Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 38
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Að lokinni fram- burðarráðste fnu — eftir Ingólf Pálmasort Laugardaginn 29. september síðastliðinn var, eins og mönnum mun kunnugt, haldin ráðstefna á vegum íslenska málfræðifélagsins í Norræna húsinu. Var yfirskrift hennar framburður f skólum og fjölmiðlum: rannsóknir og stefnu- mótun. Voru ekki færri en sex framsöguerindi haldin á ráðstefn- unni, en auk þess tóku nokkrir fundargesta til máls eða báru fram fyrirspurnir. Til merkra nýj- unga má einnig telja, að til sölu var snælda með framburðardæm- Sun — llfe er alveg nýtt náttúruefni sem örvar litarfrumur húöarlnnar og myndar nátturlegan brúnan nuölit, jafnvel án sólar. Sun — Hfe verndar gagngert gegn 9Ólbruna og flögnun. I sólar- bekkjum færóu falleg- an brúnan lit á helm- ingi skemmri tíma en ella Eftir þrjár töflur á dag i þrjár vikur áóur en farió er til sólar- landa er hægt aö vera í sterkri sólinni án þess aó óttast aó brenna. Sun — life ImI f lyfjaverslunum, anyrtivörubúöum, sólbaösatofum og Kárgreiöslu- og snyrtistofum. M. Guðmundsson og co. Simar 21850 og 19112. um, sýnishorn a því efni sem safn- ast hefur í rannsóknum undanfar- inna ára. Snældunni fylgdi fróð- legur bæklingur til skýringa. Þessi ráðstefna er ánægjulegur vottur þess, að hinir ungu mál- fræðingar við Háskóla íslands vilja ekki láta sinn hlut eftir liggja í þeirri umræðu sem farið hefur fram um samræmingu ís- lensks framburðar og stefnumót- un í framburðarmálum á víðari grundvelli. Margt fróðlegt kom fram í máli framsögumanna, en þó er því ekki að neita að þessi umræða var fremur úttekt á núverandi skipan mála en eiginleg stefnumótun. Það var engu líkara en ræðumenn væru hálffeimnir við að ræða þetta brýna umræðuefni og vildu sem minnsta ábyrgð á sig taka. Nú er það að vísu hyggilegt að fara með gát í svo vandasömu og viðkvæmu máli sem samræming íslensks framburðar er. En und- arlegt þótti mér samt, að enginn af þeim sem á fundinum töluðu minntist á nauðsyn þess að veita þeim mállýskum sem nú eiga í vök að verjast nokkurn siðferðilegan stuðning. Það var skoðun Björns Guð- finnssonar, og um það munu flest- ir sammála, að ekki eigi að vekja til lífsins þær mállýskur sem nú eru útdauðar í landinu. En hvað um hv-framburð, svo tekið sé dæmi? Niðurstöður þeirra rann- sókna sem fram hafa farið að und- anförnu og birtar hafa verið (Sjá íslenskt mál, tímarits Málfræð- ingafélagsins, 5. árg. 1983) benda ótvírætt til þess, að þessi fram- burður muni leggjast niður að fullu með næstu kynslóð. Þá munu aðeins nokkur gamalmenni i Skaftafellssýslu tala þessa merki- legu mállýsku, auk nokkurra menntamanna sem tekið hafa upp hv-framburð af sjálfsdáðum til að geta lesið sómasamlega upp stuðl- aðan kveðskap. Hafa menn engar áhyggjur af þessari þróun? Á kannski að sofa á verðinum þangað til allt er um seinan? Það þ-^tti mér ekki góðs viti, að enginn a þessari ráðstefnu minntist einu orði á þennan vanda. Snertir þetta þó grundvöll- inn undir allri stefnumótun í framburðarmálum. Aðalatriðin í samræmingartil- lögum Björns Guðfinnssonar voru þessi: I Samræma skal í aðalatriðum íslenskan nútímaframburð, enda grundvallist samræmingin á úr- vali úr lifandi mállýskum, en ekki endurlífgun forns framburðar, sem horfinn er með öllu úr mál- inu. II Velja skal til samræmingar að svo stöddu: PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markað- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. Ingólfur Pálmason „Væri æskilegt, meðan enginn styrkur kemur frá æðri stöðum, að áhugamenn um „forn- ar“ mállýskur byndist samtökum um varð- veislu þeirra.“ 1) réttmæli sérhljóða 2) hv-framburð, kringdan eða ókringdan 3) harðmæli, en hafna flámæli, kv-framburði og linmæli. III Jafnhliða þessari samræm- ingu skal stuðla að varðveislu fornra og fagurra mállýskna, sem enn ber nokkuð á í landinu og komið gæti til greina, að síðar yrðu felldar inn í hinn samræmda framburð. Þær mállýskur sem Björn hafði hér í huga voru einkum rl-rn-fram- burðurinn skaftfellski og raddaði framburðurinn norðlenski. (Hér er stuðst við bók Halldórs Hall- dórssonar: íslenzk málrækt, Reykjavík 1971, bls. 87. Stafsetn- ing er færð til nútímahorfs.) Þær nefndir sem skipaðar voru til að fjalla um samræmingu ís- lensks framburðar á árunum eftir 1950, vildu fara miklu hægar í sakirnar en Björn Guðfinnsson. Mun besta heimildin um þessi mál vera ritgerð Halldórs Halldórs- sonar í Skírni 1955, en hún er einn- ig prentuð