Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 1
72 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
239. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
íraskar herþotur:
Árásáskíp
frá Kýpur
Manama, 3. desember. AP.
ÍRASKAR herþotur gerðu í morg-
un árás á olíuflutningaskip fyrir
sunnan Kharg-eyju í Persaflóa,
sem er aðalolíuhöfn írana. Þrír
skipverjar létu lífið og þegar síðast
fréttist var skipið, sem nefnist
„Minotaur'* og er skrásett á Kýp-
ur, eitt eldhaf.
Hermálayfirvöld í Bagdad
hafa staðfest að herþoturnar
hafi verið frá írak og segja að
þær hafi skotið Exocet-flug-
skeyti að skipinu.
írakar hafa margsinnis varað
erlend skip við að sigla í ná-
grenni Kharg-eyjar og hafa lýst
flæmi í grennd við hana ófrið-
arsvæði.
Þingkosningar á Grenada:
Þjóðarflokknum
spáð góðu gengi
StGeofges, 3. desember. AP.
ÞINGKOSNINGAR voru á eynni Grenada í Karabíahafi í dag og er
búist við að Nýi þjóðarflokkurinn, sem er samsteypa hægfara
flokka, hljóti meirihlutafylgi og myndi næstu ríkisstjórn. Á þjóðþing-
inu sitja 52 fulltrúar.
HERBERT BLAIZE,
Sfmamynd/AP
leiðtogi Nýja þjóðarflokksins á Grenada, veifar til kjósenda í lok kosninga-
baráttunnar á eynni.
Nýi þjóðarflokkurinn, sem
myndaður var í ágúst sl., lýtur
forystu 66 ára gamals lögfræð-
ings, Herberts Blaize að nafni,
sem var forsætisráðherra
Grenada á árunum 1962—1967
þegar eyjan var enn nýlenda
Breta. Blaize er talinn njóta
velvildar Bandaríkjastjórnar og
stuðnings þeirra eyjarskeggja,
*
A fimmta hundrað látnir eftir gaseitrun á Indlandi:
Verksmiðjunni lokað og
yfirmennirnir handteknir
Nýjn Delhf. S. desrmber. AP.
„ÞETTA er mesti harmleikur í sögu okkar,“ sagði Arjun Singh, forsæt-
isráðherra Madhya Pradesh-fylkis á Indlandi, um gaseitrunina frá verk-
smiðju Union Carbide í Bhopal, höfuðborg fylkisins, í morgun. Vitað er
að a.m.k. 410 manns létu lífið, um tvö þúsund eru alvarlega veikir í
sjúkrahúsi og átta þúsund til viðbótar hafa orðið að leita læknishjálpar.
Ottast er að tala látinna og veikra eigi eftir að hækka verulega.
Gasið lak úr neðanjarðargeymi
við verksmiðjuna eftir að örygg-
islok gaf sig vegna óvenju mikils
þrýstings í geyminum. Gasið
lagðist síðan yfir 40 ferkílómetra
svæði í nágrenninu, þar sem
einkum býr fátækt verkafólk.
Strax og fólk varð eiturloftsins
vart lagði það á flótta úr borg-
inni. Fóru menn ýmist hlaupandi
eða í bifreiðum og leituðu skjóls í
nærliggjandi bæjum.
Verksmiðja Union Carbide í
Bhopal, sem Indverjar eiga
meirihluta í, framleiðir skor-
dýraeitur. Þar urðu einnig slys
árin 1981 og 1982 og létust þá um
20 verkamenn. Verksmiðjunni
hefur nú verið lokað og fimm yf-
irmenn hennar hafa verið hand-
teknir, sakaðir um að valda
dauða fóiks með glæpsamlegri
vanrækslu.
Thomas Sprick, talsmaður Un-
ion Carbide í Connecticut í
Bandaríkjunum, sagði að gasið,
sem lak frá verksmiðjunni væri
af tegundinni metýl isócyanate.
