Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Kaupmannahöfn: María Kjarval sýnir málverk , 15. nóvember. María Kjarval heldur nú málverkasýningu í félagsheimilinu í Jónshúsi og var sýningin opnuð að viðstöddum fjölmörgum gestum 2. nóv. Er þetta fyrsta málverkasýning Maríu, en áður hefur hún sýnt myndvefnað og teikningar. Sýning verður opin fram í desember. Listakonan er fædd á íslandi 1952, dóttir Sveins Kjarval og Guðrúnar Hjörvar. Hún tók gagn- fræðapróf frá Hagaskóla og dvaldi síðan eitt ár í Edinborg við ensku- nám og var á námskeiðum í teikn- ingu hjá listaháskólanum þar. & fe'V*° ''V' Gunnar Ásgeirsson h(. Eftir það átti hún stutt heima á fslandi, en flutti til Danmerkur á eftir foreldrum sínum. Hér stund- aði hún ýmsa vinnu og var í lýð- háskóla, þar sem áhugi hennar fyrir myndvefnaði vaknaði. Hún hélt líka áfram að teikna, en það hefur hún gert frá því hún var barn. Þá var María meðal 100 um- sækjenda um skólann fyrir nytja- list í Kaupmannahöfn og var ein af 13, sem fengu inngöngu. Var hún nemandi skólans í þrjú ár. Síðan lagði hún stund á iðjuþjálf- un við elliheimili, en lauk svo námi sem textilhönnuður 1981 eft- ir tveggja ára nám við Listiðnað- arskólann í Kolding. María kenndi um nokkurra mánaða skeið við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Síðan hún lauk námi í Kold- ing hefur hún lagt gjörva hönd á margt, staðið að Kvennagalleríi og unnið sem teiknari við stofnun, sem vinnur og dreifir kennsluefni og gerði veggspjald hennar 1984, sem nú hangir í hverjum skóla. María Kjarval hefur tekið þátt í sex sýningum hér í Danmörku, þ.á m. kvennasýningu í Jónshúsi 1975. Þá átti hún vefnaðarmynd á sýningu FÍM 1981, og hefur selt myndvefnað og teikningar til opinberra aðila hér. Á sýningunni í Jónshúsi eru ein- göngu málverk, bæði vatnslita- og tússmyndir, öll máluð á þessu ári. Eru áberandi trúðamyndir Maríu og grímur annars vegar, og mynd- ir af fuglum hins vegar, flestar í sterkum, skærum litum. Segir listakonan hið fyrrnefnda vera áhrif frá umhverfinu, bæði frá Karnevalnum, sem haldinn er í Höfn um hvítasunnuna, og hafi hún búið til grímur og málað mörg andlitin fyrir það tækifæri, enda hefur hún sótt námskeið í grímu- gerð og scenografíu, og til að minna á, hve margt ungt fólk Hjá okkur færðu öll tæki og efni til logsuðu og rafsuðu. Við bjóðum aðeins viðurkenndar, vandaðar vörur. Sænska gæðamerkið HJP GASMÆLAR margargeröir. Fyrir Acetylen, Oxygen, Kolsýru, Argon Blandgas og Própan. LOGSUÐUTÆKI til iðnaðar- og tóm- stundastarfa. Mjög hentugttil nota við allskonar viðgerðir og nýsmíðar t.d. í landbúnaði. Mjög meðfærileg tæki. VANDAÐAR RAFSUÐUVÉLAR Marg- ar gerðir. Transarar, jafnstraumsvélar og Mig Mag vélar. Hentugar til nota í smiðjum og á verkstæðum. Litlar vélar til tómstundastarfa sem stórar iðnaðarvélar. Gott verð. RAFSUÐUVÍR margartegundir. Pinnasuðuvír og vír á rúllum. Hátt í 40 tegundir. um land allt vinnur við cirkus nú í atvinnuleys- inu. Hefur María fengið góða dóma fyrir leiksviðsteikningar sínar. Þá hefur Dario Fo verið henni hugleikinn sem leikrita- skáld og leikari, en hann kemur oft fram á dönskum leiksviðum. — Um hænsnfugla- og aðrar fugla- myndir Maríu verða áhorfendur sjálfir að dæma, segir hún, enda hefur hún ekki gefið myndum sín- um nafn, svo að hver áhorfandi geti sjálfur ímyndað sér, hvað liggur á bak við. En hinn stolta hana á vinkona hennar i Born- holm. Nokkrar myndanna á sýning- unni hafa þegar selzt og margir komið til að skoða hana, og hefur hún fengið góða dóma og verið vel auglýst. Finnst Maríu mikilvægt að vakin sé athygli á aðstöðunni í Jónshúsi og lagði sig því fram um að koma nafni þess á framfæri i sambandi við sýninguna. Lista- konan mun halda áfram að mála í næstu framtíð, en plássleysi kem- ur í veg fyrir myndvefnaðinn að sinni, og teikningin er henni nauð- syn. G.L.Ásg. Friðrik Friðriksson Dalvík: Ráðinn spari- sjóðsstjóri Dahfk, 29. nóvember. Á stjórnarfundi Sparisjóðs Svarf- dæla mánudaginn 26. nóv. sl. var Friðrik Friðriksson skrifstofustjóri Sparisjóðsins ráðinn sparisjóðsstjóri. Auk Friðriks sóttu 3 aðrir um stöð- una. Friðrik Friðriksson hefur verið starfsmaður Sparisjóðsins frá ár- inu 1970 og tekur við hinu ný- fengna starfi innan tíðar. Hann er Dalvíkingur, 35 ára að aldri, kvæntur Marín Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. FrétUriUrar Þú svalar lestrarþörf dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.