Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 21 Grænland: Veiöiskipin sigli til eftir- litsskipanna Kaupmannaböfn, 8. nóvember. Frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Mbl. GRÆNLENZKA laodsþingið hefur komizt að þeirri niðurstöðu að í því felizt alltof mikil sóun að strand- gæzluskipin sigli um í leit að veiði- þrjótum eða til veiðieftirlits. Þess vegna hefur landsþingið ákveðið að strandgæzlunni skuli heimilt að stefna veiðiskipunum á ákveðinn stað til eftirlits með veiðarfærum þeirra o.s.frv., þ.e. veiðiskipin eiga að sigla til eftirlitsskipanna en ekki öfugt, eins og verið hefur. Ákvörðunin er liður í umfangs- miklum lagasamþykktum, þar sem m.a. er kveðið á um að allar veiðar við Grænland skuli háðar veiðileyfum. Afganistan: Osigrar and- spyrnumanna Nýja Delhi, 8. nóvember. AP. RÍKISÚTVARPIÐ Í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, lýsti í dag yfir miklum sigrum stjórnarhermanna gegn andspyrnumönnum í tveimur aðskildum orrustum nærri landa- mærum Pakistans og Afganistans. í fréttinni var þess getið að „fjöldi" andspyrnumanna hafi fallið í valinn og 300 verið hand- teknir. Þá hefði herfangið verið mikið og andspyrnumenn séð af miklum vopnabirgðum, þar á meðal 12 loftvarnafallbyssum af kínverskri og bandarískri gerð, 34 eldflaugavörpum og 310 riffl- um og hríðskotabyssum. Auk þess sagði í útvarpsfréttinni að stjórnarhermenn hefðu fundið og lagt hald á 17 vopnabúr and- spyrnumanna. ERLENT AP. Flugstjóri geimferjunnar Discovery, Frederick Hauck, bendir brosandi á ljósmyndarana, sem tóku þessa mynd af áhöfninni þegar hún var á leið um borð. Aðrir á myndinni eru Anna Fisher, Dale Gardner, sem átti afmæli í gær, Joseph Allen og David Walker. Allt gengur að óskum um borð í Discovery ( jmaveralböfði, 8. nóvember. AP. GEIMSKUTLUNNI Discovery var skotið á loft í dag og mun hún hringsóla um jörðu í 8 daga, en innanborðs er fimm manna áhöfn fjögurra karla og einnar konu. Verkcfni áhafnarinnar er að ná tvcimur gervihnöttum sem láta ekki að stjórn og á að gera í því skyni sérstæða tilraun. Geimfarar munu elta tunglin í sérstökum rafknúnum búningum og vera ótengdir við móðurskipið á meðan. Flugtakið heppnaðist full- komlega og nýjustu fregnir herma að allt hafi gengið að óskum og ekkert virðist því til fyrirstöðu að vel takist til. Geimfararnir hafa þegar skotið fyrstu leitartækjunum af 44 skotum sem eiga að „þefa uppi“ gervitunglin. Björgunartilraun- irnar fara fram í næstu viku, en flugtak geimskutlunnar tafðist um einn dag vegna óvenjulega mikilla sviptivinda í háloftun- um. Var óttast að þeir hefðu getað skaddað geimfarið. Sem fyrr segir, er kona með í för, Anna Fisher. Hún er fjórða bandaríska konan sem fer í geimferð og fyrsta móðirin, en frú Fisher á 14 mánaða gamalt barn. Er Frú Fisher læknir hópsins. Þeir Joe Allen og Dale Gardner munu framkvæma hina djörfu geimgöngu þegar þar að kemur snemma í næstu viku, en áður, um helgina, mun áhöfnin skjóta tveimur nýjum gervitunglum á sporbraut um jörðu. AMERÍKA PORT SMOUTH/ NORFOLK Bakkafoss 14. nóv. Laxfoss 16. nóv. City of Perth 28. nóv. Bakkafoss 12. des. NEW YORK Bakkafoss 12. nóv. Laxfoss 14. nóv. City of Perth 26. nóv. Bakkafoss 10. des. HALIFAX Bakkafoss 17. nóv. Bakkafoss 15. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarbakka 11. nóv. Áiafoss 18. nóv. Eyrarfoss 25. nóv. Álafoss 2. des. FELIXSTOWE Eyrarfoss 12. nóv. Álafoss 19. nóv. Eyrarfoss 26. rtóv. Álafoss 3. des. ANTWERPEN Eyrarfoss 13. nóv. Álafoss 20. nóv. Eyrarfoss 27. nóv. Álafoss 4. des. ROTTERDAM Eyrarfoss 14. nóv. Álafoss 21. nóv. Eyrarfoss 28. nóv. Álafoss 5. des. HAMBORG Eyrarfoss 15. nóv. Álafoss 22. nóv. Eyrarfoss 29. nóv. Álafoss 6. des. GARSTON Fjallfoss 12. nóv. Helgey 20. nóv. BILBAO Dettifoss 15. nóv. NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 16. nóv. Lagarfoss 23. nóv. Skógafoss 30. nóv. KRtSTtANSAND Lagarfoss 12. nóv. Skógafoss 19. nóv. Lagarfoss 26. nóv. Skógafoss 3. des. MOSS Lagarfoss 9. nóv. Skógafoss 20. nóv. Lagarfoss 23. nóv. Skógafoss 4. des. HORSENS Skógafoss 22. nóv. Skógafoss 6. des. GAUTABORG Lagarfoss 14. nóv. Skógafoss 21. nóv. Lagarfoss 28. nóv. Skógafoss 5. des. KAUPMANNAHÖFN Lagarfoss 15. nóv. Skógafoss 23. nóv. Lagarfoss 29. nóv. Skógafoss 7. des. HELSINGJABORG Lagarfoss 16. nóv. Skógafoss 23. nóv. Lagarfoss 30. nóv. Skógafoss 7. des. HELSINKI írafoss 23. nóv. Irafoss 17. des. GDYNIA irafoss 28. nóv. irafoss 21. des. TORSHAVN r Skógafoss 1. des. 1n. köping D irafoss 26. nóv. ’ irafoss 19. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla manudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.