Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 42

Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 42
-42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Sagan um Lindu súperkonu Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Snjólaug Bragadóttir: GEFÐU ÞIG FRAM, GABRÍEL. Útg. Örn og Örlygur 1984. Snjólaug Bragadóttir færir stöðugt út sitt landabréf, nú ger- ast sögur hennar ekki lengur á lófastórum blettum eða inni í lyft- um, heimurinn allur eins og hann leggur sig er sögusvið þessarar bókar. Miðdepillinn, aðalperónan, prinsessan sjálf og kjördóttir blaðakóngsins í London, Linda, áður Stefánsdóttir, ættleidd Dawson, er blaðakona sem geysist um heiminn og vinnur hvert af- reksverkið í sínu fagi af öðru. David ljósmyndari er jafnan í föruneyti hennar og saman fram- leiða þau hverja stórlistagreinina í Events af annarri. Lindu hefur lengi dreymt um að komast til Tristan da Cunha. Henni verður að vísu að ósk sinni, hún brotlend- ir en lifir af í eiginlegum og óeig- inlegum skilningi. Lifir innan um frumstæða og indæla eyjar- skeggja um hríð. Og rekst hún þá ekki á Tony námaverkamann, sem hafði kysst hana eftirminnilegum kossi þegar þau lokuðust inni í námu í Suður-Afríku. Linda er frjálsleg stúlka og heimsvön, en hún hefur einhverra hluta vegna aldrei getað gleymt Tony og nú er að vita, hver er maðurinn eigin- lega? Það er einhver dularhjúpur yfir honum, æði þéttur. Ástin blossar upp, en örlögin hafa ætlað þeim að skilja — um hríð. Linda heldur áfram að flengjast um heiminn með David ljósmyndara og skrifa ofsalega góðar greinar. Stundum kemur hinn dularfulli Gabríel henni til hjálpar, sendir undarleg skilaboð, reddar viðtali við móður Teresu og svo framveg- is. Er sem sagt betri en enginn. Og enginn veit hver Gabríel er. Við sögu kemur enn einn aðilinn, sem er líka mjög leyndardómsfullur: málarinn Santor, sem enginn hef- ur nokkru sinni séð né veit deili á, en hann er öðrum flinkari málari. En þar kemur að málin verða að fara að skýrast, ekki er hægt að láta svona sögu enda í limbói. Fram að því að Snjólaug tekur sig til við að „leysa" gáturnar, er sag- an hin ágætasta afþreying, bara snoturlega uppbyggð og hæfileg spenna og rómantík í þessu. Að vísu er Linda full mikil súperkona og Snjólaugu tekst ekki alveg að láta hana skipta lesandann jafn miklu máli og bersýnilega er stefnt að. En hraðinn í frásögn- inni og skemmtilega óþvingaðar lýsingar á þeim stöðum sem heim- sóttir eru vítt og breitt um veröld- ina, ljá bókinni þekkilegt aðdrátt- arafl. Lausnin, eða réttara sagt lausn- irnar, því að hér þarf að skýra margt mjög dularfullt, lánast ekki nema miðlungi vel. Og hefði mátt ætla að önnur eins gáfnadís og Linda hefði nú átt að vera búin að sjá þetta allt sjálf fyrir löngu. En hvað sem hnökrunum líður er hér á ferðinni afþreyingarbók eins og mér finnst þær gerast hugnanlegastar. NYJUNG FRA ALÞYÐUBANKANUM NU GETUR ÞU LAGT LÍFEYRINN EÐA EFTIRLAUNIN INN A SÉRSTAKA LÍFEYRISBÓK OG TKYGGT ÞÉR ÁN NOKKURRAR BINDISKYLDU! Lífeyrisbók Alþýðubankans er afgerandi nýjung fýrir þá sem reglulega fá greidd eftirlaun frá lífeyrissjóði eða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Innstæðan er alltaf laus til útborgunar, bindiskylda er engin og bókin á allan hátt jafn einföld og þægileg í meðförum og venjuleg sparisjóðsbók. Qrundvallarmunurinn er einfaldlega sá að við bjóðum ávallt 7% VAXTAVIÐBÓT ofan á almenna sparisjóðsvexti, sem um þessar mundir eru 17%. Sértu rétthafi eftirlauna eða lífeyrisgreiðslna bjóðast þér því 24% VEXTIR AF OPINNI LÍFEYRISSBÓR ALÞÝÐUBANRAriS. ATHUGAÐU NÁLIÐ — þú getur breytt um bankareikning lífeyrisins með einu símtali við Tryggingastofnunina eða lífeyrissjóðinn. Það er leitun að öðru eins tilboði Alþýðubankinn hf. Verkföll — lög- leyfð valdníðsla Bréf til ungra kennara, 2. hluti Skrifað eftir Friðarfræðslu í verki, í okt. 1984 — eftir Guðjón Jónsson Kæru ungu kennarar. Þið hafið heyrt minnzt á hann Pinosjet, þann stóra vonda, sem m.a. hefur það á valdi sínu að banna öll tjáskipti í landi sínu, nema í ein- rúmi, og beitir þessu valdi. Flestir hallmæla Stóra-Pinosjet en nú hefur enn einu sinni sannazt, að víða leynist lítill og líkir eftir hin- um svo sem má, hversu mjög sem Litli-Pinosjet hallmælir þeim stóra hversdagslega. Hér meðal okkar, mitt í allri lýðræðisást og tjáningarfrelsi, var þetta marglofaða frelsi snarlega gert óvirkt í haust, ekki fyrir ofríki stjórnvalda, heldur af því að hann tillitssami og frelsisunnandi (?) Litli-Pinosjet okkar, sem ekki hafði verið kosinn til að stjórna landinu, úrskurðaði sjálfum sér umboð til þess að ráða þessu, til þess að