Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Ljóom.: E.G. Birgir Guðnason formaður félagsins tekur vio málverkagjöf frá Sambandi sveitarfélaga á Suournesjum. I'ao er Ellert Eiriksson, formaður SSS, sem afhendir gjöfína. Iönaðarmannafélag Suðurnesja 50 ára Iðnaðarmannafélag Suðurnesja átti fimmtugsafmæli þann 4. nóv- ember sl. Þann dag var haldinn hátíðarfundur á Glóðinni í Kefla- vík, þar sem boðið var ýmsum gestum. Á hátíðarfundinum flutti formaður félagsins, Birgir Guðnason, ávarp, og Eyþór Þórðarson gerði grein fyrir að- draganda að stofnun félagsins. Sex af sjö núlifandi stofnend- um félagsins, sem voru mættir á hátíðarfundinn, var afhent afrit af mynd af stofnendum félags- ins. Þeir Ingvar Jóhannsson, Þorbergur Friðriksson, Guð- björn Guðmundsson og Eypór Þórðarson voru gerðir að heið- ursfélögum. Þá voru sýndar lág- myndir af Guðna Magnússyni og Eyþór Þórðarsyni, gerðar af Erl- ingi Jónssyni, en lágmyndirnar verða í eigu félagsins, en gerðar af þeim mönnum sem áttu mest- an þátt í gerð Iðnaðarmannatals Suðurnesja. f tilefni afmælisins voru félag- inu færðar margar gjafir m.a. bókagjafir frá Landssambandi iðnaðarmanna, Iðnaðarmanna- félagi Hafnarfjarðar. Málverk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Iðnsveinafélagi Suðurnesja. Einnig gjafir frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavík- ur, meistarafélagi bygginga- manna á Suðurnesjum, og Raf- verktakafélagi Keflavíkur. Keflavíkurverktakar gáfu veisluna. E.G. Núlifandi stofnendur Iðnaðarmannafélags Suðurnesja voru afhent afrit af mynd af stofnendum félagsins. Þeir eru sex, en einn var fjarverandi. Iðnaðarmannafélag Suðurnesja: Stofnendur voru 23 iðnaðarmenn Iðnaðarmannafélagið í Keflavfk, síoar Iðnaðarmannafélag Keflavík- ur og loks Iðnaðarmannafélag Suð- urnesja, var stofnað 4. nóvember 1934. Stofnendur voru 23 iðnaðar- menn, og er Ulið að aoeins einn hafi haft full iðnréttindi með iðn- skólaprófi, Skúli H. Skúlason, húsa- smiður. Fyrsti formaður félagsins var Þórarinn Ólafsson. Fyrir forgöngu Iðnaðarmanna- félagsins var stofnaður Iðnskóli Keflavíkur, sem síðar varð Iðn- skóli Suðurnesja og loks hluti Fjölbrautarskóla Suðurnesja eft- ir að hann var stofnaður. Árið 1957 var fyrir forgöngu rafvirkja innan Iðnaðarmannafé- lagsins stofnað Rafverktakafélag Keflavíkur hf., sem m.a. aflaði sér verktakaheimilda á Keflavík- urflugvelli. Stuttu síðar voru eft- irtalin félög einnig stofnuð: Bygg- ingaverktakar Keflavíkur hf., Járniðnaðar- og pípulagninga- verktakar Keflavíkur hf., Málara- verktakar Keflavíkur og Múrara- verktakar Keflavíkur. Hafa þessi fyrirtæki haft mikið samstarf t.d. um skrifstofuhald, og oftast nefnd einu nafni, Keflavíkurverk- takar. Árið 1966 keypti félagið efstu hæðina á Tjarnargötu 3 í Kefla- vík, 160 m" að stærð óinnréttaða. Var félagsheimili siðan vigt þar 9. mars 1968. Þarna hefur félagið sitt aðsetur, en salurinn leigður ýmsum aðilum. Þar hefur Bæjar- stjórn Keflavíkur haldið fundi um langt árabil, og fjöldi sýninga verið haldinn. Við opnun félags- heimilisins efndu 8 félagar í Iðn- aðarmannafélaginu til listsýn- ingar. Á síðasta ári kom út Iðnaðar- mannatal Suðurnesja sem Iðnað- armannafélagið hafði forgöngu um. í ritinuu eru æviágrip iðnað- armanna, starfssaga Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja, skrá yf- ir iðnnema 31. des. 1979, starfs- sögur Iðnsveinafélags Suður- nesja, Iðnnemafélags Suðurnesja, Rafverktakafélags Suðurnesja, Múrarafélags Suðurnesja, Meist- arafélags byggingamanna á Suð- urnesjum, Múrarameistarafélags Suðurnesja og Rafiðnaðarfélags Suðurnesja. Auk greinar um iðn og handiðir á Suðuraesjum á lið- inni tíð. Er bókin alls 569 blaðsið- ur að stærð. Eftirtaldir aðilar hafa verið formenn félagsins: Þórarinn Ólafsson, Guðni Magnússon, Svavar Sigfinnsson, Gunnar Þorsteinsson, Bjarni Einarsson, Egill Þorfinnsson, Sigurður Guð- laugsson, Jóhann Pétursson, Þorbergur Friðriksson, Eyþór