Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 49 sínar helgustu stundir, hlýja og umhyggja í hennar garð var ein- kennandi þáttur í fari hans. Sævar var lipurmenni hið mesta bæði í starfi og leik og til hans var leitað þegar mikið lá við. Hann var ljúfmenni í öllum íþrótta- legum samskiptum, sannur íþrótt- amaður, sem sárt er að sjá á bak, en einn er sá sem ræður, einn er sá sem framfylgir lögunum miklu, við hann verður eigi deilt, hann lætur leik ljúka, hann hefur leik að nýju. Megi hans dýrðarljómi umvefja þig, megi hönd hans leiða þig, hafðu, vinur, þökk fyrir allt og allt. Við Sigrún sendum þér, Júlíana Ruth og dætrunum, okkar dýpstu samúðarkveðjur og við biðjum al- góðan Guð að vera ykkur huggun og skjól í ykkar mikla missi. „Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi." M. Joch. Rafn Hjaltalín í dag verður til moldar borinn mágur minn, Sævar Sigurðsson, bifreiðastjóri. Hann andaðist 43 ára gamall. Góður og dugandi drengur hefur kvatt, langt um ald- ur fram. Sigursteinn Sævar Sigurðsson eins og hann hét fullu nafni fædd- ist í Reykjavík 17. maí 1941. Hann var næstelstur 11 barna er á legg komust, hjónanna Margrétar Sig- urðardóttur og Sigurðar Stein- dórssonar, Réttarholtsvegi 57. Fundum okkar Sævars bar fyrst saman fyrir um það bil 22 árum. En kynnin urðu nánari þegar ég giftist systur hans nokkrum árum síðar. Á fyrstu starfsárum sínum var Sævar sjómaður en seinna lagði hann fyrir sig bifreiðaakstur og gerði hann að ævistarfi sínu og vann um árabil hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Fyrir um átta árum keytpi hann sér sendibíl og stundaði sendibílaakstur á eigin vegum eftir það til dauðadags. Sævar eignaðist marga góða viðskiptavini, hann var lipur og kurteis og ávann sér traust þeirra og virðingu. 9. júní 1962 kvæntist Sævar konu sinni, Júlíönu Ruth Sigurðs- son, sem lifir mann sinn ásamt 4 dætrum þeirra, Arndísi, Margréti, Erlu og Bryndísi. Þau eignuðust fallegt heimili í eigin húsi og bjuggu vel að börnum sínum. Utan síns daglega starfs átti Sævar áhugamál er var knatt- spyrna og helgaði hann henni all- ar frístundir sínar. Hann var virk- ur félagsmaður í íþróttafélaginu Fylki og starfaði mikið fyrir það félag. Hann tók dómarapróf og dæmdi fjölda knattspyrnuleikja í öllum aldursflokkum. Síðustu árin var hann dómari í fyrstu deild. Á sl. sumri hlotnaðist honum sá heiður að verða útnefndur milli- ríkjadómari. Knattspyrnan var sameiginlegt áhugamál okkar beggja og áttum við margar ánægjustundir saman, ýmist á kappleikjum eða á spjalli um knattspyrnu. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Sævars fyrir þann hlýhug og hjálpsemi sem hann sýndi okkur hjónum og börn- um okkar. Foreldrum sínum reyndist hann góður sonur, ég bið þann sem yfir okkur vakir að styrkja þau og blessa. Eiginkonu, dætrum, foreldrum, tengdamóður og öllum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sævars Sig- urðssonar. „ ., . Ragnar Geirdal Þegar maður sest niður til þess að skrifa fáein minningar- og þakkarorð til Sævars Sigurðsson- ar, þá hikar maður ósjálfrátt. Hvar á að byrja og hvar á að enda? Sævar heitinn bjó í Árbæjar- hverfi í Reykjavík og þegar mótun íþróttafélagsins Fylkis stóð yfir gekk hann til liðs við félagið. Sæv- ar var einn af traustustu stoðum félagsins og með jafnaðargeði vann hann ómetanleg störf í þagu þess. Ég veit ekki tölu á öllum þeim leikjum sem Sævar dæmdi, en ég fullyrði að hann gat sér góð- an orðstír á þeim vettvangi og komst í hóp þeirra dómara sem mest réttindi áunnu sér. Sævar var ákaflega bóngóður