningarstað, eins og gefur að skilja. Leikmyndin er verulega hugvitssamlega gerð, þótt ekki hefði að mér hvarflað að þarna byggi svona vellauðug kona. En Guðrún Erla Geirsdóttir hefur þó með leikmyndinni sýnt útsjón- arsemi og finnur lausn á mörgum vanda sem vafist hefði fyrir öðr- Ensemble 13 Tónlist Jón Ásgeirsson Tónlistarhópur frá Baden-Baden í Þýskalandi er tekið hefur sér það sérkennilega kenniheiti Ensemble 13 bélt tónleika í Austurbæjarbíói sl. sunnudag á vegum Tónlistarfé- lagsins. Verkefnaskráin var tvískipt, nútímalist fyrir hlé og Schubert eftir hlé. Fyrsta verkið var Oct- andre eftir Varése og er verkið samið fyrir flautu, klarinett, óbó, fagott, horn, trompett, bás- únu og kontrabassa. Octandre og Hyperprism vöktu með áheyr- endum feikna læti er þessi verk voru flutt í fyrsta sinn í New York árið 1923. Það mun sér- staklega hafa verið Hyperprism sem olli mestu um viðbrögð áheyrenda. Octandre er aftur á móti mun hefðbundnara í formi og gerð og minnir jafnvel á Stravinsky. Verkið var vel leikið af Ensemble 13, undir stjórn Manfred Reichert. Tvö næstu verk eru eftir ung þýsk tónskáld. Stef og tilbrigði yfir Lándler eft- ir Schubert er samið 1978 af Muller-Siemens. Verkið hefst á Lándler leiknum í hljómgerð Schuberts en síðan er fléttað um verkið sjö tilbrigðum, sem eigin- lega má frekar kalla úrvinnslu. Þetta verk tengist bæði löngu liðnum tíma og nýjum og er eins konar hugleiðing um tvær and- stæður sprottnar af sama meiði. Áheyrilegt verk og vel leikið. Síðasta nútímaverkið á tónleik- unum var Chiffre 1 og er það eftir Wolfgang Rihm. „Leynilet- ur eitt“ er vel samið verk og má þar heyra ýmsar þær „klisjur" sem hafa verið í tísku hjá skóla- gengnum nútímatónskáldum, eins og t.d. síslegnir „klístur"- hljómar á efsta tónsviði píanós- ins. 1 verki Rihm voru þessir „klístur“-hljómar í samræmi við vaxandi spennu verksins, sem hrynrænn undirleikur tónferlis annarra hljóðfæra og í heild var þetta mjög áheyrilegt verk, enda vel flutt af Ensemble 13. Síðasta verkið á þessum skemmtilegu tónleikum var oktettinn í F-dúr eftir Schubert, fallegt verk og vel leikið. Ensemble 13 er góð kammersveit og vel mönnuð. Það var sannarlega engin linka yfir leik þeirra og efnisskráin auk þess mjög skemmtileg. Miklaholtshreppur: Fallegir dilkar og þungir Edda Guðmundsdóttir og Erla Skúladóttir ( hlutverkum sínum. Myndin er tekin á æfingu. um. Sigrún Valbergsdóttir vinnur að mínum dómi sigur með leik- stjórn sinni á þessu verki. Hún hefur bersýnilega ákaflega næma tilfinningu fyrir kvöl þeirra kvenna sem þarna eiga hlut að máli og ýkir hvergi en nær fram þvi magnaðri áhrifum. Guðbjörg Thoroddsen er í mik- ilvægu hlutverki og segir þó aldrei orð. Afar vel unnið hlutverk, hvert augnatillit og handahreyfing virð- ist þaulhugsuð og út kemur þessi áreynslulausi glæsileiki sem er ekki nema á færi fárra. María Sigurðardóttir í hlutverki Petru sýnir áhrifamikinn leik og dró upp sterka mynd af geðbrigð- um hennar, hamingju og kvöl; og undir lokin þegar gleðin hefur á ný guðað á gluggann, hefur hún loksins af einhverju örlæti að miðla. Vilborg Halldórsdóttir náði ágæta vel að fara með hlutverk dótturinnar og Kristín Anna Þór- arinsdóttir dró fram umkomuleysi móðurinnar og eigingirni og þó elsku til dóttur sinnar, þegar kvöl- in nístir hvað mest. Edda Guð- mundsdóttir virtist eitthvað í vandræðum í fyrri heimsókninni. Yfirlék þá nokkuð, en náði sér ágætlega á strik í seinni hlutan- um. í heild sýning sem kallar á hlustun og athygli sem leikverk fyrst og fremst. Og vel til skila komið. Erla B. Skúladóttir fer með hlutverk Karin, frjálsleg, sjálfs- elskur tækifærissinni, grípur það sem henni hentar, kastar því frá sér aftur þegar svo stendur á. Og skiptir þá litlu þótt þeir þjáist sem hún yfirgefur. Borf í Miklaboltahreppi, 1. nóvember. MIKILL er nú munur á að fá út- varps-, sjónvarps- og blaðafréttir éft- ir langan tíma sem háð var hörð verkfallsbarátta. Óneitanlega snert- ir þetta líka okkur úti á landsbyggð- inni. Börnin okkar, sem voru komin í skóla, voru kölluð skyndilega heim frá námi. En hvenær fá þau þann tíma bættan sem nú féll niður? Ekki má taka marga vordaga til námsuppbótar því þá er hugur barnanna við sauðburð og vorann- ir, og námið nýtist þeim þá ekki sem skyldi. Laugagerðisskóli tók til starfa í dag. Vætusamt en hlýtt sumar er lið- ið. Haustdagar einnig. Hér hefur verið óvenju góð hausttíð, and- stætt því sem var í fyrra. Dilkar komu fallegir og rúmlega kílói þyngri til frálags heldur en í fyrra. Fóðurásetningur ætti að vera miklu betri nú heldur en á síðustu haustnóttum, þótt sumt af heyjum sé úr sér sprottið. Sept- embermánuður bjargaði miklu með fóðuröflun hvað veðurfar snertir. Hér á sunnanverðu Snæfellsnesi er algjörlega snjólaust í byggð, en töluverð hálka á fjallvegum. Fyfir sunnan Hítará er mikil hálka á vegum og nokkur umferðaróhöpp hafa orðið þar vegna hálku. Eg sendi öllum landsmönnum góðar kveðjur með ósk um góðan og mildan vetur. Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.