Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Izvestia um sovésku iiðhlaupana í Afganistan:
„Haldiö í mar-
tröð útlegðar"
Moakvu, 3. desember. AP.
TVEIR ungir sovéskir hermenn
sem sögðust hafa verið liðhiaupar í
Afganistan, en héldu heim til Sov-
étríkjanna frá Bretlandi fyrir
skömmu, hafa snúið við blaðinu og
lýst yfir að afganskir andspyrnu-
menn hafi rænt sér og síðan hefðu
þeir verið neyddir til að dvelja í
„útlegð sem var martröð líkust."
Sovéska dagblaðið Izvestia
birti í dag viðtal við piltana tvo,
þá Oleg Khlan og Igor Rikov, 22
og 23 ára gamla, sem héldu til
síns heima 11. nóvember síðast-
liðinn. Hefur blaðið eftir þeim, að
andspyrnumenn hefðu rænt
þeim, gefið þeim svæfingarlyf og
flutt þá þannig á sig komna til
Pakistan og þaðan allar götur til
Lundúna. „Við hættum aldrei að
hugsa heim og allt var þetta
martröð líkast, því gripum við
fyrsta tækifærið sem gafst, er
eftirlitsmenn okkar í Lundúnum
sofnuðu á verðinum, og fórum í
sovéska sendiráðið," hefur blaðið
eftir mönnunum.
Þá greinir blaðið frá dvölinni í
flóttamannabúðum í Peshawar.
Þar segir Izvestia, að þeir hefðu
reynt að flýja er opíumvíma rann
af þeim og þeir gerðu sér grein
fyrir því hvar þeir voru niður
komnir, en verið handteknir á ný,
barðir sundur og saman og
hlekkjaðir í dimmum fangaklef-
um. I sömu andrá greinir dag-
blaðið frá því að piltarnir tveir
hafi daglega séð vörubíla koma
til búðanna, hlaðna breskum og
bandarískum rifflum, vélbyssum
og skotfærum. „Þegar okkur var
boðið að fara til Englands þáðum
við það, því okkur fannst sem
ferðin heim á ný hlyti að verða
styttri og greiðari þaðan,“ hafði
dagblaðið einnig eftir piltunum
tveimur.
Áður en þessir atburðir allir
áttu sér stað, átti Fatima Salkaz-
anova, fréttaritari Liberty-
útvarpsstöðvarinnar, viðtal við
piltana meðan þeir dvöldu í Pesh-
awar. Þar sögðu þeir að sovéskir
hermenn í Afganistan væru leiðir
og liðsandi væri í lágmarki. Það
lýsti sér á ýmsa lund, til dæmis
væru Sovétmenn grimmir við
heimamenn og færu um rænandi
nauðgandi og drepandi ef hið
minnsta tækifæri byðist. Þeir að-
ilar sem komu þeim Rykov og
Khlan til Bretlands, lýstu í dag
áhyggjum sínum yfir því hvernig
komið væri, það væri ljóst að
KGB hefði náð tangarhaldi á
þeim og þeir ættu nú á hættu að
vera leiddir fyrir herrétt og
skotnir.
*• mb »* •m;1 me”
"'m&r*'
Mótmælafundur í Bólivíu
Símamynd AP.
Enn hefur ekki nádst samkomulag í Bólivíu milli stjórnvalda og verkalýðssambandsins þar um að binda enda á
allsherjarverkfallið, sem lamað hefur landið svo til algerlega í hálfan mánuð. Mynd þessi var tekin í síðustu
viku af fjölmennum útifundi I höfuðborginni La Paz, en fundurinn var haldinn til þess að mótmæla stefnu
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Eins og sjá má skortir ekki regnhlífarnar, en mikil rigning var, er fundurinn var
haldinn.
Hussein og Mubarak ljúka fundi um deilurnar f Miðausturlöndum:
Hvetja til friðarráðstefnu
með aðild allra deiluaðila
Kairó, 3. desember. AP.
HUSSEIN Jórdaníukonungur lauk
þriggja daga heimsókn til Egypta-
lands í dag og skömmu fyrir brott-
förina hvöttu Jórdanir Bandaríkja-
menn til að þrýsta á ísraela um að
draga sig burt frá öllum herteknum
svæðum Araba gegn friðarsam-
komulagi við Araba.
Með viðræðum sínum við Hosni
Mubarak forseta Egyptalands er
Hussein að reyna að sameina Ara-
ba og samræma afstöðu þeirra
Sanguinetti forseti Uruguay:
Sleppir föngum og her-
foringjum gefnar upp sakir
Rio de Janeiro, Brasilíu. 3. denember. AP.
JIILIO Sanguinetti, hinn nýkjörni
forseti Uruguay, sagði í viðtali við
vikurit í Brasilíu, að allir pólitískir
fangar sem hnepptir heföu veriö í
varðhald í tíð herstjórnarinnar, yrðu
náðaðir er hann kæmi til valda. Her-
stjórnin sat við völd í 11 ár og eru
slíkir fangar afar margir.
arnir sem misstu völdin hafa verið
sóttir til saka hver af öðrum.
með tilliti til friðarviðræðna við
ísraela. Hefur Hussein átt fundi
með Arafat leiðtoga Palestínu-
manna og er vonast til að tilraunir
hans leiði til nýrra friðartilrauna
á næstu mánuðum.
Forsætisráðherra Jórdaníu
sagði Sovétmenn hafa „megin
hlutverki" að gegna í framtíðar-
tilraunum til að stilla til friðar í
Miðausturlöndum, en þeir hafa
ekki átt aðild að þeim hingað til,
og kunngerði að Jórdanir myndu
innan tíðar ljúka samningum um
kaup á loftvarnarvopnum frá
Rússum.
