Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Sœvar Sigurðs- — Minning son Fæddur 17. maí 1941 Dáinn 1. nóvember 1984 Aldrei finnur maður eins átak- anlega til vanmáttar síns gagn- vart örlögunum, eins og þegar manni berast svipleg tíðindi óvænt. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti að vinur minn Sævar Sig- urðsson væri allur. Þetta á ekki að verða minn- ingargrein í þeim skilningi eða ."» upprifjun á æviferli og afrekum þessa vinar míns. Mig langar að- eins til að senda nokkur kveðju- og þakklætisorð nú að leiðarlokum. Kynni okkar Sævars hófust er hann gerðist knattspyrnudómari, en þar eins og annars staðar þar sem hann fór um vann hann sitt verk þægilega og vel. Það sem ein- kenndi þó Sævar fyrst og fremst var léttleiki og glaðværð og þann- ig mun ég muna þennan vin minn um ókomin ár. Þegar ég nú lít til baka er margs að minnast. En fyrst kemur þó upp í hugann minningin um hversu Sævar var alla tíð einstak- lega hjálpsamur. Það var sama hvað hann var beðinn um, alltaf var hann tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Við knattspyrnudómarar höfum nú allir misst góðan félaga, sem alltaf var tilbúinn að liðsinna og hjálpa okkur. Ég persónulega hef ekki aðeins misst góðan dómara- vin heldur og líka misst einstakan vin. Sævar var sérlega barngóður maður og fóru bornin mín ekki varhluta af því. Þau senda nú þessum góða dreng kveðju sína. Ég sjálfur þakka að leiðarlokum Sævari fyrir góða og skemmtilega vináttu, sem svo sannarlega var sönn og hrein. Sorgin er mikil á þessari stundu, en minningin um góðan dreng tendrar Ijós í hjörtum okkar allra sem Sævar þekktum. Eiginkonu hans, dætrum og öðr- um ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðju. Guðmundur Haraldsson Hvíldarlaust, jafnt og þétt kvistar dauðinn niður trén í skógi lífsins. Oftlega virðist okkur val hans næsta handahófskennt. Okkur bregður ekki þótt við sjáum gamla og feyskna stofna riða til falls, en hnykkir ónotalega við er ungir sprotar eða traustustu tré eru fyrirvaralaust felld til jarðar. Við fylgjumst ekki alltaf jafn vel með athafnasemi dauðans. Oftast finnst okkur trén falla nokkuð langt í burtu og dauft bergmál berst að eyrum um stund- arsakir. í þetta sinn var dauðinn þó að verki miklu nær og valdi sér stofn er við væntum að mætti standa og dafna miklu lengur. Sævar Sigurðsson, sendibíl- stjóri og knattspyrnudómari, lést fimmtudaginn 1. nóvember síð- astliðinn, 43 ára að aldri. Við kynntumst fyrst fyrir 17 ár- um er félagar í 4. deild bygginga- samvinnufélagsins Framtak unnu að byggingu sambýlishúss að Hraunbæ 62—70. Þau hjónin Sæv- ar og Ruth bjuggu fyrst í Hraunbæ 68, en fluttu seinna í okkar stigahús að Hraunbæ 70. Kynni okkar Sævars urðu nán- ari árið 1979 er ráðist var í fram- kvæmdir við málningu og viðgerð á húsinu okkar. Ég átti þá sæti í framkvæmdanefnd ásamt Sævari og þriðja manni. 011 sú samvinna var með miklum ágætum og er mér minnisstæð verklagni Sævars og áhugi hans á þessu verki. Kom þá vel fram að honum var lagið að laða menn til samstarfs um að framkvæma það sem kallaði að og betur mátti fara. Seinna urðum við stundurrf sam- ferða á laugardagsmorgnum upp í Fylkisheimili þar sem félagar hittust, fóru í gufubað, sátu sam- an yfir kaffibolla og knattspyrnu- myndum í myndbandstækinu og spáðu í úrslit dagsins. Sævar og Rúrý fluttu úr Hraunbæ 70 fyrir 3 árum, en að- eins um set, innan hverfisins. Þótt við byggjum ekki lengur undir sama þaki treystist samband okkar er lengra leið, sérstaklega eftir að við fórum að hittast við spilaborð kvðld og kvöld. Það voru gleðistundir sem við hjónin viljum þakka Sævari af hjarta. Þar var hann í essinu sínu. Skarpskyggn, áræðinn og minnug- ur á allt sem fram fór í hverju spili, gerði hann oft hluti sem við dáðumst að og óskuðum að geta leikið eftir. Aðra þætti í lífi Sævars þekkt- um við ekki mikið, en fylgdumst með úr fjarlægð. Vinmargur var hann, bæði úr sínu daglega starfi og ekki síður vegna starfa sinna sem einn fremsti knattspyrnudómari okkar. Á því sviði stefndi Sævar fram á veginn og var t.d. nýlega útnefnd- ur alþjóðlegur dómari í knatt- spyrnu. