Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 15 „Börnin eru frum- legustu skáldin“ Morgunblaöið/Bjarni. Ármann Kr. Einarsson með nýjustu bók sína „í ræningjahöndum". * — segir Armann Kr. Einarsson, en 50 ár eru nú liðin frá því að hann gaf út sína fyrstu bók NÚ ERU liðin 50 ár frá því að Armann Kr. Einarsson gaf út sína fyrstu bók, en það var smásagna- safnið „Vonir“. Síðan hefur hann gefið út hátt í 40 bækur um dag- ana. „Ég fékk engan útgefanda að minni fyrstu bók og gaf hana þvf út sjálfur," sagði Armann Kr. þegar blm. hitti hann nýlega, en Vaka gefur nú út fyrir jólin bók- ina „í ræningjahöndum" sem er sú þriðja í bókaflokknum Ævin- týraheimur Ármanns. Allar þessar bækur hafa komið út áð- ur en Ármann hefur nú endur- skoðað þær og aukið við að nokkru. „Ég var aðeins 19 ára þegar ég gaf út „Vonir“ og sló víxil fyrir útgáfunni. Bókin seldist ekkert enda hafði ég ekki tök á dreif- ingu og tók því til bragðs að ferðast með bókina og selja. Mér var tekið mjög misjafnlega og var þetta mjög ævintýraleg sölu- ferð, en ég kom þó skuldlaus úr henni. Eftir þetta var ég sannfærður um að ekki væri hægt að lifa af ritstörfum hér á landi og fór því í Kennaraskólann. Árið 1937 gaf ég svo út aðra bók, barnabókina „Margt býr í fjöllunum“. Eftir það skorti mig aldrei útgefend- ur.“ — Þú hefur síðan valið að skrifa fyrir börn? „Það er miklu skemmtilegra að skrifa fyrir börn en fullorðna. Börnin eru svo frjáls og óþving- uð og eru opin fyrir hvers kyns skemmtilegum uppátækjum. Þau eru líka mjög þakklátir les- endur. Börnin hugsa öðruvísi og maður þarf að setja sig inn í hugarheim þeirra, þarf eiginlega að vera barn í hjarta sínu til að geta skrifað fyrir þau. Ég hef ekkert gert af því að skrifa vandamálabækur því ég held að börn vilji lesa eitthvað létt og skemmtilegt, og ég held að ævintýrin séu aftur að ná upp á pallborðið hjá börnum. Börn hafa ríka tjáningarþörf og þau hafa mikið hugmyndaflug og það fer ekki á milli mála að þau eru frumlegustu skáldin sem við eig- um.“ — Nú hefur þú verið kennari í fjóra áratugi og hefur væntan- lega lagt mikið upp úr lestri og bókmenntum í kennslu? „Ég hef gert mikið af því að lesa fyrir börn og tala við þau um bókmenntir í kennslu og hafa það verið langskemmti- legustu stundirnar. Kennarar og skólabókaverðir hafa miklu hlutverki að gegna að glæða ást barna á bókum. Foreldrar ættu líka að gefa sér meiri tíma til að tala við börnin og segja þeim sögur, og ræða um bækur sem þau eru að lesa. Núna er lítið um það að afi og amma séu á heimilum en þau gáfu sér mikinn tíma til að sinna þeim áður. Börn hafa heldur ekki eins miklu hlutverki að gegna í nú- tíma samfélagi eins og t.d. þegar ég var að alast upp, núna verða þau sjálf að finna sér verkefni og hafa ofan af fyrir sér, oft á tíð- um hafa þau ekki annan félags- skap en sinn eigin og ala sig upp sjálf. En þó svo að tíðarandinn breytist þá breytast þau ekki neitt innst inni. Það er enginn munur á börnum núna en þegar ég byrjaði að kenna, nema kannski að þau eru ófeimnari nú en áður. — Hvað finnst þer hafa breyst núna varðandi barnabæk- ur frá því þú hófst ritstörf? „Það hafa náttúrulega orðið ýmsar breytingar til batnaðar á þessum tíma. En þó er allt of lítið barnaefni í fjölmiðlum, það vantar eiginlega alla umræðu um barnabókmenntir. Það er skylda að gera miklar kröfur til barnaefnis og hafa fasta gagn- rýnendur við blöðin. Bækur eiga erfitt uppdráttar núna og barnabækur