Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 64
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SÍMI 11633
EOT NORT AliS SHAAR
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
MorgunbUdid/Sigurgeir
Vestmannaeyjar:
Y> ■<■■■■■! jjui. 11 ■ér<«bw.
ÞAÐ hefnr viAraA rel fyrir trilhi-
karla ■ndanfamar rikur og hafa
þeir sótt rel á miAin rið Eyjar. Og
þeir hafa margir gert það gott og
komið með góðan afla at landi.
Signrgeir Jónasson, Ijósmyndari
Nforgnnblaósins, hitti þá feóga
Goójón Böórarason og Jón Inga
non hans þegar þeir komn að landi
eitt siðdegið nm daginn i trilhi
Gnðjóna, sem ber það ágmta nafn
Gani gamlL Þeir feðgar höfóu lagt
línu og uerri fyllt trilluna af ágæt-
in fiskL
Jón Ingi Guðjónsson rekur
einu fiskbúðina f Eyjum og hefur
verið röskur við að sækja sjálfur
fisk á miðin með föður sinum á
Gaua gamla, sem hann hefur
síðan selt glænýjan í fiskbúð
sinni.
Góður afli Gai
og annarra tri
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar:
Skuldir veitunnar
rúmlega milljarður
SKULDIR Hitareitu Akraness og
Borgarfjarðar ern nú rnmlega einn
milljarðnr króna. Tekjnr á þessu ári
mnnn ekki standa undir vaxtagreiósl-
nm, sem verða um 104 milljónir, að
þvi er Ingólfur Hrólfsson hitaveitu-
stjóri sagði í samtali við blaóamann
MbL í gær. „í augnablikinu sjáum
við ekki fram á að geta borgað eóa
hvernig nt nr þessu verður komist,"
kenna um ónógri skipulagningu eða
röngum forsendum við uppbygg-
ingu hitaveitunnar þótt staöan
væri nú sú, sem hann hefði lýst.
„Það var að visu reiknað með að
vatnssala yrði meiri og að hægt
yrði að byggja hitaveituna upp með
eðlilegum lánskjörum. Tapinu
vegna minni vatnssölu höfum við
getað náð upp með hærra verði en
það hefur hinsvegar ekki dugað til
að bæta upp mismuninn vegna hins
háa gengis dollarans," sagði hann.
Hreint tap af rekstri hitaveit-
unnar á síðasta ári var 95,6 millj-
ónir króna en um siðustu áramót
voru skuldirnar samtals liðlega 850
milljónir. Vaxtagreiðslur á fyrra
ári námu tæplega sjöföldum árs-
tekjum ársins 1984.
Uppboðið á Óskari Magnússyni EA:
Uppboðslaun
til ríkissjóðs
985 þúsund kr.
RÍKISSJÓÐUR fær í uppboóslaun 1 % af söluverði skuttogarans Óskars
Magnússonar EA, eða 985 þúsund krónur, sem sleginn var Krossvík hf. á
98,5 milljónir kr. á nauðungaruppboði á Akranesi fyrir skömmu. Nauðung-
aruppboðið hefur ekki verið gert upp og ekki vitaó hversu há innheimtu-
laun bæjarfógetinn fær.
Um innheimtulaun gilda þær
reglur, að ef sala fer fram á
nauðungaruppboði á uppboðs-
haldari að fá 1% innheimtulaun
af því sem hann innheimtir eða
innheimtist fyrir hans atbeina.
Innheimtulaunin skal hinsvegar
ekki greiða af uppboðsandvirði í
vissum tilvikum eins og þegar
lán hvíla áfram á eign eða kaup-
andi og kröfuhafar semja um
skuldir án atbeina annars, en það
virðast kaupandi og aðalkröfu-
hafi við uppboð óskars Magnús-
sonar vera að gera.
Þjóðleikhúsið:
Ríkharði III
frestað um ár
ÁKVEÐIÐ HEFUR verið að fresta sýningum á „Ríkharói 111“ eftir William
Shakespeare, sem átti að veróa jólaleikrit Þjóóleikhússins í ár. Leikverkið
verður þess í stað sýnt fyrir jólin 1985, að því er Císli Alfreðsson, Þjóðleik-
hússtjóri, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær.
„Ástæða frestunarinnar er sú,
að vegna verkfalls BSRB tafðist
vinna við verkið um mánuð. Það
varð því ljóst, að ekki tækist að
ljúka æfingum og annarri undir-
búningsvinnu f tæka tið og að auki
voru bæði leikstjóri og búninga-
teiknari búnir að ráðstafa sér í
önnur verkefni þegar í byrjun
janúar,“ sagði Gfsli Alfreðsson.
