Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 49
kona, sem vildi láta gott af sér leiða. Eitt var það sem var svo heillandi í fari hennar, sem er því miður alltof fátítt nú til dags, að hún kunni að hlústa á sjónarmið annarra og tókst að vekja traust viðmælenda sinna, með sínu hlýja brosi og framkomu, og færa sér þeirra sjónarmið í nyt, ef þau voru af hinu góða til framdráttar þeim góðgerðarmálum, sem hún vann að, í það og það skiptið. Merk kona og góð er gengin, en minningin lif- ir i hugum þeirra sem þekktu hana best og át.tu hana að vini. Efst í huga mínum er þakklæti sem ég aldrei gat fullgoldið. Það var fermingarvorið mitt er fyrstu kynni mín af henni hófust, þá knúði hún dyra heima hjá mér og í fylgd með henni var þýsk mág- kona hennar. Erindið var að falast eftir mér til að líta eftir elsta syni þeirra hjóna, Jóni, sem var á öðru ári. Sumrin urðu þrjú, því ég gætti einnig næstelsta sonarins, Guð- jóns, var það mér þroskandi og lærdómsríkur tími er ég naut samvista við þessa hugljúfu konu og mann hennar. Sem dæmi um ræktarsemi í minn garð var að þegar ég kvaddi að hausti til að setjast í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík, sagði Sigþrúður: „Þeg- ar þú hefur lokið prófi við skólann, þá ætlum við Ólafur að útvega þér einhverja góða vinnu." Þetta var á kreppuárunum og litla vinnu að fá. Stóð allt eins og hún sagði og fékk ég vinnu hjá manni hennar við skrifstofustörf, slík ræktar- semi og tryggð eru ef til vill ekki í miklum hávegum höfð í dag þar sem allt er talið sjálfsagt. Hjá þeim hjónum giltu aðeins munn- leg loforð en ekki undirskrift á löggiltan skjalapappir. Vann ég þar til ég giftist, þá var ég leyst út með gjöfum frá fyrirtækinu, hjón- unum og frá Maríu á Bergstöðum, móður Sigþrúðar. Ég minnist margra ljúfra stunda frá heimil- inu Bergstaðastræti 67 og Flóka- götu 33 og ekki síst eru minn- ingarnar ljúfar frá verunni í sumarbústaðnum, Valhöll í Kjós. Einhverju sinni sagði Sigþrúður við mig er ég var í heimsókn hjá henni, það var eftir að ólafur maður hennar var látinn, hann dó 8. október 1973: „Svava mín, ég vil verða fyrst til þess að segja þér að það er búið að selja sumarbústað- inn, en ég veit að þú verður ekki fyrir vonbrigðum þegar þú veist hver keypti hann.“ Slík tillitssemi er fátíð, en hún vissi um mínar sterku tilfinningar og minningar frá dvöl minni með fjölskyldunni þar. Ætíð var María móðir Sig- þrúðar líka með okkur i sumar- bústaðnum og var þar oft margt um manninn og glatt á hjalla. Sið- asta heimsókn min er ég naut á hennar dýrlega menningarheimili var er Sigþrúður varð 75 ára þann 15. desember sl. Gleymi ég ekki þeirri fögru og innilegu framkomu er Sigþrúður stóð prúðbúin í and- dyri heimilis sins ásamt sinum fjóru glæstu sonum, þeim Jóni, Guðjóni, Gunnari Erni og ólafi Helga, er tóku á móti þeim mikla fjölda gesta er heiðruðu húsmóð- urina á þessum tímamótum. Minningarnar streyma fram og gleymast e, þær geta engir frá okkur tekið. Að síðustu sendi ég sonum hennar og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið þeim blessunar Guðs á komandi tímum. Einnig vil ég flytja bróður hennar, dr. Oddi, og konu hans Lotti, mína innilegu samúðarkveðju. Þeir sem hafa átt mikið verður missirinn meiri. Ég kveð hina látnu vinkonu mína og bið góðan Guð að varðveita sálu hennar og leiða á nýjum brautum. Þinn andi er floginn um ómælisgeim sín eilífðarstðrfin að vinna. Já, nú ert þú alsæl og alkomin heim til hjartkæru ástvina þinna. Við vitum, þó sæki oss harmur og hryggð, nú Herrann þig örmunum vefur. Hann launi þér alla þá ástúð og tryggð, sem auðsýnt af hjarta þú hefur. (Í.H.) Hvíli hún í friði. Svava Jóhannesdóttir MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 49 Það er hlutskipti okkar, sem