Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 ftt$r$jtst$>fflMfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjöm Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Yfirburðasigur Ronald Reagans Ronald Reagan, frambjóð- andi repúblikana, vann yf- irburðasigur í forsetakosning- um í Bandaríkjunum sl. þriðju- dag. Hann bar sigurorð af mót- frambjóðanda sínum í 49 af 50 ríkjum og hlaut fleiri kjörmenn en nokkur annar forsetafram- bjóðandi í sögu Bandaríkjanna. Niðurstaða kosninganna er af- dráttarlaus stuðningur við stefnu Reganstjórnarinnar og störf hennar sl. fjögur ár. Stjórn Reagans hefur tekizt að lækka verðbólgu úr rúmum 12% í rúm 4% og auka hagvöxt, sem leitt hefur til lífskjarabata, þann veg að hinn almenni borg- ari í Bandaríkjunum horfir bjartari augum til framtíðar- innar að loknu fyrsta kjörtíma- bili forsetans en við upphaf þess. Atvinnuleysi er að vísu svipað nú og þegar Regan sett- izt á forsetastól. Engu að síður eru fleiri Bandaríkjamenn vinn- andi í dag en nokkru sinni fyrr og úrslit kosninganna sýna, að fólk hefur trú á því að sá efna- hagsbati, sem sagt hefur til sín í forsetatíð Reagans, muni í senn stuðla að vaxandi atvinnu- framboði og minkandi ríkis- sjóðshalla, sem verið hefur eitt helzt ádeiluefni andstæðinga forsetans á hendur honum. Ronald Regan hefur og aukið veg og styrk Bandaríkjanna út á við. Hann leggur áherzlu á við- ræður og gagnkvæma samninga milli lýðræðisþjóða heims og al- ræðisríkja sósíalismans. Hann telur hinsvegar líklegra til árangurs, að lýðræðisþjóðirnar setjist sterkar en ekki veikar að samningaborði, og hafi burði til að varðveita lýðræði, þingræði og almenn þegnréttindi til langrar framtíðar. Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst mál Bandaríkjamanna, hvern þeir velja til forseta í landi sínu. En það skiptir hins- vegar hinn lýðfrjálsa heim miklu máli, hvern veg það val tekst, vegna óhjákvæmilegs og margbreytilegs samstarfs þjóða í milli. Ronald Reagan er ekki hafinn yfir gagnrýni, frekar en aðrir dauðlegir menn, og honum hafa verið mislagðar hendur á stundum eins og öllum þjóðar- leiðtogum. En hann hefur óum- deilanlega marga kosti sem þjóðarleiðtogi. f Ijósi þeirrar reynslu, sem fyrir liggur eftir fjögurra ára setu hans á for- setastóli, er ástæða til vænta góðs af veru hans á valdastóli í Bandaríkjunum næstu árin. Samningar á almennum vinnumarkaöi Það er ástæða til að fagna þvi að tekizt hafa samning- ar milli aðildarfélaga Alþýðu- sambands íslands og viðsemj- enda þeirra, án verkfalla. Það var naumast við því að búast eftir þá samninga sem fyrir lágu milli BSRB og ríkis- ins, að ASÍ-samningarnir féllu í annan farveg en raun varð á. Það lofar hinsvegar góðu um framvindu mála, hve mikill áhugi kom fram, beggja megin samningaborðsins, í þá veru, að fara heldur skattalækkunarleið til kjarabóta. Sú leið hefði aukið ráðstöfunarfé heimila og kaup- mátt, án þess að hafa verð- bólguáhrif eða knýja á um gengislækkun til stuðnings út- flutningsframleiðslu. Það hagn- ast enginn af fleiri krónum í launaumslagi, ef þær smækka að kaupmætti í leiðinni, eins og gerzt hefur undantekningar- laust sl. einn og hálfan áratug. BSRB-samningurinn, sem fyrr varð í höfn, varð stefnu- markandi fyrir framhaldið, því miður. Þar með var höggvið skarð í verðbólguvarnir í þjóð- arbúskápnum. Sá skilningur, sem kom fram í viðræðum aðila vinnumarkaðarins á nýjum og raunhæfari leiðum til kjara- bóta, vekur hinsvegar vonir um, að byggja megi upp verðbólgu- varnir á ný og læra af mistök- um liðinnar tíðar. Eina raunhæfa leiðin til var- anlegs lífskjarabata er hinsveg- ar sú að auka þau verðmæti, sem til verða í þjóðarbúskapn- um á hverri tíð; þær þjóðartekj- ur, sem til skiptanna eru. Lífskjör hafa aldrei og verða aldrei til í samningum, heldur í