Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 16

Morgunblaðið - 06.11.1984, Side 16
til frönsku eða austurrísku Alpanna Efskíðafiðringurinn er farinn að kitla þig getur Úrval veittþér tímabundna lausn, en því miður er engin von um endanlega lækningu - allra slst eftir dvöl í frönsku eða austurrísku ölpunum. COURCHEVEL Sérhannaður skíðastaður í Frakklandi, og einn stærsti og besti skíðastaður í heimi. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). En við ábyrgjumst að tvær vikur á þessum draumastað verða hápunktur skíðaiðkana ársins enda er Courchevel í 1850 m hæð. Verð 15. mars kr. 36.100,- Verð 29. mars kr. 37.900.- Innifalið: Flug til Genfar, rútuferðir, gisting í tvíbýli á Hotel Crystal2000, íslensk fararstjórn, snjór, stórkostlegt útsýni og hálft fæði. BADGASTEIN Óskastaður skíðaunnenda á besta vetraríþróttasvæði austurrísku Alpanna. Óþrjótandi skíðabrekkur, stórkostleg þjónusta, fjölbreytt skemmtiaðstaða og margbrotið umhverfi, sem á eftir að heilla þig upp úr skíðaskónum. Badgastein er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna - það er bara verst að þú hefur ekki nema tvær vikur til umráða. Brottfarir: 26/I, 9/2, 23/2 og 9/3. Verð og gististaðir: Leimböck m/morgunverði frá kr. 21.360.- Gletschermiihle m/morgunverði frá kr. 21.360.- Krone m/hálfu fæði frá kr. 23.975.- Griiner Baum m/hálfu fæði frá kr. 31.475.- Wildbad m/hálfu fæði (sérpantað) frá kr. 32.190.- Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting í tvíbýli með baði, snjór, stórbrotio umhverfi og íslensk fararstjórn. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1984 Fyrsta fjölbýlishús- ið risið í Vogum Vrun.m ..L'-----^ Vognm, 29. október. ÞAÐ VAR flaggad að góðum íslensk- um sið á nýbyggingu í Vogagerði 1, lostudaginn 19. september sl. Þann dag var lokið við að reisa þakið i fyrsta fjölbýlishúsinu sem byggt hef- ur verið í Vogum. Húsið er tvær hæðir, og í því eru fimm íbúðir. Á efri hæðinni eru þrjár íbúðir, þar af tvær þriggja herbergja, og ein tveggja her- bergja. Á neðri hæðinni eru tvær þriggja herbergja íbúðir. Byggingaraðili er fyrirtækið Lyngholt g.r. Allar íbúðirnar eru seldar. E.G. Víkingur AK kemur til Akraness drekkhlaðinn, með 1350 tonn af loðnu. Moryunblaöið/ J6n Gunnlaugsson. Innilegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og velvild okkur til handa á gvJibrúökaupsdegi okkar 29. septem- ber si sem veröur okkur ógleymanlegur. Lifið heil, kær kveðja. Marta Eiríksdóttir og Ólafur Ingibersson. Miðtúni 1, Keflarík. Akranes: Mikil atvinna í fiskvinnslu Akranesi 2. nóvember. MIKIL atvinna hefur verið í fisk- vinnslufyrirtækjum á Akranesi að Hressingarleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst fimmtudaginn 8. nóv. nk. • Kennslustaðir: Leikfimissalur Laugarnesskólans íþróttahúss Seltjarnarness. • Eingöngu Framhaldsflokkar starfræktir fyrir jól. • Fjölbreyttar æfingar — músik — dansspuni — þrekæfingar — slðkun. Innritun í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. og undanförnu, en fyrst í haust leit illa út í atvinnumálum fiskvinnslufólks. Togararnir fjórir hafa aflað vel og eins er mikil vinna við sfldarsöltun og loðnubræðslu. Tveir togarar lönduðu í gær, Haraldur Böðvarsson 150 tonnum og Skipaskagi 60 tonnum, og fyrr í vikunni landaði óskar Magnússon 60 tonnum. Búið er að salta í röskar 5160 tunnur af síld á þessari vertíð. Að- eins ein söltunarstöð er á Akra- nesi, H.B. & Co hf. Tveir bafar stunda síldveiðar frá Akranesi, Skírnir og Sigurborg, og hafa þeir hvor um sig tvo aflakvóta. Hafa veiðar þeirra gengið mjög vel. Skírnir landar í dag 180 tonnum og Sigurborg landaði í gær 120 tonnum. Fjórir loðnubátar eru gerðir út frá Akranesi, Rauðsey, Höfrung- ur, Víkingur og Bjarni Ólafsson. Veiðar þeirra hafa gengið vel og i dag landar Bjarni Ólafsson 1100 tonnum og Víkingur bíður með 1350 tonn. Alls hefur Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjan á Akra- nesi tekið á móti 8000 tonnum þeg- ar búið er að landa úr fyrrnefnd- um skipum. Mikil smábátaútgerð er frá Akranesi og hefur afli þeirra verið mjög góður þegar gefið hefur. Afl- inn er aðallega ýsa og eru flestir bátarnir á veiðum hér skammt undan kaupstaðnum. jq Leiðrétting í GREIN um ferðaþjónustubænd- ur varð sú ritvilla að sagt var að það kostaði 4.000 krónur að leigja sumarbústaðinn að Hraunum i Fljótum á sólarhring, það rétta er að það kostar 4.000 krónur að leigja bústaðinn i heila viku. Smelltu þér f skíðaskóna og hafðu samband. Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.