Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 45 NORDIA 84 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Því miður hefur dregizt allt of lengi að segja frá mestu frímerkja- sýningu, sem haldin hefur verið hérlendis, NORDIU 84. Raunar var reynt að minna lesendur blaðs- ins á hana hér í bessum þáttum, áður en benni var hleypt af stokk- uniini. og um leið sagt í stuttu máli, hvað í vændum vteri fyrir frí- merkjasafnara og aðra ihugamenn um þau efni. Nú er sýningin löngu að baki og heyrir þannig sogunni til. Ég vonast aðeins til, að enginn, sem hana sá, hafi orðið fyrir vonbrigðum. I þessum þætti verður greint frá ýmsu því, sem fyrir augun bar, og getið helztu safna og þeirra verðlauna, sem þau hlutu. Hins vegar er efnið það viðamik- ið, að því verður að skipta a.m.k. í tvo þætti, og ekki sízt fyrir þá sök, að ég vil gjarnan koma ýms- um hugleiðingum að í sambandi við petta sýningarhald. Sumt af því gæti orðið til íhugunar síðar meir. Engum blöðum er um það að fletta, að NORDIA 84 var mikil þolraun fyrir íslenzka frí- merkjasafnara. Óhætt er líka að fullyrða nú, að jafnstór sýning hefði aldrei tekizt eins vel og raun varð á nema fyrir samstillt átak allra, sem að henni komu. Ekki má og gleyma því, að sýn- ingararkirnar þrjár með yfir- verði, sem rann til sýningar- haldsins, urðu eðlilega sá burð- arás, sem allur fjárhagur hvíldi á og gerði kleift að koma sýning- unni á fót. Um gerð þeirra og útgáfu tókst hin bezta samvinna milli Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara og Póst- og símamálastofnunarinnar. Hér sýndi póststjórnin lofsverða framsýni og einnig nokkra dirfsku, því að hvorki allir safn- arar né póststjórnir eru á sama máli um útgáfu slíkra arka eða blokka. Þá þykir mér rétt, að það komi skýrt fram, að þeir tveir safnarar, sem sátu í útgáfunefnd póststjórnarinnar, Hálfdan Helgason og Sigurður R. Pét- ursson, áttu drjúgan hlut að framgangi þessa máls. óhætt er að fullyrða, að arkir þessar eru þegar orðnar eftirsóttar og verða hinn bezti saf ngripur, ekki sizt þriðja og siðasta örkin, sem ég leyfði mér einhvern timann að kalla kjörgrip. NORDIA 84 hófst þriðjudag- inn 3. júlí i Laugardalshöllinni og stóð til kvölds 8. júlí. Setn- ingarathöfnin fór fram kl. 14 að viðstöddum mörgum gestum auk sýnenda og aðstandenda sýn- ingarinnar, ef svo má segja. Pormaður sýningarnefndar, Hálfdan Helgason, flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Auk þess fluttu ávörp Jón Aðalsteinn Jónsson, fomaður LÍF., Þorgeir K. Þorgeirsson, fulltrúi Póst- og símamálstofunarinnar, og Matthias Mathiesen, viðskipta- ráðherra í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra, og opnaði hann jafnframt sýn- inguna. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði NORDIU 84 með nærveru sinni, en hún var verndari sýningar- innar. Fyrir opnun sýningarinnar komu út tvö kynningarrit og svo sýningarskrá sjálfan opnunar- daginn. Er sú skrá hin vegleg- asta og með nokkrum greinum, sem ættu að geta orðið frí- merkjasöfnurum til fróðleiks og einhverrar skemmtunar. Því miður seldist skráin dræmt þrátt fyrir mjog hóflegt verð, en henni fylgir auk þess svonefnt svartprent, sem víða er sérstak- ur söfnunargripur. Á NORDIU 84 urðu sýningar- rammar alls 779, því að eitt