í bókinni íslenzk mál- rækt (sjá hér á undan). Athyglis- vert er þó, að þessar nefndir hik- uðu ekki við að kveða upp dóm um það, hvaða máleinkenni væru æskilegri en önnur. Þannig varð harðmæli talið æskilegra en lin- mæli, hv-framburður æskilegri en kv-framburður, réttmæli sérhljóða æskilegra en flámæli. Ég hygg að þessi dirfska fram- burðarnefndanna (nú mundu lík- lega sumir segja ósvífni, því að nú þykir ekki lengur kurteisi að segja fólki til vegar í mállegum efnum) hafi haft ólítil áhrif næstu árin eða áratugina. Flámælið hvarf að mestu úr máli yngri kynslóðarinn- ar. Vafalaust að einhverju levti fyrir dugnað barnakennara. Ut- várpið veitti harömæli og hv-framburði mikinn stuðning með því að hyllst var til að ráða til þularstarfa þá menn sem gott vald höfðu á þessum mállýskum. Að LITGREINING MED CROSFiELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. vísu hafa niðurstöður um út- breiðslu harðmælis ekki enn verið birtar úr þeirri framburðarkönn- un sem nú er í gangi, en ýmislegt bendir þó til að það eigi enn sæmi- legu gengi að fagna á hinum gömlu harðmælissvæðum. Miklu verr hefur tekist til um varðveislu hv-framburðar, enda virðast Sunnlendingar fremur skeytingarlausir um örlög hans. Kennarar með kv-framburð hafa verið ráðnir að grunnskólum á kjarnasvæði þessa framburðar án þess að þeim sé gert að skyldu að tileinka sér hann að nokkru, enda óhægt um vik þegar opinber málstefna er týnd og tröllum gef- in. Væri æskilegt, meðan enginn styrkur kemur frá æðri stöðum, að áhugamenn um „fornar" mállýsk- ur byndist samtökum um varð- veislu þeirra. Þætti mér illt til af- spurnar, ef fólk i hinni gömlu heimabyggð minni, Eyjafirði, léti raddaða framburðinn „deyja á tungu sér“, svo að notað sé orðalag Björns Guðfinnssonar. Þó að ég hafi látið hér nokkur aðfinnsluorð falla, er fjarri því, að ég sé að mæla með þröngsýni eða ofstæki í þessum efnum. Slíkt leysir engan vanda. En samvinna margra manna og stofnana er hér nauðsynleg, ef vel á að takast. Minnast má þess, að Ævar Kvar- an hefur fengist við framsagnar- og framburðarkennslu um margra ára skeið. Þar hefur safnast fyrir dýrmæt reynsla. Væri ekki sjálf- sagt aö málfræðingar hæfust handa um, auðvitað í samvinnu við Ævar, að hljóðkanna nemend- ur hans til að komast að því, hvernig þeir hafa tekið kennsl- unni. Björn Guðfinnsson minnist á það í ritum sínum, hve óvarlegt það sé að temja sér nýjan fram- burð tilsagnarlaust. Um þetta far- ast honum svo orð í bók sinni Breytingar á framburði og stafsetn- ingu, Reykjavík 1947, bls. 49: „Hér í Reykjavík eru nú t.d. margir menn, sem reynt hafa að temja sér hv-framburð, annað- hvort hjálparlaust eða með aðstoð annarra, en ekki tekist til neinnar sæmilegrar hlítar. Er framburður sumra þeirra hið herfilegasta af- skræmi, og er illt til þess að vita, að þeir skuli ekki heldur nota kv-framburð sinn óspilltan." Ég vitna i þessi ummæli til að minna menn á hvílíkur vandi þeim mönnum er á höndum sem taka sér það fyrir hendur að móta framburð annarra, og einnig til að mönnum skiljist, að sá framburð- ur, sem ekki á rætur að rekja til „kjarnasvæða", getur verið meira en lítið hæpinn. Óhófleg bjartsýni um það að samræming íslensks nútímaframburðar sé „ekkert mál“ er ekki líkleg til að skila far- sælum árangri. En hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á samræmingar- málum ætti þó öllum að skiljast að varðveisla gamals framburðar í hinum dreifðu byggðum landsins er ekki ómerkilegt málverndar- starf. Það er misskilningur, sem sumir halda fram, að stuðningur við ákveðna mállýsku tákni skil- yrðislausa fordæmingu á hlið- stæðu hennar. Enginn getur neit- að því að sumir einstaklingar á linmælissvæðinu hafa ágætan framburð, jafnvel þó sá galli fylgi, að hann er ekki i samræmi við uppruna og núgildandi stafsetn- ingu. Hins vegar held ég að fáum blandist hugur um það, að aukin þróun í linmælisátt væri ekki mjög æskileg. Önghljóðafram- burður á p, t, k í innstöðu og bakstöðu („tava“ fyrir „tapa“ o.s.frv.) væri lítill fegurðarauki fyrir hina klassísku tungu Norð- urlanda. Er ekki ástæöa til að vinna á móti slíku „slappmæli". Ég held að enn sé nógur skiln- ingur hjá fólkinu í landinu á gildi þess að vanda framburð sinn og málfar. Það sem helst skortir á er forusta lærdómsmanna og þeirra sem með völdin fara. En ef til vill er áðurnefnd ráðstefna vottur um bata í þessum málum. Október 1984. Ingólfur Pílmaæn er fyrnerandi kennari rið Kennarahiskóla fs- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.