Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
+
Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma,
KRISTÍN SIGRÍOUR OTTÓSDÓTTIR,
Hörgshllð 12,
lést I Vífilsstaðaspítala 23. nóvember.
Útförin hefur fariö fram i kyrrþey.
Garöar Bjarnason,
Jóhanna S. Júlfuadóttir, Sofffa Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
ÓLÖF HALLDÓRSDÓTTIR
frá Litlu - Skógum,
Stigahlfö 20,
Raykjavfk,
andaöist aöfaranótt föstudagsins 30. nóvember. Kveöjuathöfn
veröurfrá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember, kl. 10.30. Jarö-
aö verður að Stafholti f Stafholtstungum laugardaginn 8. desember
kl. 14.00.
Systkini.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ZOPHONÍAS JÓNSSON,
Digranesvegi 24,
Kópavogi.
andaöist i hjúkrunarhefmilinu Sunnuhlfö i Kópavogi, sunnudaginn
2. desember.
Anna Theodórsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn,
EINAR ÓLAFSSON,
Öldugötu 48, Hafnarfiröi,
lést aö kvöldi 2. desember I St. Jósefsspftala, Hafnarfirði.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigrún Rósa Steinsdóttir.
+
Maöurinn minn,
ÓLAFUR HELGI SIGURÐSSON
frá Fiskilask,
Laufbrekku 9, Kópavogi,
andaöist i Borgarspítalanum 3. desember.
Lára Eggertsdóttir og börn.
+
Móöir okkar,
8IGRÚN HARALDSDÓTTIR,
Básenda 4,
lést i öldrunarlækningadeild Landspitalans 2.desember.
Guörún Stefánsdóttir,
Helga Stefánsdóttir Mogensen,
Stefán B. Stefánsson.
+
Eiginmaöur minn,
HELGI GUOMUNDSSON,
Sasvióarsundi 58,
lést á heimili sfnu föstudaginn 30. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna, »
Hrafnhildur Thoroddsen.
+
GUDBJÖRG GUDJÓNSDÓTTIR,
, Strnnclgtfts 30, \ • # :
Minning:
Svanhildur Ósk
Torfadóttir
Fædd 2. ágúst 1935
Díin 22. nóvember 1984
í dag, 4. desember, er til moldar
borin Svanhildur ósk Torfadóttir,
til heimiiis að Melgerði 35, Kópa-
vogi. Hún lést í Landspítalanum
að morgni 22. nóvember, aðeins 49
ára gömul.
Svanhildur fæddist í Keflavík,
dóttir Torfa Guðbrandssonar og
Margrétar Jónsdóttur. Hún var
um tíma hjá ömmu sinni í Kefla-
vík, en var að mestu leyti alin upp
á Bíldudal hjá móður sinni og
stjúpa, Finnboga Rúti Guð-
mundssyni. Hún átti einn albróð-
ur, Hauk, og tvær hálfsystur,
Kristínu og Guðlaugu.
Svanhildur giftist Sverri Sigur-
jónssyni rafvirkjameistara, sem
hún virti mjög og ekki að ástæðu-
lausu, enda kom það best fram í
veikindum hennar, hvern mann
hann hafði að geyma. Með Sverri
eignaðist hún tvö efnileg börn,
Guðrúnu Lindu, sem nú er 15 ára
og Sverri Má, 11 ára. Einnig átti
hún dóttur áður, Margréti
Grímsdóttur, efnisstúlku, sem nú
er gift Ásgeiri Skúlasyni, góðum
dreng.
Varla verður sagt að lát Svönu
hafi komið okkur á óvart, sem
fylgst höfum með liðan hennar
þetta árið. En viðbrögðin eru allt-
af þau sömu þegar maður heyrir
lát góðs vinar. Mann setur hljóðan
og lítur til baka yfir farinn veg.
