Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Indland: Friður á aðal- helgidegi síkha Nýjn Delhí, 8. rióvember. AP. ALLT var meö kyrrum kjörum á Indlandi í dag, á aðalhelgidegi þeirra 13 ntilljón síkha, sem búa í landinu. Yfirvöld, minnug blóð- liaAsins í kjölfar morðsins á Ind- iru Gandhi, höfðu óttast að til átaka kynni að koma milli hindúa og síkha og var því mikill örygg- isviðbúnaður hafður uppi. Var mestur viðbúnaður í höfuAborg- inni og í Punjab-fylki, þar sem flestir síkhar búa. Helgidagur síkha er haldin til að minnast þess, að 515 ár eru liðin frá fæðingu Nanak Dev, sem er upphafsmaður trúar- bragða þeirra. Fjölmenntu síkh- ar í guðshús sín og báðust fyrir á götum úti. Færri tóku þó þátt í helgiathöfnum nú, en undan- farin ár. í Amritsar, höfuðborg Punjab-fylkis, voru 50 þúsund manns við Gullna hofið, sem er aðalhelgistaður síkha, en venju- lega sækja fjórum sinnum fleiri helgistundir þar á þessum degi. Pólitísku réttarhöldin í Belgrad: Ein ákærðra telur vörn tilgangslausa Relgrad, 8. nóvemher. AP. EINN sexmenninganna í Júgóslavíu, sem ákærðir eru fyrir „stjórnmála- glæpi", sagði fyrir rétti í Belgrad í dag, að dómstóllinn bryti allar rétt- arreglur til að blekkja almenning í landinu og hann og lögfræðingur hans mundu því ekki halda uppi frekari vörnum. Vopnaðir verðir gæta salarins, þar sem réttarhöldin fara fram. Mennirnir sex eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um, að steypa stjórn landsins og einnig fyrir margs konar stjórnmálastarf ann- að, sem talið er „fjandsamlegt rík- inu". Vladimir Mijanovic, maðurinn sem ákvað að hætta vörnum, sagði að þær væru tilgangslausar. „Sem einstaklingar skiptum við sex- menningarnir engu máli. Tilgang- ur þessara réttarhalda er að halda fólki niðri og blekkja það og til þeirra er stofnað af þeim ráða- mönnum, sem ekki treysta sér til að taka þátt í raunverulegum skoðanaskiptum um þjóðfélags- umbætur," sagði hann. Carter fyrrum forseti: Reagan vann persónusigur New York, 8. nóvemher. AP. JIMMY Carter fyrrum Bandaríkja- forseti sagðist þeirra skoðunar að Reagan hefði náð endurkjöri þar sem honum hefði tekist að telja kjósendum trú um að þjóðin væri vel á vegi stödd þrátt fyrir 200 milljarða dollara halla á fjárlögum og fjögurra ára deihir við Sovétríkin. Carter sagði sigurinn byggjast á persónulegum vinsældum forset- ans, og að úrslitin í kosningum til þings staðfestu að stefna hans hefði lítinn stuðning. Carter er í New York að biðja bankastjóra og peningamenn að styðja málefni, sem hann helgar sig um þessar mundir. „Reagan hefur sannfært kjós- endur um að allt sé í stakasta lagi, að það sé í lagi að deila árangurs- laust við Sovétmenn í fjögur ár, að það skipti engu þótt ekki hafi náðst samkomulag um takmörkun eða fækkun kjarnorkuvopna, að engu skipti þótt 200 milljarða doll- ara halli sé á fjárlögum. Að allt í lagi sé að súru regni rigni, að i lagi sé að missa 300 hermenn í Líban- on, og í lagi sé að hætta friðartil- raunum í Miðausturlöndum og i lagi sé að ráðast með ólöglegum hætti inn í ríki Mið-Ameríku," sagði Carter. Vopnaðir hermenn fylgjast með sfkhum í grennd við musteri þeirra í í.ömlu Delhí í gær, sem var aðalhelgidagur síkha. Ynrvöld óttuðust að til átaka kynni að koma milli hindúa og síkha og var hernum því falið að sjá um öryggisgæslu í stað lögreglunnar. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands: Ræddi skattaívilnanir við forstjóra Flick Bonn, 8. november. AP. HANS-DIETRICH Genscher, uUn- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, viðurkenndi fyrir rannsóknarnefnd sambandsþingsins í dag, að hann hefði rætt hugsanlegar skattaíviln- anir handa Flick-samsteypunni, við forstjóra fyrirtækisins, sem síðan hefur verið sóttur til saka fyrir mútugreiðslur. Gencher neitaði því hins vegar, að hafa gefið fyrirheit um, að beita pólitískum áhrifum sín- um til að fá skatta fyrirtækisins lækkaða. í gær kom Helmut Kohl, kansl- ari, fyrir nefndina og sat þar fyrir svörum í hálfan sjöunda tíma. Hann neitaði því afdráttarlaust, að hann tengdist á einhvern hátt Flick-hneykslinu. Genscher sagði í dag, að hann gæti enga skýringu gefið á því, að í einu af mörgum skjölum Flick- samsteypunnar, sem ákæruvaldið