Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Maður Bókmenntír Sigurjón Björnsson Vésteinn Lúðvíksson: Maður og haf. Mál og Menning, Reykjavík, 19S4. Vésteinn Lúðvíksson er löngu kunnur sem rithöfundur. Hann á sér vafalaust allstóran hóp les- enda, sem væntir mikils af honum. Liklegt er að hann komi ýmsum á óvart með þessari bók: sumir verði fyrir vonbrigðum, en aðrir fagni. Maður og haf er lftil bók, 95 bls. f texta og brot lítið. Fer því ekki mikið fyrir þessu kveri á jóla- markaðinum. Sennilegast er hér um skáldsögu að ræða, þ.e. frá- sögn af atburðum i lífi uppdikt- aðra persóna. Aðalpersónan er endurskoðandinn Jóhannes. Hann hefur nýlega misst eiginkonu sína. Til að vinna bug á sorg sinni tekst hann á hendur ferðalag. Frá þessu ferðalagi, sem er í meira lagi und- arlegt, segir í 64 örstuttum köflum bókarinnar. Þessi umgerð segir þó næsta lítið um innihald þessarar sérkennilegu bókar. Það sem um ræöir er ferðalag manns inn í sjálfan sig, leit hans að sjálfum sér, uppgjör hans við sjálfan sig, fortíð sína, leit að lífsmerkingu. Tök höfundar á þessu viðfangs- efni, sem er vitaskuld miklu meira en samning bókar, eru með ólík- indum góð. Sú innskoðun, sem les- andinn verður hér vitni að, er ein- staklega einbeitt, i senn djúp og djörf og lýsir miklum kjarki höf- undar og vægðarleysi hans við sjálfan sig. Nú er það vitanlega engin nýj- ung að menn ástundi innskoðun eða sjálfskönnun og geri grein fyrir henni í rituðu máli. En því miður verður sjaldnast miklu Sannkallað svefnmeðal Hljómplötur Sigurður Sverrisson Kenny Rogers What about Me? RCA/Skífan Kenny Rogers er einn af þess- um bandarískum köppum sem senda frá sér hverja plötuna á fætur annarri sem njóta vin- sælda og það í miklum mæli. Þessi nýjasta plata Rogers hljómar í mínum eyrum rétt eins og margt það sem hann hefur verið að fást við undanfarin ár nema hvað What about Me? virðist vera ennþá rólegri en síð- ustu plötur hans. Á þessari nýjustu afurð hans er að finna 10 lög og eigi færri en 7 þeirra geta flokkast undir ball- öður eða a.m.k. afar róleg lög. Þrjú eru á svonefndu milli- tempói og eitt þeira, Somebody Took My Love, finnst mér vera það langbesta á plötunni. Hitt rennur allt út í eitt — sannkall- að svefnmeðal á síðkvöldi og jafnvel þótt albjart sé. Sjálfur semur Rogers minnst af lögunum, aðrir sjá að mestu um þá hlið mála. Einmitt í ljósi þess vekur það furðu hversu lit- laus platan er. Lögin renna mjög saman og stoðar lítt þótt eigi færri en 34 hljóðfæraleikarar og þrír söngvarar leggi Rogers lið. James Ingram, Kim Carnes og Cindy Fee setja reyndar öll smá- svip á plötuna, sem yrði annars enn einhæfari en ella nyti þeirra ekki við. Nei, það verður því miður að segjast, að Rogers er ekki maður fyrir minn smekk. Þessi plata ætti kannski að höfða betur til þeirra sem komnir eru vel á fer- tugsaldurinn og þaðan af eldri. Á heildina litið er þetta allt saman ljómandi vel gert —jafn- vel einum of fágað á köflum — en rismikið telst þetta ekki vera. Fyrir unnendur rólegrar og þægilegrar tónlistar er þessi plata hins vegar kjörin. og haf meira úr því en meira eða minna hreinskilnislegar persónulegar játningar, sem hafa harla lítið bókmenntalegt gildi. En auðvitað er alltaf einhver sjálfskönnun fólgin i flestum eða öllum góðum bókmenntaverkum, án þess að hún sé aðalmarkmið. Nýjung er það aftur á móti að djúp og markviss sjálfskönnun sé gerð að aðalmarki, og þar hvergi slakað á kröfum, en jafnframt lyft yfir persónulega reynslu, gefið al- mennara gildi og felld í listrænan búning af þeim hagleik, að þar sér naumast misfellu á. En slík rit- smíð gerir augljóslega miklar kröfur til lesenda sinna. Mörgum mun finnast í fyrstu sem þessi saga sé nálega óskiljanleg. Symb- ólíkin, sem einkennir hana fremur öðru, er ákaflega margslungin og torræð. En þá er ekki annars kost- ur en lesa aftur, og enn aftur. Það er engin þraut, því að frásögnin seiðir mann til sín. Höfundurinn hefur sérstakt lag á því að koma