Morgunblaðið - 09.12.1984, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.1984, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 SVIPMYND á sunnudegi/ Bob Hawke, forsætisráöherra Ástralíu Það fer ekki á milli mála, að úr.slit kosninganna í Ástr- alíu nú alveg nýlega urðu mörg- um undrunarefni. Búist hafði verið við stórsigri núverandi for- sætisráðherra, Bob Hawke, og Verkamannaflokks hans. Að vísu heldur Hawke meirihluta sínum, en stjórnarandstaðan, samsteypuflokkur Frjálslyndra og hjóðlegaflokksins undir for- ystu Andrew 1‘eaecock söxuðu ótrúlega mikið á það fylgi sem Verkamannaflokkurinn fékk í síðustu kosningum. Ástæðan fyrir því að Hawke var spáð velgengni var ekki síst, að kosningarnar þóttu vel tíma- settar. Lækkun tekjuskattstiga í fjárlögum næsta árs mæltist vel fyrir svo og ýmiskonar félagsleg- ar ráðstafanir sem hafa verið boðaðar og taka senn gildi. Búist var við að Hawke yrði þetta til framdráttar svo og ekki síður hversu mjög hann hefur dregið Ástralíu nær umheiminum síðan hann varð forsætisráðherra í mars 1983. Malcolm Fraser fyrirrennari hans þótti litlaus og ná litlum árangri hvað varðaði innanríkismál og utanríkismál. Á hinn bóginn hefur Hawke ver- ið athafnasamur og honum hef- ur tekist að efla þjóðernisvitund Ástralíumanna og vekja með þeim meiri tilfinningu að þeir eigi að líta á sig sem heild, en ckki þjóðarbrot alls staðar að úr heiminum, sem seint gangi að skjóta rótum í Ástralíu. Hann hefur sjálfur sagt í við- tali fyrir skömmu, að sá efna- hagsbati og sú uppsveifla sem hefur orðið í atvinnulífi Ástralíu sé merki um að stefna hans hafi lánast. Þaö er að vísu öldungis rétt að efnahagsmál hafa þar sem annars staðar færst til betri vegar, en á hitt ber að líta að ekki hefur tekist að vinna bug á atvinnuleysinu sem hefur aukist frekar en hitt. En persónulegar vinsældir Hawke draga fáir í efa og þrátt fyrir þessi úrslit nú mun Hawke án efa halda til streitu stefnu sinni og lætur það ekki slá sig út af laginu, þótt öll þau atkvæði sem hann vonaðist eftir skiluðu sér ekki. Bob Hawke hefur átt tiltölu- lega skjótum frama að fagna í pólitíkinni. Hann var fyrst kjör- Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Hann þykir hafa eflt metnað og þjóðernisvitund landa hefja afskipti af stjórnmálum. Hawke segir að hann sé bæði vel heima í því sem lýtur að verklýðsmálum og störf hans í þágu þeirra samtaka hafi reynst sér ómetanleg. Hann kveðst einnig vel kunnugur öllum helstu atvinnurekendum og allt þetta létti sér róðurinn, þar sem hann finni, að honum sé treyst á báðum þessum vígstöðvum. Þegar Hawke tók við sagðist hann líta á sig sem sáttasemjara og hann myndi beita sér af öllum kröftum fyrir því að ástralska þjóðin bæti öll sem ein litið á hann sem forsvarsmann sinn. Ekki verður annað sagt en hon- um hafi tekist bara vel sú ætlan- in. Hann var stórorður þá, djarf- ur og hiklaus. Ýmsir spáðu því að honum yrði hált á sigursvell- inu og myndi gera skyssur, þar sem hann væri óskólaður í póli- tískum sjó og hann væri of opinskár og of mikil tilfinninga- vera og þetta gæti orðið honum fjötur, breytt aðdáun i aðhlátur og vantrú. En þeir hafa ekki reynst sannspáir í þessu heldur pólitískir andstæðingar hans. Bob Hawke er óumdeilanlega litríkur persónuleiki. Hann er maður glettinn og hlýr og í kosn- ingunum 1983 og aftur nú vakti framganga hans athygli fyrir fjör og meiri hressleika en menn áttu að venjast. Hann hefur blandað geði við öðruvísi fólk en Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu. smna inn á þing árið 1980 og varð formaður flokksins 3. febrúar 1983, sama dag og Fraser boðaði til kosninganna, sem Hawke sigraði síðan í. Bob Hawke er prestssonur. Hann lagði stund á háskólanám í Ástralíu, las lögfræði og hélt síðan til Englands og lauk prófi frá Oxford. Hann þótti góður námsmaður og gat sér einnig orð fyrir afskipti af íþróttum. í Englandi vakti hann á sér at- bygli fyrir annað afrek, sem dugöi honum til að komast í Heimsmetabók Guinness, er hann svolgraði í sig 1,2 lítra af bjór á tólf sekúndum og mun það met enn ekki hafa verið slegið. Hawke hefur verið mjög opin- skár hvað varðar víndrykkju sína og segist hafa átt við vanda- mál að stríða. Eftir að hann var kosinn á þing hét hann því að halda sig frá flöskunni og það hefur honum tekist. Aftur á móti reykir hann vindla af mik- illi nautn. Þegar Hawke sneri heim frá Englandi hóf hann störf fyrir áströlsku verkalýðshreyfinguna og þótti slyngur lögfræðingur og komst skjótt til metorða. Hann var fljótlega kosinn forseti ástr- ölsku verkalýðssamtakanna, sem hafa 2,5 milljónir innan sinna vébanda. Sú staða styrkti hann náttúrlega þegar hann ákvað að fyrirrennarar hans, hann hefur hyllt íþróttahetjur og farið á fundi hjá ýmsum samtökum og félögum, sem hafa aldrei látið sig dreyma um að forsætisráð- herra landsins hefði tíma til að sinna þeim. Þó heldur hann virðuleika sínum. Meira að segja bitrustu andstæðingar hans verða að viðurkenna að þrátt fyrir frjálslegt fas haldi hann jafnan virðuleikanum. Bob Hawke er 54 ára gamall. Kona hans heitir Hazel og þau hjón eiga einn son og tvær dæt- ur. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI .^^skriftar- síminn er 830 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.