Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 55 Minning: Bjarni Magnússon félagsmálafulltrúi Fieddur 26. október 1917. Dáinn 2. október 1984. Hinn 2. október sl. andaðist í Borgarspítalanum Bjarni Gunnar Magnússon eftir langa og þunga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við fráfall þessa góðvinar míns rifjast upp minningar um langa og trausta vináttu, en fyrst og síðast komu upp í huga mínum þessi þekktu orð; „í engu vildi hann vamm sitt vita", þannig var lífs- stefna hans. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi lýsir slíkum mannkostum, eins og Bjarni hafði til að bera í svo ríkum mæli, í eftirfarandi erindum: »Við iðrumst þess oft að vér mælum of margt og mikið af tökum. Og erum fljótir að álykta djarft að óreyndum sökum. Að virða sín orð, og að halda sín heit manns helgust er skylda, en tala það eitt sem með vissu hann veit er vert þess að gilda.“ Bjarni Gunnar, eins og hann var ávallt nefndur af vinum sínum, var fæddur í Vestmannaeyjum 26. október 1917. Foreldrar hans voru Magnús Árnason ættaður frá Görðum í Mýrdal og kona hans Ingigerður Bjarnadóttir ættuð frá Ytri-Njarðvík. Þau hjón fluttust ung til Vestmannaeyja og bjuggu þar síðan alla tíð. Þau byggðu sér lítið hús við Vestmannabraut og nefndu Láafell og við það hús var Bjarni Gunnar ávallt kenndur I æsku af vinum sínum. Þau hjón eignuðust fimm bðrn, fjóra syni og eina dóttur, og er nú aðeins einn sonur eftir á lífi, Högni, starfs- maður Almennra trygginga hf. Bjarni ólst upp í foreldrahúsum, eins og áður er sagt, við kröpp kjör sem á þeim tíma var algengast á islandi. Hann gekk í barnaskóla i Vestmannaeyjum og síðan í gagn- fræðaskólann þar og var einn af fyrstu nemendum þess skóla, sem tók gagnfræðapróf. Hann hóf nám við Samvinnuskólann 1936 og lauk þaðan prófi 1938, og talaði hann oft um, hvað sú skólavist undir handieiðslu skólastjórans Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þess virta kennimanns, átti eftir að verða honum gagnleg í lífinu. Bjarni stundaði ýmsa vinnu sem til féll á þeim tíma í Vestmanna- eyjum, en sjómennska var ekki að hans skapi og hélt hann þvi til fastalandsins. Félagsmál voru honum mjög að skapi og var hann í ritstjórn Framsóknarblaðsins i Vestmannaeyjum frá 1938 til 1943 og í stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna frá 1938 til 1945 og var þar formaður í 2 ár. Auk þess vann hann að vmsum öðrum fé- lagsstörfum. Arið 1938 verða þáttaskil í lífshlaupi Bjarna, er hann var gerður að umboðsmanni Brunabótafélags íslands í Vest- mannaeyjum, þá aðeins 21 árs að aldri, og þótti það ekki vansalaust að veita svo ungum manni slíkt ábyrgðarstarf, en Bjarni sýndi þá, þó ungur væri, að hann var starfi sínu vaxinn. Þessu starfi hélt hann til 1943, er hann fluttist al- farinn til Reykjavíkur. Þar gerðist hann starfsmaður Landsbanka ís- lands, lengst af í endurskoðunar- deild, en frá 1960 aðalfulltrúi í Ásmundur Eiríksson Ásgarði - Minning Fsddur 2. aprfl 1921. Dáinn 27. september 1984. Aldrei finnur maður eins átak- anlega til vanmáttar síns gagn- vart örlögunum eins og þegar manni berast svipleg tíðindi óvænt. Þannig fór mér þegar