Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 21 Gaf Svetlana í skyn ófrelsi sitt? Moskvn, 15. BÖvember. AP. SVETLANA ALLILUYEVA, dóttir Stalíns sem hvarf svo skyndilega fri Bretlandi til Sovétríkjanna i dögunum, sist i gangi skammt fri Sovietskaya- hótelinu þar sem hún hefur búió síðan hún kom aftur til heimalands síns. í för meó henni var óþekktur maður, en dóttirin, Olga, hefur enn ekki sést Vestrænir fréttamenn reyndu aó nilgast Svetlönu og skjóta að henni spurn- ingum, en hún bandaði þeim reiðilega fri sér og sagðist ekki vera til viðtals. Eftir að hafa tölt á eftir Svetl- önu um hríð fengu fréttamennirn- ir loks viðbrögð. Svetlana stoppaði skyndilega og kallaði til þeirra: „Ég bý nú í þjóðfélagi þar sem athyglin beinist ekki að einstakl- ingum. Ég ætla að fara eftir sett- um reglum hér í Sovétríkjunum. Látið þið mig svo í friði, ef mér verður ætlað að ræða við ykkur, taka aðrir ákvörðun um það. Þeir munu einnig ákveða hvenær og hvar slíkt viðtal færi fram. Eitt er víst, það verður ekki á götum úti.“ Að þessu sögðu spurðu fréttamenn um hæl hvenær þeir gætu vænst þess að verða boðið til fundar með henni, en hún svaraði: „Því stjórna ég ekki, en ykkur verður öllum boðið ef af slíkum fundi verður." Sovéska fréttastofan Tass hefur greint frá því að Svetlana hafi endurheimt ríkisborgararétt sinn og hinni 13 ára gömlu Olgu hafi verið veitt ríkisborgararéttindi. Fregnir herma, að Svetlana sé í óða önn að leita að skóla handa Olgu dóttur sinni. Er sagt að Sameinuðu þjóðiman Rússar séu undrandi á því hversu lítið Olga kann í rússnesku. Fréttastofan minntist ekki einu orði á að Svetlana væri dóttir Stalíns, einhvers umdeildasta ráðamanns í Sovétríkjunum fyrr og síðar. Jólaljósin tendruð í London London, 15. nóvember. AP. Jólaljósin voru kveikt í Regent- stræti Lundúnaborgar I dag, en þau voru fyrst tendruð fyrir 30 ór- um. Michael prins af Kent tendr- aði Ijósin að þessu sinni. Sögu- persónur Walt Disney eru óber- andi I skreytingunni, einkum Andrés Önd, sem ótti sextugsaf- mæli ó órinu. Orðaskak um hersetu Rússa í Afganistan Snmeinuðu þjóðunum, 15. nóvember. AP. HERSETA Sovétríkjanna í Afganist- an bar ó góma í allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna er nokkrir full- trúar fordæmdu hernaðarumsvif Sovétmanna í landinu. Oleg Troyanovski sendiherra Sov- étríkjanna vísaði gagnrýninni ó bug Veður víða um heim Akureyri 4 skýjaó Amsterdam 11 bjart Aþena 13 skýjað Barcetona 14 skýjaó Berlin 6 bjart Brusaai 11 skýjaó CMcago 11 heiórikt Dublin 7 heiörfkt Fanayjar 7 rigning Frankfurt 7 akýjaó Ganf S ngning Haleinki 6 skýjaó Hong Kong 26 Skýjaó Jarúaalam 17 bjart Kaupmannahöfn 8 bjart Laa Palmae 20 skýjað Lisaabon 18 aói London 10 aól Loa Angeles 18 rigning Luxemburg S súld Malaga 19 skýjaö Mallorca vanlar Miami 22 skýjað Montreal 8 sól Moskva +4 bjart Naw York 12 skýjaO Osló 0 bjart Paria 11 skýjað Peking 5 rigníng Reykiavtk 5 rigning Rio de Janeiro 24 skýjaO Rómaborg 14 rigning Stokkhólmur 7 bjart Sydney 24 bjart Tókíó 12 akýjaó Vinarborg 4 akýjað Þórshöfn 9 rigning og sagði að „aðeins fóir hermenn" væru I landinu stjórnarhernum til trausts og halds og lagði hann óherslu ó að sovéskir hermenn væru til staðar fyrir þróbeiðni löglegra yf- irvalda í landinu. Sagði hann að and- spyrnumenn væru i stórkostlegum minnihluta og það væri fyrir löngu búið að kæfa niður „gagnbyltingar- .sinnana", nema fyrir tilstilli utanað- komandi stuðnings til þeirra. Sakaði hann Bandaríkin, Kína, Pakistan og fran um að hlaða undir andspyrnu- menn og sjó þeim fyrir vopnum. Ýmsir tóku til máls á eftir Rússanum, einn þeirra var Peter Maxey, fulltrúi úr bresku sendi- nefndinni. Hann sagði m.a.: „Afg- anir hafa heldur en ekki tekið vel á móti sovéska herliðinu, þeir hafa tekið svo vel á móti þeim að með- an á fimm ára hersetu Sovét- manna í landinu hefur staðið, hafa Rússar æ ofan í æ neyðst til að senda liðsauka vegna andspyrnu fólksins. Þvílíkar föðurlegar mót- tökur eða hitt þó heldur!" Síðan sagði Maxey, að með innrás sinni hefðu Sovétmenn kveikt slíkt bál um landið allt, að það yrði aldrei