hefur tekið í vörslu sína, segir að utanrikisráðherrann hafi lofað að beita sér fyrir verulegri skatta- lækkun fyrirtækinu til handa. Hann kvaðst hins vegar vera góð- ur kunningi forstjórans, Eber- hards von Brauchitsch, sem í ág- úst 1980 hefði beðið sig að beita sér fyrir þvf við þáverandi fjár- málaráðherra Vestur-Þýskalands, Hans Matthoefer, að beiðni fyrir- tækisins um lækkun skatta næði fram að ganga. „Ég sagði forstjór- anum," sagði Genscher í dag, „að ég mundi ekki og gæti ekki þrýst á Matthoefer." Genscher, sem er formaður flokks frjálsra demókrata, sagði að í kosningunum 1974 hefði flokkurinn leitað til nokkurra stórfyrirtækja og beðið þau að leggja fé í kosningasjóð sinn, sem þá var rekinn með 10 milljóna marka halla. Flick hefði verið eitt þeirra fyrirtækja, sem gjaldkeri flokksins hafði samband við. Blaðið Súddeutche Zeitung greindi frá því í síðasta mánuði, að samkvæmt skjölum Flick hefði Gencher þegið rösklega eina millj- ón marka af fyrirtækinu. Ráð- herrann sagði ekkert í því hæft. „Ég hef engar greiðslur fengið frá Flick," sagði hann á fundinum með þingnefndinni í dag. Viðbrögð við kjöri Reagans: Kúbu- og Nicaragua-menn segja innrásir í vændum New York, 8. nórember. AP. VIÐBRÖGÐ við endurkjöri Ronald Reagans Bandaríkjaforseta voru ekki á einn veg sem vænta mátti. I>að urðu ekki allir þjóðarleiðtogar til að senda forsetanum heilla- óskaskeyti með tilheyrandi skoðun- um um hvað forsetinn ætti að beita sér fyrir næstu fjögur árin. Til dæm- is má nefna stjórnvöld á Kúbu og í Nicaragua. Hin opinbera fréttastofa Kúbu sagði Reagan hafa tekist að blekkja bandarísku þjóðina með „dæmalausu auglýsingaskrumi þar sem forsetinn fékk að leika á als oddi og notfæra sér annars fiokks leikarahæfileika sína. Að þjóðin skyldi blekkjast lýsti henni svo prýðilega," eins og þar sagði. tJtvarpið sagði jafnframt, að Kúbumenn mættu í vaxandi mæli vænta þess að Bandaríkin myndu gera innrás á eyjuna eins og Grenada forðum, það væri ofar- lega á óskalista Reagans. Daniel Ortega, leiðtogi sandin- ista í Nicaragua sagði í sjón- varpsviðtali, að Reagan yrði hvað og hverju að gera upp við sig hvort hann ætlaði að fyrirskipa innrás í Nicaragua, því stjórnarherinn hefði gersigrað „Contra-skærulið- anna" sem CIA hefur ötullega stutt við. í stjórnardagblaðinu „El Nuevo Diario" var fyrirsognin: „Reagan og annað ríkið" til sam- líkingar við Hitler og „þriðja rík- ið". f El Salvador voru tilfinningar blendnar, allt eftir því hvort menn voru stjórnarsinnar eða stjórnar- andstæðingar. Athyglisverðustu viðbrögð frá Suður-Amerfku komu frá Raoul Alfonsin, hinum nýlega skipaða forseta Argentínu. Hann freistaði þess að troða meðalveg með því að senda heillaóskaskeyti, ekki bara til Reagans, heldur einnig til Ortega i Nicaragua sem vann stór- sigur í nýafstöðnum og umdeild- um kosningum. Sovétríkin: Pasternak- safni lokað 8. november. AP. EINA I'asternak-safninu í Sov- étríkjunum, sem verið hefur á sveitasetrinu Dacha þar sem skáldið bjó eitt sinn, hefur verið lokað og allar eigur skáldsins fluttar á brott, en safnið var óopinbert. A llt hefur verið flutt á brott, Boris Pasternak, málverk eftir föð- ur skáldsins, Léonid Pasternak, málað árið 1919. húsgögn, föt, bækur og aðrir personulegir munir, og voru sonur Pasternaks og tengda- dóttir borin út 17. október sl., að því er heimildir í Moskvu sögðu í dag. Fjölskylda Pasternaks hefur barist fyrir því frá því að hann lést árið 1960 að varðveita í Dacha óopinbert minningar- safn um skáldið. Dvaldist fjöl- skyldan þar um helgar og hafði opið fyrir gesti. Lagalega séð á sovéska rit- höfundasambandið þennan stað og hóf það málaferli fyrir tveimur árum í því skyni að ná eignarhaldinu til sín. Sonur Pasternaks, Yevgeny, og Natalya Pasternak, eigin- kona látins sonar skáldsins, höfðuðu mál í því skyni að fá að halda Dacha. Sl. sumar gekk dómur í málinu í Moskvu, og var þeim gert að fjarlægja allar eigur Pasternaks og láta af búsetu á staðnum. Ekki var hægt að ná sam- bandi við ættingja Pasternaks í dag og þar sem yfir standa þriggja daga hátíðahöld vegna 67 ára afmælis byltingarinnar í þessari viku, voru- stjórnar- skrifstofur lokaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.