Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 |: \ Meíntir 1111 atvinnusjúkdómar menn ekki eingöngu .hver er sjúk- dómurinn" heldur .hvað orsakaði sjúkdóminn". Oftast er um aó ræóa sjúkdóma sem bæði geta verið at- vinnusjúkdómar og ekki atvinnu- sjúkdómar. Ef viö tökum dæmiö um hjúkrun- arkonuna sem fær berkla eftir aö hafa smitast vió umönnun berkla- sjúklinga, þá eru hennar berklar í sjálfu sér ekkert frábrugönir berkl- um sjúklinganna, nema hvaó aö í hennar tilfelli er um aö ræöa sjúk- dóm sem er bein afleióing af atvinnu hennar." — Hve langt erum viö Islendingar á veg komnir varöandi upplýsingar um meinta atvinnusjúkdóma, miðaö viö aörar Noröurlandaþjóöir? „Hlutfallslega og miöaö vió mannfjölda þá er meira um tilkynn- ingar hér en gerist < Finnlandi og Danmörku, en hins vegar mun minna en er í Svíþjóö. Hins vegar veröur aö gæta þess aö á Noröurlöndunum eru sjúkdómar af völdum atvinnu bótaskyldir og tilkynningarnar mark- ast nokkuö af þvi. Hins vegar er þaö Ijóst aö ef viö ætlum aö hafa þaö gagn af tilkynningunum sem hægt er og nota þær í baráttunni gegn at- vinnusjúkdómum þá veróur aö bæta töluvert þaö ástand sem ríkir á þess- um vettvangi í dag,“ sagöi Vilhjálmur Rafnsson. V.E. Ljósm MblVAmi Sœberg Heyrnarskemmdir eru algengast- ar meöal þeirra mögulegu at- vinnusjúkdóma sem viðkomandi starfsmenn verða sjálfir aö gæta aó. Stúlkan á myndinni hefði því getaö stuólaö að varanlegu heyrnartapi seinna meir, heföi hún akki satt á sig eyrnahlífarnar aftur, strax aö lokinni mynda- töku. Starfsmaður við tölvuskjá þarf að huga að klæðnaði sínum ________Rætt við Þórunni Sveinsdóttur___ sjúkraþjálfara um þau fjölmörgu atriói sem gæta þarf að þegar unnið er við tölvuskjái svo ekki hljótist vanlíðan af vinnunni Alag á sjónina, röng lýs- ing, léleg hönnun á vinnuaöstööu og vinnu- tækjum, rangar vinnu- stellingar- og hreyf- ingar og lélegur tækjabúnaöur. Niöurstööur rannsókna sýna aö ofangreind atriöi eru helstu orsaka- valdar óþæginda sem starfsmenn viö tölvuskjái kvarta undan. Einnig viröist skipta miklu máli hversu lengi unniö viö tölvuskjá hverju sinni. Van- líðan starfsmanna viö tölvuskjái, sem vinna viö lélegar aöstæöur get- ur m.a. komið fram í augnþreytu, verkjum í vöövum og liöum, höfuö- verk og almennri þreytu. Við rædd- um viö Þórunni Sveinsdóttur, sjúkra- þjálfara, um hvernig heppilegast væri aó haga vinnu viö tölvuskjái og vinnuumhverfi þeirra. Þórunn haföi umsjón, ásamt þeim Vilhjálmi Rafnssyni yfirlækni og Vigfúsi Geir- dal, fv. fræóslufulltrúa, meö útgáfu leiöbeiningabæklings sem Vinnueít- irlit ríkisins gaf út í júní sl. undir yfir- skriftinni „Vinna viö tölvuskjái — Leióbeiningar um vinnutækni og vinnuaöstööu". „Bæklingar sem þessi hafa víöa verið gefnir út erlendis og segja má aö viö íslendingar höfum verið nokk- uö á eftir hvaö varöar útgáfustarf- semi af þessu tagi,“ sagði Þórunn. „En meö þessum bæklingi viljum við reyna aö benda fólki á leiöir til aö leysa úr vandamálum sem geta skapast vegna vinnu viö tölvuskjái. Því aö á sama hátt og vanda þarf valið á tölvubúnaói meö tilliti til tæknilegra möguleika, þarf aö huga vandlega aö því aó vinnuaóstaöa starfsmanna veröi góö. Viö viljum leggja áherslu á aó bæöi er hag- kvæmara og ódýrara aö taka tillit til góös aöbúnaöar og hollustuhátta strax á skipulagsstigi tölvuvæöingar en aö gera breytingar síöar meir. Einnig höfum viö hug á því aó ná til þeirra sem eru aó læra á tölvur eöa nota þær í námi. Seljendur tölva og þeir aðilar sem standa aö kennslu og námskeiöa- haldi um tölvur og tölvuvinnu, kenna fólki fyrst og fremst allt þaö sem varöar tæknilegu hliöina, en ekki svo mikiö vinnutæknina sem slíka og gildi góös aöbúnaöar. Oft má bæta úr vanlíðan starfsmanna vegna vinnu viö tölvuskjái á sáraeinfaldan hátt, en til þess aö þaö sé hægt veröur fólk aö gera sér grein fyrir orsökum vanlíóanarinnar og meö leiöbeining- unum vonum viö aö þaö sé hægt. Þegar bæklingurinn kom út dreifö- um viö honum til allra fyrirtækja og stofnana sem annaöhvort höföu þá þegar veriö tölvuvædd eöa viö höfö- um hugboö um aö myndu tölvuvæó- ast í náinni framtiö. Eins getur fólk nálgast bæklinginn hjá Vinnueftirlit- inu eöa hringt til aö leita sér upplýs- inga varöandi vinnu við tölvuskjái,” sagöi Þórunn. — I