Svana háöi sitt sjúkdómsstríð á
Landspítalanum, Vífilsstöðum og
heima hjá sér. Heima vildi hún
vera svo lengi sem hægt var í
faðmi fjölskyldunnar. Svo kom að
síðustu legunni á Landspítalanum,
sem var löng og oft ströng, þótt
allt væri fyrir hana gert, sem
hægt var, enda var hún læknum
og hjúkrunarfólki þar mjög þakk-
lát.
Um leið og hinir nánustu ætt-
ingjar, vinir og kunningjar fagna
því, að krossinn, sem hún hlaut að
bera, er nú ofan tekinn, þá bera
samt allir sáran söknuð í huga, er
þeir minnast hennar fyrri tíðar,
þá er heilsan, glaðlyndið og gam-
ansemin föðmuðu hvert annað og
þeir sem ekki þekktu hana fyrr en
sjúkdómskrossinn lagðist á hana,
hlutu samt fljótt að verða þess
varir af taii hennar og viðmóti, að
hún eitt sinn hefði hlotið að vera
glaðsinna. Allt fram undir það
síðasta mátti oft finna leiftur hins
forna glaðsinnis, sem var henni
svo tamt, í hvert sinn er hlé varð á
sjúkdómsþrautunum. Aldrei vor-
kenndi hún sjálfri sér, heldur
þeim, sem næstir henni stóðu, að
svona skyldi fara fyrir sér. Hún
var trúuð og talaði stundum um
eilífðarmálin. Hún var sannfærð
um annað líf og kveið ekki um-
skiptunum.
Við Svana vorum búnar að vera
vinkonur í yfir 20 ár, og var hún
vinkona okkar allra á heimilinu og
leið okkur alltaf vel í návist henn-
ar.
Svana var mörgum kostum
gædd. Hún var hugguleg, flug-
greind og vandvirk á allt, sem hún
gerði. Söngelsk var hún og músík-
ölsk, spilaði mikið á gítar og
stundaði nám i orgelleik undan-
farna vetur. Hún átti mjög full-
komið orgel, sem hún spilaði á
hvenær sem tími gafst. Þess má
geta, að Svana var eftirsótt til
allrar vinnu. Hún vann, hér áður
fyrr, lengi sem gjaldkeri í Lands-
bankanum og síðustu árin í Spari-
sjóði Kópavogs.
Þær sem voru með okkur í
saumaklúbb, Ólöf, Una, Valgerður
og Dagrún, senda saknaðarkveðj-
ur. Þær telja sig ríkari af kynnum
sínum við Svönu og vildu ekki
hafa misst af þeim kynnum, og
gleyma aldrei brosinu hennar.
Ég og mín fjölskylda vottum öll-
um vandamönnum Svönu dýpstu
samúð okkar. Að endingu þakka
ég Svönu vinkonu minni alla
tryggðina við mig og falslausa vin-
áttu frá því fyrsta og óska henni
alls góðs í nýju heimkynnunum.
Borghildur Þórðardóttir
+
Móöir min,
STEINUNN JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
Nönnufelli 1,
andaöist i Borgarspítalanum þann 1. desember.
Kriatjén Jón Guönason.
+
ARINBJÖRN (ARI) BJARNASON,
lést 21. nóvember á heimili sinu 82 Sexton Avenue, Westwood,
Mass., USA. Hann lætur eflir sig dóttur, Joan Bjarnason Leggett.
Jónas Hallgrfmsson.
+
Eiginmaöur mlnn,
ÓLAFUR HREIÐAR JÓNSSON,
Vogatungu 26,
Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Kópavogskirk ju i dag, 4. desember, kl. 13.30.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Hólmfrföur Þórhallsdóttir.