verðmætasköpun atvinnuveg- anna. Það þarf að vekja alla hvata til að efla þá atvinnuvegi, sem fyrir eru, og skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og af- komu landsmanna. Samhliða þarf að styrkja markaðsstöðu framleiðslu okkar erlendis. Lífskjör okkar í bráð og lengd hvíla annarsvegar á verðmæta- sköpun og hinsvegar á milli- ríkjaverzlun, þ.e. á framleiðslu heima fyrir og verði útflutnings okkar á erlendum mörkuðum. Það, sem þjóðarframleiðslan gefur okkur, umfram tilkostn- að, ber uppi lífskjör okkar, hvort heldur er samneyzla eða einkaneyzla. Það er sá mergur máls, sem hver ábyrgur þjóðfé- lagsþegn verður að gera sér grein fyrir. Brestir í réttar — eftir Pétur Kr. Hafstein Það hafa margir kynlegir kvist- ir komið í lós í íslenzkri þjóðfé- lagsgerð síðustu daga og vikur í verkfalli opinberra starfsmanna. Sú spurning hefur leitað á hug- ann, hvort íslenzkt réttarríki væri á hvörfum og hvar það vald lægi í raun og veru, sem ætlað er til stjórnar hverju ríki, er því nafni vill heita. Umgjörð hins daglega lífs var á stundum að minnsta kosti í litlu samræmi við þann lagagrundvöll, sem menn hafa kosið að byggja landið á. Þá hlýtur við lyktir verkfalls opinberra starfsmanna nokkurn ugg að hafa sett að þeim, sem þó hafa viljað trúa því, að á íslandi væri samfé- lag siðaðra manna. Löggæzlu má ekki veikja Það er ljóst, að grundvallarregl- ur í samskiptum manna verður jafnan að halda í heiðri, ef ekki á að skapast skeggöld og skálmöld. Þótt réttur manna til að berjast fyrir bættum kjörum sé meðal helztu mannréttinda, verður að viðurkenna, að án löggæzlu er ör- yggi og velferð borgara stefnt í óhæfilega tvísýnu. Það er þess vegna víðs fjarri raunveruleikan- um, að unnt sé að fá lögreglu- mönnum verkfallsrétt, eins og gert var með lögum nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Sam- hliða þeirri löggjöf var því hins vegar aukið við lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að tilteknum hópum væri þrátt fyrir hina almennu reglu óheimilt að gera verkfall, þ.á m. dómurum, lögreglustjórum, toll- stjórum og ýmsum forstöðu- mönnum ríkisstofnana. Þetta var gert af augljósri þörf, og þar með var viðurkennt, að margvíslega starfsemi ríkisins má aldrei stöðva með verkfallsaðgerðum. Ég tel það sýnt, að löggjafinn hafi gert afdrifarík mistök á árinu 1976 með því að skipa löggæzlu- mönnum almennt ekki í þann hóp, sem ekki hefur verkfallsrétt. Það eftirlits- og varnaðarstarf, sem þeir hafa með höndum, verður ekki eina stund látið niður falla í siðuðu þjóðfélagi og réttarríki. Af þeim ástæðum kvaddi kjaradeilu- nefnd lögreglumenn nú úr verk- falli og til vinnuskyldu — að vísu með því fororði, að minni háttar störfum og fyrirgreiðslu skyldu þeir ekki sinna á verkfallstíma. Slík sundurgreining þjónar hins vegar engum tilgangi og er til þess eins fallin að slæva tilfinningu al- mennings fyrir þýðingu löggæzlu- starfsins og skapa óvissu og jafn- vel ugg. Á sama veg ættu toll- gæzlumenn að standa utan þeirra hópa, er lagt geta niður störf. Úr því að svo er ekki samkvæmt nú- gildandi löggjöf, hefði kjaradeilu- nefnd átt að kveðja þá almennt til starfa. Þeir teljast lögum sam- kvæmt til lögreglumanna ríkisins og hafa með höndum gæzlu þeirra hagsmuna, sem ekki er unnt að fórna í kjaradeilum. Meðan toll- gæzlumönnum er ekki að fullu haldið utan þeirra starfsgreina, er verkfall mega gera, verður í raun og veru að stöðva allar samgöngur við útlönd í verkfalli opinberra starfsmanna. Það er ljóst, að tollstjórar geta ekki sjálfir haldið uppi raunveru- legu og markvissu tolleftirliti við slíkar aöstæður. Með því að ætla þeim einum að tollafgreiða skip og flugför og kalla fáeina tollverði úr verkfalli til afmarkaðra tollstarfa, er í raun verið að víkja frá markmiðum tollalöggjafar um tolleftirlit, sem