maður og trúlega hefur ekki alltaf staðið vel á þegar hann gegndi störfum í þágu félagsins. Sævar hlaut viður- kenningu fyrir störf sín í Fylki og dómarafélaginu. Með Sævari er genginn góður drengur, duglegur félagsmaður og sanngjarn dómari. Skarð það sem hann lætur eftir sig í röðum okkar Fylkismanna verður stórt og vandfyllt, en störf hans verða áreiðanlega yngri mönnum hvatning til að feta í fótspor hans. Ruth og dætrunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Theódór Óskarsson Hann Sævar dómari er dáinn! Þessi fregn kom eins og reiðar- slag, okkur setti hljóða, hann, sem var með okkur á fundi fyrr í vik- unni hress að því best við sáum. Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur á Sævari margt að þakka. Hann var í stjórn félagsins og sem formaður í eitt ár og þegar leitað var til hans með eitthvert verkefni, sama hvort það var að dæma leiki eða vera prófdómari fyrir KDR eða lána krafta sína á annan hátt, var hann boðinn og búinn til þess, því hjálpsemin var eitt af hans bestu einkennum. Sævar Sigurðsson tók knatt- spyrnudómarapróf árið 1970 og á síðastliðnu sumri var hann út- nefndur milliríkjadómari. Lengra er ekki hægt að komast á knattspyrnuferlinum sem dóm- ari og segir það allt um það hvern- ig dómari Sævar var. Hann var ákveðinn við leik- menn en það var alltaf stutt í brosið, enda var borin virðing fyrir honum bæði innan valla sem utan. Við hið skyndilega fráfall Sæv- ars er höggvið stórt skarð í raðir okkar dómara, við misstum góðan vin og hjálpsaman félaga, og verð- ur það skarð vandfyllt. Eiginkonu og börnum sendir Knattspyrnudómarafélag Reykja- víkur sínar dýpstu samúðarkveðju græskulaus kímni verða þeim öll- um minnisstæð. Bræðurnir Krist- ján og Jónas, synir Kristjönu, ásamt þeim Magnúsi og Erling, sonum Elísabetar, sjá á bak elsku- legum frænda og ljúfum leiðbein- anda. Þungbærastur verður þó sökn- uður þeirra systkinanna Kristjönu og Sigfúsar, sem gengu með hon- um lífsbrautina í gleði og sorg. Síðustu tvö árin hafa þeir bræð- urnir búið saman á heimili aldr- aðra, Höfða á Akranesi. Þar hafa þeir unað hag sínum vel eftir ástæðum, enda er Kristjana systir þeirra starfsmaður þar og hefur því haft aðstöðu til að líta til með þeim í veikindum þeirra. Víst er, að nærgætin umönnun þeirra Kristjönu og Elísabetar, fóstur- dóttur þeirra systkinanna, hefur létt Magnúsi hans erfiðu sjúk- dómslegu. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir nær þrjátíu árum. Allan þann tíma sem síðan er liðinn, má segja að ég hafi verið þiggjandinn,. en Magnús gefandinn. Fyrir nokkrum árum stóð ég í húsbygg- ingu, eins og hendir. Fyrr en varði stóð hann þar með hamarinn sinn, hæglátur og ljúfur eins og honum var lagið, en ráðagóður og útsjón- arsamur, þótt kraftarnir væru farnir að linast og sjónin á undan- haldi. Hjálpin var, eins og venju- lega, veitt af heilum hug og hlýju hjarta. Þannig munu og flestir hans gömlu samstarfsmenn og sveitungar minnast hans í dag. Dauðinn birtist okkur jarðar- innar börnum í ýmsum myndum. Stundum kemur hann til okkar sem þungbært högg, lamandi og meiðandi, en í annan stað kemur hann líka sem hin líknandi hönd, berandi með sér kærkomna hvíld, þreyttum og lasburða. Slíkur mun dauðinn hafa birst Magnúsi vini mínum, og er það vel. Góður samferðamaður er geng- inn. Hafi hann einlæga þökk fyrir samfylgdina. Hafsteinn Snæland og um leið er Sævari þökkuð sam- veran í starfi og leik. Stjórn KDR Fimmtudaginn 1. nóvember sl. bárust okkur félögum Sævars Sig- urðssonar í knattspyrnudómara- stétt þau hörmulegu tíðindi að hann væri látinn. Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessu, ekki síst okkur, sem um- gengumst hann næstum daglega. Fjórum dögum áður var hann í okkar hópi, er hans besti vinur hélt okkur og fleirum veislu. Hann var einnig á árlegri hátíð knatt- spyrnudómara næsta dag, þar sem við ræddum um undirbúning næsta keppnistímabils og lagði hann þar ýmislegt til málanna. Áhugi Sævars á málefnum okkar domara var mjög einlægur enda var hann kominn í fremstu röð íslenskra knattspyrnudómara og hafði verið þar um margra ára skeið. Sævar Sigurðsson tók knatt- spyrnudómararéttindi árið 1968 og tók þá þegar mjög virkan þátt í starfinu, sem dómari og þá ekki síður í félagsmálum okkar, hann átti um tíma sæti í stjórn Knattspyrnudómarafélags Reykjavíkur og var m.a. formaður þess um skeið. 1973 hlaut Sævar landsdómara- réttindi og var skipaður dómari í 1. deild 1976 þar sem hann starf- aði óslitið síðan. Að loknu keppnistímabilinu 1983 var Sævar valinn annar besti dómari 1. deildar af leikmönnum, í greinargerðum leikmanna frá ein- stökum félögum var þess sérstak- lega getið, hvað hann væri róleg- ur, yfirvegaður og þægilegur í við- móti. Það kom einnig fram í blaðagreinum, þegar gerð var grein fyrir störfum hans sem dómara. Keppnistímabilið 1984 hóf hann með glæsibrag þegar Dómara- nefnd KSÍ fól honum að dæma fyrsta stórleik ársins, Meistara- keppni KSÍ 1984. Nokkru síðar var hann svo til- nefndur Alþjóðadómari (FIFA- dómari), þetta varð honum mikil lyftistöng og hann undirbjó sig vel fyrir verkefni sumarsins. Stjórn KDSÍ valdi Sævar ásamt Guðmundi Haraldssyni til að sitja Evrópuráðstefnu alþjóðadómara, sem fram fór í Austur-Þýskalandi í ágúst sl. Eg leyfi mér að fullyrða, að traustari mann geta vart nokkur félagasamtök átt innan sinna vé- banda. Sævar var alltaf, frá því hann gekk til liðs við okkur dómara, í hópi þeirra félaga okkar, sem aldrei hafnaði beiðni um að taka að sér dómara- eða línuvarðar- starf, það skipti ekki máli hvort það var í 1. deild eða í 6. aldurs- flokki, hann virtist alltaf hafa tíma fyrir þetta hugðarefni sitt. Fyrir hönd okkar, íslenskra knattspyrnudómara, færi ég Sæv- ari bestu þakkir fyrir samveruna í blíðu og stríðu og kveð kæran vin. Við sendum þér, Rut, og dætr- unum, hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk. f.h. Knattspyrnudómara- sambands lslsnds, GréUr Norðfjörð. Fyrir þá sem ekki voru vaknaðir þegar Úlfar Eysleinsson á POTTINUM OG PÖNNUNNI kom i morgunútvarpið og sagði frá kynnum sínum af Pekingöndum birtum við hér uppskrift hans. því það er ekki sama hvaða tökum Pekingönd er tekin. tak Pekinganda krydd: (fyrir ca.4 — 5 endur). 1 bolli sykur 1 bollisalt (Sama kornastæró afsykri og salti, annars minna salt.) 1/2 bolli kjúklingakrydd. (Eurospice, Lederhausen) 1 matsk. paprikuduft Matreiösla: Kryddiö öndina og setjiö inn í 190° heitan ofn. Steikiö í 15 mín. meö bringuna upp, snúiö öndinni viö og steikiö í 15 mín. Helliö fitunni af og geymið fyrir sósuna, kryddiö öndina aftur og steikið í 30 mín. (miðast við 1900gr.önd). Sósa: Brúnið innmatinn og vængendana ásamt niðurskornum lauk og gulrót, hellið vatni yfirog sjóðið. Rífið appelsínubörk og kreistið appelsínu útí soðið eftir að hafa sigtað það. Búið til smjörbollu úr andafitunni (hveiti + andafita) bætið sósulit og kjötkrafti útí. Ef ekki er nóg appelsínubragð af sósunni má bæta hana með sykur- lausu Egils appelsíni. Q 8 ísfugl Fuglasláturhúsið að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 91-666103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.