Bróöir minnr,
\f > ' SVEINN SIGURÐSSON, ;
: * veröur,jar<5s>irVginh (rá'Fossvogskirklu miövikudaginn 5. t:
(jki io.3oi;í»r.)\*;‘)»
Ií Fý^l'Hkid ^sjMgéidÁs fá<ná/ ! f i i' *
K’r . < ; •
•. É • • tAi •• UH
t i‘t>Á% áícHi róirriónigí,.*
14
Hinn 22. nóvember sl. lést á
Landspítalanum kær vinkona er
við fjölskyldan á Sunnuhvoli í
Bíldudal áttum samleið með um
árabil.
Mig langar því að pára fáein
kveðjuorð í minningu Svanhildar
Ó. Torfadóttur eða Svönu eins og
við ævinlega kölluðum hana i
daglegu tali. Fyrsta minning mín
er um hana sem tíu ára telpu-
hnokka, morgun einn á leið i skóla
er við áttum samleið frá heimili
hennar er þá var hér í Reykjavik.
Ég man hana tápmikla fallega og
vel uppfærða i hvítri vetrarkápu
með bláum yrjum. Leiðin lá yfir
þunga umferðargötu og sú litla
læddi hendi sinni i lófa minn og
leit um leið upp til min með geisl-
andi brosi, fullu af trúnaðar-
trausti. Mér hefir alla tíð fundist
þetta hlýja og einlæga handtak
hafa varað æ síðan, enda þótt oft
hafi á því tognað ýmissa atvika
vegna.
Nokkru eftir þetta atvik settist
fjölskylda hennar að i Bíldudal.
Þar sáum við hana vaxa upp úr
glöðu fjörlegu barni í fullþroska
konu, gáfaða, fagra og fulla af
yndisþokka.
Nám sóttist henni frábærlega
vel og söngur og hljómlist voru
henni ómældur gleðigjafi, sem
hún jós óspart af sér og öðrum til
yndisauka.
Við geymum í minningu okkar
jólin heima á Sunnuhvoli er Svana
kom með gítarinn sinn og gítar-
hljómur og söngur fyllti litlu stof-
una heima, svo og hug okkar allra,
og allt varð svo gott, bjart og
hlýtt. Þessa minningu og margar
fleiri við ýmis tækifæri geymum
við í bljúgum og þakklátum huga.
Árin liðu, öll fjarlægðumst við
svo sem oft vill verða. Svanhildur
stundaði ýmis störf með öryggi og
festu og var mjög eftirsótt til
starfa.
Nokkru eftir tvftugt eignaðist
Svana dóttur, Margréti Grims-
dóttur. Eftirlifandi eiginmanni
sínum, Sverri Sigurjónssyni
rafvirkjameistara, giftist hún 31.
des. 1971. Þau settu saman heimili
f Melgerði í Kópavogi, fagra og
smekklega umgjörð um ást þeirra
og unað, og þar fæddust þeim tvö
indæl börn, Guðrún og Sverrir.
Svanhildur fæddist 2. ágúst þeg-
ar íslenzk náttúra skartar sínu
fegursta, þegar næturhúmið mett-
að áfengri angan fullþroskaðs
jarðargróðursins fyllir vit manna
og málleysingja, og menn öðlast
eitthvað dásamlegt og óbrot-
gjarnt, sem er ofar öllu daglegu
amstri og þrasi. Og nú þegar dreg-
ur að skammdegi er hún burt köll-
uð héðan úr heimi aðeins 49 ára að
aldri.
Sár og þungur harmur er kveð-
inn að eiginmanni og börnum,
öldruðum foreldrum, systkinum
og öðrum þeim er þekktu hana
best.
Ég og börnin mín kveðjum
Svönu með sárum trega, um leið
og við þökkum henni af heilum
hug ajlar gleði.--og ánæKjustuud-"
í i i rnar 'og rajuíú^- 3II4 Viðkýnningw
gíWfcri ' 'v|í !* iiúj*-. t*
^þiðja^ /sp.<þi þftþiv ,er: öjlii;
i>fr4yrSjaJík'tvþjiI
H'ppirtýÁgitegú sobr. ‘ *4 '
r(»ttl1bÍár?'Ur . bérfl,