„Það verkar á fólk eins og tára-
gas, en er mun banvænna," sagði
hann.
sem fögnuðu innrás Bandaríkja-
manna í október í fyrra. Hafa
bandarískir kaupsýslumenn
ennfremur styrkt kosningabar-
áttu hans með fjárframlögum
og lýst sig reiðubúna til fjárfest-
inga á eynni ef það megi verða
til þess, að tryggja framtíð lýð-
ræðis þar.
Auk Nýja þjóðarflokksins og
nokkurra óháðra einstaklinga
bjóða þrír stjórnmálaflokkar
fram til þingsins: Föðurlands-
hreyfingin, sem kennir sig við
marxistann Maurice Bishop,
sem myrtur var í valdaráni í
fyrra; Sameinaði verkamanna-
flokkurinn, en forystumaður
hans er sir Eric Gairy, dulspek-
ingur og sérvitringur mikill,
sem var leiðtogi Grenada í þrjá
áratugi, og Verkamannaflokkur
kristilegra demókrata, sem
Winston Whyte stjórnar.
Á kjörskrá á Grenada eru 48
þúsund manns, en það er allir
eyjarskeggjar 18 ára og eldri, að
eitt þúsund manns undanskild-
um.
Leiðtogafundur Evrópubandalagsins:
Vínframleiðsla Portú-
gala og Spánverja
veldur vandræðum
Dyflinni, 3. desember. AP.
LEIÐTOGAR ríkjanna tíu, sem aðild eiga að Evrópubandalaginu, komu
saman til fundar í Dyflinni í írska lýðveldinu í dag. Á dagskrá fundar-
ins, sem er hinn þriðji á þessu ári, eru fjárhagsmál bandalagsins,
samskipti austurs og vesturs og umsóknir Portúgala og Spánverja um
aðild að bandalaginu.
Gífurlegar öryggisráðstafanir
hafa verið gerðar vegna fundar-
ins og hafa sérsveitir hermanna
verið kallaðar út lögreglu til að-
stoðar. Er lögð sérstök áhersla á
að gæta Margrétar Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, sem
irskir hryðjuverkamenn reyndu
fyrir skömmu að ráða af dögum.
Kom hún í þyrlu til fundarstað-
arins, sem er 13. aldar höll í
miðborg Dyflinnar, og fór inn
bakdyramegin.
írski þjóðfrelsisherinn, sem er
hópur marxista innan hins ólög-
lega lýðveldishers, segist hafa
komið fyrir mörgum óvirkum
sprengjum i nágrenni fundar-
staðarins til að leggja áherslu á
fyrirætlan sína, að ryðja Thatch-
er úr vegi. Hefur lögreglan í Dyfl-
inni þegar fundið eina slíka
sprengju í miðborginni.
Eitt erfiðasta viðfangsefni leið-
togafundarins eru umsóknir
Portúgala og Spánverja um aðild
að Evrópubandalaginu, en við-
ræður um það efni hafa enn ekki
skilað árangri. Helsti Þrándur i
Götu samkomulags er ágreining-
ur aðildarríkjanna um það hvern-
ig bregðast skuli við gífurlegri
aukningu á víni á markaði banda-
lagsins í kjölfar inngöngu rikj-
anna tveggja, en offramboð á víni
er þegar orðið alvarlegt vanda-
mál innan bandalagsins.
Símamynd/AP.
Hrydjuverkamenn fyrir rétti
Kóm. 3. (tnenber. AP.
TUTTUGU og þrír félagar f ítölsku hryðjuverkasamtökunum Rauðu
herdeildunum, sem dcmdir hafa verið fyrir ránið og morðið á Aldo
Moro, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, árið 1978, komu fyrir áfrýjunar-
rétt í Róm í dag. í hópnum voru Adriana Faranda (tv.) og Valerio
Morocci, sem sjást hér á myndinni, en þau voru höfuðpaurar samsæris-
ins og hafa verið dæmd í ævilangt fangelsi. Það hefur vakið mikla reiði
og gremju á Italíu, að kvikmyndafélag, sem er að gera mynd um örlög
Moros, hefur óskað eftir aðstoð þeirra tveggja.