manni á óvart með hnitmiðuðum setningum, oft næsta dularfullum eða í e.k. véfréttastíl. Þær leysast ekki upp fyrr en betur er lesið. Ég nefni nokkur dæmi: „Ef þú leitar inni sorg þina muntu finna hroka þinn gagnvart mótlætinu, verða lítill í miklum sársauka og siðan auðugur af ró og auðmýkt" — „Út- af Guði gengur vatn, útaf mönnum gengur vatn svo er eins og enginn vilji kannast við sjóinn" — . víðáttan er ævinlega á hæl- um þeirra sem eru á flótta undan henni“ — „Þú losnar ekki við Vésteinn Lúðviksson sannan stuld, síst af öllu ef þú botnar ekkert i honum“ — „Sá sem er svo lánsamur að láta einu sinni plata sig til að deyja, hann deyr ekki þegar hann deyr.“ Höfundur hefur greinilega ekki kastað höndum til samningar þessa rits. Mér er nær að halda að það sé þaulhugsað við langa yfir- legu allt niður í smæstu atriði. Mér virðist að ekkert sé þarna fyrir tilviljun. Gildir þetta jafnt um niðurskipan efnis, inntakið sjálft, málfar og hvaðeina annað. ÁUs staðar gætir sömu vandvirkn- innar og nosturseminnar. Ég er þeirrar trúar að þessi litla bók sé tímamótaverk a.m.k. á rithöfund- arferli Vésteins Lúðvíkssonar. Bækur hans hér eftir hljóta að verða með talsvert öðrum hætti en hingað til. Sú persónulega vinna, sem að baki þessarar litlu bókar liggur, hlýtur óhjákvæmilega að skilja eftir sig djúp spor. Eg bíð því næsta verks með nokkurri eft- irvæntingu. Laufvindar Tónlist Egill Friöleifsson Nýlega kom á markaðinn hljómplata er ber heitið Lauf- vindar. Það eru landssamtökin Þroskahjálp sem standa að út- gáfu þessarar plötu, en eins og kunnugt er vinnur Þroskahjálp að málefnum fatlaðra, einkum fatlaðra barna og vangefinna. Á plötunni koma fram tæp- lega 40 íslenskir tónlistarmenn, söngvarar og hljóðfæraleikarar og er hér um að ræða einleik, einsöng, strengjatríó, strengja- kvartett, strengjasveit og bland- aðan kór. Einleikararnir eru Einar Grétar Sveinbjörnsson, Ásgeir Steingrímsson, Jónas Dagbjartsson og sr. Gunnar Björnsson og einsöngvararnir eru Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Friðbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelms- son. Strengjasveitin leikur undir stjórn Þorvaldar Steingríms- sonar, en þáttur Jónasar Þóris er stór á þessari plötu. Eins og sjá má er hér um fríð- an flokk ágætra músíkanta að ræða, en flytjendur gefa allir vinnu sína til styrktar þeim mál- efnum, sem Þroskahjálp vinnur að. Efni plötunnar er sótt úr ýms- um áttum. Þar er að finna perlur frá barokk-tímanum eins og Aríu á G-streng úr hljómsveit- arsvítu eftir J.S. Bach og Tromp- et Voluntary f D eftir H.Purcell, dinnermúsík af betra taginu eins og Liebesleid eftir Kreisler og Steppen Zauber eftir Fenske, sönglög eins og „Ave Marfa“ Schuberts og „Mánaskin" Sigfús- ar Halldórssonar. Auk þess sálmar eins og „Heyr himna smiður“ eftir Þorkel Sigur- björnsson og „Jólasálmur" eftir Pál ísólfsson, en einnig lög, sem ég hef aldrei heyrt áður eins og „0, undur lífs“ eftir Jakob Hall- grímsson og „Þá var ég ungur" eftir Jónas Þóri. Af þessari upptalningu má sjá að hér kennir margra grasa og er þó ekki allt upp talið. Nokkuð fannst mér upptökurnar mis- jafnar bæði hvað varðar blæ og gæði, sem þó kemur ekki veru- lega að sök vegna þess hve tón- listin er fjölbreytt og flytjendur ólfkir, enda margt laglega gert. Hér er heldur ekki tóm til að fjalla um túlkun einstakra lista- manna á hverju verki fyrir sig, með einni undantekningu þó. Eitt lagið á plötunni heitir „ó, undur lífs“ eftir Jakob Hall- grímsson við ljóð Þorsteins Valdemarssonar, snorturt lag og vel gert og er hér sungið af þremur ungum stúlkum. Þær heita Hildigunnur Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir. Flutningur þeirra á þessu litla lagi er með slfkum ágætum að hlýtur að snerta hverja söng- elska sál. Þó ekki væri fyrir ann- að er hiklaust hægt að mæla með þessari plötu. Jean-Philippe Charbonnier: Bakhhiti Maríu- Sabine Weias: Kona, Frakklandi, 1956. kirkju, París 1981. Marc Riboud: Leiktjöld leikhúss ( Osaka, 1982. Franskar ljósmyndir ssa Myndlíst Valtýr Pétursson Hver sýningin eftir aðra hefur að undanförnu markað 100 ára afmæli Listasafns Islands. Nú er það frönsk ljósmyndasýning sem upprunnin er i NútfmaJistasafn- inu í París (Musée d’Art Mo- derne de la Ville de París). Það þarf vart að efast um ágæti slíkrar sýningar, þótt ekki væri nema fyrir það eitt að vera sam- ansett og valin af slfkri stofnun sem Nútfmalistasafnið f Parfs er. Enda er hvergi finnanlegur hnökri á þessu myndavali, og er Íað mikill sómi fyrir Listasafn slands að fá slfka sýningu til veisluhalds síns á virðulegum tímamótum. Hér eru á ferð verk eftir tíu ljósmyndara. Suma þeirra kann- ast maður við, aðra ekki. Við- fangsefni þeirra eru mjög mis- munandi og mætti jafnvel segja persónuleg f sumum tilvikum. En ekki ætla ég að lýsa verkefn- um þeirra nánar að sinni en við skoðun sýningarinnar kemur í ljós, að sumar þessara mynda hafa iðulega borið fyrir augu i bókum og tímaritum og á ég þá einkum og sér í lagi við myndir snillingsins Henri Cartier-Bress- on af heimsþekktum lista- mönnum eins og Giacometti, Matisse og Bonnard, Faulkner, Mauriac og Sartre. Þessar myndir allar eru löngu orðnar að klassík f ljósmyndagerð Frakka, og mætti benda á fleiri slfkar myndir á þessari sýningu, en lát- um upptalningar eiga sig. Sér- staklega vöktu athygli mfna myndir Bathos, sem flestar eru gerðar af sérstöku næmi og til- finningu fyrir myndbyggingu og mætti segja, að þar væri hin rómaða lógik franskra myndlist- armanna á ferð. Uppstillingar, sem maður hlýtur að dást að. En auðvitað er það fyrst og fremst franskt mannlff, sem er vettvangur þessarar sýningar. Franskt mannlff er afar fjöl- skrúðugt og á sinn sérstæða lffsstíl f evrópskri menningu. Hver sá, er eitt sinn kemst f snertingu við það, verður ekki sami maður hversdagsleikans sem áður. Hvergi er nautnin að lifa f eins margbreytilegu formi og innan landamæra Frakk- lands, hvergi eru andstæðurnar jafn áberandi, hvort heldur um er að ræða lffsskoðanir eða lifn- aðarhætti. Allt þetta er finnan- legt í verkum þessara ljósmynd- ara, og hver og einn afgreiðir málin á sína vísu. Frakkar hafa ætfð átt mjög sterka myndlistarhefð, og mætti raunar með sanni segja, að ljósmyndavélin hafi aðeins orðið áhald í myndlist þeirra, enda hafa margir ljósmyndarar f Frakklandi byrjað að mála, en síðan tekið sér myndavélina f hönd. Nadar var f vinskap við Impressionistana, og Degas var þaulvanur ljósmyndari og jafn- vel frægur fyrir slíkt. Atget var annað frægt nafn f heimi ljós- myndar, og sumir af þeim, er þarna sýna, vitna til hans sem fyrirrennara. Ágæt sýningarskrá, snyrtileg og fáguð (einkennandi fyrir Listasafn íslands) fylgir þessari sýningu. Þar er í stuttu máli gerð grein fyrir öllum sýnendum og birt eru sýnishorn af mynd- um. Einnig er þar vitnað í skrif- uðu máli til skoðana meistara Henri Cartier-Bresson. Til að gefa hugmynd um skoðanir þessa fræga manns hef ég hér eftir honum örstutt: „í mínum augum er ljósmynd fólgin f þvf að skilja hljómfall flata, lfna og tóngilda hins ytri veruleika. Sjónin ákveður úrtakið, vélin á ekki annað eftir en að vinna og festa á filmuna það sem ákvarðað er af sjóninni." Ég held, að þessi stutta tilvitnun segi allt sem þarf í sambandi við þessar myndir. Um listrænt gildi Ijósmynda efast nú enginn lengur. Hér áður fyrr kom það fyrir, að tortryggni gætti f garð ljósmyndara, og margir álitu þá aðeins iðnað- armenn, en nú er öldin önnur, og ljósmyndin hefur fengið sinn viðurkennda sess sem listræn sköpun. Það kemur vel í ljós á þessari sýningu. í stuttu máli getur maður sagt um frönsku Uósmyndasýninguna f Listasafni Islands, að hún sé afar forvitni- leg og skemmtileg f alla staði. Hér hef ég stiklað á mjög stóru, en vil að lokum hvetja fólk til að sjá þessa sýningu, og nú má eng- inn draga það of lengi. Sýningin stendur aðeins til 9. næsta mán- aðar. Sjón er sögu rfkari, og njótið vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.