Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Flóttamenn 13 milljónir LATA mun nærri að (lóttamenn í heiminum séu 13 milljónir talsins, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóð- anna. Hefur fólkið flúið heimkynni sín vegna styrjalda, byltinga eða pólitísks óróa. Virðist flóttamanna- fjoldinn frekar aukast en hitt. Tilhæfulaus samsetningur — að n-kóreskir hermenn hafí verið sendir til Angóla Tókýó, 3. desember. AP. Norður-Kórea vísaði í dag á bug fréttum frá Japan þess efnis að um 25.000 norður-kóreskir hermenn hefðu verið sendir til Angóla. Ríkisútvarpið í Pyongyang vitnaði í málgagn kommún- istaflokksins, Rodong Shinm- un, þar sem sagði: „Ekki einn einasti maður úr her Norður- Kóreu hefur nokkru sinni stig- ið fæti á angólska jörð.“ Japönsk fréttastofa sagði frá því í síðustu viku, að norður- kóreskar hersveitir hefðu verið sendar til Angóla, og kvaðst fréttastofan hafa þetta eftir ótilgreindum vestrænum stjórnarerindrekum I New York. Norður-kóreska blaðið, Ro- dong Shinmun, nefndi frétta- stofuna ekki á nafn, en kvað „fréttir þessar frá New York vitanlega tilhæfulausan sam- setning og illgirnislegan róg í garð Norður-Kóreu“. Japanskir sérfræðingar um norður-kóresk málefni benda á, að Norður-Kóreumenn hafi ekki vísað á bug fréttum sem itrekað hafa borist að undan- förnu um að norður-kóreskir hermenn berjist við skæruliða í Uganda, við hlið stjórnar- hersins. í síðasta mánuði sagði Milt- on Obote, forseti Uganda, á blaðamannafundi f Kampala: „Ég hef fengið Norður-Kóreu- menn til að þjálfa uganska herinn, en þeir hafa aldrei tek- ið þátt í neins konar hernaðar- aðgerðum." Stór hluti flóttamannanna er Palestínumenn, Eþíópíumenn og Afganir. Veruleg aukning varð við byitinguna í Eþíópíu 1974, samein- ingu Norður- og Suður-Víetnam 1975 og byltingu kommúnista í Afganistan 1978. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna annast 2,1 milljón pal- estínskra flóttamanna, í Pakistan hafast 2,9 milljónir flóttamanna við og 1,8 milljónir í íran, flestir þeirra frá Afganistan. í Afríku eru rúmlega 2,8 millj- ónir flóttamanna, þar af hafa Sómalir og Súdanir tekið við 700 þúsund flóttamönnum hvor frá Eþíópíu, Úganda og öðrum ná- grannaríkjum. Bandaríkjamenn hafa tekið við einni milljón flótta- manna, Kanada hýsir 353 þúsund, Frakkland 161 þúsund, V-Þýzka- land 115 þúsund, Bretland 140 þúsund og Italía 14 þúsund. Batnandi heilsa hjá gervihjartaþeganum Gervihjartaþeginn William J. Schroeder, sem er 52 ára að aldri, sést hér kyssa 5 ára gamla sonardóttur sín, Tracy Schroeder. William fer „ört batnandi" samkvæmt frásögn lækna hans, en nú er rúmlega vika liðin, síðan hann fékk nýja hjartað. Þingkosningarnar í Astralíu: Bob Hawke hrósar sigri fyrir minna fylgi Sydney, 3. des. AP. BOB Hawke, forsætisráð- herra Ástralíu, lýsti í dag úrslit- unum í þing- kosningunum á laugardag sem afdráttarlausum sigri fyrir sig og ríkisstjórn sína, þrátt fyrir það að þingmeiri- hluti Verkamannaflokksins hefði minnkað verulega. Gert hafði verið ráð fyrir yf- irburðasigri Hawkes og Verka- mannaflokksins. Tölur frá því seint í gær sýndu hins vegar, að Verkamannaflokkurinn hafði fengið aðeins 80 þingsæti í full- trúadeildinni en Frjálslyndi flokkurinn og Sameinaði þjóð- arflokkurinn, sem eru í stjórn- arandstöðu, höfðu fengið 64. Þá var enn óvíst um 4 þingsæti. Þingsætum var fjölgað í 148 úr 125 fyrir þessar kosningar og var stjórnin með 25 þingsæta meirihluta, er gengið var til kosninganna. Verkamanna- flokkurinn þurfti því að fá um 30 þingsæta meirihluta nú til þess að halda sambærilegum meirihluta í fulltrúadeildinni og áður. