Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Miimkum ríkisumsvifin
— eftir Björn
Dagbjartsson
Frétt og síðar forustugrein í
Morgunblaðinu um daginn vakti
sérstaka athygli og reyndar
ánægju mína. Þar var skýrt frá
fyrirhugaðri sölu breska lands-
símans og á það minnst, að e.t.v.
gætu nú fleiri dregið einhvern
lærdóm af því. Ef hægt er að reka
símann á einkagrundvelli má lfka
ýmislegt fleira missa sig úr ríkis-
forsjánni. (Vonandi að Landssími
tslands hf. verði tekinn við í næsta
BSRB-verkfalli, svo að nokkrir
menn geti ekki með ofbeldi ein-
angrað afskekktar byggðir og
jafnvel landið allt frá umheimin-
um.) Morgunblaðið veltir því fyrir
sér í leiðaranum, hvað sé nú orðið
af hinum djörfu áformum um sölu
ríkisfyrirtækja frá fyrstu dögum
ríkisstjórnarinnar. Eg tek undir
það og ég spyr líka: Hvað er orðið
um hina reiðu ungu sjálfstæðis-
menn, sem hrópuðu: „Báknið burt“
fyrir 10 árum síðan? Hafi þá verið
ástæða til að hafa áhyggjur af
ríkisþenslu, þá er málið orðið
grafalvarlegt nú. Nýjasta fjár-
lagafrumvarp ber þetta mein með
sér. Ekkert fé orðið eftir til fram-
kvæmda, en stöðugt vaxandi ríkis-
rekstrarkostnaður.
„Kerfið“ lætur ekki
aö sér hæöa
Fyrir einum 4 árum samþykkti
fjárveitinganefnd a gerð yrði til-
raun hjá tilteknum ríkisstofnun-
um með nýja aðferð við fjár-
lagagerð, svokallaða „O-grunns-
áætlanagerð" með „sólarlags"-
ákvæðum. Hún byggist í einfaldri
mynd á því, að engin fjárveiting sé
sjálfsögð, bara af því að hún var á
fyrri fjárlögum, heldur þurfti að
rökstyðja hverja beiðni í hvert
sinn og sýna fram á að viðkom-
andi starfsemi sé nauðsynleg í
umbeðnum mæli. Þetta var til-
raun til að ýta við bákninu, til-
raun, sem var svæfð í rólegheitum
af starfsmönnum fjármálaráðu-
neytisins. Síðan hefur ekkert
heyrst um breyttar aðferðir við
fjárlagagerð. Alþingi réð ekki við
„kerfið" og „kerfið" vinnur eins og
allir vita, á móti öllum breyting-
um. „Kerfið“ þekkir aðeins eitt
lögmál: Hægan og sígandi eigin
vöxt.
Fyrirmæli við fjárlagagerð eins
og: Engar nýjar stöður, eru mót-
tekin með vorkunnsemi, en allir
vita að stöðugildum mun hafa
fjölgað verulega þegar upp verður
staðið. Stjórnmálamönnum að
kenna segir „kerfið“. Það ber ekki
ábyrgð á neinu og hefur aldrei
gert. Veruleg mannaskipti í ráðu-
neytum um leið og ný ríkisstjórn
tekur við, er eina vonin til þess að
pólitískur vilji nái fram að ganga
og að nánustu ráðgjafar ráðherra
séu reiðubúnir að deila ábyrgð
með honum. Aðstoðarmenn ráð-
herra hafa ekki einu sinni mátt
skrifa undir bréf til skamms tíma.
Þó að það standi nú e.t.v. til bóta á
næstunni getur einn aðstoðarmað-
ur ósköp lítið gegn vilja „20 ára
gamals" ráðuneytisstjóra, sem
hefur persónulega ráðið alla aðra i
ráðuneytinu.
Vonarneisti
Á einum stað hefur „kerfið" lát-
ið nokkuð undan á þessu ári. Það
hefur orðið að láta undan síga
fyrir Sverri Hermannssyni, iðnað-
arráðherra. Hann hefur selt ríkis-
fyrirtæki; hann hefur „skorið upp“
stofnanir til að fækka ónauðsyn-
legum störfum og hann hefur
stöðvað áframhald ævintýra, sem
enginn virtist vita hvert stefndu.
Þetta sýnir hvað hægt væri að
gera, ef menn gengju kerfisbundið
í það verk að fækka ríkisstarfs-
mönnum. Það skal fúslega viður-
kennt, að menntamálaráðherra er
að reyna að stöðva hina sjálfvirku
útþenslu þess anga „kerfisins" og
ef það tekst er það út af fyrir sig
mjög góður árangur.
En annars staðar gerist lítið.
Hvers vegna í ósköpunum er Inn-
kaupastofnunin ekki lögð niður?
Væri Ferðaskrifstofa íslands hf.,
færari en aðrir um að leigja skóla
undir Eddu-hótel á samkeppnis-
grundvelli, ef það væri m.a.
markmiðið að hafa upp í reksturs-
og fjármagnskostnað skólanna?
Björn Dagbjartsson
„ÞaÖ veröur aö fækka
ríkisstarfsmönnum til
þess m.a. aö geta greitt
þeim, sem eftir eru,
hærri laun og eiga samt
eftir til aö halda í horf-
inu meö aröbærar
opinberar framkvæmd-
ir, eins og vegagerÖ.“
Hver segir, að strandferðasigling-
um sé best borgið undir ríkis-
forsjá? Ættu ekki skrifstofur og
umsvif vita- og hafnarmála og
vegamála að dragast saman i
hlutfalli við hvort tveggja, minna
framkvæmdafé og meiri útboð?
