Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
ttCeAAflfl
Ast er ...
||TENNIS ZALjjífy
■ •. að vera félagi hans í
tvíliðaleik
Hjálpaðu drengnum meðan
þú getur, því næsta ár fer
hann í 5. bekk!
Ef þú stlar ekki að gefa mér
í glas færðu þig þá um set til
að gefa öðrum kost á því!
HÖGNI HREKKVÍSI
4___,
ÓSKKEYtt j
KATTAF/€6A j
fnx
Ö5KKE"vtt
KATTAFÆ0A
V,,HANN VIU PÓSIR. ME&
MyMPUM 'A ! "
Önnu Þóru finnst nöfnin á götunum í nýja hverfinu í Ártúnsholti brosleg.
Holtið rís hér í bakgrunni og önnu Þóru finnst undarlegt að göturnar skuli
heita Urriðakvísl, Fiskakvísl o.s.frv. því í hennar sveit runnu fallvötn aldrei
upp á hryggjum.
Velvakandi góður.
„Eitt af fáum björtum kvöldum
sem við hér á suðvesturhorninu
nutum síðastliðið sumar, bauð ég
kunningjakonu minni í stutta öku-
ferð.
Ef til vill var löngunin mest að
horfa á sólarlagið, því það yljar
oft gömlum hjörtum.
Sem leið liggur ókum við upp
fyrir Elliðaár, beygðum þar til
hægri inní nýtt hverfi, sem er að
rísa, ekki allfjarri Árbæjarsafn-
inu.
í hverfi þessu eru hús af ýmsum
stærðum, sum það stór að þau
gætu alveg eins verið félagsheim-
ili eins og ibuðarhús, sem hýsa
munu 3—5 manna fjölskyldu,
ásamt húsgögnum fyrir 3—5
milljónir.
Ekki var það þó stærð húsanna
sem olli mér undrun, þvi í þessu
ágæta landi kemur manni fátt að
óvörum hvað það snertir, þótt allt
sé talið á heljarþröm i þjóðar-
búskap okkar.
Það voru nöfnin á götunum
þarna uppá höfðanum sem mér
fundust svo brosleg. Vel veit ég, að
uppruni þeirra er tengdur ám og
vötnum, og þá liklega fyrst og
fremst Elliðaánum.
I minni sveit runnu fallvötn
aldrei uppá hryggjum, farvegir
þeirra voru eingöngu á aurum og
flatlendi, en í þeirri sveit var svo
margt undarlegt.
Ég ók götu eftir götu og las á
götuskiltin og þar blöstu við nöfn
sem þessi: Urriðakvísl, Fiskakvísl,
Laxakvísl, Reyðarkvísl.
Víst fannst okkur vinkonunum
nöfnin brosleg á þessum stað, og
létum óspart í ljós okkar álit á
þeim, uns ég sagði bæði í gamni og
alvöru: „Væru nú ekki viðkunnan-
legri nöfn t.d., Uxahryggur, Fram-
hryggur, Svínahryggur, Spjald-
hryggur?"
Það væri nú ekki dónalegt að
geta sagt með bros á vör: „Ég á
heima á Svínahrygg 7, eða Uxa-
hrygg 33.“
Skrifað bæði í gamni og alvöru.
Anna Þóra.“
Þessir hringdu .. .
„Gríðarmikið
af gulli..
Ingimundur Halldórsson
hringdi:
Ég spurðist fyrir það hjá Vel-
vakanda hvert væri framhald
þessara vísna, en hef ekkert svar
fengið. Nú langar mig til að
reyna aftur og hvet ég menn til
að láta í sér heyra, ef þeir þekkja
framhaldið. En vísurnar eru
svona:
Ef við komumst alla leið
úr öllum leystum vanda
þá fáum við gefíns góða jörð
af gull eins og sand millí handa.
Þar jáma menn hesta með siifri og seim
á silfurskóm allir ganga
gríðarmikið af gulli er þar
og gott mjög til allra fanga.
Þar rúsínur vaxa á mel í mó
og mikil sú býsn að líta
af fíkjum og sveskjum færðu nóg
og feikn af sykrinum hvíta.
