Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 49 Vigfús Jóns- son — Kveðja í dag verður jarðsungin Svana vinkonan mín, sem fór yfir móð- una miklu fimmtudaginn 22. nóv- ember, aðeins 49 ára, eftir margra mánaða rúmlegu. Ég kynntist Svönu þegar elsta dóttir hennar, Margrét Gríms- dóttir, varð vinkona mín í barna- skóla, þá fórum við stelpunar stundum heim til hennar að ólát- ast. Samt minnist ég þess ekki, að hún hafi nokkru sinni verið stygg við okkur. Fyrir stuttu rifjuðum við Svana þetta tímabil upp og fór hún þá að hlæja þegar hún sagði mér að komið hefði fyrir, að hún fór út að labba smá stund á meðan við vinkonurnar vorum sem verst- ar. Snemma á gagnfræðaskólaaldr- inum urðum við stelpurnar ná- tengdari Svönu og farnar að tala við hana eins og bestu vinkonu. Alltaf mun ég minnast þeirra stunda, þegar við tókum lagið enda leið ekki sá dagur, þegar ég var í heimsókn, að gitarinn væri ekki tekinn og raddböndin þanin, enda var hún tónlistarunnandi fram í fingurgóma. Þegar hún eignaðist sitt fyrsta orgel með fullt af allskonar tökk- um, þá var hún fljót að koma með vinsælustu dægurlögin með öllum þeim undirleik sem orgelið gat veitt. Þó hafði hún aldrei lært á hljóðfæri. Áramótin 1970 og ’71 giftist hún manni sínum Sverri Sigurjónssyni og var heimili þeirra alla tíð í Kópavogi. Með Sverri eignaðist hún tvö börn, Guðrúnu Lindu 15 ára og Sverri Má 11 ára, en Maddý átti hun fyrir, sem er 27 ára. Allir þeir, sem kynntust Svönu vita best hvað þessi fjölskylda hefur misst mikið við fráfall hennar. Ég votta þeim Sverri, börnum, foreldrum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Pála Þegar við skólafélagar mættum til leiks í Menntaskólanum í Kópa- vogi haustið 1982 hafði bæst við nýtt andlit í hópinn. Var þar kom- inn Vigfús Jónsson og urðum við þeirrar ánægju njótandi að kynn- ast honum þennan stutta vetur sem í hönd fór. Hann kom okkur fyrir sjónir sem hógvær og hæg- látur piltur sem vissi sínu viti. Ávallt vorum við bekkjarfélagarn- ir velkomnir í hans hús og áttum við þar góðar stundir saman. Við urðum því harmi slegin við þá fregn að veikindi hans hefðu dreg- ið hann til dauöa. Okkur langar til að votta for- eldrum Vigfúsar, systkinum og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkveðj ur. Útskriftarárgangur MK 1983. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t eiNAR RAGNAR GUÐMUNDSSON, Kroaseyrarvegi 14, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi, miðvikudaginn 5. desember kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og mágkona. t Þökkum af alhug auösýnda samúð og vináttu viö fráfall og jaröarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HELGU GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Austurbrún 27. Eövarö Friöriksson, Guömundur Friöriksson, Þorvaldur Friöriksson, Elsa Friöriksdóttir, Ólafur Friöriksson, Jónas Friöriksson, barnabörn og Barbara Friöriksson, Guörún Jónsdóttir, Joan Friðriksson, Óskar Jóhannsson, María Viborg, Valgeröur Gunnarsdóttir, barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir samúöarkveöjur og vinarþel viö andlát HÖNNU GUDJÓNSDÓTTUR píanókennara, Kjartansgötu 2, Reykjavfk. Fjölnir, Arndís, Hanna Kristfn, Loftur, El(n, Gert, Sigrföur, Hendrik, Árni Erlendur, Katrfn og börn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð i dag, þriöjudaginn 4. desember, vegna skipafræöings. útfarar ÓLAFS H. JÓNSSONAR Skipatækni hf. Borgartúni 20. RITFANGADEILDIN BREYTIR UM SVIP OG VERÐUR ALLSHERJAR JÓLAMARKAÐUR Jólakortin ryðja sér nú til rúms. Kertamarkaður haslar sér völl í fyrsta sinn hjá okkur með kertum í þúsundatali. Jólatrésskrautið þekur borð og hillur. VANTI ÞIG HUGMYND AÐ GÓÐRI GJÖF ÞA FÆRÐU HANA HER Við nefnum sem dœmi: Vasatöivur, penna og pennasett, skjalatðskur, undirlegg úr leðri og statff á skrifborðið, hnattlfkðn, margs konar leiki og spil, Ijósálfa og töfl. Síðast en ekki síst: Gífurlegt ún/al af innrömmuðum myndum (30x40sm), teikningum og plakötum og svo myndaramma, t.d. smelliramma (2 st„ 9x13 sm, kosta 80 krónur) og sœnska tréramma í mðrgum litum. Hér hættum við að telja. Sjón er sögu ríkari. OG KÓRÓNAN Á ALLT SAMAN: Sjálfur jólapappírinn, merkispjðldin og slaufurnar frá okkur standast að sjálfsögðu allan samanburð, nú sem endranœr. Ekki mega sjálfir jólapakkarnir verða sviplausir. Eins og þú sérð, fœrðu nánast allt hjá Eymundsson, nema tréð. En er nokkurt mál að verða sér úti um það? EYMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.