Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 29 þessa f jóra mánuöi og tveggja karla." í lok samtalsins bauö Siguröur mér aö fylgjast meö aögeröum hjá sér. „Hefurðu tima næsta miövikudag?" spuröi hann. Ég játaöi því og hann skrifaði því í minnisbók- ina: „Tvö face-lift fyrir Morgunblaðiö." Umræddan miövikudag komum viö Frið- þjófur Helgason Ijósmyndari árla morguns á Handlæknastöðina og var vísað inn í búningsherbergi til fataskipta. Viö vorum gallaðir upp og brátt litum viö út eins og færustu lýtalæknar albúnir í slaginn, nema hvaö myndavélarnar komu upp um okkur. Viö gátum ekki einu sinni þóst vera rönt- gentæknar, því alþýöufræðslan er slik nú á dögum, að flestir þekkja Nikon-myndavól frá sneiðmyndatæki! ANDLITSLYFTING A 62JA ÁRA KARLI Fyrsta aðgerðin var andlitslyfting á 62ja ára gömlum karli, Ólafi Thorarensen kaup- manni frá Siglufirði, sem nú er hættur störfum og helgar sig feröalögum um heimsbyggöina. Ólafur sagöist hafa átt viö sjúkleika að striða og heföi hann lést um 35 kg á hálfu ári og fengiö lömun í andlitið sem barn. Húðin hefði ekki getað fylgt slíkri megrun eftir enda minnkar hæfileiki hennar tii samdráttar meö aldri. Hann sagði útlit sitt ekki í samræmi víð aldur og því heföi hann rætt viö Sigurð um mðgu- leika á leiöréttingu þessa meö andlitslyft- ingu. Ólafur var hvergi feiminn aö ræöa um aðgerðina og sagðist vera þeirrar skoðun- ar, að sjálfsagt væri, aö fólk gengist undir slíkt — hvort heldur væru karlar eða kon- ur. „Þetta er framhald af mínum veikindum, enda þótt ég heföi sennilega óskað eftir aðgerð sem þessari síöar hvort sem er. Þaö hefur enginn efni á því aö lita ekki eins vel út og mögulegt er," sagði hann. Hann sagöist feröast mikið og hafa veitt því eftir- tekt, aö yngra fólk forðaðist aö ræða viö hann sökum útlits hans. Þaö teldi hann alltof gamlan til aö slíkt væri unnt. Ólafur kvaðst hins vegar vera gefinn fyrir það, að kynnast lífsviöhorfum fólks — ekki síst yngra fólks. Ólafur kvaðst búast viö því, aö aðgerðin myndi yngja hann um 10 ár og útlit hans Myndarödin sýnir aógerdi i barni, aem fæddist med skarö í vör, og árangur hennar. veröa í samræmi viö aldurinn. Hann kvaöst vonast til, aö húöfellingar á höku hyrfu og hrukkur viö munn myndu minnka til muna. „Ég hlakka bara til," sagöi Ólafur, er ég spuröi hann hvernig honum væri innan- brjósts nokkrum mínútum fyrir andlitslyft- inguna og bætti því við, aö hann heföi tröllatrú á Siguröi. Ólafur svaf alla aðgerðina. Svæfingar- læknir sá um lyfjagjöf og fylgdist meö Ólafi. Sá möguieiki er fyrir hendi, aö deyfilyfin hækki blóöþrýsting og þarf aö fýlgjast grannt meö slíkum breytingum. Hárfínar æðar vefja andlitsins voru dregnar saman meö lyfjum til aö minnka hugsanlegar blæöingar. Á Handlæknastööinni eru þrjár aögeröastofur. Ein þeirra er fullkomnust og þar fer andlitslyfting fram. Beöiö var í um hálftíma eftir því, að róandi lyf og siöan svefnlyf tækju aö hafa áhrif á Ólaf, en þá stakk Siguröur um 12 cm nál víðs vegar i andlit Ólafs og sprautaöi þar staödeyfilyfi. Myndirnar eru teknar at sömu konunni, sem leitaði til Siguröar. Hægra brjóst hennar var tekið vegna krabbameins. Hún gekkst undir brjósta- uppbyggingu og sést árangur aögoröarinnar á myndinni hægra megin, sem tekin er 10 minuöum síóar. Það var ekki laust viö, aö hrollur færi um mann viö aö sjá nálina sökkva í andlit mannsins, en Sigurður stakk henni undir huðina og drö hana siðan hægt út á meöan hann sprautaöi lyfinu. Þar meö var allt til- búiö fyrir sjálfa aögeröina. Starfsliö skuröstofunnar var auk Sigurð- ar Hallgrimur Magnusson svæfingarlæknir og skuröhjúkrunarfræöingarnir Ása Ein- arsdóttir, Guörún Aradóttir og Hildigunnur Friðjónsdóttir. HÚÐ Á ANDLITI LOSUÐ Sigurður einbeitti sér fyrst aö vinstri vanga. Hann skar skurö frá hársrótinni