komin erum á efri ár, að verða að sjá á bak mörgum góðum vinum, konum og körlum, sem voru okkur á ýmsan hátt krydd lífsins og mik- il eftirsjá er að. Þetta verður ekki umflúið, en við söknuðinum er sú bót, að minningin lifir um góða vini og mikilhæfa. í hóp horfinna góðvina minna og konu minnar hefur nú bæst frú Sigþrúður Guðjónsdóttir, Flóka- götu 33, ekkja Ólafs H. Jónssonar, framkvæmdastjóra, „Dúa i Alli- ance“ eins og hún var jafnan köll- uð meðal vina og kunningja. Hún andaðist í Landakotsspítala 10. þ.m., eftir stutta legu. Eigum við þar á bak að sjá tryggum vini, mikilhæfri konu og góðum dreng. Sigþrúður Guðjónsdóttir fædd- ist að Bergsstöðum í Reykjavík, 15. desember 1908. Hún var dóttir hjónanna Maríu Guðmundsdóttur og Guðjóns Gamalielssonar, múr- arameistara, sem þar bjuggu allan sinn hjúskap og voru kunnir og mikilsmetnir Reykvíkingar. Foreldrar Maríu voru Guð- mundur bóndi og næturvörður á Bergsstöðum, sem fluttist til Reykjavikur 1870, ættaður frá Seli i Grímsnesi og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Sandfellskoti i Hraungerðishreppi. Foreldrar Guðjóns voru Gam- aliel bóndi i Hækingsdal í Kjós, Oddssonar bónda á Indriðastöðum í Skorradal og Þuríðar Jörunds- dóttur bónda á Mófellsstöðum. Var Guðjón bróðir Guðmundar Gamalielssonar hins kunna bók- sala og útgefanda. Guðjón Gamalielsson lauk prófi í múraraiðn í Kaupmannahöfn ár- ið 1900 og var síðan múrarameist- ari í Reykjavík til dauðadags 1929. Hann var yfirsmiður við stein- smiði og múrverk við margar stór- byggingar, var um langt skeið trúnaðarmaður landsstjórnarinn- ar við opinberar byggingar og forystumaður í iðngrein sinni. Börn þeirra Guðjóns og Marfu voru auk Sigþrúðar Guðmundur húsameistari, er andaðist 1966, og dr. Oddur hagfræðingur og sendi- herra, sem nú er einn þeirra á lífi. Með þeim systkinum voru alla tíð miklir kærleikar og samheldni þeirra einstök. Sigþrúður ólst upp ásamt bræðrum sínum á ágætu heimili foreldra sinna á Bergsstöðum. Hún gekk i Kvennaskólann i Reykjavík og lauk prófi þaðan 1926. Árið 1927 og til 1930 stund- aði hún nám í tónlist og tónlistar- fræði í Kiel í Þýskalandi og lauk þar prófi i píanóleik. Hún kom heim að því loknu og var ritari hjá Eimskipafélagi íslands 1930 til 1931. Veturinn 1930 héldum við stúd- entarnir frá 1924 bekkjar- skemmtun. Guðmundur Guðjóns- son, sem var bekkjarbróðir okkar, bauð Sigþrúði systur sinni í þetta hóf, sem haldið var m.a. fyrir for- göngu Ólafs H. Jónssonar, er þá hafði nýlega lokið prófi í lögfræði. Tókst þá með þeim Sigþrúði og Ólafi góður vinskapur, sem leiddi til þess, að þau gengu í hjónaband 22. september 1931. Foreldrar ólafs H. Jónssonar voru hinn landskunni merkismað- ur Jón ólafsson, skipstjóri, síðar framkvæmdastjóri, alþingismaður og bankastjóri, frá Sumarliðabæ og kona hans, Þóra Halldórsdóttir frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Jón var einn af stofnendum hf. Alliance og framkvæmdastjóri þess um langt skeið, eða þar til hann var skipaður bankastjóri Út- vegsbanka íslands 1930. Tók ólaf- ur þá við framkvæmdastjórninni af föður sínum og gegndi því starfi þar til félagið hætti störfum 1967. Var Alliance um langt skeið eitt af stærstu einkafyrirtækjum á ís- landi. ólafur átti mikinn þátt í byggingu síldarverk8miðjanna í Djúpavík á Ströndum og Dagverð- areyri við Eyjafjörð og var fram- kvæmdastjóri þeirra þar til þær urðu að hætta störfum, er síldin hvarf frá landinu. Hann var auk þess stjórnarmaður margra ann- arra fyrirtækja og hafði marg- háttuð afskipti af málum sjávar- útvegsins. Eins og kunnugt er hef- ur gengið á ýmsu í íslenskum sjáv- arútvegi. Komið hafa góð og gjöful ár, en einnig ár tapreksturs og erf- iðleika. Ólafur tók góðærunum með jafnaðargeði og mætti erfið- leikunum