Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NOVEMBER 1984 Vilja 10 milljarða stríðsskaðabætur Niqoira, Líbanon. 15. nórember. AP. SENDINEFNDIR Líbanon og Waeis sátu á fundum í dag og ræddu brottflutning fsraelshers frá suðurhluta Líbanon. Báðir aðil- ar lýstu yfir þörf á frekari fundar- höldum, en óljóst er hver árangur hefur orðið af þeim fundum sem liðnir eru. Líbanir lögðu fram nokkrar mjög stífar kröfur á fundinum í dag, m.a. kröfu upp á 10 millj- arða dollara stríðsskaðabætur. Einnig skilyrðislaust og skjótt brotthvarf fsraelska herliðsins frá Líbanon „til þess að frelsa líbanska alþýðu úr hinu risa- vaxna fangelsi sem fsraelar hafa gert úr Suður-Líbanon." Verkfall í Bólivíu lamar allt athafnalíf Lt Paz, 15. BÖTember. AP. ALLT ATHAFNALÍF í Bólivíu nær lamaðist í dag er námamenn, kennarar og skrifstofufólk lögðu niður vinnu um óákveðinn tíma til að leggja áherslu á launakröfur sínar, verðlagseftirlit og að tryggt verði að nægar birgðir nauð- synjavöru verði jafnan fyrir hendi. Verkfallið kemur á versta tíma fyrir borgarastjórn Hernan Siles Zuazo forseta, sem stjórnarand- staðan hefur að undanförnu hvatt til að efna til kosninga sem fyrst. Samtök bólivískra launþega hafa hótað að frá og með mánu- degi leggi einnig niður vinnu starfsmenn samgöngutækja, bens- ínafgreiðslumenn, starfsfólk mat- vöruverslana, sjúkrahúsa og starfsfólk í ýmsum þjónustugrein- um, ef enginn árangur hefur þá orðið af verkfallinu. Tinnámum var lokað í dag, en stærstur hluti gjaldeyristekna Bólivíu er af tinútflutningi, einnig lokuðust verksmiðjur, verslanir og flestir bankar. Seðlabanki lands- ins var opinn svo opinberir starfs- menn gætu náð út launum sínum. Innanlandsflug stöðvaðist en enn hefur verkfallið ekki áhrif á miili- landaflug. Matvælaskortur hefur verið í Bólivíu undanfarnar vikur og verðbólga nálgast 1.000 prósent. Efnahagslíf landsins hefur verið í krónískri lægð i mörg ár. Verkalýðsleiðtogar krefjast þess að ríkisstjórnin setji verð- lagshöft og tryggi matvælafram- boð, leiðrétti lágmarkslaun og inn- leiði vísitöiubindingu launa. Emb- ættismenn segja það leiða til enn frekari kreppu og stjórnlausrar verðbólgu, ef orðið verður við kröfunum. Díana skírír farþegaskip Símamynd. AP. Prinsessan af Wales, Díana, í Southampton í gær þar sem hún gaf nýju, glæsilegu farþega- skipi nafni. Skipið heitir Royal Princess og er í eigu P&O skipafélagsins. Við athöfnina var einnig Finnlandsforseti, Mauno Koivisto, en skipið var smíðað í Finnlandi. Mitterrand semur við Khadafy á leynifundi FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti og Moammar Khadafy Líbýuleiðtogi samþykktu á Krft í dag að allt franskt og Ifbýskt herlið yrði fhitt á brott frá Chad og hétu þvf að bæta sambúð þjóða sinna. ERLENT Khadafy sagði að fundurinn á Krít hefði leitt til „gagnkvæms trausts" og valdið þáttaskilum. Hann þakkaði Andreasi Papandr- eou forsætisráðherra Grikklands fyrir að efna til fundarins og þátt hans f samkomulaginu um brott- flutninginn frá Chad. Papandreou sagði að samþykkt hefði verið í aðalatriðum að ekki einn einasti franskur eða líbýskur hermaður yrði eftir I Chad og stað- festi þar með fréttir bandariska utanríkisráðuneytisins um að líb- ýskir hermenn væru enn i Chad. Samkvæmt heimildum i frönsku leyniþjónustunni eru um 1.000 lfb- ýskir hermenn enn i Chad þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að Libýumenn hafi hörfað þaðan að sögn „Le Monde“. Frakkar og Libýumenn tilkynntu á laugardaginn að brottflutningi þeirra frá Chad væri lokið. Því kom það frönskum yfirvöldum i bobba þegar bandarfska utanrfkisráðu- neytið skýrði frá þvi i gær að Frökkum hefðu verið afhentar ljós- ’ myndir, sem sýndu að „töluvert líb- ýskt herlið* væri enn i Chad. Heimildir í París herma að mót- sagnakenndar yfirlýsingar Frakka og Bandaríkjamanna eigi rætur að rekja til vissrar ringulreiðar og stjórnleysis í frönsku utanrfkis- þjónustunni. Almennt er talið að Roland Dumas talsmaður stjórnar- innar taki senn við starfi utanríkis- ráðherra af Claude Cheysson. Cheysson samdi um brottflutn- inginn, sem hann verður liklega sfð- asta meiriháttar verk hans. Dumas sagði i dag að leiðtogafundur hefði