Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 27 6. þing BHM: Útilokað að segja fyrir um ævitekjur — kom fram í aðalerindi þingsins um nettólaun og ævitekjur BANDALAG háskólamanna hélt 6. þing sitt dagana 23. og 24. nóvember. Gunnar G. Schram formaður BHM setti þingið. I máli hans kom m.a. fram að meginstarf BHM á næstu misserum og árum stti að vera að vinna að bsttum starfskjörum háskólamanna, gjörbreytingu á stöðu rannsókna á íslandi og eflingu Háskóla íslands og annarra skóla, er veita háskólamennt- un hérlendis. Að lokinni þingsetningu ávarp- aði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, þingið. Fjallaði hann einkum um mikilvægi menntunar og þátt hennar til bættra lífskjara hér á landi. Að loknu ávarpi forsætisráð- herra flutti Júlíus Sólnes erindi um gildi menntunar og viðfangs- efni samtaka háskólamanna. Aðalerindi þingsins fjallaði um nettólaun og ævitekjur. Fram- sögumenn voru Birgir Björn Sig- urjónsson og Pétur Blöndal. í máli þeirra kom fram að útilokað er að segja fyrir um ævitekjur og ráð- stðfunarævitekjur þeirra sem nú hefja störf. Pétur benti á að ævi- tekjuathugun á grunni gildandi kauptaxta, skattkerfis, o.s.frv. gæti alls ekki sýnt framtíðartekj- ur. Birgir Björn tók undir þetta, en benti á að slík gögn sýna hvað verða mun, ef núgildandi kerfi varir áfram. Pétur gagnrýndi ennfremur afvöxtun í ævitekju- athugun, en Birgir Björn taldi að menntamenn verði að gera sömu vaxtakröfur til námsfjármagns sem annars fjármagns og miklu skipti að tekjur þeirra bærust síð- ar en tekjur annarra. Pétur benti á að háir raunvextir til frambúðar þýddu í raun rýrnandi hlut launa. Aðildarfélög BHM eru nú 28. Þar af fengu eftirtalin félög aðild nú á þinginu: Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag tölvun- arfræðinga, Félag þjóðfélagsfræð- inga, Félag fréttamanna, Iðju- þjálfarafélag íslands og Stéttarfé- lag íslenskra félagsráðgjafa. Nú eru félagar i BHM alls um 6.000 og þar af er tæpur helmingur ríkis- starfsmenn, tíundi hver starfar sjálfstætt, en aðrir eru starfs- menn sveitarfélaga eða launþegar á almennum vinnumarkaði. Innan BHM starfa Launamálaráð ríkis- starfsmanna (BHMR), Ráð sjálf- stætt starfandi háskólamanna og Launamálaráð háskólamenntaðra borgarstarfsmanna. BHMR fer með kjaramál rikisstarfsmanna innan BHM og samningsumboð allflestra þeirra við gerð aðal- kjarasamnings. Formaður BHMR er Stefán Olafsson lektor. Ráð sjálfstætt starfandi háskóla- manna vinnur að sameiginlegum hagsmunum þeirra. Formaður er Pétur Guðmundsson verkfræðing- Framkvæmdastjórn BHM 1984—1986. Neórí röó f.v.: Séra Þorbergur Kristjánsson, Gunnar G. Schram formaður, Ragnheiður Torfadóttir varaformaður og Magni Jónsson. Efri röð f.v. Pétur Stefánsson, Stefán Ólafsson formaður BHMR, Gunnar H. Gunnarsson form. Launamálaráðs borgarstarfsmanna, Guðný Jónsdóttir, Pétur Guðmundsson form. Ráðs sjálfststt starfandi háskólamanna, Ingvar Hallgrímsson og Sigmundur Stefánsson framkvsmdastjóri BHM. ur. Formaður Launamálaráðs há- skólamenntaðra borgarstarfs- manna er Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur. Formenn ofan- greindra ráða eiga sæti í fram- kvæmdastjórn BHM. Á þinginu voru samþykktar nokkrar ályktanir, sem flestar fjölluðu um menntamál. í ályktun um endurmenntun var skorað á stjórnvöld að veita auknu fé til endurmenntunar kennara og að tryggja fjárveitingu til endur- menntunarnámskeiða vegna hinna öru breytinga í hinum ýmsu starfsgreinum. Vakin var athygli á fjárhagsvanda Háskóla íslands og Kennaraháskóla fslands og skorað á stjórnvöld að bæta úr honum. f ályktun um skipulag menntamála var lögð áhersla á að skilgreina aðfaranám að deildum Háskólans og hvatt til samráðs milli skólastiganna þriggja. f ályktun um kjör kennara var skor- að á stjórnvöld að stórbæta kjör kennara til þess að koma í veg fyr- ir flótta úr stéttinni. Ályktað var um menntun í þágu atvinnuveg- anna, þar sem vakin var athygli á sambandi lífskjara og menntunar og nauðsyn þess að menntun sé sinnt á þann hátt að tillit sé tekið til þarfa atvinnuveganna. í álykt- un um varðveislu íslenskrar tungu var skorað á menntamenn og frumkvöðla í atvinnulífinu að styðja í verki virðingu fyrir ís- lenskri tungu. f ályktun um rann- sóknir var skorað á stjórnvöld að veita auknu fé til rannsókna og mælt með skattalegri hvatningu til rannsóknarstarfsemi. Ályktað var um jafnréttismál, þar sem lögð var áhersla á að sambærileg menntun verði metin til launa án tillits til kynferðis. Ályktað var um útgáfu fræðirita þar sem skor- að er á menntamálaráðherra að auðvelda háskólamönnum útgáfu fræðirita. Loks var ályktað að tekjuskattur af launatekjum yrði afnuminn eða stórlega lækkaður og tekjutapi ríkissjóðs mætt með sköttum í eignum umfram þarfir fjölskyldu og með sköttum á vaxtatekjur umfram verðtrygg- þinginu var flutt skýrsla framkvæmdastjórnar BHM um starfsemi bandalagsins sl. tvö ár og samþykkt starfs- og fjárhags- áætlun til næstu tveggja ára. Framkvæmdastjórn BHM fyrir tímabilið 1984—1986 var kjörin þessi: Formaður Gunnar G. Schram prófessor, Ragnheiður Torfadóttir menntaskólakennari varaformaður. Aðrir í stjórn eru Pétur Stefánsson verkfræðingur, séra Þorbergur Kristjánsson og Guðný Jónsdóttir sjúkraþjálfari. I varastjórn voru kjörnir Ingvar Hallgrímsson náttúrufræðingur og Magni Jónsson læknir. Glugga- og hurðaþéttingar TÖKUM AÐ OKKUR AÐ ÞÉTTA OPNANLEGA GLUGGA OG HURÐIR MEÐ „SLOTTSLISTEN" INNFRÆSTUM VARANLEGUM ÞÉTTILISTUM Ólafur Kr. Sigurðsson hf. Suöurlandsbraut 6, sími 83499. Litli liósálfurinn hefur sannað ágæti sitt á Íslandí. Utli Ijósálfurinn gefur þér góða birtu við bóklestur án þess að trufla aðra, frábær í öll ferðalög og sumarbústað- inn. Kjörin gjöf Litll Ijósálfurinn er léttur og handhægur, getur jafnt notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir aukaþera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig fást geymslutöskur. Litli Ijósálfurinn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun og í Borgartúni 22. HILDA Borgartuni 22, Reykjavik .//•rönning arnifplOOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.