með þeirri þrautseigju og karlmennsku, sem honum voru gefnar í ríkum mæli. í öllum þess- um umsvifum var Sigþrúður hans stoð og stytta, enda voru þau mjög samhent og hjónaband þeirra á allan hátt hið besta og farsælasta. Þau Sigþrúður og Ólafur eign- uðust fjóra syni og eru þeir þessir: Jón, hæstaréttarlögmaður, fædd- ur 1932, kvæntur Ólöfu Birnu Björnsdóttur, prófasts á Auðkúlu. Guðjón, aðalbókari hjá Olíuverzl- un Islands, fæddur 1936, kvæntur Áslaugu Sigurgrímsdóttur frá Holti. Gunnar örn, framkvæmda- stjóri Lifeyrissjóðs málm- og skipasmiða, fæddur 1940, kvæntur Soffíu Pétursdóttur ólafssonar. ólafur Helgi, viðskiptafræðingur, fjármálastjóri Orkubús Vest- fjarða, fseddur 1945, kvæntur Margréti Þorleifsdóttur Thorlac- ius. Þau Sigþrúður og Ólafur hófu búskap sinn á Bergstaðastræti 67, en 1942 byggðu þau húsið Flóka- götu 33. Bjuggu þau þar við mikla rausn og híbýlaprýði þar til Ólaf- ur andaðist fyrir aldur fram 8. október 1973. Sigþrúður bjó þar áfram að Ólafi látnum og hélt rausn sinni og reisn til dauðadags. Heimili þeirra Sigþrúðar og Ólafs var frábærlega glæsilegt og bar smekkvísi þeirra fagurt vitni. Samheldni fjölskyldunnar og heimilisbragur allur var eins og best verður á kosið. Þau voru sam- hent um rausn og gestrisni og hrókar alls fagnaðar á glöðum stundum. Ættingjum þeirra, sam- starfsmönnum og vinum var tíð- förult á heimili þeirra og eiga þeir þaðan margar og góðar minn- ingar. Sigþrúður var mikil húsfreyja og sonum sínum frábær móðir. Naut hún þess hjá þeim er hún var ein orðin að Ólafi látnum. Sigþrúður vann mikið að félags- og líknarmálum. Hún vann mikið starf í Kvenfélaginu Hringnum, fyrst í fjársöfnunardeild og síðan í stjórn þess. Hún var f stjórn fé- lagsins frá 1955 til 1970, var vara- formaður þess frá 1907 til 1961 og formaður frá 1961 til 1970. Hún opnaði í nafni félagsins Barna- spítala Hringsins 1965 og afhenti hann íslenska ríkinu. Hún var kjörin heiðursfélagi Hringsins 1974 og var til hins síðasta mjög umhugað um störf og hag félags- ins. Sigþrúður var i varastjórn og stjórn Bandalags kvenna í Reykja- vík 1965 til 1980 og starfaði einnig í Oddfellow-reglunni. Hún var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunn- ar 17. júní 1973 fyrir störf að fé- lags- og líknarmálum. Sigþrúður Guðjónsdóttir var glæsileg kona. Hún var frið sýn- um, í hærra meðallagi, beinvaxin og íturvaxin, prúð og fyrirmann- leg í framgöngu, svipurinn i senn festulegur og góðlegur. Hún var ágætlega greind og skemmtileg i viðræðu og brá þá oft fyrir góð- látlegri kimni i svipnum. Hún vakti athygli hvar sem hún fór. Við ólafúr maður Sigþrúðar vorum sambekkingar í mennta- skóla, tókum lögfræðipróf sam- timis og lásum saman undir það próf. Milli okkar var vinátta, sem aldrei bar skugga á meðan við lifð- um báðir. Er við kvæntumst urðu konur okkar, þær Sigþrúður og Ánna, strax þátttakendur í þeirri vináttu. Svo atvikaðist að allt frá 1943 bjuggum við i sömu götunni og aðeins fá hús á milli. Varð þá tíðförult milli heimilanna. Hélst það einnig eftir að Ólafur féll frá. Er margs að minnast frá þeim góðvinafundum. Er nú dauflegra að líta upp eftir Flókagötunni er þau ólafur og Dúa eru bæði horf- in. Endurminningin mun þó merla þau í mánasilfri. Við Anna þökkum Sigþrúði margra áratuga órofa vináttu og óskum henni velfarnaðar á nýjum leiðum. Sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum, dr. Oddi bróður hennar og öðrum ástvinum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góða konu vera þeim til huggunar. Torfi Hjartarson Minning: Sveinn Ólafsson loftskeytamaður Fæddur 17. maí 1903 Diinn 2. október 1984 Þegar móðir mín, Anna Lýðs- dóttir, gekk það heillaríka spor í lífinu að kvænast stjúpa mínum, Sveini Ólafssyni, loftskeytamanni, er