Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
51
Morgunblaftið/Árni Sœberg.
Eigandi Mazda-bflsins kom aðvífandi þegar starfsmenn Vöku hugðust draga
bflinn í burtu að beiðni lögreglunnar. Bfllinn lokaði tvo aðra af. Eigandinn
slapp með skrekkinn, fékk bflinn sinn áður en hann var dreginn af vettvangi.
Bflar, sem lagt er ólöglega í miðbænum:
Dregnir í burtu
með kranabifreið
„VIÐ HÖFUM gripið til þess ráðs að fá kranabfl frá Vöku til þess að
fjarlægja þá bfla, sem lagt er í miðbænum með þeim hætti að þeir skapa
hættu eða hindra eðlilega umferð,“ sagði Einar Bjarnason varðstjóri á
miðbæjarstöð lögreglunnar í Reykjavík í samtali við Mbl., en undanfarna
daga hefur lögreglan í Reykjavík fjarlægt bfla, sem ólöglega er lagt í
miðbænum. „Það hefur skapast vandræðaástand í miðbænum vegna bfla,
sem er illa lagt. Iðulega leggja ökumenn bflum sínum þannig að aðrir komast
hvorki afturábak né áfram og slíkt er auðvitað óviðunandi,“ sagði Einar
ennfremur.
„Við höfum fengið kranabíl frá
Vöku og farið með bílana inn í
bílageymsluna í Seðlabankabygg-
ingunni. Eigendur hafa þurft að
greiða 550 krónur, auk kostnaðar
við geymslu. Að sjálfsögðu hafa
margir þeirra orðið gramir vegna
þessa, en við höfum neyðst til að
grípa til þessa ráðs til þess að aðr-
ir komist ferða sinna og til að
koma í veg fyrir slysahættu,"
sagði Einar Bjarnason að lokum.
Vetrar
veður....
Nú þegar allra veðra er von, vill Hafskip hf. benda viðskiptavinum
sínum á eftirfarandi:
1.
2.
3.
Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja
vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð-
stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á
komandi árstíma.
Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur,
að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi
og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl
takrhörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða.
Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum
véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum
eða á útisvæðum sem kynni að vera hættvegnafrosts,foks
eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Hrein
súldodaðibiáð
Síríus hjúpsúkkulaðið
er framleitt úr
hreinu súkkulaði og er þoí
sérstaklega bragðgott.
Það á engan sinn líka
þegar kemur að því
að hjúpa veislukökurnar
og sumir telja það
jafnvel standa öllu öðru
Síríussúkkulaði framar,
— og þá er nú mikið sagt!
Hrein súkkulaðibráð
- þú finnur muninn.