Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Á síldarplönum John Flax og Elizabeth Wiesman í hlutverkum sínum í Svefnleysi. Hrjótandi svefntöfiur Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Eyjólfur Kárason: SUMAR Á SÍLDARFIRÐI. Stílfærð frásögn. Bókaútgáfan Skjaldborg 1984. Sumar á Síldarfirði lýsir síldar- árunum svokölluðu: Nafn höfund- ar, Eyjólfs Kárssonar, er dulefni. Sagan eða hin stílfæróa frásögn eins og höfundurinn kýs að skil- greina hana segir frá nítján ára manni sem kominn er til Síldar- fjarðar að freista gæfunnar, afla sér tekna til skólanáms. Hann heitir Brandur Þorgautsson og er sonur fátæks dalabónda. Hann er kvíðinn og einmana þegar hann gengur í land á Síldarfirði. Fyrr en varir er hann kominn í vinnu og farinn að blanda geði við fólkið. Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Æviskrár samtíðarmanna, 3. bindi S—Ö og bókarauki: Torfi Jónsson. Útg. Skuggsjá 1984. Fullveldishátíð Finnlandsvina FIMMTUDAGINN 6. desember efnir Finnlandsvinafélagið „Suomi“ til fullveldishátíðar á þjóðhátíðar- degi Finna í Norræna húsinu. Að venju er dagskrá hátíðarinn- ar fjölbreytt. Ármann Snævarr, prófessor, heldur ræðu, Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, les finnsk ljóð í íslenskri þýðingu, sr. Gunnar Björnsson leikur einleik á selló og frú Ágústa Ágústsdóttir syngur einsöng við undirleik sr. Gunnars Björnssonar. Að lokinni dagskrá verður snæddur kvöldverður. (FrétUtilkrnning.) Brandur er sakleysið uppmálað, en hefur munninn fyrir neðan nef- ið og kann að svara fyrir sig. Það veitir ekki af þegar álíka hrottum er að mæta og þeir eru Rumur, Renglan og Stúfur og fleiri litríkir persónuleikar. óheflað líf á síldar- plönum og frumsætt skemmtana- líf er meðal þess sem Brandur fær að reyna. Hann kynnist líka ást- inni, vonbrigðum hennar og líka þeirri vonarglætu sem hún miðlar. Að lokum getur hann sagt: „Þetta hafði verið ágætt sumar, fannst Brandi. Hann hafði haft gott upp, hann hafði kynnst nýju verksviði, umgengist nýtt fólk, lært nýja siðu og háttu, líklega mannast eða að minnsta kosti sjó- ast. Áreiðanlega fullorðnast tals- vert. Honum hafði aukist ör- yggi - • •“ Kafli eins og Slagurinn mikli hyggir á raunverulegum atburð- Með þessu þriðja bindi lýkur að sinni útgáfu á æviskrám samtíð- armanna og hefur Torfi Jónsson séð um bækurnar allar. Ýmsar vangaveltur eru uppi þegar gluggað er í svona verk og hef ég sjálfsagt vikið að sumum þeirra í umsögnum um fyrri bind- in. Hvernig skal valið í uppslátt- arbækur af þessu tagi? Hvernig skal afiað fanga ef viðkomandi tregðast við að senda upplýsingar að þjóðlegum trassasið? Og hvern- ig á svo að koma þessu fólki til skila, hversu langt eða skammt á að ganga í upplýsingum um sam- tíðarmennina. f fyrsta bindinu sérstaklega fannst mér sem stórlega vantaði á að Torfi Jónsson „ritstýrði“ bók- inni í bókstafiegri merkingu. Þar voru með aðskiljaniegar upplýs- ingar, sem menn hafa væntanlega gefið um sig sjálfir og átti sumt af því heldur betur við í afmælis- eða minningargreinum en staðreynda- bók. Annaðhvort hafa samtíðar- menn skólast og hreinlega lært betur á að senda upplýsingar ell- egar ritstjóri hefur tekið á sig rögg og skorið og sneitt og sniðið. Því að þetta bindi virðist mér í um, slagsmálum finnskra sjó- manna og íslendinga. Svo er um fleiri kafia i Sumar á Síldarfirði. Sagan er ekki síður við hæfi ungiinga en fullorðinna. Lýsingar á unga fólkinu á Síldarfirði eru með þeim hætti að ungt fólk getur haft gaman af. Stundum eru lýs- ingarnar líka með bernsku sniði, þess er freistað að sjá hlutina óþroskuðum augum. Málfar sögunnar er á stöku stað sérkennilegt, ekki beinlínis í anda málvöndunar, en á það til að vera frumlegt. Nokkuð er um agnúa sem auðvelt hefði verið að sníða af með hjálp góðra ráðgjafa. Eyjólfi Kárssyni hefur með stílfærðri frásögn sinni tekist að setja saman þokkalega sögu mönnum til skemmtunar. Sumar á Sildarfirði er fyrst og fremst af- þreyingarsaga, en það örlar á viðameira efni og vilja til að vinna úr því. Ástarsaga Brands og Dísu á Dalabæ er til dæmis lagleg. Höf- undur gætir þess í þeirri frásögn að segja hvorki of mikið né of lítið, en gefur ýmislegt í skyn. Það er sögunni í heild til góðs. Torfi Jónsson, rithöfundur. fljótu bragði — og reyndar einnig eftir töluvert langa yfirlegu — snöggtum betur unnið en hin tvö. Þó er ekki því að neita að býsna