verið til athugunar siðan f septemb- er og hægt hefði verið að halda hann þar sem brottflutningur Lfbý- umanna hefði farið fram eftir áætl- un. Morðingi Indiru Gandhi: Erlendir aðilar fjár- mögnuðu ódæðið Air Canada og TWA: Tveggja hreyfla þotur í Atlantshafsflugiö 1985 Treggja hreyfla þotur verða í fyrsta sinn notaðar í reghilegu áætl- unarflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu á næsta ári. Hyggjast TWA og Air Canada nota Boeing 767-þot- ur á flugleiðum milli Bretlands og Norður-Ameríku, en hingað til hafa þr'g(íj* og fjögurra hreyfla þotur, Ld. Lockbeed TriStar og Boeing 747, flogið þessa flugleið. Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph frá þvi á mánudag. Hyggst Air Canada fljúga frá Prestwick og Heathrow til Halifax og Gander á Nýfundnalandi næsta sumar með Boeing 767-þotum. TWA mun fljúga til margra staða í Evrópu frá St. Louis i Missouri. Tveggja hreyfla þotur hafa til þessa verið notaðar eingöngu f leiguflugi yfir Atlantshafið, þar sem reglur um öryggi í áætlunar- flugi takmarka flug véla af þessu tagi um ákveðið belti, sem liggur um ísland. Mega tveggja hreyfla þotur ekki fljúga lengra frá vara- velli en svo að þær næðu þangað á 60 mínútum ef annar hreyflanna bilaði. Af þessum sökum verða Nýjv DelU, 15. •órenber. AP. INDVERSKA dagblaðið HindusUn Times greindi frá því f dag, að Satw- ant Singh, annar tveggja morðingja Indiru Gandhi, befði lýst því í yfir- heyrslum að erlendir aðilar hefðu skipulagt morðið og ráðið sig til þess. Segir blaðið heimildir sínar pottþéttar, ennfremur að Satwant hefði sagt lögreglu um hvaða aðila væri að ræða. Því hefur hins vegar verið haldið leyndu um sinn að minnsta kosti. Greini blaðið rétt frá, undirstrikar það grunsemdir margra að morðið á frú Gandhi hafi aðeins verið brot af miklu samsæri þar sem ætlunin var að myrða enn fleiri frammámenn í IndlandL Stjórnvöld i Nýju Delhi hafa látið frá sér fara skýrslu um óöld- ina sem ríkti f landinu um hrið eftir morðið umtalaða. Þar kemur fram, að alls hafi 1.277 manns lát- ið lífið, þar af 651 f Delhf. 13 voru hindúar sem lögreglan skaut til bana, hinir voru flestir shikar sem urðu hefndaróðum hindúum að bráð. Kemur fram að enn sé verið að meta tjón af völdum gripdeilda, rána og íkveikju. Hjálparstarf er í fullum gangi segir f skýrslunni. Þota af gerðinni Boeing 767. Þotu þessarar tegundar, tveggja hreyfla, hyggjast Air Canada og TWA nota á flugleiðinni yfir Atlantshaf á næsta ári, en samkvæmt reglum flugsins verða flugvélarnar ætíð að leggja leið sína um belti sem liggur um fsland. þær að fljúga lengri leið en aðrar þotur, sem fljúga flestar lengra suður af fslandi. Flugfélög og flugvélaframleið- endur hafa beitt sér fyrir því að þessari reglu verði breytt þar sem þotuhreyflar séu það fullkomnir i dag að nær engar líkur séu á hreyfílbilun. En Air Canada og TWA bíða ekki eftir nýjum regl- um, flugtíminn frá Prestwick til Halifax lengist aðeins um 20 min- útur við að fljúga í beltinu, sem liggur um ísland. í beltinu eru Keflavikurflugvöllur, Söndre- ström, Nanortalik og Gander, þannig að flugvél á flugi i beltinu er alltaf i innan við klukkustundar fjarlægð frá einhverjum þeirra. 11 dætra faðir í ísrael: Ætlar að reyna þar til sonur fæðist TH Atít, 15. nÓTember. AP. Waelskur hermaður sagðist enn honum fæðist sonur, en kona hans Hermaðurinn, Farzi Karmi, sem er 36 ára og er í skriðdreka- sveitum ísraelshers, sagðist vona að næst yrði það drengur. Elleftu dótturinni var gefið nafnið Bat El, sem þýðir guðs- dóttir, „til að sýna að allt kemur frá Guði“. Þegar önnur dóttir þeirra hjóna kom í heiminn krafðist eiginkona Karmi að hann hætti að leika knattspyrnu í þeirri trú að Guð mundi launa honum með mundu halda áfram og reyna þar til ól elleftu dótturina í vikunni. syni ef hann fórnaði einu helzta áhugamáli sinu. „Eg sagði henni að ég neytti ekki áfengis, reykti ekki eða spil- aði póker, en knattspyrnu gæfi ég ekki upp á bátinn," sagði Karmi. Herdeild hans fylgist spennt með fjölskyldunni og vonaði að nú væri strákur á leið- inni, og var því þunnt hljóðið í mönnum á sunnudag, er 11. dótt- irin kom i heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.