ég var á barnsaldri, eignaðist ég minn besta vin hér heima. Er ég þroskaðist átti ég eftir að kynnast hans mannkostum og skilja hversu mikil guðsgjöf var að eign- ast vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Eftir að móðir mín andaðist fyrir 17 árum átti ég ávallt at- hvarf hjá honum Svenna mínum þegar ég kom hingað í heimsókn eftir margra ára búsetu erlendis. Hann reyndist mér sem besti faðir og rofn&ði aldrei okkar góða sam- band, þrátt fyrir fjarlægðina á milli okkar. Sveinn ólafsson var mikill hæfileikamaður og skarpgreindur. Músíkalskur með afbrigðum og bókmenntalega sinnaður. Hann var alltaf sjálfur sér nógur innan um bækurnar sínar og var mikill grúskari. í bókaskápnum á heimili hans voru hreinnstu perlur. Mér er óhætt að segja að aldrei hafi ég borið meiri virðingu fyrir nokkrum manni sem ég hefi kynnst í lifinu. Þær góðu minningar sem ég á um fóstra minn mun ég geyma í huga mínum meðan ég lifi. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Guð blessi hann. Anna Vala Wiesenberg, Flushing, N. York. Minning: Halldór Helgi Jóhannesson Fæddur 9. desember 1901 Dáinn 9. nóvember 1904 „Fagna þú sál min. Lit þú víðlend veldi vona og drauma er þrýtur rökkurstiginn. Sjá hina helgu glóö af arineldi eilifa kærieikans á bak viÖ skýin. Fagna þú sál min dauöans kyrru kveldi. Kemur upp fegri aól er þeasi er hnigin." (Jakob J. Smári) í dag fer fram frá Hallgríms- kirkju útför Halldórs Helga Jó- hannessonar. Hann var Húnvetn- ingur að ætt, sonur hjónanna Elísabetar Þorleifsdóttur frá Stóradal og Jóhannesar Hall- dórssonar frá Móbergi. Þau dvöldu á ýmsum stöðum í Langa- dal, lengst þó á Móbergi. Hann var fjórði í röðinni af 9 börnum þeirra hjóna og nú hið fjórða, sem kveð- ur. Látin eru: Kristín, Jón og Guð- mundur. Eftir lifa: óskar, Björg, Ingiríður, Svavar og Axel. Sam- band þeirra systkina hefur alltaf verið bundið sterkum böndum, þó fjarlægðin hafi skilið þau að. Halldór dvaldi á ýmsum bæjum I Langadal, ýmist sem smali eða vinnumaður, og bóndi var hann á Brún í 10 ár. Árið 1946 flytur hann svo til Reykjavíkur og bjó lengst á Lindargötu 62. Nú að leiðarlokum, er ég kveð Halldór mág minn er margs að minnast. Hann var alda- mótabarn, fæddur við upphaf þeirrar aldar, er séð hefir mesta byltingu bæði i innri og ytri að- búnaði manna. Halldór var maður hlédrægur, grandvar og prúð- mannlegur í framkomu. Hann var sá sem engan særði, gekk hljóðum skrefum og þreytti engan með þysi. öll störf er hann vann voru íeyst af hendi með sömu trú- mennskunni, hvort heldur um smölun á norðlenskum heiðum var að ræða, er sólin skein og allt var gróðri vafið og lækjarniðurinn gerði lundina létta, eða á köldum vetri er dagar gerðust dimmir. Hann vildi sjá öllu vel borgið sem honum var trúað fyrir. Ég hygg hann hafi notið mestrar hamingju í starfi, er hann var við búskap, þótt þau störf væru erfíð og ólík því sem tækni nútímans býður upp á. Hin sama var niðurstaðan, er hann gerðist verkamaður hér og vann hann lengst i bygginga- vinnu meðan heilsan entist. Hann las ávallt mikið og safnaði ýmsum fróðleik, ferðaðist innanlands og naut útivistar og fegurðar. Hann hafði trútt og gott minni og gott var að leita svara hjá honum, en þau gaf hann aðeins væri hann viss um að rétt væri með farið. Móðir hans varð öldruð kona. Henni unni hann heitu hjarta og minntist ávallt afmælisdags henn- ar 9. nóvember og er það ekki táknvert að á þeim sama degi lýk- ur hann Hfsgöngu sinni. Halldór fór sjúkur en sjálfbjarga inn á Landakotsspítala og að 12 dögum liðnum var hann allur, sáttur við allt. Ættingjar og vinir kveðja með hlýrri þökk. Hann sem ræður lífi og dauða blessi hann á nýrri leið hans yfir á land lifenda. Hallfriður M. Böðvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.