að öðru jöfnu er lögð rík áherzla á að framfylgja. Sama gildir, þótt fjármálaráð- herra taki þá ákvörðun að láta tollgæzlu að einhverju leyti lönd og leið um tíma. Ég tel það afar varhugavert, þegar hagsmunir ríkisvaldsins og almennings af ströngu tolleftirliti eru með Pétur Kr. Hafstein „Sú lausn er verri en engin að semja sig frá lögum og landsrétti og fá þannig sjálfdæmi í eigin sök. Það er ekki aðeins siðferðilega ámælisvert að fara fram á slíkt og ljá því máls, heldur er það svo hyl- djúp niðurlæging fyrir lýðveldið íslenzka, að dapuriegri gjöf verður því tæpast gefin á fer- tugasta afmælisári." handahófskenndum hætti látnir víkja um stundarsakir fyrir óskil- greindum hagsmunum einhverra aðila í þjóðfélaginu af því að verða fyrir sem minnstum óþægindum og röskun í verkfalli. Að sjálf- sögðu hefur verkfall á borð við það, sem nú er að baki, víðtæk Vil ekki gefa póiitísku ágreiningsmáli svo trúarlegt yfirbragð — segir Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, um skeyti sem hann sendi biskupi „ÉG TEL ?era af hinu illa áróður, sem miðar að því að vekja og við- halda ótta og hræoslutilfinningu meðal almennings," sagði Guo- mundur Kristjánason, bæjarstjóri í Bolungarvík, í samtali við blaða- mann Mbl. Sl. laugardag sendi Guð- mundur biskupi Islands skeyti, í framhaldi af fréttum nm bænaskrá nokkurra Vestfirðinga gegn bygg- ingu ratsjárstöðvar í fjórðungnum. Skeytið var svohljóðandi: „Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, Kirkjuþingi, Hallgrímskirkju, Reykjavík. 1 fréttatfma útvarps nú í hádeg- inu var greint frá því, að séra Lár- us Guðmundsson, prófastur ísa- fjarðarprófastsdæmis, hafi farið fram á stuðning Kirkjuþings við það, sem kallað var „bænaskrá Vestfirðinga gegn hugsanlegri byggingu ratsjárstöðvar á Vest- fjörðum." Vegna þessa óska ég undirritaður að koma á framfæri eftirfarandi: Ég er einn í hópi liðlega 99% íbúa Vestfjarða, sem ekki hafa undirritað neitt bænaskjal til stjórnvalda gegn hugsanlegri byggingu ratsjárstöðvar á Vest- fjörðum. Engu að síður tel ég mig til þess hóps manna, sem vilja stuðla að og efla frið meðal manna og þjóða og stuðla að gagnkvæmri afvopnun. Ég hef hinsvegar aðra afstöðu til þessa tiltekna máls heldur en prófasturinn og þau 0,8% íbúa Vestfjarða, sem hann hefur gerst talsmaður fyrir á Kirkjuþingi. Ég lýsi mikilli undr- un og vonbrigðum með málatil- búnaðinn, sem ég tel að ekki geti flokkast undir lýðræðisleg vinnu- brogð gagnvart minni afstoðu. Ég hlýt hinsvegar að lýsa því trausti til Kirkjuþings að það telji ekki í sínum verkahring að taka afstoðu í þessu tilgreinda máli. Þá ber ég fram þá ósk, að Kirkjuþing 1984 megi verða árangursríkt til efl- ingar kirkju og kristni á íslandi. Guðmundur Kristjánsson, safn- aðarfulltrúi, Hólssókn, Bolungar- vík." Guðmundur sagði eftir biskupi, að skeytið hefði verið fært þeirri nefnd, sem fjallar um ratsjár- stöðvamálið á Kirkjuþingi. „Til- gangur minn með þvi að senda skeytið var að vekja athygli á því, að hópurinn talaði ekki fyrir munn allra Vestfirðinga, eins og mátti skilja á umræðum og frétt- um," sagði hann. „Ég felli mig illa við að gefa þessu pólitíska ágrein- ingsmáli, sem aðild íslands að ör- yggis- og varnarsamstarfi vest- rænna þjóða er og hefur verið, svo trúarlegt yfirbragð. Ég virði að sjálfsögðu og viðurkenni rétt þeirra til að láta í ljós skoðanir sínar og fylgja þeim fram. Það er einmitt sá dýrmæti réttur, sem við viljum vernda og tryggja með ör- yggis- og varnarsamstarfinu." Hann sagði að tiltölulega nýleg skoðanakönnun virtist leiða í ljós að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi aðild að þessu samstarfi. „En því fylgja kvaðir," sagði hann, „meðal annars um varnar- og eft- irlitsstöðvar hér á landi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.