ég frétti að mágur minn, Ásmundur Eiríksson, væri allur. Það var erfitt að sætta sig við þá tilhugsun, að aldrei framar mundi þessi önnum kafni bónda- maður snarast hér inn úr dyrun- um, glaður og reifur, hressilega spjallandi um ólíkustu mál, reynd- ar oftast á hraðri ferð því hann þurfti mörg erindi að reka. Aldrei framar mundi hann taka á móti okkur sem gestum sínum í Ás- garði, hress í bragði og glaðlega rabbandi um daginn og veginn. Aldrei framar mundu þau systkin- in, kona mín og hann, reyna í sam- einingu að rekja skyldleikatengsl við fjarskylda ættingja, en hann var áhugasamur I þeim efnum og fróður, vissi deili á ótrúlegum fjölda fólks. Þar þurfti raunar engin skyldleikatengsl til, maður sem tók jafn virkan þátt í fjöl- breytilegu félags- og fram- kvæmdastarfi hlaut að kynnast fjölmörgu fólki. Og ég hyggi að ég megi fullyrða, að Ásmundur Ei- ríksson var vel kynntur maður og átti ákaflega víða vinsældum aö fagna. Það kom m.a. glöggt I ljós við útför hans sem gerð var frá Selfosskirkju að viðstöddu gifur- legu fjölmenni. Ásmundur var fæddur I Búr- fellskoti í Grímsnesi 2. apríl 1921. Var hann fjórða barn hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur og Eiríks Ásmundssonar, sem þar bjuggu þá, en þau eignuðust sex börn. Þriggja nátta gömlum var Ás- mundi komið í fóstur að Ásgarði, til hjónanna Guðrúnar Gísladótt- ur og Guðmundar ólafssonar og þar átti hann heima æ síðan. Ásmundur mun hafa alist upp við svipuð kjör og allur þorri ung- menna í sveitum landsins á þeim árum, unnið algeng sveitastörf, strax og aldur leyfði. Hann naut venjulegrar barnafræðslu þeirra tíma og var síðar einn vetur í Haukadalsskóla. Minntist hann námsins þar jafnan með ánægju og taldi sig hafa haft ómælt gagn af því. Ásmundur tók við búi í Ásgarði af fósturforeldrum sínum árið 1946, og árið 1952 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sig- ríði Eiríksdóttur frá Langholti I Flóa, hinni ágætustu konu, sem reyndist honum samhentur og traustur lífsförunautur. Þeim Sig- ríði og Ásmundi varð átta barna auðið, og eru sjö þeirra á lífi, öll hið mannvænlegasta fólk. Þau eru: Eygló Lilja, búsett í Keflavík, Gunnar, kjötiðnaðarmaður á fsa- firði, Eiríkur, trésmiður á Sel- fossi, Guðmundur, bifreiðasmiður í Reykjavík, Margrét, stúdent, Ás- laug og Kjartan Már. Tvö yngstu systkinin eru við nám, Áslaug í Menntaskólanum á ísafirði og Kjartan Már í 9. bekk grunnskóla á Laugarvatni. Auk barna þeirra hjóna áttu önnur börn og ungl- ingar athvarf hjá þeim i lengri eða skemmri tima, og það fólk hefur viðhaldið tengslunum við heimilið dyggilega, bæði með heimsóknum og ýmiss konar aðstoð við búskap- inn. Sýnir það hlýjan hug þessa fólks í garð heimilisins. Eins og fyrr segir var Ásmundur mikill fé- lagsmálamaður og það hlóðust á hann ýmis störf félagslegs eðlis. Slíkt verður oft, þegar I hlut eiga menn eins og hann, uppörvandi og drífandi athafnamenn. Honum var einkar lagið að vekja áhuga annarra fyrir ýmsum félagslegum framkvæmdum sem byggðarlagið varðaði og var sjálfur jafnan reiðubúinn að leggja hönd á plóg- inn til framdráttar málefnum, sem honum þóttu til heilla horfa. Oddviti