safn, sem boðað hafði verið, barst ekki. í bókmenntadeild voru 24 rit af ýmsum gerðum. Alls voru sýnendur 129, bæði einstakl- ingar, félog og stofnanir og auk VINNUVEITENCWSAMBAND ISLANDS 50 ARA 1934 1984 ÍSLAND 3000 í þess póststjórnir Norðurlanda. Laugardalshöllin reyndist hinn ákjósanlegasti sýningar- staður, og var vel rúmt um rammana og lýsing mjög góð. Rómuðu erlendir gestir þetta hvort tveggja mjög og eins skipulag allt. Eru þeir þó margir hverjir góðu vanir í þessum efn- um og höfðu víða farið og áttu þess vegna auðvelt með allan samanburð. Vissulega kostaði allt þetta mikla fjármuni og mikla vinnu af hálfu þeirra, sem að stoðu. En hér unnu allir að eftir sinni getu og þekkingu, og það skiptir vitaskuld alltaf sköp- um. í þætti hér í Mbl. 15. júní sl. var vikið að ýmsum söfnum, sem væntanleg væru á sýninguna. Ekki held ég nokkur hafi orðið fyrir vonbrigðum, sem sáu þau eða annað efni, sem boðið var uppá. I sérstakri boðsdeild voru fjór- ir sýnendur með mjog falleg sérsofn frá Danmörku, Noregi og Finnlandi. Eru þau vel þekkt í hópi safnara og hafa oft sézt á frímerkjasýningum erlendis. Hæstu verðlaun NORDIU 84 fengu þessir sýnendur. Peter Meyer, Danmörku, fyrir frábært safn frímerkja og umslaga frá Dönsku Vestur-Indíum, enda var það i heiðursdeild. Stærð safns- ins má marka af því, að það var hér sýnt í tíu römmum. Hér seg- ir það sína sogu um fjölbreytni safnsins, að frímerki frá þessari gömlu nýlendu Dana í Karabíska hafinu voru aðeins í notkun frá 1855 til 1917, er Danir seldu ný- lenduna til Bandaríkjamanna. Þetta safn fékk Stórverðlaun NORDIU 84. Ebbe Eldrup, Dan- mörku, fékk Stóru þjóðlegu NORDIA 84 verðlaunin fyrir mjog skemmtilegt íslenzkt sér- safn i tíu römmum. Enn fremur fékk það gyllt silfur. Að auki fékk Eldrup heiðursverðlaun, sem Steinunn Guðlaugsdóttir og Magni R. Magnússon höfðu gefið og fara áttu til bezta íslenzka safnsins. Var það Kortasaga ís- lands í tveimur bindum. — Stóru norrænu NORDIU 84 verðlaunin fékk sérsafn frá Svíþjóð 1855—1872 í tíu römmum. Eig- andi safnsins sýndi undir dul- nefni, en hann er annars kunnur sænskur stórsafnari. Þá fékk safnið gullverðlaun. Stóru aljóð- legu NORDIU 84 verðlaunin IIIIHIIIIIIII iuitii féllu i hlut norsks safnara, Kr. Wilhelmsen, fyrir sérsafn frá fyrstu útgáfum japanskra fri- merkja 1871—1905 í sjö römm-. um. í heiðursdeild var enn frem- ur einstætt safn frá Slésvík, Holstein og Lauenburg, sem víð- kunnur danskur safnari, Chr. Andersen, á. Hlaut þetta safn gullverðlaun. Önnur gullverðlaun á NORDIU 84 fengu eftirtaldir menn. Knud Mohr, Danmörku, fyrir safn frá Danmörku og hertogadæmunum, Ake Lind- holm, Finnlandi, fyrir Finnland 1790—1889, Juha E. Anttila, einnig frá Finnlandi, fyrir Finnland 1856-1917; F.C. Mold- enhauer, Noregi, fyrir norskt skipsstimplasafn 1850—1880 og Rune Almqvist, Svíþjð, fyrir Sænskt póstsögusafn 1542-1872. Af þessari stuttorðu lýsingu safnanna má ljóst vera, að þau eru öll sérhæfð og nánast það, sem kallað er rannsóknarsöfn. Vissulega verður gildi slíkra safna ekki dregið í efa fyrir frí- merkjafræði (filateli) almennt, en hins vegar er ég engan veginn sannfærður um, að þetta efni höfði mjog til venjulegra safn- ara, hvað þá almennings, sem kemur á frfmerkjasýningar til þess að fá í