Þórðarson, Guðbjörn Guð- mundsson og Birgir Guðnason núverandi formaður. E.G. Krappur dans" 99 Ný bók eftir Guð- mund Daníelsson SETBERG hefur gefið út bókina „Krappur dans". Jarðvistarsaga Jóa Vaff eftir Guðmund Daní- elsson. „Bókin er unnin upp úr drögum að sjálfsævisögu Jóhanns, sem hann byrjaði á áttræður að aldri, en entist ekki líf til að Ijúka við. Höfundinum, bróðursyni Jóhanns, bárust í hendur þessi drög, sem hann notaði síðan sem uppistöðu þessarar bókar," segir í fréttatil- kynningu frá útgefanda. „Krappur dans" er í rauninni samfelld háska- og hetjusaga manns, sem yfirgaf foreldrahús sín, Kaldár- holt i Holtum, nýfermdur á mesta harðindavori sem yfir landið hef- ur gengið, 1882. Jóhann var gædd- ur alveg takmarkalausri lifsorku og viljaþreki. Fram yfir þrítugt var hann flestum mönnum fátæk- ari af veraldarauði, en hann ávann sér slíkt traust mikilsmegandi manna þjóðfélagsins, að þeir gerðu hann að fulltrúa sínum og boðbera og fengu honum loks það verk að vinna, sem hann hafði frá barnæsku óskað sér: að stýra verslun." • Þá segir ennfremur: „Verslun- arsaga Jóa Vaff fléttast verslun- arsögu landsins á feykilegum um- brotatímum í viðskiptaháttum þjóðarinnar. Hann rak eigin versl- un á Eyrarbakka í rúman áratug. Áður hafði hann verið vikapiltur, sjómaður, lausamaður, vefari, bondi, pakkhúsmaður og verslun- arstjóri kaupfélagsins. Um þrítugt veiktist hann lífshættulega, en hafnaði uppskurði og sjúkrahús- vist og réðist til sjóróðra. Sem bóndi sá hann bæ sinn hrynja í rúst í jarðskjálftum. Sem verð- andi kaupmaður sá hann verslun- arbúð sína og vörur brenna til ösku. Áhlaup var gert á æru hans og afkomu, en hann stóðst það og bar hreinan skjöld heim frá sér- hverri orrahríð." Bókin er 200 blaðsíður og auk þess prýdd sérprentuðum mynd- 26277 Allir þurfa híbýli Hraunbær 4ra—5 herb. 115 tm íb. á 3. hæö. Falleg eign. Sæbólsbraut Fokhelt raðhús, hæí> og ris, samt. 180 fm. Innb. bílsk. Skemmtil. teikn. Eftirsóttur staöur. Verö 2.380 þús. Skerjafjöröur Einb.hús um 130 fm auk 28 fm bílsk. Síöusel Glæsil. parhús á 2 hæðum, samt. 200 fm, auk bílsk Allt mjög vandað. H/BÝLI & SKIP Garðastræti 38. Sími 26277. Brynjar Fransson. síml: 46802. Finnbogi Albertsson siml: 667260. Gisli Olalsson. sími: 20178 Jon Olalsson, hrl. Skuli Pálsson. hrl. t Verslunarhúsnæði Til sölu viö fjölfama götu í miöborg Reykjavíkur 180 fm verslunar- og lagerhúsnæöi. Hentar fyrir ýmiskon- ar starfsemi. Afhending um áramót eoa eftir nánari samkomulagi. Uppl. eingöngu á skrifstofunni. BÚSTAÐIR, sími 28911. Opid sunnudaga 13—16. Eyjabakki — 3ja herb. 88 fm vönduö íbuð á 2. hæö. Glæsilegt útsýni, suöursvalir. Verö 1800—1850 bús. £K.nflmfiH.unin ÞINGHOLTSSTR/ETI 3 SÍMI 27711 t-aziD f Sölustjon: Svorrir Knttinsson Þorlwfur Guomundsson, sólum Unnstoinn Bock hrl., nmi 12320 Þórólfur Halldórsson. löglr ^^ GARÐUR s.62-1200 62-1201 ____Skipholti 5 Engjasel 116 fm endaib. á 2. hæö. Bft- geymsta fylglr. ibuð og sameign í góöu lagi. Útsýni. Verð 2,1 millj. Jörfabakki 4ra herb. rúmg., falleg, (b. á 1. hæö. Þv.herb. í íb. Tvennar svaör. Gorf tréverk, ný teppí. Verö 2,1 millj. Boðagrandi 2ja herb. ca. 65 fm Ijómandi snyrtileg íb. á jarðhœð í litflli blokk. Hentug fyrir tatlaða. Verö 1700 þús. Hafnarfjördur Einb.hús, jarnklætt timbur- hús, hæö og rls á steinkjal- lara. Vinalegt hús á góðum staö. ______________ Vesturberg Mjög góO 3ja herb. ca. 87 fm ib. á 3 haeð. Þvottaherb. Innaf eld- húsi. Tvennar svalir. Frábært útsýni. Verð aðeins 1700 þús. Þangbakkí Ca. 80 fm íb. á 9. hæö. Nyt. og góð ib. Sameign futlfrág. Verö 1700 þús. Seljahverfí Einb.hús, hæð, ris og kjallarí, samt. ca. 300 fm. Á hæðinni eru stolur, eitt stórt herb., eldhus, snyrting, þv.herb. o.fl. I risi eru 4 herb., sjónvarpshol og bað. Kjallarl er óskiptur. Bílskúr. Gott næstum fullgert hús. Verö 5,3 miilj. Kéri Fanndal Guðbrandsson, Loví«a Kristjánadóttir, Bjöm Jónsson hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.