Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1984, Blaðsíða 16
til frönsku eða austurrísku Alpanna Efskíðafiðringurinn er farinn að kitla þig getur Úrval veittþér tímabundna lausn, en því miður er engin von um endanlega lækningu - allra slst eftir dvöl í frönsku eða austurrísku ölpunum. COURCHEVEL Sérhannaður skíðastaður í Frakklandi, og einn stærsti og besti skíðastaður í heimi. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). En við ábyrgjumst að tvær vikur á þessum draumastað verða hápunktur skíðaiðkana ársins enda er Courchevel í 1850 m hæð. Verð 15. mars kr. 36.100,- Verð 29. mars kr. 37.900.- Innifalið: Flug til Genfar, rútuferðir, gisting í tvíbýli á Hotel Crystal2000, íslensk fararstjórn, snjór, stórkostlegt útsýni og hálft fæði. BADGASTEIN Óskastaður skíðaunnenda á besta vetraríþróttasvæði austurrísku Alpanna. Óþrjótandi skíðabrekkur, stórkostleg þjónusta, fjölbreytt skemmtiaðstaða og margbrotið umhverfi, sem á eftir að heilla þig upp úr skíðaskónum. Badgastein er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna - það er bara verst að þú hefur ekki nema tvær vikur til umráða. Brottfarir: 26/I, 9/2, 23/2 og 9/3. Verð og gististaðir: Leimböck m/morgunverði frá kr. 21.360.- Gletschermiihle m/morgunverði frá kr. 21.360.- Krone m/hálfu fæði frá kr. 23.975.- Griiner Baum m/hálfu fæði frá kr. 31.475.- Wildbad m/hálfu fæði (sérpantað) frá kr. 32.190.- Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting í tvíbýli með baði, snjór, stórbrotio umhverfi og íslensk fararstjórn. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Fyrsta fjölbýlishús- ið risið í Vogum Vrun.m ..L'-----^ Vognm, 29. október. ÞAÐ VAR flaggad að góðum íslensk- um sið á nýbyggingu í Vogagerði 1, lostudaginn 19. september sl. Þann dag var lokið við að reisa þakið i fyrsta fjölbýlishúsinu sem byggt hef- ur verið í Vogum. Húsið er tvær hæðir, og í því eru fimm íbúðir. Á efri hæðinni eru þrjár íbúðir, þar af tvær þriggja herbergja, og ein tveggja her- bergja. Á neðri hæðinni eru tvær þriggja herbergja íbúðir. Byggingaraðili er fyrirtækið Lyngholt g.r. Allar íbúðirnar eru seldar. E.G. Víkingur AK kemur til Akraness drekkhlaðinn, með 1350 tonn af loðnu. Moryunblaöið/ J6n Gunnlaugsson. Innilegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og velvild okkur til handa á gvJibrúökaupsdegi okkar 29. septem- ber si sem veröur okkur ógleymanlegur. Lifið heil, kær kveðja. Marta Eiríksdóttir og Ólafur Ingibersson. Miðtúni 1, Keflarík. Akranes: Mikil atvinna í fiskvinnslu Akranesi 2. nóvember. MIKIL atvinna hefur verið í fisk- vinnslufyrirtækjum á Akranesi að Hressingarleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst fimmtudaginn 8. nóv. nk. • Kennslustaðir: Leikfimissalur Laugarnesskólans íþróttahúss Seltjarnarness. • Eingöngu Framhaldsflokkar starfræktir fyrir jól. • Fjölbreyttar æfingar — músik — dansspuni — þrekæfingar — slðkun. Innritun í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. og undanförnu, en fyrst í haust leit illa út í atvinnumálum fiskvinnslufólks. Togararnir fjórir hafa aflað vel og eins er mikil vinna við sfldarsöltun og loðnubræðslu. Tveir togarar lönduðu í gær, Haraldur Böðvarsson 150 tonnum og Skipaskagi 60 tonnum, og fyrr í vikunni landaði óskar Magnússon 60 tonnum. Búið er að salta í röskar 5160 tunnur af síld á þessari vertíð. Að- eins ein söltunarstöð er á Akra- nesi, H.B. & Co hf. Tveir bafar stunda síldveiðar frá Akranesi, Skírnir og Sigurborg, og hafa þeir hvor um sig tvo aflakvóta. Hafa veiðar þeirra gengið mjög vel. Skírnir landar í dag 180 tonnum og Sigurborg landaði í gær 120 tonnum. Fjórir loðnubátar eru gerðir út frá Akranesi, Rauðsey, Höfrung- ur, Víkingur og Bjarni Ólafsson. Veiðar þeirra hafa gengið vel og i dag landar Bjarni Ólafsson 1100 tonnum og Víkingur bíður með 1350 tonn. Alls hefur Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjan á Akra- nesi tekið á móti 8000 tonnum þeg- ar búið er að landa úr fyrrnefnd- um skipum. Mikil smábátaútgerð er frá Akranesi og hefur afli þeirra verið mjög góður þegar gefið hefur. Afl- inn er aðallega ýsa og eru flestir bátarnir á veiðum hér skammt undan kaupstaðnum. jq Leiðrétting í GREIN um ferðaþjónustubænd- ur varð sú ritvilla að sagt var að það kostaði 4.000 krónur að leigja sumarbústaðinn að Hraunum i Fljótum á sólarhring, það rétta er að það kostar 4.000 krónur að leigja bústaðinn i heila viku. Smelltu þér f skíðaskóna og hafðu samband. Síminn er 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.