svipleiftri einhverja hugmynd um frimerkjasöfnun og gildi hennar. Hætt er við, að þeim finnist mörgum sérsviðin stundum næsta torskilin. Hér felli ég niður umræðu um NORDIU 84 til næsta þáttar, sem verður e.t.v. að viku liðinni. Ný frímerki ídag Ekki veit ég til þess, að Póst- og símamálastofnunin hafi orðið að fresta frímerkjaútgáfu þar til í síðasta mánuði. Ætlunin var að gefa út þrjú frímerki 12. okt. sl., en verkfall BSRB kom í veg fyrir, að svo gæti orðið. Þau koma því fyrst út í dag, 9. nóv- ember. Hér er um tvær útgáfur að ræða. Vinnuveitendasamband ís- lands er 50 ára á þessu ári og fær afmælisfrímerki af því tilefni. Er það ekki verr komið að þess- ari útgáfu en mörg önnur félög, sem áður hafa hlotið náð póstyf- irvalda í þessum efnum. Ég hef áður látið þá skoðun uppi, að ég tel vafasamt, að póststjórnin sé að minnast afmæla hagsmunafé- laga á þennan hátt. Steinninn, sem hleypti skriðunni af stað, var Eimskipafélagsfrímerkið 1964, er óskabarn þjóðarinnar varð fimmtugt. Svo kom Verzl- unarráð íslands 1967, Alþýðu- samband íslands 1976 og Sam- band ísl. samvinnufélaga árið eftir með frámunalega ósmekk- legt merki. Samvinnumenn fengu svo enn afmælismerki 1982, er Kaupfélag Þingeyinga varð 100 ára, og nú koma vinnu- veitendur. Ég játa, að erfitt er að stöðva skriðuna, þegar hún er komin af stað. Ég held samt, að póststjórnin ætti að freista þess að setja hér skorður við. Verð- gildi þessa frímerkis er 3000 aur- ar eða 30 kr. f tilkynningu póst- stjórnarinnar segir orðrétt: „Stuðlabergið í frimerkinu á að tákna máttarstólpa þjóðfélags- ins, þ.e. atvinnuvegi lands- manna." A þessu ári er Listasafn Ís- lands 100 ára. Fer vel á að minn- ast þess, enda um að ræða sam- eiginlegt listasafn allra lands- manna, og svo er það orðið ald- argamalt. Póststjórnin hefur einnig oft heiðrað menningar- stofnanir með frímerkjum, svo sem safnarar vita. Tvö frímerki koma í tengslum við Listasafnið, 12 kr. og 40 kr. Á lægra verðgild- inu er mynd af stofnanda safns- ins, Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni Dalamanna, eftir málverki dansks listamanns. Hitt frímerkið á víst að sýna hluta af væntanlegu húsi Lista- safnsins, en er að mínum dómi ósmekklega valið. Hvers vegna var t.d. ekki hægt að velja mynd- efni úr þeim 45 verkum, sem voru stofngjöf safnsins fyrir hundrað árum? Þröstur Magnússon hefur teiknað þessi frímerki, og þau eru „sólprentuð" í Sviss. Ég á von á, að þeim söfnurum, sem láta stimpla frimerki á út- gáfudegi, þyki meir en nóg að þurfa að borga 82 kr. fyrir þess- ar útgáfur. En seinast í þessum mánuði verða þeir enn að gripa til pyngju sinnar, því að fjogur ný frímerki munu koma út 29. nóvember. Ekki verða þetta samt tilfinnanleg fjárútlát, þvi að nafnverð þeirra allra verður aðeins 26.50. Tvö frímerkjanna eru til að minnast útgáfu Guð- brandsbiblíu fyrir 400 árum og tvö eru jólafrímerki þessa árs. Þar sem opinber tilkynning um þessi frímerki hefur ekki verið send út, þegar þetta er skrifað, verður geymt til annars þáttar að lýsa þeim. FLÓAMARKAÐUR Safnaöarfélags Áskirkju veröur laugardaginn 10. nóvember kl. 13.00 í safnaöarheimilinu viö Vesturbrún. Húsgögn, ísskápar, þvottavélar, búsáhöld, skrautmunir, fatnaöur o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.