niöur fyrir framan eyraö, undir þaö og aftur fyrir og út í hársrót. Síöan fór hann meö hníf undir húðina og losaði hana f rá vef jun- um á svæöi milli vinstra munnviks og vinstra eyra er teygði sig frá auga niður á háls. Þaö mætti e.t.v. kyrrt liggja, en ekki fór hjá þvi, aö hugurinn hvarflaöi aö fisk- flökun. Næst munni beitti Siguröur skær- um: fór meö þau undir hörundiö lokuð, en opnaöi þau þar sem húðin var ekki enn laus frá vefjum og losaöi hana á þann hátt. Er húöin var orðin laus frá vefjum var komið aö því aö ákveöa hvaö skyldi numiö brott — hve mikiö andlitinu yröi lyft. Sig- uröur tók um brún lausu húöarinnar og togaöi hana í átt aö eyranu: „Nei, þetta er of mikið," sagöi hann og losaöi aöeins um takið þar til hann var ánægöur. Þaö virtist vera jafn mikilvægt aö teygja ekki of mikiö á húöinni og það var áríöandi aö teygja nægilega. Mér datt í hug aö nefna þetta hinn gullna meöalveg fegrunarlækninga. Sigurður teiknaöi meö þar til gerðum penna hiö nýja útlit sjúklingsins á andlit hans. Og síðan var sá hluti húöarinnar, sem var ofaukiö, skorinn af. Rík áhersla var lögö á það, aö loka æöum meö brennslu- tæki og má segja, aö sá hluti hafi tekiö langmestan tíma. Skuröurinn var síðan saumaður saman, en pípa leidd undan huðinni í plastílát. í pípurnar skyldi þaö blóð fara, sem hugsanlega safnaöist sam- an undir húöinni. Sigurður benti mér sér- staklega á þaö, hvernig hann legði skurö- inn inn i eyrun, en þannig fær sjúklingurinn ekki sjáanleg ör. Einnig var skuröurinn lagöur í húöfellingum svo örin kæmu þar og hyrfu. Eins bar Siguröur sig að með hægri vangann. Nú þurfti þó aö hafa hliösjón af vinstri vanga, er hægri vanga var lyft. Sig- urður lyfti andlitinu þó aðeins meira þeim megin par sem Ólafur hafði þjáöst af lömun í andliti hægra megin. Aðgerðin tók um 3Vi klukkustund. Aö henni lokinni var sjúklingurinn færöur fram i vakningarherbergi. Vafiö hafði veriö um höfuð hans og hjúkrunarfræöingarnir önn- uöust um hann, er Ólafur vaknaöi. Hann var talsvert vankaöur til aö byrja meö, en var oröinn hinn sprækasti að fjórum klukkustundum liðnum. Hann kenndi sér hvergi meins, en virtist undrandi á því, aö aögeröinni væri lokiö. Siguröur ræddi viö sjúklinginn og kvaöst mundu hafa tal af honum um kvöldiö. Ólafur klæddi sig og hélt síðan heim á leið — nýr maður. Mér viröast kaffihlé eitt aöaleinkenni reykvískra sjúkrastofnana. Og nú var kom- iö aö einu slíku. Kaffiö auövitaö rótsterkt og til þess ætlað, aö öll þreyta liði á svip- stundu ur þeim, er sypu á því. Næsta að- gerö var ennislyfting á fulloröinni konu. Friöþjófur Ijósmyndari taldi sig hafa náö góoum myndum, en myndataka var ekki leyfð í þeim tveimur aðgerðum, sem eftir voru. GLAOVAKANDI í ENNIS- LYFTINGU Ólafur hafði sofið alla aögerðina, en kona sú, er fékk enni sínu lyft, var vakandi allan tímann og fylgdist því vel meö því, sem fram fór. Rökuö hafði veriö rönd í hársvöröinn milli eyrna yfir hvirfilinn og hár hennar tekið frá. Sigurður skar eftir rönd- inni endilangri og brenndi fyrir æðar jafn- óöum. Brátt kom höfuökúpan í Ijós. Sig- urður fór með skuröarhnif undir húöina og losaöi allt höfuöleöriö millí skuröar og augnabrúna. Hann bretti siöan þetta svæöi fram yfir nef konunnar þannig aö hún sá sinn eiginn hársvörö, en ég horfði á bera höfuðkúpuna og innanvert höfuöleðriö. Ég horfði á konuna þar sem hún lá með höfuð- leöriö brett niður fyrir nef og hugsaði með mér, aö svona heföu indíánar Villta vestur- sins margoft séð. „Er ekki allt í lagi?" spuröi Siguröur og konan svaraöi því til, aö svo væri. Höfuöleöriö hreyföist með vara- hreyfingunum. Er húöin var orðin laus togaði Siguröur hana upp fyrir skurðinn og ákvað hversu mikiö enninu skyldi lyft. Hann skar síöan SJA NÆSTU SIÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.