„Leikstjórinn, John Burgess frá
breska þjóðleikhúsinu, átti upp-
haflega aö koma til landsins i
byrjun október en úr því varð ekki
fyrr en að afloknu verkfalli. Hann
fer heim nú fyrir helgina en það er
langt í frá að vinnan, sem hann
hefur lagt i verkið, hafi verið unn-
in fyrir gýg, hún hefur raunar lík-
að fádæma vel hjá öllum þeim,
sem nærri hafa komið. Burgess
lagði til dæmis mikla vinnu i hlut-
verkaskipan og á þvf verður engin
breyting þegar vinna hefst að nýju
næsta haust.* Helgi Skúlason mun
fara með hlutverk Ríkharðs III.
Þjóðleikhússtjóri sagði að
„Ríkharður III* væri metnaðarfull
sýning, sem mikið hefði átt að
leggja í, og því hefði verið talið
„réttast fyrir alla að fresta henni
nú og setja upp fína Shakespeare-
sýningu að ári.“
Verkfall opinberra starfs-
manna, þar með talinna leikara og
annarra starfsmanna Þjóðleik-
hússins, varð einnig til þess að
frumsýningu á „Skugga-Sveini“
eftir Matthfas Jochumsson, sem
átti að verða um miðjan október,
hefur verið frestað til 23. nóvem-
ber næstkomandi.
Á veitusvæðinu eru íbúar um
7.000 en skráðir notendur, þ.e.
fjöldi útsendra reikninga, eru um
2.300. Það þýðir að hver notandi —
hver fjölskylda eða fyrirtæki —
skuldar nærri hálfri milljón króna.
Við bætist að gjaldskrá Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar er hin
hæsta á landinu, notendur á veitu-
svæðinu borga tæplega fjórum
sinnum meira en t.d. notendur á
veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur,
skv. þvf, sem fram kom á vetrar-
fundi sambanda rafveitna og hita-
veitna, er hófst f Reykjavik f gær.
„Það stendur í mönnum að
hækka gjaldskrána frekar en það
gæti orðið nauðsynlegt," sagði Ing-
ólfur Hrólfsson. „Það sem veldur
þessu fyrst og fremst er gengis-
þróun — hitaveitan var fjármögn-
uð með erlendum lánum, dollara-
lánum, og það hefur hækkað skuld-
ina langt umfram verðlagið. Þetta
voru að mestu skammtimalán, tek-
in á árunum 1980 og ’81. Um þessar
mundir er verið að reyna að hag-
ræða lánunum, þannig að það liggi
Ijóst fyrir til hversu langs tíma þau
eru.“
Ingólfur sagði að ekki mætti
Skeiðarárjökull ryðst fram eftir 50 ára hlé:
5 km jökultunga hefur geng-
ið 30 metra fram á þessu ári
Skeiðarirjökull hefur gengið
fram í sumar um 30 metra á 5 krn
breiðum kafla á miójum Skeiðarár-
sandi, en jokullinn hefur veríð að
hopa f hálfa öld. Jökultungan við
lónin undan jöklinum er nú oróin há
og brött, en var fyrr á árinu sleikt og
þiinn samkvæmt upplýsingum Sigur-
jóns Rist vatnamælingamanns. Sig-
urjón sagði f samtali við Mbl. að
sagan befði sýnt aö einu til einu og
hálfu árí eftir aó Skeióarárjökull
gengi fram hefðu koraið veruleg
hlaup undan jöklinum. Skeióarár-
jökull befur verió að hopa síðan
1930 meó smá hvfldum og þvf hafa
myndast mikil lón og vötn meófram
jöklinum, allt að eins kflómetra
breió.
Jöklarnir hafa yfirleitt minnk-
að mjög mikið í sumar að sögn
Sigurjóns, nema miðjan á Skeið-
arárjökli sem skríður fram
skammt austan við Gígjukvfsl á
miðjunum sandinum.
Sigurjón sagði að af gamalli
reynslu hefði Ragnar Stefánsson f
Skaftafelli ákveðið landmið frá
Skaftafelli til þess að fylgjast með
hæð jökultungunnar, þ.e. miðið er
f Hvirfilsdalsskarði norðan við
Lómagnúp og á miðju sumri fór
jökullinn að hækka snarlega, en
bæði austur- og vesturendar jök-
ultungunnar hafa rýrnað á þess-
um tíma. 1 kjölfar slíks fram-
skriðs hafa oft orðið „hin réttu
Skeiðarárhlaup* eins og Sigurjón
orðaði það, en litlu hlaupin 1982
og 1983 fluttu aðeins um Vto af
vatnsmagni „hefðbundins" Skeið-
arárhlaups, enda kvað Sigurjón
yfirborð Grímsvatna hafa náð nú
þegar sömu hæð og fyrir hlaupin.