Grímsneshrepps var Ás- mundur frá 1972 til dauðadags. Þegar foreldrar Ásmundar hættu búskap fór Eirikur, faðir hans, að Ásgarði, og var þar heim- hlaupareikningsdeild, eða þar til hann gerðist félagsmálafulltrúi og hjá Landsbanka Islands starfaði hann alla tíð meðan kraftar ent- ust. Hann tók mikinn þátt I fé- lagsstarfi bankamanna, var I stjórn Starfsmannafélags Lands- banka Islands frá 1945 til 1948 og formaður þess félags 1955 til 1959. í stjórn Sambands fslenskra bankamanna frá 1949. Formaður frá 1961. Ritstjóri Bankablaðsins frá 1947. Starfaði hann að öllum þessum trúnaðarstörfum í fjölda ára af dugnaði og ósérhlífni, eða þar til hann veiktist alvarlega fyrir um það bil fjórtán árum. Veikindi Bjarna mörkuðu djúp spor í líf hans, en hann náði sæmi- legri heilsu, þó það væri næstum óskiljanlegt, og hóf störf aftur hjá Landsbanka íslands og vann þar óslitið þar til hann var lagður inn á Borgarspítalann i ágúst sl. og átti þaðan ekki afturkvæmt. Bjarni kvæntist árið 1943 Hlif Jónsdóttur, kaupfélagsstjóra i Búðardal Þorleifssonar, mikilli ágætiskonu. Þau eignuðust eina dóttur, Jónu, sem var mikill auga- steinn föður síns, og skildu þau aldrei þar til yfir lauk. Jóna er gift Gylfa Sigurjónssyni og eiga þau ilismaður um langt árabil, orðinn aldraður og farinn að heilsu síð- ustu árin. I Ásgarði átti og heima dóttir fósturforeldra Ásmundar, Guðbjörg Signý. Hún átti við van- heilsu að stríða siðustu ár sfn þar og var rúmföst um tíma. Af fram- ansögðu verður ljóst að Ásgarðs- heimilið var stórt og mikil ábyrgð hvíldi á þeim hjónum, Sigríði og Ásmundi. Kunnugir hafa sagt mér, að bæði börn og gamalmenni hafi notið hlýrrar umhyggju á heimilinu, enda húsmóðirin ein- stök mannkostakona. Það var ríkur þáttur f fari Ás- mundar að leitast við að rétta uppðrvandi hjálparhönd, þeim sem honum fannst þurfa þess með, víkja góðu að þeim og gleðja þá á einhvern hátt. Sýnir það hvern mann hann hafði að geyma. öll- um, sem til þekktu, mátti ljóst vera að siðustu árin gekk Ás- mundur ekki heill til skógar, þótt lítt gerði hann úr því sjálfur og væri hress í viðmóti sem jafnan fyrr. Ásmundur hlaut hinstu hvílu í Búrfellskirkjugarði við hlið for- eldra sinna. Mikið fjölmenni fylgdi honum til grafar. Við fráfall Ásmundar er þungur harmur kveðinn að Ásgarðsfjöl- skyldunni sem sér á bak ástrikum og umhyggjusömum eiginmanni og föður. Þótt mér sé fullljóst að fátækleg orð hrökkva skammt til að sefa þann harm, lýk ég þessum kveðjuorðum með því að votta Sig- ríði, systkinunum og tengdabörn- um innilegustu samúð mína og þrjú börn, Bjarna Gunnar, Sigur- jón og Ingibjörgu. Eftir að Hlff og Bjarni slitu samvistir með fullri vináttu stofnaði Bjarni heimili með dóttur sinni Jónu, manni hennar og börnum og bjuggu þau sfðast í Kúrlandi 22. Þar undi Bjarni vel og það fór vel um hann í faðmi dóttur sinnar og fjölskyld- unnar allrar, ekki síst voru dótt- urbörnin honum kær og talaði hann oft um þá hamingju, sem hann naut hjá fjölskyldunni. Þetta er í stuttu máli lífssaga Bjarna Gunnars Magnússonar. Þó að ég hafi þekkt Bjarna Gunnar vel í Vestmannaeyjum, þá hófst ekki okkar trausta vinátta fyrr en hann flutti til