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að við munum ekki framar eiga leið saman upp í Fylkisheimili eða hittast við græna spilaborðið. En við eigum minningu um góð- an dreng, sem vermir þótt erfitt sé að skilja val dauðans að þessu sinni. Ég sendi Rúrý, dætrunum og óllum öðrum ættingjum hans hugheilar samúðarkveðjur. Megi góður guð græða sár ykkar og milda söknuðinn. Ingi Viðar Árnason Þungstigið er lögmál lifsins. Ekki af þvi, að andlátsfregn komi á óvart; öllu heldur af hinu, að maður á besta aldri í blóma lífsins skuli hrifinn burt. örlögin leika sérað gersemum okkar, stundum án þess að tilgangurinn sé Ijós. Svo verður mér að minnsta kosti hugsað, er ég kveð góðan félaga, sem genginn er langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Sævars komu til af nábýli um árabil. Fljótlega tengd- ust fjölskyldur okkar vinarbönd- um, sem ávallt hafa haldið, þótt búseta hafi breytzt. Það var ómet- anleg uppörvun, sem fylgdi því að vera í nábýli við þau Sævar og Rúrý, og löngum hef ég dáðst að því, hve miklir félagar þau voru dætrunum. Því er nú þungur harmur að þeim kveðinn. En sárið grær, og mestu skiptir, að þeir sem halda lífsgöngunni áfram njóti sin á ný í leik og starfi. Frá fyrstu kynnum til hinna síðustu var Sævar einkanlega hlýr maður, gæddur einstakri glaðværð og góðvild í garð samferðar- mannsins. Þessir eiginleikar hans voru samofnir léttri skaphöfn og kímni, en umfram allt var hann alltaf sjálfum sér samkvæmur. Tryggð hans og vinarþel var ein- stakt, og margir eru þeir góðra vina fundir, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Ljúfustu minningar tengdar samfylgd okkar Sævars verða tengdar hon- um brosmildum, glaðlyndum og hjartahlýjum í vinahópi. Þar fannst vel, hve mikinn heiðurs- mann Sævar Sigurðsson hafði að geyma. Á þessari stundu er saknað fé- laga, sem ræktaði vinarbönd og sýndi vináttu í verki; saknað er drengskaparmanns, sem ávallt var reiðubúinn að glæða athafnir krafti; saknað er leiftrandi kímni þess manns, sem alltaf kunni að sameina gaman og alvöru. Nú hefur skugga lagt yfir um stund, en skugginn er þó, þegar á allt er litið, afsprengi Ijóssins. Því ber nú að þakka þá skæru birtu, sem leikur yfir minningu Sævars Sigurðssonar. Ævi vinar míns er lokið. Vinátt- unnar verður ekki lengur notið nema í minningunni. Það er sárt að kveðja góðan vin, en sorgin er þó þyngst þeim, sem næst standa. Því biðjum við hjónin þess, að þeim veitist huggun og styrkur i þungum harmi. Ingimundur Sigurpálsson Já, svona er lífið, menn fæðast til þess að deyja. Nú hefur minn góði vinur, Sævar Sigurðsson, kvatt þennan heim og lagt upp í sína síðustu ferð yfir móðuna miklu. Ég veit að þar hefur hann fengið góða heimkomu og er nú umvafinn englum Guðs. Sævar stundaði ýmis störf um ævina, hann var sjómaður í nokk- ur ár og vann síðan lengi hjá Öl- gerðinni. Nú síðustu árin varhann sendiferðabílstjóri. Sævar var mikill íþróttamaður og var knattspyrnudómari í mörg ár, en nú síðast milliríkjadómari. Sævar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Júlíönu Ruth, árið 1962 og áttu þau fjórar dætur. Guð styrki konu hans, dætur, foreldra, systkini og alla ættingja í þeirra miklu sorg. Ég sendi þeim öllum mínar samúðarkveðjur. