Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 KRISTINN SIGMUNDSSON Tónlist Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Jón Ásgeirsson Kristinn Sigmundsson sendir nú um þessar mundir frá sér sína fyrstu hljómplötu og hélt af því tilefni tónleika i Háskólabíói sl. laugardag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Karl 0. Runólfsson, Árna Thorsteinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson, Strauss, Tosti, Verdi og Gounod, auk þess þjóðlög, íslensk og ensk. Kristinn hefur að undan- förnu stundað nám í Bandaríkjun- um og hefur honum farið mjög mikið fram, sérstaklega f mótun Enn eykst gildi KJÖRBÓKARINNAR V ísitöluuppbót. Arsvextir kjörbókarinnar eru 28% frá því að lagt er inn. Nú er það nýmæli í reglum Kjörbókar Landsbankans að kjör bókarinnar verða borin saman við ávöxtun á 6 mánaða vísitölutryggðum reikningi í lok hvers árs. Sé ávöxtun á Kjörbók lakari, er greidd uppbót sem nær mismuninum. Þannig verða kjörin a.m.k. jafngóð verð- tryggingu að viðbættri 6.5% ársávöxtun. Hagstæð ávöxtun. Hafir þú hug á að ávaxta fé þitt til lengri tíma en 2ja mánaða, hentar KJÖRBÓKIN þér prýðisvel. Kynntu þér KJÖRBÓKINA betur á næsta afgreiðslustað. KJÖRBÓK LANDSBANKANS — bók sem þarf ekki að gylla! LANDSRANKINN Græddur er geymdur eyrir tóna á hásviðinu, svo að röddin er þar flosmjúk. Kristinn hefur um nokkurt skeið flutt mönnum ís- lensku lögin frábærlega vel og því óþarfi að fjalla sérstaklega um þau, nema helst þá ljóðasmámun- ina eftir Atla Heimi Sveinsson. Þessi litlu og skemmtilega unnu lög voru frábærlega vel flutt. Það er ekki aðeins að raddgæðin séu mik- il og söngkunnáttan góð, heldur er flutningur, þ.e. túlkun og fram- setning textans, svo markviss að hlustandinn missir ekki af orði. Af seinni hluta efnisskrár var mest bragð af lögunum eftir Tosti, þar sem Kristinn lék með rödd sína flosmjúka á hásviðinu. Það eina sem vantaði á í söngverkum Verd- is og Gounods var undirleikur hljómsveitar, því þó Jónas Ingi- mundarson léki vel undir, eru slík söngverk ekki réttilega útfærð nema með hljómsveit, sérstaklega þar sem þau eru flutt af annarri eins rödd og Kristinn er fæddur með. Það er rétt að óska Kristni til hamingju með þann árangur sem hann hefur náð, bæði með þessum tónleikum og útgáfu hljómplöt- unnar. Kristinn er mikill söngvari og á tónleikunum naut hann góðr- ar aðstoðar Jónasar Ingimund- arssonar, með samvirkum og vel útfærðum leik. SKUGGSJA Kvæði Páls Ólafssonar í tveimur bindum BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út nýtt safn Ijóða eftir Pál Ólafsson í tveimur bindum, Kvæði I—II. I þetta nýja safn hefur verið valið úr öllum áður prentuðum Ijóðum hans og auk þess er í þessu nýja safni nokkuð af áður óbirtu efni, vísum og kvæðum, sem varð- veitzt hefur í handriti skáldsins og sendibréfum. „Ástarkvæði Páls til Ragnhild- ar, kvæði hans um hesta og Bakk- us eru landsfleyg, svo og gaman- vísur hans, ljóðabréf og lausavís- ur. Ljóðin gefa fjölbreytta mynd af þessu sérstæða og ástsæla skáldi og mannlífi á Austurlandi á síðari hluta nítjandu aldar,“ segir í frétt frá útgefanda. Sigurborg Hilmarsdóttir sá um útgáfu þessa nýja safns ljóða Páls ólafssonar. Kveði I—II eftir Pál ólafsson er samtals 711 bls. að stærð, bæði bindin. Bækurnar voru unnar í Prentsmiðju Árna Valdemarsson- ar og Bókbandsstofunni örkinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.