margir eru ritstjóra enn erfiðir og finnst bersýnilega fæst mega missa sig. Þetta verður meira áberandi í þessu síðasta bindi, vegna þess hversu öllu fleiri eru tiltölulega hófsamir í frásögnum sínum. Uppsláttarrit af þessu tagi eru nauðsynleg og í þeim er að finna mikinn fróðleik. Villur eru óhjákvæmilegar en sennilega færri en við mátti búast. Bókar- aukinn hefði mátt vera ítarlegri, svo og leiðréttingarnar sem eru birtar. Ástæða er til að vona að sinnt verði áframhaldandi útgáfu af þessum bókum og þá tekst von- andi betur með ritstýringuna. Leiklist Jóhann Hjálmarsson STÚDENTALEIKHÚSIÐ: THEATRE GROTTESCO: The Insomniacs. Leikendur: Elizabeth Wiseman og John Flax. Ljós: Einar Bergmundur. Aöstoðarmaður baksviðs: Ólafur Reynisson. Sýningarstjórn: Hans Gústafsson. Sviðsmynd: Halla Helgadóttir, Ólafur Reynisson, Einar Berg- mundur, Hans Gústafsson, Asta Helga. Theatre Grottesco er alþjóð- legur leikhópur með franskar rætur, stofnendur hans voru Frakkinn Didier Mancurt og Bandaríkjamaðurinn John Flax. Tvö úr leikhópnum, þau John Flax og Elizabeth Wiseman, gerðu hér stuttan stans um dag- inn á leið frá Bandaríkjunum til Frakklands. Þau sýndu á vegum Stúdentaleikhússins dálítinn leikþátt, The Insomniacs, sem gæti kallast Svefnleysi á ís- lensku. í Svefnleysi koma fram karl og kona sem verða andvaka. Þetta hefur í för með sér hrell- ingar, eins konar martraðir. Gömul ryksuga, rafmagnslínur n og svefntöflur eru þátttakendur í leiknum. Það er geispað, ýmis hljóð heyrast og fáein orð berast til áheyrenda á máli sem er blanda úr nokkrum tungu- málum. Svefntöflurnar hrjóta. Fyrst og fremst er hér um lát- bragðsleik að ræða. En þessi lát- bragðsleikur er eins og vera ber úr ýmsum áttum: trúðleikur, grímuleikur samkvæmt ítalskri alþýðuhefð, í fáránleikaanda samtímans og þannig mætti lengi telja. Sýningin í Stúdentaleikhúsum kom ýmsum til að hlæja, en fyndni verksins er einkum svart- ur húmor. Táknmál leikaranna, hreyf- ingar þeirra voru skólaðar og gæddar merkingum sem þó lágu ekki alltaf i augum uppi. Hér birtist leikur leiksins vegna, leikgleði sem fékk útrás og minnti á uppruna leiklistar. Hin alvörugefnari leiktjáning fékk spark í afturendann. Það er ekki vanþörf á slíku vegna þeirrar sí- felldu endurskoðunar sem leik- list þarf á að halda. Aftur á móti er Theatre Grott- esco enginn brautryðjendaleik- hópur eftir því sem best verður séð. Við þekkjum álíka leiktúlk- un frá ýmsum meisturum lát- bragðsleiksins. Á síðustu lista- hátíð var til dæmis töluvert um að vera á þessu sviði. Ekki fleiri sam- tíðarmenn að sinni Sýning Eggerts Péturssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýlistasafnið er loksins aftur komið af stað með myndlistar- sýningar eftir nokkurt hlé á þeirri starfsemi og dauflega út- tekt. Það er Eggert Pétursson er ríður á vaðið með sýningu á all- mörgum myndverkum, aðallega málverkum, en auk þess eru til sýnis nokkrar bækur, sem ger- andinn hefur hannað á undan- förnum árum. Eggert er skólaður í nýlista- deild Myndlista- og handíðaskól- ans og hefur auk þess alið mann- inn í Hollandi um nokkurt skeið. Má greinilega kenna áhrifa frá þessari skólun í myndum ger- andans en málverkin eru vafalít- ið nýjasta framleiðsia hans, sem er allt í stíl tíðarandans. Listrýninum er vandi á hönd- um að greina frá þessari sýningu þar sem sýningarskrá er engin og myndirnar ónúmeraðar — er sem oftar að gjörningurinn ber keim af því að sýningin sé sett upp fyrir fjarstadda frekar en nálæga. Þá er mér ekki tamt að skrifa um sýningarviðburði i og slétt frá þeim og halda mig smásöguformi heldur greina rétt við jörðina svo sem tök eru á. Þótt greina megi vel ásjáleg málverk innan um á þessari sýn- ingu eru þau ekki umbrotasöm né eftirminnileg — þó greinir maður gjarnan mikla hugsun á bak við sum þeirra en hún er mjög persónubundin og lokuð skoðandanum. Upphenging myndanna er máski hið frumlegasta við sýn- inguna og er alls ekki í stíl hefðbundinna vinnubragða hér og hún var það er einkum vakti athygli mína. Væri þetta allt í lagi ef styrkur myndanna væri dáiítið meiri. Það er von mín að þetta sé hin fyrsta í röð margra ágætra sýn- inga á þessum stað í vetur og einnig, að betur verði búið að þeim í hendur sýningargesta sem listrýna. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS J ri'kissjóður íslands r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.