Reykjavíkur 1943 og stofnaði sitt fyrsta heimili með konu sinni Hlíf í íbúð þeirra við Miðtún. Ég hafði þá nýverið flutt frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og þótti nú gott að eiga góða vini, sem þau voru bæði, sem ég gat heimsótt hvenær sem var og fræðst, skipst á skoðunum við Bjarna og notið hlýju og gest- risni húsmóðurinnar. Allar þessar mörgu samverustundir okkar urðu til þess að við urðum miklir góð- vinir og þessar endurminningar hafa hlýjað mér oft, þegar á móti blæs. Við Bjarni gengum báðir í félagið AKÓGES í Reykjavfk árið 1943 og starfaði Bjarni í því félagi til dauðadags. Þar höfum við átt margar góðar stundir og notið samvista við fjölda góðra manna í því félagi, bæði lífs og liðna. Bjarni starfaði þar af miklum krafti meðan heilsa entist og tók á öllum málum með réttsýni og festu, eða eins og eðli hans bauð honum, og sérstaklega voru hon- um öll hin mannlegu samskipti hugleikin. Tómstundir átti Bjarni ekki margar en hann las mikið og naut góðra bóka. Spilamaður var hann mjög góður og spilaði i fjölda ára bridge við nokkra fé- laga í AKÓGES, og þar naut hann góðra stunda og aldrei var hann mins fólks. í okkar huga verður jafnan bjart yfir minningunni um Ás- mund í Ásgarði. B.G. Það var miður dagur i mars 1979. Undirritaður hafði undan- gengna daga legið á gjörgæslu- deild Borgarspítalans í Reykjavík eftir skurðaðgerð en nú var ver- unni þar lokið. Rúmi mínu var ek- ið niður á stofu 104 eða með ein- hverju öðru númeri og þar átti ég að vera næstu daga. Það var eins og að detta niður i aðra tilveru að koma þarna inn. Þetta var sex eða sjö manna stofa og þar voru í þetta sinn í gangi háværar umræður og umræðuefn- ið var úr sveitum austan Hellis- heiðar, ekki langt frá mínum heimaslóðum, eins og gerist ef grannar hittast eystra. Eg var í sannleika sagt mjög undrandi á þessu hispurslausa tali inni á sjúkrastofu og fór að reyna að átta mig á öllum aðstæðum. I miðri stofu á einum rúm- stokknum sat alklæddur maður. Hann stakk i stúf við sjúklingana hvíta og veiklulega, þéttholda, veðraða andlitið með tvær dökkar rákir niður frá nefinu, komu kunnuglega fyrir sjónir. Allt hið teprulausa tal manns- ins um tímana tvenna fyrr og nú við bústörf og ferðalög, um menn og málefni, og margt og margt var mér endurkoma úr náhvítum heimi læknavisindanna. Þetta var varla venjuleg sjúkrastofa, fannst mér. Þessi maður, sem sat þarna á rúmstokknum og gaf þeim sem í rúminu lá í nefið, var einn af íbúum stofunnar. Hann var ekki kominn úr ferðafötunum enda nýkominn heiman að. Hér yrði bara gott að vera með svona mönnum sem áttu tal saman, is- lenskir sveitamenn í húð og hár. Þessi maður sem gerði i því að létta hér andrúmsloftið var Ás- mundur Eiríksson. Kynni okkar hófust við þessar aðstæður og við hann myndaðist mjög fljótt eins og leyndur þráður sem smá- styrktist með meiri kynnum. Hann hafði meiri fótavist en við hinir og gekk á milli rúmanna, fann alltaf eitthvað til að tala um, vissi hvernig hentaði að tala við þennan og hvernig hinn og gat á jafnglaður og er hann sat við spilaborðið og hafði sagt djarft og barðist til þrautar til þess að vinna sögn sína, og