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna, að Verkamannaflokk- urinn hefði 10%—16% forskot fram yfir keppinauta sína í heild og fjölmiðlar höfðu þvi al- mennt spáð Verkamanna- flokknum yfirburðasigri. Úr- slitin eru því talin persónulegur ósigur fyrir Hawke, sem sjálfur hefur notið mikilla vinsælda. SAS-þota hætt kom- in í aðflugi til Moskvu 51 Pólverji flóði af Rogalin Travemiinde, 3. desember. AP. FARÞEGAR af ferjunni Rogalin, 51 að tölu, notuðu tækifærið er hún hafði viðkomu í Travemiinde á lcið sinni frá Kaupmannahöfn til Szczec- in til að strjúka frá borði og biðja um hæli í V-Þýzkalandi sem pólitískir flóttamenn. Stokkhólmi, 3. deaember. AP. DC-8-farþegaþota frá SAS með á annaðhundrað farþega innanborðs var nærri lent í árekstri við þotu sovézka flugfélagsins Aeroflot skammt suður af Moskvu. Sovézka flugvélin flaug þvert á leið SAS-þotunnar sem millilenti í Moskvu á leið frá Karachi í Pakistan til Kaupmannahafnar. Aðeins voru tæpir tveir kíló- metrar á milli flugvélanna þegar ferlar þeirra skárust. Verða sov- ézk flugyfirvöld krafin skýringa á þessu atviki, að sögn tals- manna SAS. Atvikið átti sér stað klukkan 13 að íslenzkum tíma á sunnu- dag. Með þessu hafa 493 Pólverjar flúið af farþegaskipum í Vestur- Þýzkalandi frá því 16. nóvember, að sögn embættismanna. Rogalin, sem áður var ferjan Edda, siglir vikulega milli Kaup- mannahafnar og Szczecin, og hef- ur 301 farþegi strokið af henni í Travemunde í þremur síðustu ferðum. Alls hefur 821 Pólverji strokið af Rogalin á þessu ári, flestir í Vestur-Þýzkalandi. Þá struku 192 Pólverjar í einu lagi af ferjunni Stefan Batory er skipið hafði viðkomu í Hamborg 19. nóvember, sem var fyrsti við- komustaður í skemmtisiglingu skipsins, sem kom hálftómt til baka, þar sem aðrir urðu til að strjúka á næstu viðkomustöðum áður en skipið hélt heim á ný. Einstakur kvikmyndafundur: Eintak Dreyers af Jeanne d’Arc fundið EINTAK af einni þeirra tíu kvikmynda, sem almennt eru taldar þær bestu í sögu kvikmyndalistarinnar, hefur fundizt ( Dikemark-sjúkrahús- inu fyrir uUn Ósló, þar sem þaó hefur geymzt frá árinu 1928. Kvikmynd sú, sem hér er um að ræða, er „Jeanne d’Arc“, sem gerð var af hinum heimsfræga danska leikstjóra, Carl Theodor Dreyer, sem lézt 1968. Upphaflega voru aðeins til tvö eintök af þessari kvikmynd Dreyers um heilaga Jóhönnu af Örk. Annað þeirra eyðilagðist i eldsvoða í Berlín, en hitt hvarf algerlega. Árið 1981 fannst hið týnda eintak í Dikemark og var sent þaðan til kvikmyndasafns í Ósló og þaðan til kvikmynda- safns ríkisins, sem gerði af því nýtt eintak. Annað eintak var sent kvikmyndasafni Danmerk- ur. Það var þar, sem það upp- götvaðist, að hér var raunveru- lega um upptöku eftir Carl Theo- dor Dreyer að ræða. Kvikmyndasafn Danmerkur lýsir þessum fundi sem einstök- um og er nú áformað að senda kvikmyndina til Verona á Italíu, þar sem hún verður sýnd alþjóð- legum sérfræðingum. Nimitz sendur inn í kúbanska lögsögu New York, 3. desember. AP. BANDARÍKJAMENN sendu flug- móðurskipið Nimitz til aðstoðar mælingaskipi sem rak inn í kúb- anska lögsögu vegna vélarbilunar þar sem óttast var aft Kúbumenn myndu reyna að taka skipift og notfæra sér í pólitískum tilgangi. Mælingaskipið, Seaward Explorer, var að mælingastörf- um fyrir bandaríska sjóherinn, er eldur kom upp um borð, vélar skipsins biluðu og það tók að reka til Kúbu. Sent var út neyð- arkall og varð varðskipið Reli- ance fyrst á vettvang og tók skipið í tog til Miami, þar sem von var á skipunum á mánudag. Kúbumönnum var skýrt frá erfiðleikum mælingaskipsins. Sögðust þeir myndu draga það til móts við Reliance ef skemmdir reyndust litlar, en taka til hafnar á Kúbu ef um meira tjón væri að ræða. í ljósi viðbragða Kúbumanna ákváðu bandarísk yfirvöld engu að treysta og kvöddu Nimitz á vettvang. Svo mikið lá við þegar Nimitz var stefnt til móts við Seaward Explorer að um 1.000 sjóliðar af 5.200 urðu eftir í St. Thomas á Jómfrúreyjum, þar sem áhöfnin var til hvíldar. Kúbanskt varðskip varð fyrst á vettvang, en er reynt var að koma dráttartaug um borð í mælingaskipið tókst ekki betur til en svo að línan fór í skrúfu varðskipsins og það þarmeð úr leik. Stuttu seinna birtist Reli- ance.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.