Mig langar einnig til að vita
hvort einhver kannast við leik-
inn „Að vefa vaðmál", sem var
leikinn mikið í mínu ungdæmi og
hvernig vísur þær voru, sem far-
ið var með í leiknum. Ég veit að
upphaf þessara vísna var svona:
Þræðirnir slitna og spólurnar
sprikla/ þræðir slitna, spólur
sprikla/ renna skyttunni í skil/
svo vefum við dúka svo dýra og
mjúka/ vefum dúka, dýra,
mjúka/ rennum skyttunni í skil.
Himnabréfið
Sigurbjörg Jónsdóttir hringdi:
Fyrir alllöngu var einhver les-
andi Morgunblaðsins að skrifa í
Velvakanda og spyrjast fyrir um
Himnabréfið, sem er smásaga.
Ég hef lesið eina sögu sem hét
þessu nafni og hún var um tvö
börn sem voru móðurlaus og fað-
ir þeirra hugsaði ekkert um þau.
Ég las þetta sem unglingur, en
sagan var eitthvað á þessa leið:
Börnin tvö skrifuðu Guði bréf,
sem var á þessa leið: „Góði Guð,
við erum hér tvö lítil börn og
erum svo ákaflega svöng. Heldur
þú að þú gætir ekki sent okkur
ofurlítið af brauði og ef að þú
getur gert það þá láttu það á
dyrahelluna. Og ef að þú getur,
þá hafðu svoiítið af smjöri með,
það finnst okkur svo ósköp gott.
Og ef að þú sérð hann föður
okkar, þá sendu hann heim til
okkar. Hann er í gráum buxum
og blárri treyju og ber poka á
bakinu."
Börnin fóru með bréfið til
kirkju og létu það inn um kirkju-
dyrnar. En svo bar við að faðir
þeirra átti leið þar fram hjá, og
fór inn í kirkjuna og tók upp
þetta einkennilega bréf, sem bar
utanáskriftina „Til Guðs á
Himnum“. Og þegar hann hafði
lesið það, bað hann Guð fyrir-
gefningar á því hvernig hann
hefði komið fram við börnin sín
og fór heim og gerðist góður fað-
ir.
• •
Oryrkjar
illa staddir
Guðný Jónsdóttir hringdi:
Fyrir skömmu var skrifað í
Velvakanda um jólagjöfina sem
aldraðir fá frá stjórnvöldum.
Við, sem erum öryrkjar, fáum
þessa sömu gjöf. Við erum í
sama hópi og afi og amma, við
erum einnig hluti af lægst laun-
uðu stétt iandsins. Ég hef t.d.
tæpar 10 þúsund krónur í tekjur
á mánuði og af þessum pening-
um eru teknar af mér um 5 þús-
und krónur í skatta yfir árið. Ég
er að vísu með 5 þúsund krónur í
lífeyri frá manninum mínum,
sem er sem sagt tekið beint í
skatta. Það er óvinnandi vegur
að ætla sér að lifa af þessum
tæpu 10 þúsundum á mánuði.
Annað langar mig að minnast
á. Aldraðir fá afslátt af flug-
fargjöldum innanlands á vissum
dögum, en ég hef aldrei vitað að
öryrkjar fái slíkan afslátt, sem
þó væri ekki vanþörf á. Lyfja-
hækkunin kemur einnig illa
niður á okkur og mér finnst ráð-
ist á garðinn þar sem hann er
lægstur.
Mig langar til að minnast á
annað óskylt að lokum. Ég er
mjög hrifin af stefnuyfirlýsingu
Jóns Baldvins í sambandi við
varnarmál. Hann var ekkert að
skafa utan af hlutunum þegar
hann sagði að þessar radarstöðv-
ar þyrftu að koma upp. Mér
fannst Jón Baldvin vissulega
þess verður að eftir honum sé
tekið. Ég er eldheit sjálfstæð-
ismanneskja en er alveg óskap-
lega óánægð með okkar flokk
núna.
Póstur í
Blesugróf
L.K. hringdi:
Mig langar til að spyrjast
fyrir um það, hvers vegna póstur
berst svo seint í Blesugrófina í
Reykjavík. Mér barst fundarboð
fyrir skömmu og það kom til mín
viku eftir að það var póststimpl-
að. Það tekur sem sagt viku að
bera það út. Um leið fékk ég
„kassettu” frá Svíþjóð. Hún
hafði verið póstlögð þar 5. októ-
ber en kom til mín 21. nóvember.
Það er langt síðan verkfalli lauk,
svo ekki getur því verið eingöngu
að kenna. Það skal tekið fram að
póstburðarfólkið er ágætt, enda
er því varla um að kenna.