það tókst hon- um oft á ótrúlegan hátt. Hann var sókndjarfur varnarmaður í spilum og í iífinu. Við burtför vinar míns hrannast minningarnar upp, minningar um allt hið góða og hreina í samskipt- ; um okkar. Bjarni flíkaði ekki til- i finningum sínum, en hann var því betri drengur og traustur vinur, sem gott var að eiga skjól hjá, ekki síst í andbyr. Ef einhver átti erfitt var hjá Bjarna ávallt að hitta hið trausta akkeri, sem aldrei brást. Bjarni var sérstaklega góður vinur konu minnar Þórunnar, og saknar ] hún nú vinar síns, sem alltaf hafði í tíma til þess að spjalla og voru þær mörgu stundir til góðs og uppbyggingar og af honum segist hún mikið hafa lært. Við Þórunn sendum ástvinum hans öllum og öllum, sem þótti vænt um hann og mátu, okkar innilegustu samúðarkveðjur, en við vitum að þó hann sé farinn frá j okkur, þá mun minningin um hann lengi lifa og hreinleiki hans og festa verða okkur að leiðarljósi um ókomna tíð. Útför Bjarna var gerð frá Bú- staðakirkju mánudaginn 15. októ- ber sl., þar sem fjöldi vina hans og samstarfsmenn vottuðu honum hinstu virðingu og þökk. „Sízt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ J.H. Ég kveð svo kæran vin minn að sinni og bið honum blessunar hjá þeim Alvaldi, sem skóp hjarta hans. Friðrik Jörgensen. þann hátt stytt tímann fyrir hverjum og einum. Hann var óþreytandi í því að segja þeim sem hafði misst málið að hluta að honum væri að fara fram í að tala. Hann var óþreyt- andi í því að sópa af koddanum hjá gamla manninum blinda og bjóða honum I nefið og þakklæti gamla mannsins að skilnaði var tjáð með heitu hjarta. Þannig voru mín fyrstu kynni af Ásmundi og því ekki að undra að ég vildi halda þeim áfram. Sá þráður sem myndaðist þarna á spítalanum var eins og taug á milli jöklafara, sem vita hvað hún gildir, slitnaði vitanlega ekki þó við kæmumst í hlýrra umhverfi. Marga sunnudaga mátti ég upp- lifa það að heyra hina kunnuglegu rödd hans í símanum, „nei komdu blessaður“ og síðan var talað um svo margt sem við höfðum áhuga á. Með þeirri sömu elju og af ganga á milli sjúkramanna til af létta undir með þeim var Ásmund- ur tengiliður á milli okkar sem vorum á sömu stofu á Borgarspít- alanum þessa útmánaðardaga Hann var sífellt að spinna þann þráð sem þar myndaðist, nú síðast í sumar er við hittumst þrír og ókum hér um sveitir. En nú er eins og orðið hafi kaflaskil I tilverunni þegar Ás- mundur er allur. Mér kom hann fyrir sjónir sem einn af hornstein- um íslenskra bænda. Þéttur á velli og í lund. Lét skoðanir sfnar ófeiminn og hispurslaust f ljós, hvort heldur voru fleiri eða færri sem á hlýddu, gerði gaman að þvf sem mátti og gott úr flestu. Sá þráður sem var milli Ás- mundar og samferðamanna hans virðist nú brostinn. Hann var vit- anlega sterkastur við eiginkonu og börn, sem hann talaði svo oft um og sagði frá af innilegri gleði, eins og hann tæki þátt í öllu því sem þau gerðu. Við vonum að þráðurinn verði aftur saman hnýttur og við biðj- um að sá sem það gerir geymi vel þann sem genginn er og veri með konu hans og börnum. Við hjónin vottum þeim okkar dýpstu samúð. Grétar Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.