standa hvað verst að vígi, ekki síst vegna þess að þær eru dýrari í útgáfu vegna þess að þær eiga að vera myndskreyttar, einnig er venja að barnabækur verði að vera allt að helmingi ódýrari í sölu. Erlendar myndabækur hafa keppt mjög við íslenskar barnabækur undanfarin ár. — Er það hættuleg þróun? „Alveg tvímælalaust stór- hættuleg þróun því að börnin venjast af því að lesa bækur með því að lesa myndabækur, það má segja að þau lesi myndirnar. Hins vegar er rétt að mynd- skreyta sögubækur því þær örva lestrarlöngunina. Það er ekki æskilegt að hafa mjög skörp skil á milli barna- bóka og annarra bóka, góðar bækur eru fyrir alla, en sérstak- ar barnabækur þurfa að vera með nokkrum öðrum blæ, og með einfaldari atburðarás. Núna er líka svo mikið annað á boðstólum fyrir börn, alls kon- ar hlutir sem ganga undir nafn- inu leikföng, sem mér finnst for- eldrar leggja of mikið kapp við að gefa börnum, því ég er sann- færður um að ekkert kemur í stað bókarinnar. Það má eiginlega segja að allir íslendingar séu skáld. Þegar litið er aftur í aldir þegar þjóðina skorti allt þá átti hún alltaf eitt í ríkum mæli, hið auðuga innra líf og skóp ódauðlegar bók- menntir. Ég held að það hafi ekki síst verið sögugleðin sem bjargaði þjóðinni í þrengingum. Nýlegt dæmi um það er um ungmennin sem björguðust á dögunum eftir miklar hrakningar, þau sögðust aldrei hafa misst vonina en gengið um og sagt sögur. Ætli það sé ekki fyrst og fremst bókin sem gerir fslendinga hamingju- sömustu þjóð í heimi?“ SN Litli leikklúbburinn, ísafirði: Þið munið hann Jörund frumsýnt LITLI leikklúbburinn á fsafírði hefur nú byrjað sitt 20. ieikár. Undanfarnar vikur hafa staðið yfír æfíngar á söng- leik Jónasar Árnasonar, Þið munið hann Jörund. Frumsýning verður annað kvöld, miðvikudaginn 5. des- ember. Leikstjóri er Rúnar Guð- mundsson og alls taka 30 manns þátt I flutningi verksins, auk þess sem fjöldi annarra fsfírðinga hefur lagt hönd á plóginn. Með helstu aðalhlutverk fara Guðjón Ólafsson í hlutverki Jör- undar, Helgi Björnsson leikur Charlie Brown, óðinn Valsson er í hlutverki Kaddie og Studiosus leik- ur Gústaf Óskarsson. Pétur Guð- mundsson hefur yfirumsjón með leikmynd og Gréta Gunnarsdóttir með búningum. Matar- og kaffi- stellin komin. Kopar og silfur- sápan fáanleg afltur.fakmark- aöar btrgöir. Jólabjallan 24 karafpulTjáÖems" -4cri 38D. J5la=i plattarnir, Jóla- bollinn uppseld- ur. væntanlegur aftur um miöjan þennan mánuö. Þeir sem eru orönir umboösmenn fyrir Konung- ja úti á landi eru: Vestmannaeyjar, Eýjablómið. Keflavík, Versl. Róm. Akureyri, Ámaro. Reykjavík, Ullarhúsið Hafnarstræti. Konunglega HverfisgÖtu 49, sími 13313. Fyrirlestur um ger- manska málfræði FABRIZIO D. Rashcellá, lektor í ger- manskri málfræði við Flórensháskóla, flytur opinberan fyrirlestur I boði heimspekideildar Háskóla fslands og íslenska málfræðifélagsins miðviku- daginn 5. desember 1984 kl. 17.15 f stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Germönsk málfræðirit miðalda“ og verður fluttur á íslensku. Fabrizio D. Raschellá hefur m.a. séð um vísindalega útgáfu á Ann- arri málfræðiritgerðinni í Snorra- Eddu og er nú staddur hér á landi við rannsóknir. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Frétt fr» Uéskól. fslands.) Maxis hillusamstæðan ISLENSKUR HÚSBÚNAOUR HONNUN PETUR B LÚTHERSSON AXIS AXEL EYJÓLFSSON SMIÐJUVEGI 9, SlMi 91 43500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.