slökkt nema með fullri brottför herliðsins til síns heima. Hann sagði einnig lýsandi dæmi um vinsældir Sovétmanna og stjórnar Babraks Carmal, að 4 milljónir afganskra flóttamanna væru nú í Pakistan og íran. Óþekktur kaf- bátur í Óslófirði? ÓM, 15. nóvember. Fri Ju Erik Uure fréitantara Mbl. UPPI VARÐ fótur og fit í Óslófirði í dag, er þrír rækjuveiðimenn töldu sig sjó ó bak og sjónpípu kafbóts um þrjó kflómetra fró fjarðarbotninum. f fyrstu töldu tundurspillar sig finna eitthvað sem hefði getað verið kafbátur, en það laumaðist af rat- sjám þeirra áður en varði. Var svo leitað ákaft áfram, en ekkert kom í leitirnar. Þótti það með ólíkindum, því ekki liðu nema 15 mínútur frá þvi að tilkynnt var um kafbátinn uns leitarflugvélar með fullkomin ratsjártæki voru mættar á staðinn. Tónlistarunnendur Selfossi og Reykjavík Þriöja starfsár íslensku hjómsveitarinnar hefst meö tónleikum í íþróttahúsi gagnfræöaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóvember kl. 14:30. Aðgöngumiðar veröa seldir viö innganginn. HI jóms veitarst jóri: Ragnar Björnsson Efnisskrá Karl Hermann Pillney: Eskapaden Eines Gassenhauses. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Jacques Ibert: Suite Symphonique. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Frédéric Chopin: Mazurka nr. 17, Scherzo nr. 2. Einleikur: Stephanie Brown. Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 9, í Es-dúr, K271. Einleikur: Stephanie Brown. Einleikari: Stephanie Brown Að toknu meistarapróf i frá Julliard tónlistar- háskólanum (1976) vakti Stephanie Brown (1955) þegar athygli fyrir öryggi i tækni og túlkun. Síðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með tónleikum viðs vegar um Bandaríkin. Hún hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum þarlendis, og hefur nú á efnisskrá sinni fjölda píanó- konserta. Ummæli gagnrýnenda stórblað- anna hafa öll verið á einn veg: „Stephanie Brown er sannarlega undursamlegur píanóleikari, eigin tón og ákveðinn listræn- an persónuleika" (N. Y. Times). „Stephan- ie Brown er ungur píanisti með stórar hug- myndir og tækni sem hæfir þeim. Blæ- brigðin voru i fögru jafnvægi og styrkleika- breytingar virtust hlita innra afli hennar" (The Wahington Post). Þess má geta, að Stephanie Brown lék nú i haust þennan Stephanie Brown konsert Mozarts með þekktustu kammer- hljómsveit Bandarikjanna, St. Paul Chamber Orchestra, undir stjóm Pinnkas Zukerman. Efnisskrá þessi verður endurflutt á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Bústaðarkirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Áskriftarsímarnir eru 22035 og 16262. Þú getur tryggt þér áskrift með símtali og greitt gjaldið eftir samkomulagi. Önnur efnisskrá vetrarins verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 24. nóvember kl. 14:30 og endurtekin á áskriftartónleikum í Reykjavík sunnudaginn 25. nóvemberkr. 17:00. Daihatsusalurinn Ármúla 23. Símar 81733 og 685870 Þessir glæsilegu bílar eru til sölu hjá okkur núna, og eru á staðnum. MMC árgerö 1981, km 43.000. Litur beige. Verö 1 Colt GL Útvarp. Framhjóladrif. Vel með farinn. 190.000.- Subaru 4x4 station, árgerö 1980. Km 66.000. Verö ! WD 1600 Litur beige. Útvarp, vetrardekk, sílsalistar. 250.000.- Suzuki Fox jeppi, árgerö 1983. Km 22.000. Sem nýr. Verö 4x4 WD Litur hvítur. Útvarp og segulband. 295.000.- Galant GL 4ra dyra, árgerö 1979. Km aöeins 48.000. Vefö Mjög góöur bíll. Litur dökkgrænn. 160.000.- Toyota Hi-Luxe yfirbyggöur, 4x4 WD, árgerö 1981. Km 65.000. Litur rauöur/hvítur. Útvarp og segulband. Vetrardekk. Klæddur hjá Ragnari Vals. Bensínvél. Verö 500.000.- MMC Lancer árgerð 1980, 4ra dyra. Km aöeins 38.000. Verö GL 1400 Litur silfurgrár. Vetrardekk. 190.000.- VW Golf GL árgerö 1980. Km 64.000. Litur kopar- brúnn/svartur. Lituö gler. Útvarp. Vetrar- Verö og sumardekk. Mjög fallegur bíll. 170.000.- I SAAB 99 GL árgerö 1981. Mjög vel meö farinn. Verö Km aöeins 21.000. Litur dökkblár. 310.000.- og margl flaira ú (Muikré. Daihatsuumboðið Árwúte 23, símar 685870 Qfl 81733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.