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt." Jóhann Þórólfsson Kveðja frá íþrótta- félaginu Fylki Okkur Fylkismenn setti hljóða þegar okkur barst sú harmafregn, að Sævar Sigurðsson væri látinn. Sævar átti sæti í fyrstu stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis og starfaði hann þar í þrjú ár. Einnig var hann fulltrúi félagsins í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur um árabil. Hann var fyrsti dómari Fylkis og dæmdi fyrir félagið frá stofnun deildarinnar til dauðadags. Sævar var sannur félagi, sem aldrei brást þegar til hans var leitað, enda voru hjálpsemi og greiðvikni hans aðal. Dómarastörf sín vann hann af vandvirkni og réttsýni og leit- uðu menn jafnan til hans, sem nokkurskonar æðstaráðs hjá fé- laginu á sviði dómgæslu, og verður nú skarðið á því sviði vandfyllt. Á kveðjustund þökkum við fé- lagarnir í Fylki Sævari Sigurðs- syni mikil og heilladrjúg störf í þágu félagsins innan vallar sem utan. Við sendum eiginkonu og dætr- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góð- an dreng veita þeim styrk á sorgarstund. Jóhannes Óli Garðarsson „Minn friður er á flótta mér finnst svo tómt og kalt ég geng með innri ótta og allt mitt ráð er valt ég veit ei hvað mig huggi og hvergi sé ég skjól mér ógnar einhver skuggi þótt ég sé beint við sól." Okkur þykir, sem þetta vers úr sálmi Matthísar Jochumssonar sé talað úr okkar huga nú þegar við kveðjum son okkar, Sævar, í hinsta sinn, manni verður tregt tungu að hræra, þegar maður stendur svo fyrirvaralaust frammi fyrir því að fólk á besta aldri er allt í einu horfið úr þessum heimi. Söknuður okkar foreldranna er að sjálfsögðu sár en auðvitað eiga þó elskuleg tengdadóttir og sonar- dætur okkar um sárast að binda. Við þökkum honum alla hans hlýju og glaðværð og minnumst alls hins besta í fari hans. Góður Guð veri sál hans líknsamur og veiti okkur öllum styrk. Mamma og pabbi. „Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir." E.Ben. Dúnmjúkir mjallarhnoðrarnir féllu hægt til jarðar í kyrrviðrinu og huldu nú brátt grænan leikv- anginn fyrir utan gluggann, sumarysinn var þagnaður, áhorf- endastúkan var ekki lengur þétts- etin, hvítt lín vetrarins breiddi sig yfir norðlenzka byggð, þar sem ljúft hlé knattspyrnumannsins frá keppni var hafið, þar sem flautan knattspyrnudómarans var þögnuð um stund, hlé var á milli stríða. Skyndilega er kyrrðin rofin og hugleiðing mín er stöðvuð, þegar sendiboði kemur þeysandi í hlað og hann ber upp erindið: Strengur er brostinn i hörpu okkar, félagi og vinur, hann Sævar, kvaddi í dag. Mig setur hljóðan, ljúfur og els- kulegur knattspyrnuvinur til margra ára er horfinn á braut, milliríkjadómari í knattspyrnu er látinn, langt um aldur fram og nú hylur fönnin úti sporin hans, en hugur geymir minningu um hlýja þelið hans, um vilja hans til að vaxa og verða, um gerðir hans, þegar hann hvatti og byggði upp í félagahópnu og nú geymir hugur þá mynd alúðar, sem þessi góði drengur bar í brjósti, alúðar, sem við svo margir dómarabræður hans nut.um og ekki hvað sízt við, hinir eldri, þegar við kepptum all- ir að því marki að fá enn um sinn að vera með í hópnum, sem þjóna vildi knattspyrnunni, eftirlætisí- þróttinni hans. Það duldist engum, sem til þekkti, að Sævar sáði jafnan hinu góða fræi og hann uppskar vináttu og nauð virðingar allra góðra manna. Hann var framsækinn knattspyrnudómari, snjall kunn- áttumaður í lögum íþróttarinnar, farsæll í starfi og mikill vettvang- ur blasti við, hér á heimaslóð og út um lönd, þar sem hróður Islands var hafður að leiðarljósi, en þá, einmitt þá kom kallið, svo snöggt, svo sárt, að fæstir trúðu í fyrstu, en nú leynir hún sér ekki lengur, hin stóra staðreynd, að vindurinn kær er