bæklingnum er bent á ýmis óþægindi, t.d. vöövabólgu og þreytu vegna rangra stellinga og elnhæfra hreyfinga, sem einnig þekkjast á meöal þeirra sem ekki vinna viö tölvuskjái. Á hvaöa vandamáli ber helst á meðal starfsmanna vió tölvu- skjái? f Bruce Mays er dálkahöfundur sem um þessar mundir skrifar í The New York Times Mag- azine. Hér veltir hann fyrir sér þætti sem hann telur hafa áhrif í karlmannleg- um samskiptum: Eg er ekki einn af þeim sem fara á völlinn í slagsmálahugleiö- ingum eöa hanga á börum í von um rifrildí. Samt er þetta segin saga: Ég er í neöanjaröarlestinni (rétti vett- vangurinn fyrir svona uppákomur) einn míns liös, eöa á gangi eftir fáfarinni götu, eöa í bilnum mínum viö umferðarljós, síöla kvölds. Kringumstæöurnar skipta ekki meginmáli. Þaö sem skiptir máli er þaö að ég er einn og ókunnur maöur í humáttinni. Þaö þarf ekki mikiö til aö ímyndunarafl mitt, sem mótaö er af þéttbýlisþrúguninni, taki kipp og valdi mér ugg. Þaö hefur ekkert aö segja þótt maöurinn sé trúlega ekki aö hugsa um neitt merkilegra en kvöldmatinn sem hann er oröinn of seinn í eöa vinkonuna sem hann er að koma frá eða kannski um mig sem hann er hálfsmeykur viö. Hvenær sem minnsti möguleiki er á árekstri er þaö nefnilega mitt fyrsta verk aö meta stööuna. Og niöurstaöan, þaö sem sálarróin veltur á, er áþreifanlegs eölis: Ræö ég viö gæjann eöa ekki? Aö sjálfsögöu geri ég mér þaö Ijóst — veit þaö meö fullri vissu — aö yröi þessi ímyndun að veruleika og til átaka kæmi, þá myndi ég ekki skunda af hólmi í nein- um dýröarljóma. Ég hef aldrei kýlt neinn, a.m.k. ekkert í líkingu viö þaö sem tíök- ast í Steve Canyon. Ég kann ekkert fyrir mér í hnefaleikum. Einu sinni borgaöi ég fyrir námskeiö í júdó en ég fór ekki einu sinni í fyrsta tímann. í vesturbænum í Chicago þar sem ég ólst upp var ég nafnkunnur bókaormur. En samt: Ræö ég viö hann? Sé svariö já, þá líöur mér betur. Ef þaö er nei, þá fer ég aö leita aö undankomuleiö. Ég held aö þessi tilfinning sé nokkuö sem hver einasti karlmaöur kannast viö, hvar svo sem hann er uppalinn og hvaö svo sem hann hefur sér til lífsviðurværis. Aörar spurningar af sama toga eru t.d. á þessa leiö: „Er ég klárari en þessi?“ „Er ég myndarlegri (eöa grennri, eöa fyndn- ari)? „Þaö er samkeppniseöliö í sinni frumstæðustu mynd sem hér segir til sín. Svona kemur það fram. Strákum er innrætt aö þeir eigi aö berjast til sigurs. Krefjist sigurinn þess aö lumbraö sé á öörum strák sem langar alveg jafnmikiö til aö vinna þá er ekki um annaö aö ræöa en gera þaö ella taka afleiöingun- um. Hver innrætir okkur þetta? Hvaöan kemur þessi siöur. Segjum aö viö séum i bíltúr. Pabbi er meö mig og vin minn í baksætinu á gömlu druslunni okkar. Á hægri hönd er annar bíll. Viö erum á hraöbrautinni, á leiöinni noröur í Wisconsin. Þetta er fyrir tuttugu árum, s.s. áöur en 90 km hraöa- mörkin tóku gildi, og nokkur hundruö metra framundan mjókkar vegurinn þar sem tvær reinar veröa aö einni. Bilarnir aka samsíöa. Hinn bíllinn má lika muna fífil sinn fegurri. Um leiö og þessir gömlu drekar auka hraöann sé ég aö í hinum bílnum eru líka krakkar í baksætinu og þeir eru aö mana pabba sinn rétt eins og viö: „Faröu framúr honum!“ Sama geggjunin í báöum bílunum. „Geföu í, pabbi, og faröu framúr." Ööru sinni var vinur minn — á stærö viö mig (kannski örlítið hærri) — að skunda niður Michigan Avenue, af öllum stöðum. Allt í einu eru tveir bygginga- menn komnir á hælana á honum. Síöan er potað í annan hælinn á honum og hann hrasar. Hann lítur um öxl. Þaö lék enginn vafi á aö þetta var meö vilja gert. Þeir höföu hægt á sér en horföu fast á hann eins og þeir væru aö bíöa eftir því aö hann segöi eitthvaö. Hvaö átti hann aö segja? Báöir voru þeir ungir og sól- brenndir meö stælta arma. Þeim var í lófa lagiö aö jafna um hann og þaö vissu þeir allir þrír. Vinur minn gekk á braut og leit ekki aftur um öxl. Svona fara karlmenn aö því aö tjá sig, sin á milli. Á þessari bylgjulengd láta þeir skrokkinn tala. Því er þaö aö jafnvel nánustu vinir dangla hver í annan þegar þeir hittast en gæta þess þó aö slá ekki svo fast aö hægt sé aö taka þaö sem ögrun. Maöur þarf ekki endilega aö lenda í slagsmálum. Þaö er nóg aö líta út I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.