Því er ekki uppástunga LÍÚ um
afnám ferskfiskmats gripin feng-
ins hendi? Allt eru þetta rökréttar
aðgerðir og ekkert erfiðari en ým-
islegt af því sem iðnaðarráðherra
er búinn að gera. Þetta er alger-
lega í anda og að vilja sjálfstæð-
ismanna. Það er mesti óþarfi að
láta valdalaust flokksbrot, eins og
Bandalag jafnaðarmanna lausa
um það, að þeir eigi slíkar hug-
myndir.
Fækkun ríkis-
starfsmanna
Ég held, að það sé að verða æ
fleirum ljóst, að ríkisútgjöld verða
ekki skorin öllu lengur niður með
því einu að ganga á framkvæmdir.
Framlag til framkvæmda er nú
þegar orðið nær helmingi lægra
hlutfall af fjárlögum en það var
fyrir nokkrum árum. Beinn og
óbeinn kostnaður við mannahald
vex stöðugt. Hver starfsmaður
kostar nú a.m.k. helmingi meira
en slypp og snauð laun hans segja
til um, vegna starfsaðstöðu, ferða
og fríðinda, launatengdra gjalda
o.s.frv. Það verður að fækka ríkis-
starfsmönnum til þess m.a. að geta
greitt þeim, sem eftir verða, hærri
laun og eiga samt eftir til að halda í
horfinu með arðbærar opinberar
framkvæmdir, eins og vegagerð. Það
er hægt að stuðla að fækkun
opinberra starfsmanna með ýmsu
móti.
Það er hægt að nota allar að-
ferðir iðnaðarráðherra, þ.e. losa
sig við fyrirtæki, skera upp stofn-
anir og stöðva ævintýri.
Það er hægt að segja upp laus-
ráðnu fólki (án stöðuheimilda) og
hætta að greiða því laun, þó svo að
einhver þjónusta skerðist í bili.
Það er hægt að lækka eftir-
launaaldur og það hafa ýmsir
nágrannar okkar gert við svipaðar
aðstæður.
Það er hægt að láta einkaaðila
taka við ýmissi þjónustu, sem rík-
ið er nú að burðast við að reka.
Málamyndatilburðir í kringum
ríkisspítalana í fyrra voru ekki
marktækir.
Síðast, en ekki síst, það verður
að skoða í alvöru hvort eitthvað af
stofnunum og starfsemi, sem
hrúgað hefur verið upp á síðustu
árum, má ekki hverfa.
Tillögur í þeim anda, sem hér að
ofan er lýst, koma ekki innar úr
„kerfinu". Ríkisstjórnin og þeir
ráðherrar, sem í einlægni vilja
draga úr rikisútgjöldum, verða að
hlutast til um þetta.
Björn Dagbjartsson er þingmaður
Sjílfstæðishokksins fýrir Norður-
land eystra.
SKUGGSJA
„Við
gluggann“
— smásögur eftir
Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út nýtt
smásagnasafn eftir Fríðu Á. Sig-
urðardóttur, „Við Gluggann".
„Fríða vakti mikla athygli fyrir
fyrstu bók sína, smásagnasafnið
„Þetta er ekkert alvarlegt." Með
næstu bók sinni, skáldsögunni
„Sólin og skugginn“, undirstrikaði
hún að hér var á ferðinni nýr og
ferskur höfundur, sem bókamenn
munu fylgjast með af áhuga," seg-
ir í frétt frá útgefanda.
„Við gluggann" er safn smá-
sagna, sem mun, eins og fyrri
bækur Fríðu Á. Sigurðardóttur,
þykja tíðindum sæta fyrir gerð
sína, efni og búning. Fríða er
meistari þeirrar vandasömu
listgreinar, sem kallast smásaga,
þar sem ekki má segja of mikið og
ekki heldur of lítið, en aðeins það,
sem til þarf og nægir, svo lesand-
inn skynji hugsanir sögufólksins
og athafnir þess séu eðlilegar.
Sögurnar eru ritaðar á óvenju
fögru og auðugu máli, eins og fyrri
bækur höfundarins."
Við gluggann er 131 bls. að
stærð. Bókin var sett í Acta hf.,
prentuð í Steinmarki sf. og bundin
í Bókfelli hf.
HITAMÆLINGA-
MIÐSTÖÐVAR
Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa
tuttugu og sex mælistaöi.
Ein og sama miðstööin getur tekiö viö og sýnt bæöi
frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eöa 0+1200 o.fl.
Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis-
munandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli-
vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst-
um, lestum, sjó og fleira.
®0tuxrCavLc®(u;íí* <J)fe(rDS©®(n) <St HfYKJAVIK, ICKLAMÐ
Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280.
Allt árið um kring
- í hvaða veðri sem er getur fjölskyldan sólað sig í Soltron frá JK.
Átt þú ekki skilið smá vítamín í kroppinn - og fallegan hörundslit!
JK vestur-þýsku sólarlamparnir standast ýtrustu gæðakröfur
v-þýska öryggis- og heilbrigðiseftirlitsins.
Þér er óhætt að slappa af í JK sólarlampa hvort sem hann er stór eða smár,
einfaldur eða „samloka“, með sérstökum andlitslampa eða án.
Að auki eru bekkirnir loftkældir. Bekkirnir standast vel kröfur þeirra sem
vilja sólbaða sig heima og þeirra sem reka sólbaðstofur.
Dekraðu við sjálfan þig í JK sólarlampa og árangurinn er vellíðan og
fallegur hörundslitur á öllum tímum ársins.
JK = mest seldu sólarlampar í Evrópu.
ÞYZK-ISLENZKA
Lyngháls 10, sími 82677