kallaður heim, heim, þang- að sem hann má á grænum grund- um hvílast, þangað, þar sem hann má næðis njóta. Heilög skal heim- von þín, kæri vin, þess biðja vinir þínir allir um leið og þeir lút.a höfði við krossins helga tré. Sævar var fæddur 17. maí 1941 og því aðeins 43 ára þegar hann nú kveður. Þann 9. júní 1962 gekk hann að eiga eftirlifandi ástkæra eiginkonu Júlíönu Rut Sigurðsson og eignuðust þau fjórar dætur. í faðmi fjölskyldunnar átti Sævar Minning: Magnús Kristjáns- son frá Innra-Leiti í dag verður til moldar borinn frá Akraneskirkju Magnús Gunn- ar Kristjánsson frá Innra-Leiti á Skógaströnd, sem lést á sjúkra- húsi Akraness þann 1. þ.m. Magnús fæddist að Innra-Leiti þann 25. maí 1907. Foreldrar hans > voru þau Kristján Gunnlaugsson bóndi þar og kona hans Ragnheið- ur Arnadóttir. Þeim hjiíum varð fimm barna auðið, en elsta barnið, stúlka, Guðrún að nafni, lést að- eins hálfs árs gömul. Magnús var næstelstur, því næst Rósa, þá Sig- fús og yngst er Kristjana. En skjótt bregður birtu. Krist- ján deyr frá konu og bornum. Magnús var aðeins ellefu ára er faðir hans lést og má nærri geta þeirra erfiðleika er blöstu við Ragnheiði, með fjögur ung börn, árferðið árið 1918 er öllum kunn- ugt, og fátæktin föst fylgikona flestra landsmanna um þær mundir. Ragnheiður hélt þó áfram búskap í eitt ár, en brá þá búi og kom börnum sínum í fóstur nema Rósu, sem fylgdi móður sinni. Magnús fór að Gunnarsstöðum i Hörðudalshreppi, og minntist æ síðan með hlýju þess fólks er þar bjó. Árið 1924 tekur Ragnheiður þá ákvörðun að hefja á ný búskap að Innra-Leiti og þá ásamt börnum sínum. Þessi kjarkmikla kona stígur þarna spor, sem börn henn- ar hafa alla tíð þakkað. Þrátt fyrir erfiði og fátækt í byrjun, miðaði þó hægt og bítandi fram á við, og með góðri aðstoð þeirra systkin- anna lánaðist Ragnheiði að búa sér og sínum gott heimili. Snemma hóf Magnús þó að vinna utan heimilisins. Hann fór til starfa við sjávarsíðuna á vetr- um, en á sumrin stundaði hann smíðar í nágrannasveitum. Hann var afkastamikill smiður, og vand- virkur í besta lagi, enda eftirsótt- ur til þeirra starfa. Árið 1945 verður enn breyting á högum Ragnheiðar og þeirra systkinanna, Magnúsar, Sigfúsar og Kristjönu, er þau taka sig upp og flytjast að Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppí. Stóra- Hraun er eins og kunnugt er bæði stór jörð og fólksfrek, en að öðru lcyti kostamikil og fegurð jarðar og nágrennis óumdeilanleg. Á Stóra-Hrauni bjuggu þau systkin- in til ársins 1958, en Ragnheiður lést 1954, eftir langvarandi veik- indi. Ásamt búskapnum, sem rek- inn var af myndarskap og dugnaði af þeim systkinum, stundaði Magnús smíðar. Áttu þær kannske ekki síður hug hans og hjarta en búskapurinn, þótt ekki væri held- ur slegið af á þeim vettvangi. Fal- legar ær og föngulegir hestar voru honum líf og yndi, og hvort tveggja veitti honum margar stundir gleði og ánægju. 1958 flytjast þau systkinin svo á Akranes, enda voru þeir bræður þá báðir heilsutæpir og fundu sig varla menn til að sinna búinu á þann hátt sem þeir gjama vildu. Á Akranesi hóf svo Magnús fljótlega störf hjá fyrirtækinu Þórður Óskarsson hf., og þar var síðan hans starfsvettvangur meðan máttur entist. Magnús giftist ekki og eignaðist ekki börn. En þau systkinin ólu upp systurdóttur sína, Guðnýju Bjarnheiði Stefánsdóttur, og frænku sína, Elísabetu Árnadótt- ur, auk þess sem ýmis önnur börn, bæði skyld og óskyld, dvöldu hjá þeim lengri og skemmri tíma. Oll þessi börn eiga þaðan góðar og hugljúfar minningar, sem ekki síst má rekja til Magnúsar, eða Magga frænda, eins og þeim var svo tamt að nefna þennan vin sinn. Góðmennska hans og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.