Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 53

Morgunblaðið - 16.11.1984, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984 53 Krunkað í myndavél Mynd 1. Fyrst ljósmyndarinn skilur vélina eftir svona á glámbekk, þá stelst ég bara í hana. Mig hefur alltaf langað til að eiga mynd af kærustunni minni. Mynd 2. Heyrðu mig, hvernig tek ég nú árans myndina. Allir þessir takk- ar og vesen. Ég botna bara ekkert í þessu. Mynd 3. Klikk, klikk. Þar kom það. Ja hérna, það heppnað- ist. Það er ég viss um að árangur- inn birtist í blöðunum. Ljósmynd/Gulli. Tískurit- stjórum líkar ekki hárgreiðslan Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni boðaði Di- ana, prinsessa, nýlega, að brátt kæmi hún fram með nýja hár- greiðslu, sem hún hefði mótað í samvinnu við hárgreiðslu- meistara sinn. Diana hefur nú látið verða af þessu og mætti með nýju greiðsluna þegar breska þingið var sett. Viðtök- urnar hafa verið dálítið mis- jafnar. Sumum finnst allt fal- legt á Diönu en tískuritstjórar dagblaðanna eru yfir sig hneykslaðir, t.d. sagði sá, sem skrifar í dagblaðið Daily Mirr- or, að „það er nú komið nóg af prinsessunum, sem eru með hárið eins og dyravarðarkona. Það eina athyglisverða við greiðsluna er, að nú sést, að Diana er nefstór." Á myndinni til vinstri er Di- ana með sína venjulegu hár- greiðslu en á þeirri hægri með „dyravarðarkonugreiðsluna". Jannike vill eignast barn með Borg Frá því að Björn Borg fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni Jannike Björling hefur hann ausið í hana gulli )g gimsteinum fyrir sem svar- ar 36 milljónum ísl. kr. Hann hefur hins vegar ekki gefið henni það, sem hana langar mest til, en það er að eignast með honum barn og helst af öllu strák. í viðtali við Aftonbladet sænska segir Jannike, sem er aðeins 18 ára gömul, að hún eigi þá ósk heitasta að eignast barn með Birni Borg. „Ég vildi helst, að það yrði strákur, og bara eitt, því ef börnin eru fleiri er hætt við, að þeim komi illa saman,“ segir Jannike og leggur greinilega mikið upp úr heimilisfriðinum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstasölsflokkslns veröa tll vlötals i Valhöll, Háalelt- isbraut 1. á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar teklö á mótl hvers kyns fyrirspurnum og ábendlngum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 17. nóvember veröa tll viötals Vilhjálmur Þ. Vllhjálms- son, formaöur skipulagsnefndar og Katrín Fjeldsted, formaöur heil- brigöisráös Reykjavíkurborgar, og Málhildur Angantisdóttlr, vara- maöur atvinnumálanefndar. MHSIDt Bjóðum 6 daga ferð 29. des. til 3. 9 /{J/x/i. jan. '85 til Amsterdam. Gisting °9 /ylÁj UjT morgunverður á Pulitzer hótelinu. V \ A Árið kvatt á gamlárskvöld með sameiginlegum kvöldverði. Nýjársdags-hádegisverður snæddur á Pulitzer hótelinu. Akstur til og frá flugvelli - allt þetta fyrir 12.980,- pr. mann í tvíbýli. Pantið sem fyrst - takmarkað gistirými. Helgar- og vikuferðir til Amsterdam í allan vetur. ÁRAMÓTAFERD Amsterdam/Kanarí 29. des. - 17. jan. '85. Gamla árið kvatt í Amsterdam og nýju heilsað á Kanarí. Skemmtileg áramóta- ferð með viðkomu á tveim ólíkum stöðum. Ferð í sérflokki. Fáið upplýsingar um ferðina og verðið \j=3 FERÐA Bl MIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.