Hussein sagði í ræðu í egypska
þinginu að friðarviðræður Israela
og Araba yrðu ekki haldnar nema
með fullri aðild samtaka Palest-
ínumanna, PLO. Hafnaði hann til-
lögum um að Jórdanir kæmu fram
fyrir hönd PLO, en sagðist til-
búinn til samstarfs við PLO í leit
að friði. ísraelar neita að semja
við PLO.
Þrátt fyrir kröfu Husseins um
beina aðild PLO að friðarviðræð-
um við ísrael sögðu háttsettir
ísraelar, sem vildu ekki láta nafn
síns getið, að viðræðurnar hefðu
verið jákvæðar að mörgu leyti, og
að „raunhæfari" leiðir hefðu verið
rædd fyrir luktum dyrum. í yfir-
Hussein
lýsingu að fundum loknum hvöttu
Hussein og Mubarak til þess að
haldin yrði alþjóðleg friðarráð-
stefna að tilhlutan Sameinuðu
þjóðanna, þar sem allir deiluaðil-
ar, þ.ám. PLO, tækju þátt.
Mubarak hefur dregið gildi slíkrar
ráðstefnu í efa þar sem ísraelar og
Bandaríkjamenn eru mótfallnir
hugmyndinni.
Sanguinetti sagði, að náðanirn-
ar næðu aðeins til þeirra sem sett-
ir hefðu verið í fangelsi í tíð
stjómarinnar, en ekki til þeirra
vinstri sinnuðu skæruliða sem
settir voru í svarthol áður en her-
stjórnin settist að völdum. „Það er
vegna þess, að þeir sem handtekn-
ir voru áður, börðust gegn lýðræð-
islega kjörinni stjórn, hinir aftur
á móti gegn kúgunarstjórn sem
hrifsaði til sín völdin. Herstjórnin
tók völdin árið 1973. Forsetinn
sagði að reyndar kæmi til mála að
náða einhverja hinna vinstri sinn-
uðu skæruliða ef það sannaðist að
þeir hefðu ekki „drýgt hræðilega
glæpi gegn mannkyninu," eins og
Sanguinetti sagði og útlistaði síð-
an: Morð, mannrán, limlestingar
og nauðganir.
Forsetinn sagði nokkuð sem
vakti athygli, en það var að for-
kólfar herstjórnarinnar yrðu ekki
sóttir til saka fyrir sitthvað sem
þeir kynnu að hafa brotið af sér
meðan þeir sátu við völd. Er búist
við að þessi yfirlýsing forsetans
skapi úlfúð, en ýmsir höfðu vænst
þess að sama stefna yrði tekin og í
Argentínu, þar sem herforingj-
Bandaríkin:
Heyrnartæki fyrir heyrnarlausa
— hlýtur samþykki
yfirvalda
WashÍBKton, 3. deaember.
YFIRSTJÓRN matvæla- og lyfja-
eftirlits Bandaríkjanna samþykkti
í síðustu viku að leyfa framleiðslu
og sölu á sérstöku rafeindaeyra
sem gert gæti 60—200.000 heyrn-
leysingjum í Bandaríkjunum kleift
að heyra hljóð eins og flaut í bflum
og hljóm í dyrabjöllum.
Þegar tilkynnt var um sam-
þykki stofnunarinnar, sagði dr.
Mark Novitch, forstöðumaður
hennar m.a.: „í fyrsta skipti get-
ur tæki að hluta til komið í stað
skynfæris mannsins."
Heyrnartækið mun gera al-
gerlega heyrnarlausu fólki
möguíegt að heyra raddir, en það
verður samt ekki svo öflugt að
með því verði greind orðaskil, að
sögn dr. Novitch og höfundar
tækisins, dr. William House.
Dr. Novitch kvað samþykki
hafa verið veitt fyrir framleiðslu
og sölu tækisins, sem hann
nefndi „elektrónískt innra eyra“,
eftir að 163 slíkum hafði verið
Leiðsla til magnara
K .............É,iiiiiíliMÍlinii.imimmi*i....
J
Frá hljóðnemanum fer hljóðið til lítils magnara, sem sendir það áfram
sem rafboð til segulspólunnar utan á höfuðkúpunni aftan við eyra. Þaðan
berast boðin sem segulboð til innri segulspólunnar, sem sendir þau áfram
sem rafboð til heyrnartaugarinnar. Loks sendir heyrnartaugin boðin á
leiðarenda, til heilans.
komið fyrir í tilraunaskyni.
Sagðist dr. House hafa komið
fyrir tækjum í yfir 400 sjúkling-
um frá árinu 1969.
Þau tilfelii af heyrnarleysi,
sem tækið getur bætt upp, stafa
af því að hinar örsmáu hárfrum-
ur í bogagöngum innra eyrans
hafa eyðilagst og geta ekki um-
myndað hljóðbylgjur í rafboð til
heilans.
Tækið vinnur á eftirfarandi
hátfc Lítill hljóðnemi, sem hægt
er að festa á gleraugnaspangir,
nemur hljóðið, sem breytist í
rafboð fyrir tilstilli lítils magn-
ara. Boðin berast síðan til seg-
ulspólu, sem fest er utan á höf-
uðkúpuna aftan við eyra. Spólan
er sendir og kemur boðunum
áfram með seguláhrifum til mót-
takara, innri segulspólunnar,
sem komið er fyrir innan á höf-
uðkúpunni aftan við eyra, á móts
við ytri spóluna. Frá móttakar-
anum fara boðin nú eftir leiðslu
og berast sem rafboð til heyrn-
artaugarinnar. Hún kemur
skilaboðunum á leiðarenda, til
heilans.