þagga niður í lögmætum stjórnvöldum og allri þjóðinni. Hann vildi ekki eiga neitt á hættu um að sannleikurinn bærist ykkur að augum né eyrum, ekki neitt það sem kynni að draga úr áhuga ykk- ar á fyrirhuguðu verki: að reyna að knésetja þá stjórn sem hafði verið löglega valin til að veita þjóðinni forystu um hrið, til þess a.m.k. að spilla eftir föngum ár- angri þessarar stjórnar við örðugt nauðsynjaverk og rýra þannig til- trú kjósenda og vonir um betri tíð. (Hitt var leiksýning.) Svo hlálegt sem það er þá mun Pinosjet hafa lögin sín megin, enda þótt trúlega eigi hann stuðn- ing fárra meðal þjóðarinnar í heild til þessa verks, — og þessum lögum hljóti að verða breytt í ljósi reynslunnar. Eru þá gerðir hans lögvernduð valdníðsla. E.t.v. mun ný tækni tryggja samfélagið gegn endurtekningu, þó að lög dugi ekki. Nú ætla ég ekki að ræða við ykkur tjáningarfrelsi sérstaklega — sem ég veit þið prísið að jafnaði — en stundum er hraklega leikið og þá engu síður af þeim sem telja sig unnendur þess öðrum fremur. Ekki tekur því heldur að kvarta yfir að tilskrif mitt skyldi ekki berast ykkur fyrir verkfall, það hefði því miður sjálfsagt litlu breytt, og Pinosjet hefur miklu stærri syndir á samvizkunni. En fyrir vikið á nokkur hluti máls míns nú ekki lengur erindi til ykk- ar án breytinga, kannski ekki heldur neitt sérstaklega til ykkar, og svo er það ekki tímabundið úr því sem komið er. Sumt af því hef- ur hins vegar nú þegar verið stað- fest fullkomlega, m.a. að í fyrstu lotu bráðnauðsynlegra leiðréttinga á „Það eru væntanlega forystumenn ykkar í hæstu launaflokkum sem jafnt stýra stríðinu og samningunum. Þess- ir menn hafa nú þegar eignast allt sem þeir þurfa til lífsins, alið upp börn sín og menntað þau. Þeir hafa klifrað upp metorðastigann og fengið starfsaldurs- hækkanir við síminnk- andi þörf.“ kjörum ykkar væri helzt árangurs að vænta í lagfæringu á skattlagningu. Um þetta gátuð þið áreiðanlega átt samleið með öðru ungu fólki, t.d. starfandi í bönkum, og þessum árangri mátti ná án verkfalls, án heiftarlegs ófriðar, sárinda, vand- ræða, reiði ef ekki haturs — án fjárhagstjóns sem gerðir ykkar nú hafa valdið, og án þess að hefja að nýju öldu fjármálaglæpa, sem ein- ungis örfáar þjóðir láta viðgang- ast í landi sínu — fjármálaglæpa, sem allir íslendingar myndu nefna réttu nafni, ef þeir töluðu um sambærilegar gerðir manna suður á Sikiley. Blessuð verðbólga skal það heita á íslandi, ekkert meira, ella er manni brigzlað um stóryrði. Sumir frændur mínir leyfðu sér aldrei ófegurri munn- söfnuð en „hvur a-a-a-ns-s-inn“, þótt þeir virkilega væru að tala um andskotann. Sjálfur var ég lík- lega næstum svona orðprúður, þótt nú kunni að þykja ótrúlegt, en það var áður en verðbólgan var upp tekin, áður en ég kynntist verkföllum og annarri valdníðslu. Þá tíðkaðist ekki í minni sveit að beita ofbeldi, nema hvað strákar flugust stundum á áður en þeir fengu vit, — já og svo hundar, líka eftir að þeir höfðu náð ásköpuðum þroska. Samt held ég að þeir hafi flestir verið svartir eða flekkóttir — en kannski öðruvísi inni við beinið, það sá ég aldrei. Uppreisn gegn misréttinu Fyrri hluta þessa tilskrifs lauk ég með áskorun til ykkar um að gera uppreisn, uppreisn en ekki verkfall. Sízt er nú þörfin minni, að þið rísið upp gegn þjóðhættu- legum aðferðum núverandi leið- toga í kjaramálum. Þær hafa ekki Alþýðubandalagið: Stjórnarandstaðan fái aðild að álviðræðum Morgunblaðinu hefur borizt eftirfs.randi ályktun frá þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Vegna fyrirliggjandi frumvarps um samninga ríkisstjórnarinnar og Alusuisse um álverið í Straumsvík, samþykkir þingflokkur Alþýðu- bandalagsins eftirfarandi: 1. Alþýðubandalagið lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórnarinnar vegna fyrirliggjandi samninga við Alusuisse og mun beita sér fyrir breytingum á öllum samningum og samskiptum við auðhringinn þegar Alþýðubandalagið fær til þess að- stöðu. 2. Þingflokkur Alþýðubandalagsins mótmælir því að haldið verði áfram samningaviðræðum við Alu- suisse með þeim hætti sem verið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Gerir Alþýðubandalagið kröfu um, að stjórnarandstaðan fái að þeim óskoraða aðild. 3. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur brýnt að Alþingi kjósi nú þeg- ar sérstaka nefnd með aðild allra þingflokka sem geri alhliða úttekt á samskiptum íslenskra stjórn- valda og Alusuisse frá upphafi og þætti álversins í efnahagslífi hér- lendis þannig að læra megi af dýr- keyptri reynslu í samskiptum við þennan auðhring. 28. nóvember 1984.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.